Vísir - 09.03.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. marz 196Z
V I S I R
ERF9Ð AKVÖRÐIi
eftir Þorstein Thorarensen
JJennedy forseti hefir nú
orðið að taka mjög erfiða
ákvörðun. Það var ekki
skemmtilegt hlutverk fyrir
þennan unga valdamann að
koma fram fyrir bandarísku
þjóðina og alheim um síð-
ustu helgi og tilkynna, að
Bandaríkjastjórn hefði á-
kveðið að hefja að nýju
kjarnorkuvopnatilraunir yfir
sunnanverðu Kyrrahafi,
sennilega í seinni hluta apríl.
Þessi ákvörðun er tekin
réttum sex mánuðum eftir
að Rússar hófu hinar miklu
kjarnorkuvopnatilraunir sín-
ar sl. haust. Og hún er bein
afleiðing af þeim. Enn gefa
Bandaríkjamenn nokkurn
frest til viðbótar eða nærri
tvo mánuði. Á þessum tíma
geta Rússar með einu jáyrði
stöðvað þessar tilraunir. Ef
þeir vildu nú loks ganga að
fullkomlega sanngjörnum til-
lögum Vesturveldanna í af-
vopnunarmálunum eru
Bandaríkin reiðubúin að
fella tilraunirnar niður,
jafnvel þótt þeir óttist að
Rússar komizt þá framar en
þeir á sviði kjarnorkuvíg-
búnaðar með tilstyrk til-
raunanna sem þeir gerðu í
haust.
Um þessi mál verður rætt
á afvopnunarráðstefnunni
sem hefst í Genf 14. marz
og á fundi utanríkisráðherra
stórveldanna, sem verður
tveimur dögum áður 12.
m^rz í sömu borg.
það mátti heyra í allri ræðu
Kennedys á laugardaginn
að honum var tregt tungu
að hræra og að þurfa að til-
kynna framkvæmd nýrra
atómtilrauna.
„Eg harma það,“ sagði
hann, að með þessu mun
geislavirkt efni enn bætast
í andrúmsloftið. Og þó það
yrði aðeins til að valda ein-
um manni heilsutjóni í fyr-
irsjáanlegri framtíð, — og
þó hættan sé að vísu fjarlæg
og smávægileg. þá harma eg
þetta, að eg skuli neyðast
þannig til að vega þessa
hættu upp á -móti hættunni,
sem steðjar að hundruðum
milljóna manna, ef við drög-
umst aftur úr í kjarnorku-
vígbúnaði.“
Það er athyglisvert, að
meðan Krúsév einvaldi Rúss-
lands gaf engar skýringar á
kjarnorkuvopnatilraunum sl.
haust, þá kemur það hins-
vegar fram í ræðu Kenne-
dys, að hann og aðstoðar-
menn hans hafa mikið hugs-
að um þetta mál og leggja
yfir höfuð geysilega áherzlu
á ráðstafanir til að draga sem
mest úr geislunarhættunni.
£jn það sem hefir úrslita-
áhifin á ákvörðun Kenne-
dys eru hernaðarleg sjónar-
mið. Það eru nú liðin nærri
fjögur ár síðan Bandaríkin
framkvæmdu síðustu kjarn-
orkuvopnatilraunir sínar í
loftinu. Þeir óttast að Rúss-
ar kunni að hafa gert þýð-
ingarmiklar uppgötvanir á
sviði kjarnorkuvígbúnaðar í
tilraununum í haust, sem
geti haft úrslitaáhrif ef til
styrjaldar kæmi. Framþró-
unin í þessum ægilegu vopn-
um er helzt talin sú, að
Rússar kynnu að hafa fundið
aðferðir til að minnka fyrir-
ferð vetnissprengja, svo að
þeir geti skotið þeim með til-
tölulega litlum eldflaugum.
Hafi þeim tekizt það má vera
að þeir nái slíku forskoti, að
þeir nái yfirhöndinni í styrj-
öld.
Ennfremur leikur sterkur
grunur á, að Rússar hafi ver-
ið að prófa loftvarnaflug-
skeyti búið atómsprengikúl-
um, sem eru til þess ætluð,
að granda óvinaflugskevtum.
Það er skoðun hernaðar-
sérfræðinga, að lítilsháttar
framþróun og fullkomnun
kjarnorkuvopna hjá öðrum
aðilja geti haft úrslitaáhrif.
J^ítum t. d. á þátt loftvarnar-
flugskeyta. Það myndi
skapa vestrænum þjóðum
geigvænlega hættu, ef Rúss-
um einum tækist að búa til
fullkomin loftvarnaflug-
skeyti, sem gætu grandað
öllum flugskeytum, sem
kæmu inn fyrir landamæri
Rússlands. Slíkt myndi þýða
beinlínis, að Rússar gætu
hafið kjarnorkustríð að ó-
vörum, lagt vestrænu ríkin í
rústir, og þyrftu ekki að ótt-
ast gagnárás, því að þeir
gætu þá grandað skjótlega
þeim eldflaugum sem Vest-
urveldin ætluðu að nota í
gagnárásinni. Ef þetta ástand
skapaðist jafnaðist það á við
það, að Rússum væri afhent
heimsvfirráð. Þeir gætu hót-
að öðrum ríkjum og beitt
þau valdi, en setið sjálfir í
sinni öruggu borg.
