Vísir - 09.03.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. marz 1962
7
V 1 S I h
Fyrsta málið á dagskrá
efri deildar í gær vaí frum-
varpið um kaup á skulda-
bréfum Sameinuðu þjóðanna.
Gunnar Thoroddsen fjár-
málaráðherra gerði grein fyr-
ir frumvarpinu. Ráðherrann
sagði í "ræðu sinni að fyrir-
sjáanlegt væri að Sameinuðu
þjóðirnar verði á þessu ári
komnar í 170 millj. dollara
skuM, einkum vegna gæzlu-
Iiðsins í Palestínu og aðgerð-
ar samtakanna í Kongó.
Stjórn samtakanna hefur því
ákveðið að gefa út skuldabréf
fyrir 200 milljónir dollara til
25 ára og með 2% vöxtum.
Hafa eingöngu ríkisstjórnir
verið livattar til að kaupa
þessi skuldabréf í hlutfalli
við árlegt framlag sitt. Nokkr
ar ríkisstjórnir hafa neitað.
fslendingar greiða um 0.4%
af heildarframlögum til Sam-
einuðu þjóðanna árlega. Hin
Norðurlöndin hafa ákveðið
að kaupa skuldabréf í hlut-
falli við framlag sitt og er
Iagt til í frumvarpinu að ís-
lendingar geri slíkt hið sama.
Það þýðir að við kaupum
skuldabréf fyrir 80 þúsund
Bandaríkjadollara. Jafn-
framt er í frumvarpinu farið
fram á heimild til að taka
jafnháa upphæð að láni.
Kvað fjámálaráðherrann lík-
legt að Seðlabankinn myndi
veita lánið til nokkurra ára.
Elcki tóku fleiri til máls
um frumvarpið, sem fór til
2. umræðu og nefndar. Þá
gerði Magnús Jónsson grein
fyrir einróma áliti fjárhags-
nefndar deildarinnar um
stjórnarfrumvarpið varðandi
sameiginlega innheimtu op-
inberra stofnanna.
Þá hófust miklar umræður
um tekju- og eignaskatts-
frumvarp ríkisstjórnarinnar.
Það' fjallar eins og kunnugt
er um skattmál fyrirtækja.
Stjórnarandstæðingar voru
margorðir um frumvarpið og
fundu því flest til foráttu,
eins og áður hefur komið
fram í frásögnum af umræð-
um um þetta mikilsverða
mál. Af þeirra hálfu töluðu
Björn Jónsson (K), Alfreð
Gíslason (K), og Sigurvin
Einarsson (F), en af hálfu
stjórnarsihnna þeir Jón Þor-
steinsson (J) og Ólafur
Björnsson (S). Lauk 2. um-
ræðu, en atkvæðagreiðslu
var frestað.
Þá afgreiddi efri deild á
þessum fund frumv. um
framsal sakamanna til neðri
deildar, afgreiddi frumv. um
eyðingu svartbaks til 2. um-
ræðu og nefndar án umræðu,
en frumv. er komið frá neðri
deild . Loks var í deildinni
afgreitt til n. d. frumv. um
aðstoð við vangefið fólk.
I neðri deild komst aðeins
eitt mál til ftieðferðar deild-
arinnar, stjórnarfrumvarpið
um atvinnubótasjóð. Þar töl-
uðu Gísli Jónsson, Eysteinn
Jónsson, Gísli Guðmundsson,
Gunnar Jóhannsson, Skúli
Guðmundsson, og Halldór
Ásgrímsson. Þetta var 3. um-
ræða deildarinnar og Iauk
henni, en atkvæðagreiðslu
var frestað. Stjórnarand-
stæðingar höfðu það einkum
út á frumv. að setja að í því
væri ekki nógu skýrt tekið
fram að fjármagn atvinnu-
bótasjóðsins ætti að renna til
að stuðla að jafnvægi í byggð
landsins. Virðist það þó eins
og á stendur vera megintil-
gangurinn með frumvarpinu.
Fjögur önnur mál, sem á
dagskrá voru fengu enga
meðferð og voru tekin út af
dagskránni í fundarlok um
kl. 16.
Minningaror ð:
Andreas I. Bertelsen,
stórkaujiiHaður
í DAG fór- fram jarðarför
eins hinna mætu brautryðjenda
íþróttahreyfingarinnar hér í
Reykjavík, Norðmannsins And-
reas J. Bertelsen stórkaup-
manns, er lézLhér í borginni 5.
marz síðastl., 85 ára að aldri.
