Vísir - 22.02.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 22.02.1962, Blaðsíða 4
V í S 1 R Fimmtudagur 22. febrúar 19.62 — Ekki get ég að því gert, að þegar þessi tími er kom- inn, færist ólga í blóðið og ég vildi helzt vera horfinn til Bæjaralands, sagði Bragi Árnason efnaverkfræðingur, þegar ég hitti hann á dögun- um og við settumst saman yfir kaffibolla inni á Gilda- skálanum. Bragi kom heim rétt fyrir jól með glæsilegt próf eftir 6 námsár í MiAn- chen. — Hví gerist þú órór ein- mitt nú? — Mér þykir þú spyrja fá- víslega. Veiztu ekki, að nú er Fasching að byrja þar syðra? — Hvað er Fasching? — Sælir eru einfaldir, og þú ættir skilið að vera kom- inn á Fasching til að fá umb- un fyrir einfeldni þína. Nú er kominn fostuinngangur, og þá hefst hin fornfræga kjötkveðjuhátíð eSa föstu- hátíð sem enn þrífst og blómgast einkum í hinum kaþólskari héruðum Þýzka- lands og nefnist Fasching. Hver sá, er einu sinni hefir verið á Fasching, gleymir því ekki, og má vart vatni halda af tilhugsuninni einni saman og hafa ekki aðstöðu til að sækja hátíðina, sem er hin mesta gleðihátið meðal kaþólskra manna, stendur yfir á annan mánuð, allan föstuinnganginn og lýkur á þriðjudagskvöld (Faschings- dienstag) fyrir öskudag Fasching mest fram á götun- um, en í Múnchen fer hún fram aðallega á veitinga- og dansstöðum, og er meira að segja Listhúsið (Haus der Kunst) og Þýzka leikhúsið (Deutsches Theater) lagt alveg undir grímudansleiki á fjölgar barneignum á Bæjarlandi var stofnað, var okkur boðið húsnæði til fundarhalda í kjallaraherbergi við Baren- strasse. Við vorum flestir í fæði í matsölunni Klein- kötzer Bierstuberl, og veit- ingamaðurinn bauð okkur þetta kjallaraherbergi til afnota í 5 ár gegn því að við innréttuðum það. Seinna var matstofan seld og þegar 5 árin voru liðin, urðum við húsnæðislausir. Þá var kom- inn íslenzkur vararæðismað- ur í Múnchen, kaupsýslumað- eyja og Flórenz. Það var nefnilega bíll í eigu nokk- urra nýlendubúa, blæjubíH, sem gekk undir nafninu Græna-María. Þetta ferðalag tók um viku, við bjuggum okkur út með nesti og nýja skó, höfðum með okkur tjald og lifðum mest á brauði, sardínum og rauð- víni. Þú spyrð hvers vegna bíllinn héti þessu nafni. Svo var mál með vexti, að á mat- sölustaðnum, þar sem við vorum flestir í fæði, voru stúlkur í vist hver af annarri og hétu allar María. Þær urðu sem sagt ekki mosa- vaxnar í starfinu, og svo fór líka með Grænu-Maríu, að það varð brátt um hana, en þá var hún líka búin að (Faschingsmittwoch), en þann dag hefst fastan. Ég kvaddi Múnchen fyrir jól, og þá var að byrja undirbúning- ur pndir Fasching, með því að velja Faschingsprinsinn, og er venjulegá valinn í það t. d. ríkur kaupmaður eða slíkur. Þá er að velja Fasching-prinsessuna, til þess er kjörin einhver fyrir- sæta eða fegurðardrottning. Grímuböll í Listhúsinu. Allir skemmta sér á Fas- ching, sem vettlingi ' geta valdið, svipað og á október- hátíðinni, sem stendur bara miklu skemur. f Köln fer CUDO Orðsending Vegna sívaxandi eftirspurnar, eru þeir, sem vilja fá afgreitt tvöfalt CUDO — einangrun- argler á komandi sumri, vinsamlegast beðnir að leggja inn pantanir sínar hiS allra fyrsta. AthugiS: Tvöfalt CUDO-gler er . . aSeins ffamleitt af oss. Cudogler hf Skúlagötu 26, sími 12056. Fasching. Fyrstu tvær vik- urnar eru dansleikir tvisvar í viku, en færist svo í