Vísir - 02.03.1962, Side 9

Vísir - 02.03.1962, Side 9
V I S I R Föstudagur 2. marz 1962 i) vel Massu hinn alkunni fall- hlífaherforingi, sem tók þátt í uppreisnartilraun í Algeirs- borg hefur lýst yfir hollustu við de Gaulle. WWWWWíWWWW :W:WWWWWWW:: wwww:wwww W&m mmm &AHA&jOAHlM $m 70BBAL KHHWA Wm WWW: mmmmw mmmm W-WWWWW- W:WW WWW: wwwwww flpl! Jt#M BCiHACtM YAZÍO BQVSSQi# €*ME Útlagastjórn Serkja, sem bráðlega snýr heim. SJALFSTÆTT eftir Þorstein Thorarensen pyrir nokkru ræddi ég hér í þessum vikulega þætti um þá óhagganlegu afstöðu de Gaulle forseta Frakklands að gefa Alsír sjálfstæði og ennfremur um andstöðu öfgamanna við þá stefnu for- setans. Rakti ég þar þá hættu sem vofði yfir Frakklandi á úrslitastund, að öfgamenn- irnir myndu gera tilraun til byltingar til þess að koma í veg fyrir að samið yrði við Serki um framtíð Alsír. Nú er komið að þessari úr- slitastund. Samkomulag hef- ur ækizt í Alsír-málinu og þing útlægra Serkja hefur samþykkt það. Nú í vikulok- in má vænta opinberrar til- kynningar um samkomulag- ið. Enn er öll hætta ekki liðin hjá, en línurnar farnar að skýrast og virðist af öllum sólarmerkjum, að de Gaulle muni takast áformin og hætt- an virðist minni en menn ætluðu á byltingu í landinu. Ólgan er þó mjög mikil einkum í Algeirsborg og eru hinir evrópsku íbúar enn til í allt. En de Gaulle og stjórn hans virðast nógu kröftug til að koma vilja sínum fram. gíðasta helgi í Algeirsborg er nú kölluð blóðhelgin mikla. Á sunnudaginn munu um 60 manns hafa verið myrtir þar, eða til jafnaðar eitt morð á hverjum 15 mín- útum. / Þar að auki gerðist sá at- burður á sunnudagskvöldið við Maison Carrée herbúð- irnar um 10 km suður af Al- geirsborg, að hermdarverka- menn úr OAS gerðu árás á búðirnar 1 kvöldmyrkrinu, skutu yfir þær fjölda sprengi kúlna úr rakettu-byssum, svonefndum Basook. Kvikn- uðvi við það miklir eldar í herbirgðastöð hjá búðunum, brunnu olíu- og benzíngeym- ar en skotfærabirgðir sprungu í loft upp. Varð þetta stórkostlegt bál, sem sást víða að. Þegar slökkviliðsbílar komu akandi eftir veginum frá Algeirsborg mættu þeim hindranir og hermdarverka- mennirnir réðust á slökkvi- liðsmennina miðja vegar með vélbyssuskothríð og handsprengjum. Varð að kalla herlið út til að ryðja slökkviliði leið til brunastað- ar. Engar skýrslur liggja fyr- ir um, hve margir fórust i þessum skemmdarverkum. Allt að einu virðist hið franska öryggislið í Alsír enn þess megnugt að við- halda valdi frönsku stjórnar- innar. En það reyndist þess ekki megnugt að friða landið og stöðva með öllu hermdar- verkafaraldurinn sem geng- ur yfir’ landið. Þó hefur her- liðið nú fengið ákveðnar fyr- irskipanir um að berjast miskunnarlaust við OAS og hefur aldrei áunnizt meira en síðustu tíu dagana í að handsama foringja þessa ó- aldarfélags. þessi síðasti þáttur mikillar óaldar og hermdarverka OAS hefur nú staðið í tvo mánuði. Hún hófst eftir ára- mótaræðu de Gaulle, þar sem hann lýsti því yfir skor- inort, að samið yrði við Serki. Tilgangur öfgaseggj- anna hefur verið að beita að- ferðum glæpamanna til