Svo mjög' er nafn þessa mæta
manns tengt íþróttalífi Reyk-
víkinga að það mun seint gleym-
ast. Það var einkum fyrir stofn-
un íþróttafélags Reykjavíkur
sem hann b ‘tti sér og auk þess
að vera formaður þess var hann
og kennari hinna ungu íþrótta-
iðkenda fyrstu árin. Sjálfur var
hann mikill íþróttamaður og
fjölhæfur mjög. Opnaði hann á
þann hátt augu margra fyrir
ýmis konar sumar- og vetrar-
íþróttum. Á langri ævi var á-
hugi hans fyrir íþróttum og
íþróttasigrum okkar mikill, en
að sjálfsögðu var það vegur ÍR
og ÍR-inga, sem hann einkum
bar fyrir brjósti.
Andreas J. Bertelsen var vef-
ari að iðn. Hann kom hingað
fyrst til landsins laust eftir
aldamótin síðustu, og gerðist
hér framkvæmdastjóri fyrir ull-
arverksmiðjuna Iðunni á Ak-
ureyri, og síðar varð hann fram-
framkvæmdastjóri Gefjunar.
Hann hvarf af landi brott 1916,
en kom svo hingað alkominn
aftur árið 1919 og þá gerðist
hann stórkaupmaður hér í
Reykjavík, stofnaði þá fyrir-
tækið A. J. Bertelsen, sem enn
ber nafn þessa sístarfandi og
dugandi eljumanns. f viðskipta-
lífinu, sem og á sviði íþróttanna
var Bertelsen drenglundaður
maður og náði hann strax mik-
illi reynslu og þekkingu á því
sviði, enda var fyrirtæki hans
traust og gott.
Kona Bertelsens var Helga
Brynjólfsdóttir frá Ólafsvöllum
á Skeiðum. — Þeim varð fjög-
urra barna auðið og er meðai
þeirra Friðrik stórkaupmaður
hér í Reykjavík, dætur tvær,
Margrét og Jara, sem báðar búa
í Danmörku og Ferdinand, sem
látinn er fyrir nokkrum árum.
í dag munu margir eldri
Reykvíkingar sem kynntust
Bertelsen, minnast hans með
þakklæti og virðingu fyrir það,
sem hann vann íþróttahreyf-
ingunni hér. Sá minnisvarði er
óbrotgjarn.
Gamall íþróttamaður.
Sáttafundur -
sem á veiðum eru, til fimm sem
verið hafa í síldarflutningum
og eru alls á þessum skipum
1000 manns, en ekki 700—800,
eins og' sagt var í blaðinu í gær.
Nú sem stendur liggja 9 togarar
bundnir í höfnum.
Héhskóli —-
Framh. af 1. síðu.
og landbúnaðarráðherra fyr-
ir að hafa unnið til ófarnaðar
skólanum, og m. a. talað um,
að ráðamenn hans leggist á
eitt um að flýta endalokum
skólans.
Vísir náði sem snöggvast í
Gunnar skólastjóra árdegis,
er hann var staddur í Varma-
hlíð á suðurleið. Kvaðst hann
hafa rætt á kennarafundi á-
lit Bændaskólanefndar, sem
Ingólfur Jónsson landbúnað-
arráðlierra skipaði fyrir 2 ár-
um, sem fram hefði komið í
ályktun, sem gerð var ný-
lega á fundi hennar, og eftir
fundinn hefði Dagur hringt
til sín og borið fram fyrir-
spurnir. Taldi Gunnar æski-
legt, að álit nefndarinnar,
sem^hefði fjallað um framtíð
bændaskólanna, yrði birt.
Vísir átti einnig stutt /ið-
tal við Ingólf Jónsson Iand-
búnaðarráðherra í morgun.
Hann kvað nefndina ekki
hafa lokið störfum og endan-
leg greinargcrð frá henni
lægi ekki fyrir, en í tilefni
af ummælum Tímans vildi
hann scgja:
„Hólaskóla verður ekki
lokað!“
Áskdftasími Vísis
er 1-16-60
Björn Bjarna-
son, mennta-
skólakennari
flutti. annan
þátt sinn um
tölvísi. Var
hann eins og
hinn fyrri
tnjög skýr og
'skilmerkilegur, og hefur án efa
orðið mörgum til fróðleiks. Fyr-
jir næsta tíma bað Björn menn
hafa við hendina blað og blýant,
jþví erfitt væri að geta ekki út-
skýrt dæmin á töflunni, eins og
jhann væri vanur frá kennsl-
unni. Kæmi nú í góðar þarfir
sjónvarpið umdeilda.
íslenzkir organleikarar fluttu
verk Bachs í fimmtu lotu, en
mikið mun þó eftir af honum
enn þá.
Hófst síðan Austfirðingavaka,
sú önnur í röðinni í vetur, og
var þessi ekki eins góð og sú
fyrri, sem flutt var í janúar.
Margt var gert hlustendum til
fróðleiks og skemmtunar, flutt
viðtöl, söngur og frásagnir.
Bezt fannst mér frásögn Jóns
Kerúlfs af hreindýraslóðum.
