Vísir - 02.03.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 02.03.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. marz 1962 V 1 S I R 7 Félags- og ærslu- mál endurskipulögð Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær nýskipan fé- lags- og framfærslumála á veg- um Reykjavíkurborgar. Geir Hallgrímsson borgarstjóri gerði grein fyrir tillögunum. Verða hinir ýmsu þættir bessara mála settir undir sameiginlega stjórn og í eina skrifstofu, skrifstofur félags- og framfærslumála. Við þetta hefur skipulag þessara mála verið fært í fastari skorð- ur en áður. Það liefur í för með sér fækkun á starfsliði, aukna hagkvæmni og tiltölulegan sparnað. Stærsta nýbreytnin er mynd- un félagsmáladeildar, sem á að | » i ýinna gegn því að fólk verði framfærsluþurfi og geti staðið á eigin fótum. Kvaðst borgar- stjóri vonast til þess að eftir- leiðis gengi þróunin í þá átt að bein framfærsla yrði aulca- atriði en ýmisskonar tímabund- in aðstoð kæmi í staðinn. tilbúin seint á árinu Geir Hallgrímsson borgar- stjóri sagði á borgarstjórnar- fundi í gær að sennilega mundi uppdráttur af fyrirhuguðu ráð- húsi í Reykjavík liggja full- gerður til sýnis fyrir borgarbúa og borgaryfirvöld seint á þessu ári. Þórður Björnsson fulltrúi Framsóknarflokksins í borgar- stjórn vakti máls á undirbún- ingi að byggingu ráðhússins á fundi borgarstjórnar í gær. Var yfirlýsing borgarstjóra gefin í tilefni þeirra ummæla Þórðar að meirihluti borgarstjórnar hefði í hyggju að nota ráðhús- teikninguna á svokallaða „bláa bók“ Sjálfstæðismanna og slá sér upp á henni fyrir kosning- ar. — Þórður vildi jafnframt vera viss um, að bæjarfulltrúar fengju að sjá teikningar af ráð- húsinu áður en þær kæmu fyr- 'ir almenningssjónir. Borgar- sþjóri kvaðst telja eðlilegt, að almenningur fengi að sjá teikn- ingar af ráðhúsinu á almenn- ingssýningu áður en borgar- stjórn og borgarráð tækju af- stöðu til teikningarinnar. Þórður og Guðmundur Vig- fússon, einn af . fulltrúum kommúnista í borgarstjórn gagnrýndu þá tilhögun að fela ákveðnum hópi arkitekta teikn- ingar af ráðhúsi í stað þess að efna til íslenzkrar eða jafnvel norrænnar samkeppni um útlit þess. Borgarstjóri svaraði því til, að fyrsta skref ráðhúsnefnd- arinnar hefði verið að ræða við íslenzk arkitektafélög um slíka samkeppni, enda væri sam- komulag við félögin nauðsyn- leg til að samkeppnin gæti far- ið fram. Viðræður og þar með samkomulag hefði strandað á því, að arkitektar vildu ekki Væntanlega byrjað á kjötmiðstöð í sumar Borgarstjóri Geir Hallgríms- son upplýsti á borgarstjórnar- fundi í gær að lóðin á Kirkju- sandi undir væntanlega kjöt- miðstöð yrði tilbúin undir bygg- ingarframkvæmdir í sumar. Taldi borgarstjórnin nauðsyn- legt að framkvæmdir gætu haf- Friðjón Þórðarson tekur sæti á Alþingi Friðjón Þórðarson sýslumað- ur tók í gær sæti Sigurðar Ág- ústssonar á Alþingi vegna fjar- veru hins síðarnefnda, erlendis, næstu vikur. Kjörbréfanefnd lagði til að kjörbréf hans yrði m-eiið gilt og mælti Einar Ingi- mundarson fyrir áliti nefndar- innar. Var till'agan samþykkt. izt sem ^llra fyrst eftir það. Jafnframt gat hann þess að teikningar af kjötmiðstöðinni væru til endurskoðunar hjá arkitektinum Halldóri H. Jóns- syni. Upplýsingar borgarstjórans kom fram í svari hans við fyr- irspurn frá Guðmundi Vigfús- syni um kjötmiðstöðina. í at- hugasemdum sínum taldi Guð- mundur að bygging kjötmið- stöðvarinnar hefði dregizt um of á langinn. Flutti hann tillögu um að borgarstjórn ályktaði að verkinu skyldi hraðað sem allra mest. Var henni vísað frá vegna framkominna upplýsinga borgarstjóra um að svo yrði gert. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son ræddi einnig málið og and- mælti tillþgu Guðmundar Vig- fússonar. fallast á að einn arkitektanna, sem átt hafði sæti í ráðhúsnefnd um skeið, fengi þátttökurétt í keppninni. Hefði þá verið á- kveðið að fela nokkrum arki- tektum að sjá um verkið í sam- vinnu. Framh. á 5 síðu Milli fyrri og síðari kvöld frétta situr á- reiðanlega fjöldi fólks um land allt og hlýðir á útvarp. Vænt- ir það þess, að því verði boðið upp á efni, sem geti orðið bæði til hugnun- ar og fróðleiks. Hið talaða orð íslenzka útvai’psins var á þess- um tíma í gærkvöldi 35 mín- útna erindi dr. Sigurðar Pét- urssonar um Skelfiskstekju og skelfiskeitrun — og létt hjal, sem Hildur Kalman hafði tekið saman handa sjálfri sér og Gísla Flaggað var í gær á hálfa stöng um gervalla Þórshöfn í Færeyjum. Tilefnið var það, að tvær ungar stúlkur höfðu beðið bana af völdum umferðar- slyss — hins fyrsta í Fær- eyjum á 15 ára tímabili. Alfreðssyni. Það tók þrjá stund- arfjórðunga. Erindi doktorsins var skil- merkilegt og fróðlegt, og það fræddi hlustendur um eftirfar- andi staðreyndir: 1. Komið hefur í Ijós eitrun í íslenzkum skelfiski. 