þess að hræða og þvinga forustu- menn frá því að koma mál- inu fram og virðist þessi t. d. hafa verið aðaltilgangurinn með hermdarverkunum heima í Frakklandi. En að- gerðir þeirra hafa borið þver- öfugan árangur og vakið upp slíka reiði og fyrirlitningu á OAS-samtökunum, að allra sízt virðist vera nokkur grundvöllur fyrir því heima í Frakklandi að almenningur gangi í lið með OAS í að steypa de Gaulle af stóli. Hermdarverkin hafa enn- fremur haft þau áhrif, að OAS-samtökin hafa misst fylgi meðal herforingja. Það er engin furða þegar daglega berast fréttir um morð og ör- kuml á konum og börnum. Áður var talið að herinn hefði mikla samúð með bar- áttu evrópskra manna í Al- sír og jafnvel litið á það sem yfirvofandi að herinn stæði fyrir byltingu gegn de Gaulle. En framferði hermd- arverkamannanna hefur verið svo ofboðslegt að það hefur fælt herforingjana frá þeim og er nú farið að líta svo á, að allur þorri hersins sé nú tryggur forsetanum. Hefur de Gaulle átt langa fundi með tíerforingjum, krafizt hlýðni og trúnaðar af þeim og hefur málið nú snú- izt svo að talið er að herinn tryggi de Gaulle sigur. Má geta þess sem dæmis, að jafn j Alsír og þá einkum í borg- unum Algeirsborg og Or- an halda hryðjuverkin enn áfram og þótt morðin séu framkvæmd af handahófi, virðist þó einn hugur og skipulögð starfsemi standa að baki. Það virðist nú eina von ofbeldismannanna, að þeim takizt að efna til misk- unnarlauss kynþáttastríðs í borgunum. Takizt þeim það mætti ætla að fi’anska örygg- isliðið missti stjórn á ástand- inu. Um % þeirra manna sem myrtir hafa verið eru serkneskir. Hitt eru evrópsk- ir menn sem Serkir myrða í hefndarskyni. Og þá er for- ustumönnum eigi síður OAS — skemmt. Þeirra ósk er einmitt að kveikja slíkt hefndar- og hatursbál milli kynþáttanna að allt springi í loft upp. Þetta er sú hætta sem nú er alvarlegust í Alsír og gera ábyrgir menn sér fullkom- lega ljóst að hverju er stefnt. Hefur það nú vakið athygli, að fylgismenn serknesku út- lagastjórnarinnar hafa marg- sinnis skorað á hina serk- nesku íbúa að forðast hefnd- araðgerðir eins og heitan eldinn. Halda þeir uppi stöð- ugum hvatningum til félaga sinna um að nú verði að beita öllum kröftum fyrst og fremst til þess að viðhalda lögum og reglu í landinu. jjegar þessi grein er skrifuð hefur enn ekki verið gef- in út néin tilkynning um samkomulag Frakka og Serkja en það er þó almennt kunnugt um efni þess. Sam- komulag er um aðskilnað Frakklands og Alsír og skal síðarnefnda landið verða sjálfstætt ríki. Er gert ráð fyrir því, að yfir landinu verði landsstjóri og ríkis- stjórn. Mun landsstjórinn í fyrstu verða franskur en for- sætisráðherrann serkneskur. Bæði franskir og serkneskir menn munu sitja í ríkis- stjórninni, en hin eiginlegu völd munu verða í hördum serkneskra manna. Gert er ráð fyrir 3 ára skinaðartímabili eða milli- bilsástandi. Á franskur her að vera í landinu þann tíma og er ekki talin vanþörf á, því að evrópskir menn munu eiga erfitt með að sætta sig Frh. á 7. s.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.