Nokkuð var líka gaman að
spjalli þeirra Þórarins á Eið-
um og Sigurbjörns Snjólfsson-
ar. Fróðlegt var viðtal Ármanns
Halldórssonar, kennara við Sig-
urð Blöndal, skógarvörð um
nytjar af skógrækt og saman-
burð við kvikfjárrækt.
Jón Aðils leikari las ansi
smellna smásögu eftir fréttir.
Sókn -
Frh. af 16. s.
söfnunarnefndinni. Verða að-
göngumiðar seldir í samkomu-
húsunum sjálfum og hefst sala
þeirra á laugardag. Skipafélög-
in og flugfélögin hafa riðið á
vaðið með góðar gjafir, en það
er bingó-keppnir, sem fram fara
í fyrrnefndum samkomuhúsum,
og fjölda margar aðrar stofn-
anir hafa gefið góða muni eða
lagt fram fé. Formaður Kaup-
mannasamtakanna Sigurður
Magnússon gerði grein fyrir
þessu samstarfi.
Gerð var grein fyrir söfnun,
sem fram hefur • farið í Sand-
gerði þar söfnuðust 36 þúsund
krónur í söfnun skólabarna eða
45 kr. á hvern íbúa þorpsins.
Söfnun fer fram á Akranesi og
Hafnarfirði.
Bæjarbúar allir sem einn
munu styðja hið góða málefni
— taka skátum vel. „Það er
jafnvel ekki fyrir neðan virð-
ingu neins að gefa 10 kr.“. sagði
biskup í gær. Og bæjarbúar
munu fjölmenna á skemmtanir
í. samkomuhúsunum á þriðju-
daginn.
Hún hét „Þrjátíu ára hjóna-
bandssæla11 eftir Eduard Vilde,
í þýðingu Málfríðar Einarsdótt-
ur. Fór hér saman skemmtileg
kýmni, gallalaus þýðing og
ágætur lestur.
Annað kvöldið í röð var út-
varpað frá sundmóti í Sundhöll
Reykjavíkur. Þótt ég sé lítið
fyrir sundkeppnir gefinn, held
ég mig mæla fyrir munn fleiri
hlustenda, er ég læt í ljós þá
ósk, að slíkum sundútsending-
um sé bægt frá kvöldútvarpinu.
Þeir, sem haldnir eru miklum
áhuga og ferðafærir eru, gætu
farið og horft á keppnina, því
íþróttaþulurinn sagði áhorf-
endasvæðið ekki fullsetið, a. m.
] að, að bergmál er svo mikið í
Sundhöllinni, að útvörpun það-
an er hálfgerð hörmung. Ef það
er þjóðinni lífsnauðsyn að heyra
þegar kempurnar skella í vatn-
ið og lýðurinn öskrar, þá mætti
taka þessar merkisathafnir upp
á band og útvarpa á öðrum
tíma, t. d. í eftirmiðdaginn.
í lokin flutti Jón Múli svo
enn einn af sínum ágætu djass-
þáttum, og get ég ekki stillt mig
að láta í Ijós.aðdáun mína á
skemmtilegum kynningum hans
og spjalli.
Þórir S. Gröndal.
Sundið í gær -
Frh. af 2. síðu:
á því. Guðmundur synti á
2.13.4. Hrafnhildur vann með
nokkrum yfirburðum í 50 mtr.
skriðsundinu á 30.1, mjög góð-
um tíma, en Kristina Larsson
og hin efnilega Margi’ét Ósk-
arsdóttir frá ísafirði veittu
henni óvænta keppni, en varð
sekúndubrot á eftir í mark. —
Larssön var hinsvegar í essinu
sínu í 100 metra flugsundi
kvenna og vann Hrafnhildi.
sem synti nú flugsund í fyrsta
sinn. Larsson fékk tímann
1.16.2 en Hrafnhildur 1.24.4,
sem er mjög þolanlegur tími.
Hrafnhildur vann 200 metra
bringusundið, en hafði engan
keppinaut annan en dauð-
þreytta systur sína, Kolbrúnu.
Hrafnhildur synti á 3.06.1.
50 metra skriðsund drengja
vann Davíð Valgarðsson á 28.1,
en keppinautur hans Guðmund-
ur Þ. Harðarson var á sama
tíma. Margrét Óskarsdóttir
vann öruggan sigur í 50 metra
skriðsundi telpna á 31,3, og
Guðmundur Þ. Harðarson vann
100 m. bringsund drengja á
1.20.0, mjög góðum tíma. —
Trausti Júlíusson vann 50 mtr.
skriðsund sveina á 32.8 sek.
Erlendu gestirnir munu taka
þátt í miklu sundmóti á Selfossi
á sunnudag.
k. fyrra kvöldið. Fyrir nú utan