2. Hér var fyrir meira en hálf- um öðrum áratug soðinn Áiður og seldur kræklingur og kúfisk- ur hraðfrystur og fluttur á markað í Ameríku. 3. Grunur vaknaði um það vestra, að eitthvað af hrað- frysta kúfiskinum hefði verið eitrað. 4. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir hafa ekki farið fram nema alls ófullnægjandi rannsóknir á íslenzkum skel- fiski! Um hið Létta hjal vildi ég leyfa mér að segja, að ekki hefði þurft þrjá stundarfjórð- unga til að sanna, að nógu væri það léttvægt tií að kafna ekki undir nafni. Guðm. Gíslason Hagalín. Föstudagsgreinin Framh. at 9. síðu. við þessa nýskipan og má bú- ast við byltingartilraunum og skæruliðahernaði í land- inu. Þó verður ekki þörf fyrir allt það mikla herlið sem Frakkar hafa nú í land- inu, enda hefur de Gaulle lýst því yfir að þorri her- liðsins verði kvaddur heim í sumar. Það á að vera hlutverk hins franska liðs að æfa og skipuleggja serkneskan þjóð- arher og lögreglu, sem smám- saman á að taka við eftirliti í landinu, einkum í þeim hér- uðum og hverfum sem byggð eru serkneskum mönnum. Ýmis ákvæði eru í sam- komulaginu um samstarf Frakka og Serkja. Frakkar munu fá herbækistöðvar í landinu til langs tíma, sér- staklega flotastöðvar í Mers el Kebir, sem þeir fá að halda næstu 15 árin. Gert er ráð fyrir áframhaldandi miklum verzlunarviðskiptum milli landanna og sameiginlegt fé- lag Frakka og Serkja mun vinna olíu úr Sahara eyði- mörkinni. Munu þjóðirnar skipta jafnt með sér ágóðan- um af olíuvinnslunni. Sahara eyðimörkin á að teljast til Alsír. Þá munu Frakkar halda áfram stórfelldri efna- hagsaðstoð við Alsír, senni- lega svo nemur 450 milljón- urn dollara á ári. Með þessu er lokið sjö ára borgarastyrjöld í Alsír. Styrjöld þessi hefur verið heimskuleg. og kostnaðar- söm. Orsök hennar var skammsýni og skilningsleysi franskra manna, sem ætluðu að halda áfram undirokun og kynþáttakúgun á hinum serknesku íbúum landsins, en slík viðhorf bíða nú algeran ósigur á vorum tímum jafnt í Alsír sem annarsstaðar. Engar fullkomnar tölur eru til yfir mannfall í þessari styrjöld, en líklegt að það sé nálægt hálf milljón manna. Langmest hefur það verið í hópi Serkja, en álitið er að milli 20 og 30 þúsund evr- ópskir menn hafi látið lífið í átökunum. Beinn herkostn- aður Frakka er áætlaður um 500 milljarðar ísl. króna. Það er vissulega gleðilegt að ein óhugnanlegasta styrj- öld sem háð hefur verið á seinni árum, hverfur þannig úr sögunni, því óhætt virðist nú að ætla að ekki verði úr byltingu öfgamanna. Til þess hafa þeir eyðilagt of mikið fyrir sér með hermdarverk- unum. Auðvitað mun taka langan tíma að græða sárin og vafalaust mun haturs og kala gæta í áratugi. Samt hafa þessar tvær þjóðir svo mikilla sameiginlegra hags- muna að gæta, að milli þeirra ætti í nálægri framtíð að geta skapazt þolanlegt sam- starf. gflú þegar Serkir taka við völdum í landi sínu er stór hópur evrópskra manna, sem ekki mun telja sér leng- ur til setunnar boðið. Þetta eru landnemar, sem notað hafa Serkina eins og þræla eða ódýrt vinnuafl, en sjá nú fram á að stoðum verður kippt undan slíkri gróðaleið. Einnig eru það menn með svarta samvizku, menn sem tekið hafa þátt' í hermdar- verkum og morðum. Þeim er vissara að hverfa á braut. Frönsk yfirvöld gera ráð fyr- ir því að allt að því 500 þús- und evrópskir menn muni flýja frá Alsír á næstu árum. Á þessu ári er búizt við um 100 þúsund flóttamönnum og verður það mikið og kostnaðarsamt að búa þessu fólki samastað og starfsskil- yrði. Þrátt fyrir það er óhætt að segja, að skynsemin hefur sigrað í Alsír-málinu í stefnu de Gau'lles. Nú getur hafizt nýr þáttur í sögu Frakklands og það orðið stæltara ríki með færri vandamálum, ör- uggari stjórn og með meiri efnalegum framförum ■ en nokkru sinni fyrr. Þannig mun hið nýja Frakkkland rísa upp sem heilbrigt þjóð- félag í hinu evrópska sam- félagi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.