Vísir - 02.03.1962, Blaðsíða 1
VlSIE
95 manns
biðu bana á
svipstundu
í sama mund og 4 milljónir
manna höfðu safnazt saman í
New York til þess að liylla John
Glenn geimfara og konu hans
við komima þangað, fréttist, að
œgilegt flugslys hefði orðið i
grennd við Long Island skammt
frá Idlewildflugvellinum og 95
manns farizt.
Það var Boeing-70 þota írá
American Airlines, Sem hafði
hrapað í sjó niður, rétt eftir
flugtak. Farþegar í henni voru
87, en áhöfn 8 manns. Ekkert
neyðarskeyti hafði borizt frá
flugvélinni og veður var bjart
og flugskilyrði að öðru leyti á-
gæt.
Hina mörgu, sem biðu komu
Glenns ofursta, setti hljóða, sem
aðra, er þeir heyrðu um ofan-
greindan, sviplegán atburð, en
hann skyggði ekki nema um
stund á fögnuð manna yfir af--
reki Glenns.
Ekið var um Broadway, og
sátu þau Glenn ofursti og kona
hans í hækkuðu aftursæti bif-
reiðar og veifuðu til fagnandi
mannfjöldans. — Glenn sagði
eftir á, að hann hefði ekki séð
nema eitt andlit með súrum
svip, — og hefði það verið and-
lit yfirmanns gatnahreinsunar
New York-borgar en varpað var
niður 3000 lestum af marglitum
pappírsræmum meðan skrúð-
gangan fór fram! — Fögnuður
var svo mikill, að annað þykir
ekki sambærilegt frá því er
Lindbergh var fagnað við heim-
komuna fyrir hálfum fjórða ára-
tug, eftir að hafa flogið yfir At-
lantshaf til Parísar.
Maílurinn gaf sig
fram af sjálfsdáilum
Maður sá, sem var valdur
að slysinii á Kaplaskjólsvegi,
móts við Jófríðarstaði, í fyrra-
kvöld, gaf sig fram við lögregl-
una af sjálfsdáðum í gær.
Þetta er ungur maður og
hefur aldrei bomið neitt fyrir
hann áður. í framburði sínum
við lögregluna sagðist hann
ekki hafa séð konuna fyrr en
hún skall á bílnum. Kvaðst
Framh. á bls. 5
Hinn kunni Pétur Hoff-
mann Salómonsson, sem áð-
ur bjó í Selsvör, átti heima
í gamla húsinu við Kirkju-
torg, sem brann í nótt. Hann
var í fasta svefni á efstu hæð
hússins þegar eldurinn
breiddist út og í lífsháska.
Hann komst út við illan leik
og hefir misst í brunanum
mestallt sem hann átti
brennt og sviðið. Ljósmynd-
ari Vísis tók þessa mynd af
kappanum í rústunum í
morgun.
Gömlu timburhúsin við
Kirkjutorg voru í mikilli
hættu í nótt, er eldur kom
upp í þrílyftu timburhúsi,
Kirkjutorgi 6 og var orð-
inn mjög mikill er slökkvi-
liðið kom á vettvang. Nær
60 brunavörðum tókst á
tveimur og hálfri klukku-
stund að ráða niðurlögum
eldsins í húsinu. Miklar
skemmdir urðu á húsinu af
Hefja Bandaríkin kjarn
orkutilraunir í
Kennedy Bandaríkjaforseti
ávarpar Bandaríkjaþjóðina í
kvöld í sjónvarpsræðu um
kjamorkuvopnamálin og er
almennt talið, að hann muni
boða, að liafnar verði af hálfu
Bandaríkjanra tilraunir á ný
með kjarnorkuvopn í lofti — þó
ekki þegar í stað, og áreiðan-
lega ekki fyrir afvopnunar-
ráðstefnuna, sem hefst í Genf
14. marz.
Orðrómur urm að Kennedy
forseti hefði ákveðið að stiga
þetta skref hefur verið á
kreiki annað veifið og fram
kom í fréttum nýlega, að það
yrði gert ef Kennedy teldi, að
þess væri þörf vegna öryggis
Bandaríkjanna og bandalags-
þjóða þeirra.
eldi, vatni og reyk, og
þrjár manneskjur misstu
har allt nema bað sem þau
stóðu í eftir brunann. Slys
varð ekki á fólki, en í hús-
inu áttu heima 15 manns.
Slökkviliðið fékk boð um
eldsvoða þennan klukkan tæp-
lega 3,30 í nótt. Þó stutt sé á
milli slökkvistöðvarinnar og
Kirkjutorgs var mikill eldur á
3. hæð þess er að var komið.
jBeggja vegna hússins eru timb-
iurhús, og samfelld röð timbur-
^húsa út í Templarasund, og ótt-
' uðust menn í fyrstu, að svo
kynni að fava, að stórbrum yrði
.við torgið.
Frost og strckkingur.
En siokkviiiðið, ssm allt var
kallað út, var fljótlega komið
til skjalanna með dælur sínar
og útbúnað, og innan skamms
voru nær 60 brunaverðir og
slökkviliðsmenn komnir á vett-
vang. Eldurinn hafði þá náð upp
í rishæð hússins og var mikið
bál. Frost var 5—6 stig og norð-
an strekkingur, sem stóð beint
|upp á framhlið hins gamla
'húss.
Út frá sígarettu.
Meðal þeirra sem ræstir voru
út var Magnús Eggertsson rann-
jsóknarlögregluvarðstjóri. í sam-
tali við blaðið í morgun, skýrði
hann svo frá, að hann hefði átt
tal við Sigurð Sigurðsson lög-
regluþjón, en hann bjó í því
'herbergi, sem eldurinn kom
upp. Kvaðst Sigurður hafa kom
Framh. á bls. 5.
Þjáðisf af
fijartaveilu
Vísir skýrði frá því í gær að
maður liafi orðið bráðkvaddur
í gærmorgun undir stýri bif-
reiðar í Lækjargötu.
Maður þessi hét Haukur Hró-
bjartsson til heimilis að Kópa-
vogsbraut 32. Hann hefur um
langt árabil verið starfsmaður
hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins, en
síðustu árin þjáðst af hjarta-
veilu.
'íiti
I