Aftur yrði hernaðarað-
staðan allt önnur, ef Vestur-
veldin eignuðust sjálf svo
fullkomin loftvarnatæki, að
þau gætu grandað eldflaug-
um Rússa í lofti. Vesturveld-
in eiga slíkar loftvarnareld-
flaugar ekki í dag, en munu
ætla að framkvæma þýðing-
armiklar tilraunir með þau
í vor. Er þetta ein af sterk-
ustu röksemdum fyrir því,
að Kennedy hafi verið nauð-
ugur einn kostur að taka
þessa ákvörðun.
Að vísu er það svo, að
þessi hernaðarsjónarmið
rökstyðja jafnt tilraunir
Bandaríkjamanna og Rússa.
Þeir síðarnefndu hefði einn-
ig getað bent á aðkallandi
nauðsyn að styrkja land-
varnir sínar. Þó vita allir að
viðhorfin þar eystra eru
önnur en með vestrænum
þjóðum. Rússar þurfa ekki að
óttast hernaðarárás úr
vestri, heldur eru það þeir
sjálfir sem sitja á svikráð-
um og sækjast stöðugt eftir
heimsyfirráðum.
jþar fyrir utan er vert að
benda á, hve ólíkum að-
ferðum Rússar og Banda-
ríkjamenn beita ijú er þeir
hefja báðir kjarnorkuvopna-
tilraunir.
Rússar höfðu um langt
skeið haldið uppi sterkum
pólitískum áróðri um að
kjarnorkuvopnatilraunir
væru glæpsamlegur verknað-
ur. Samt skirrðust þeir ekki
við að rjúfa það ,,vopnahlé“
eða stöðvun á sprengingum,
sem staðið hafði í tvö ár.
Þeir hófu sprengingar sínar
meðan ráðstefna um bann
við tilraunum stóð yfir og
gáfu engar skýringar á fram-
ferði sínu. Það er ennfrem-
ur ljóst, að meðan fulltrúar
stórveldanna höfðu setið á
löngum fundum og verið að
ræða um samkomuiag, höfðu
Rússar verið svo mánuðum
skipti að undirbúa spreng-
ingar sínar á laun.
Sterkar likur benda til
þess, að Rússar hafi sprengt
miklu fleiri og öflugri spreng
ingar en þeim var nauðsyn-
legt til að framkvæma rann-
sóknir. Risasprengjurnar
eru t. d. taldar hafa verið
ónauðsynlegar. Enda blönd-
uðu Rússar sífeldum hótun-
um sáman við sprengingarn-
ar. Krúsév og hershöfðingj-
ar hans notuðu tækifærið til
að ógna smáríkjum og til-
kynna þeim að þeir gætu
gereytt heilum þjóðum.
Enga áherzlu virtust Rússar
leggja á það að draga úr
geislavirkum áhrifum frá
sprengingunum. Þeir virt-
ust þvert á móti vilja hafa
þau sem mest til að auka
á ógn og skelfingu í heimin-
um.
gandaríkjamenn fara nú allt
öðruvísi að, enda verður
stjórn þeirra að taka tillit
til almenningsálitsins, sem
Krúsév virðist ekkert skipta j
sér af.
Fyrst gefa þeir langan
frest meðan þeir eru að und-
irbúa tilraunirnar og kanna
vandlega herfræðilega þýð-
ingu hinna rússnesku til-
rauna.
Og Kennedy forseti tekur
það skýrt fram í ræðu sinni,
að allt verði gert sem mögu-
legt er til að draga úr geisl-
unaráhrifunum. Hann segir
t. d. að tilraunirnar verði
gerðar á suðurhelmingi jarð-
ar, þar sem geislavirknin í
loftinu er miklu minni en á
norðurhveli eftir hinar rúss-
nesku sprengingar.
Þá er yfirlýsing gefin um
það, að engin risasprengja
verði sprengd. Og nákvæm-
lega verður fylgzt með
geislunarmagni, og skýrslur
gefnar um það.
Kennedy tilkynnti enn-
fremur að sprengingarnar
yrðu eins fáar og mögulegt
væri, miklu færri en spreng-
ingar Rússa sl. haust og
geislavirkt úrfall verður að-
eins brot af því sem kom frá
sprengingum Rússa.
Jjað er vissulega mjög mið-
ur farið, að Bandaríkja-
stjórn skuli taka þá ákvörð-
un að feta í fóspor Rússa og
framkvæma kjarnorkuvopna-
Framhaio a nls 10
Kennedy flytur ræðu sína.