auk- ana og innan mánaðar eru grímuböll á hverju kvöldi, byrja kl. 19 að kvöldi og standa til kl. 3 að morgni. Allskonar brellur og skrípa- læti eru höfð í frammi, enda er Fasching líka oft nefnd Narrenzeit (skrípatími). Ástafar í strætisvögnum. Þegar haldið er heim síðla kvölds og nætur, blasir við hið æðisgengnasta ástafar í strætisvögnum og járnbraut- um. Það er ekkert launung- armál, að 9' 'hVáWtiðúm0 éftir Fasching na^r’ barneignátála í Bæjarlandi hámarki. Satt að segja hafa siðsamar stúlk- ur aðeins möguleika í Fasching að fara einar út að skemmta sér. Og ávöxtur þeirrar gleði kemur æði frek- lega í Ijós eftir 9 mánuði. Talið er, að í Fasching sé stofnað til helmings hjóna- banda í Múnchen. Mikið er drukkið af bjór þennan tíma Bragi Árnason efnafræðingur með tilraunaglasið. urinn Heinrich Bossert. Þeg- ar við kynntumst honum og hann komst að því, að við værum á götunni með félag okkar, bauð hann okkur þegar í stað húsaskjól, og þar höfum við verið síðan. Málfundir eru haldnir einu sinni í mánuði, en auðvitað miklu oftar komið saman til að skrafa og skeggræða. Það er furðufátt íslendinga og þó færist sú drykkja í aukana eftir að Fasching lýkur. Þegar fastan er byrj- uð, bæta margir sér upp með bjórdrykkju, að þeir mega ekki bragða kjöt og er sá bjór hafður sterkari en ann- ars tíðkast þar syðra, sætur og Jjúffengur Seinasta sunnudaginn ' (Fasching- sonntag) er farin mikil skrúðganga um borgina og úr því fer að fjara út hátíðin, lýkur á þriðjudag, en daginn eftir byrjar fastan, á ösku- degi. Kjallarafélag. — Þið hafið íslenzkt stúd- entafélag í Múnchen? — Jú, ég held það nú. Það hefir starfað með sóma og sann í nokkur ár. Þegar það búsett í Múnchen. Ég man ekki eftir nema Steingrími Þorleifssyni, sem er kaup- sýslumaður, er búið hefir þar nokkur ár. Þá er Þor- björg Schweitzer, roskin kona, er var gift Þjóðverja. Hún var góð heim að sækja, við skruppum stundum til hennar, þar sem hún býr ut- an við borgina, þar heitir Dierssen. Það varð brátt um Grænu Maríu. — Já, voru þið ekki oft að þeytast til nágrannaland- anna, stutt að skreppa til Ítalíu og Austurríkis. — Það var nú ekki oft á ári, en við gerðum það samt þegar tími gafst til. Helzt fórum við til Ítalíu, til Fen- þjóna okkur dyggilega. Eig- endur hennar voru 4, lengst af 3 þeir sömu, en fjórði parturinn var alltaf að skipta um eigendur. Svo þegar þessir vinsælu stóreigna- menn voru ' eitt sinn á leið með Maríu sína í skoðun hjá bifreiðaeftirlitinu, stóð sú græna allt í einu stopp — á götunni beint fyrir framan dómhöllina. Það brotnaði ■eitthvert bein í henni, bless- aðri, öxull eða eitthvað. Hún var komin til ára sinna, ég held hún hafi verið módel 1926. En eigendur kunnu ekki annað ráð á staðnum en draga hana inn í hliðargötu og lögðu henni þar, sem hún virtist minnst fyrir í svipinn. Svo leið ár, að enginn hirti um hana. En þá hafði lög- reglan upp á eigendunum og bað þá vitja eignar sinnar hið skjótasta. Þá treystust þeir ekki til að lappa upp á hana og drösluðu henni út í bílakirkjugarð. Ætli hún hvíli þar ekki enn? Blessuð sé minning hennar. Dýrt nám. — Er námi háttað þar svipað og í hliðstæðum greinum hér heima? — Já, nema hvað próf eru miklu tíðari. Fyrsta kennslu- misserið er eiginlega próf- tími, álíka og í læknisfræð- inni hér heima. Margir helt-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.