Vísir - 09.03.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 09.03.1962, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. marz 1962 V 1 S I K i S Helga Weisshappel heldur þessa dagana fyrstu sýningu sína í myndlistasal hér á landi, en fyrir ári sýndi hún myndir eftir sig í Mokka- kaffi. í haust hélt frú'Helga sýn- ingu í Vín, hlaut ágæta dóma og seldi margar mynd- ir Og sýningu hennar nú í Bogasalnum hefir verið mætavel tekið, fyrsta daginn seldust 16 myndir. Frétta- maður Vísis hefir hitt. frú Helgu að máli og spurt hana um sitt hvað í sambandi við málverk hennar, sýninguna út í Vín og dvöl hennar þar. — Hver voru tildrögin að því, að þér hélduð sýningu í Vín? — Ég fór út í fyrra ög gekk sumarlangt í skóla hjá mál- aranum Oskar Kokoschka, sem er mesti málari Austur- ríkismanna og raunar í tölu frægustu málara heims. Hann er nú orðinn hálfátt- ræður en í fullu starfsfjöri, hann dvaldist í fyrrasumar í bústað sínum í Salzburg og hafði nokkra nemendur, og ég var þeirra á meðal. Það var strangur skóli. Ef ég hefði vitað það fyrirfram, hvílík vinna þetta yrði, held- ég að ég hefði aldrei lagt út í að ganga í þennan skóla. En nú er ég fegin að hafa gert það. Við urðum að vinna myrkranna á milli. Eg lærði aðallega vatnslitamálun hjá meistaranum, og þetta voru orðin feikiafköst, þegar nám- inu sleppti. Svo réðst ég i það eftir áskorun að reyna að efna til sýningar í Vín, fékk inni í ágætum sal í miðri borginni. Þar var ekki um það spurt, hvort einhver með- mæli væru fyrir hendi. Ráða- mennþartrúabetur eigin aug um, heimta verkin á borðið til að sjá, hvort þau séu þess verð að hengja þau upp í svo ágætum salarkynnum. Ég komst sem sagt að, fékk blaðadóma, sem ég mátti vel við una og meira en það, ór- aði aldrei fyrir slíku. Og enda þótt ég væri þarna al- óþekkt nafn, seldi ég margar myndir. Það var ótrúlegt. En þrátt fyrir góða dóma mynd- listargagnrýnenda held ég mér þyki vænst tim það, sem'" einn tónlistargagnrýnandi, sem keypti af mér mynd, sagði um verk mín: „Þetta orkar ekki á mig sem venju- leg málverkasýning — það er eins og að koma á kamm- ermúsíkkonsert að skoða sýninguna yðar“. — Teljið þér annars margt skylt með myndlist og músik? — Já, sannarlega. Það er svo nátengt, að ég hef alltaf séð liti í músík og heyrt músík í góðum málverkum. — Þér hafið auðvitað sjálf verið virkur þátttakandi í músík? — Ég er alin upp við fullt hús af músík og það hefir haldið áfram síðan ég giftist. Svo langt sem ég man var var sungið og spilað heima. Auðvitað var ég með á nótun- um, söng og spilaði, það var svo sjálfsagt, þó að ég hugs- aði mér aldrei neinn frama á því sviði. En þegar ég kynntist manninum mínum og heyrði hann spila, þá hætti ég við píanóið og fór að Helga Weisshappei ég stend alveg undir þessu sjálf. — Hafa einhverjir nánir frændur yðar, sem hafa verið svo mikið í músík, gefið sig að því að mála? ur aftur að Kokoschka. Hvað fannst yður helzt einkenn- andi fyrir hann? — í fáum orðum sagt tel ég hann í senn sannan mann og mikinn málara. Þó að hann sé ákaflega kröfu- harður, þá er hann það ekki frekar við aðra en sjálfan sig. Hann lætur lítið yfir sér, þó að hann sé heimsfrægur maður, að því leyti er hann sannur listamaður, þannig hljóta sannir listamenn að vera, auðmýktin er stærst dyggða. Kokoschka er búin að lifa margt og kanna. Eig- inlega hefir hann lengstum verið mikið á faraldsfæti. Fyrir og eftir 1910 lagði hann mikið fyrir sig að mála mannamyndir og gerði af- burðaverk á því sviði. Mynd- ir hans frá þessu tímabili eru kofhnar í geypiverð, og seld- ist ein lconumynd hans í fyrra í Þýzkalandi á 65 þús. mörk, sem er um 700 þús. ísl. krónur. Þessar myndir þykja sýna mikla sálfræðilega inn- sýn. Litirnir eru tíðum skuggalegir og teikningin hrjúf,- oft óstyrk og allt að því sóttheit. Listamaðurinn leggur meiri áherzlu á per- sónuleika fyrirmyndarinnar en útlínur og yfirbragð. Kokoschka særðist alvarlega 1915 og var árum saman að ná sér. Árið 1919 gerðist hann kennari við listaháskól- ann í Dresden, og meðal nemenda hans þar var Finn- ur Jónsson listmálari. Ég spurði Kokoschka hvort hann myndi eftir því. Jú, liann mundi eftir íslendingn- um, þó að þeir hafi ekki þekkst lengi. Nokkrum árum síðar tók KovoscbVá að ferð- ast land úr landi og mála Frh. á 10 síðu. — Ég er nærri handviss um, að mamma hefði getað orðið góður málari, hún hef ir bara ekkert fengizt við það. En hún he'fir samt gert margt listavel í höndunum, aðallega ísaum. Ég skal segja yður, að hún hefir gert hvorki meira né minna en 14 sam- fellur, blessunin, og það er nú ekkert áhlaupaverk. Ég veit það, því að hún kom mér til að gera eina á mig. Við erum nefnilega með íslenzkt stolt í minni móðurætt og viljum allar eiga okkar ís- lenzka búning. Svo man ég nú eftir tveim frænkum, sem gátu ekki stillt sig um að festa myndir á bloð og meira að segja léreft. Önnur var afasvstir mín, sem dó há- öldruð í fyrra, hún fékkst við að mála á yngi árum. Svo var langömmusytir mín Sig- ríður Sæmundsen, sem fór kornung til Danmerkur og tók að læra myndlist, - Það eru til allmargar myndir eft- ir hana og ég á hér nokkrar. Hún var mjög efnileg og hefði áreiðanlega komizt tals- vert. ef henni hefði enzt aldur. En hún dó ung úti í Danmörk. — Svo að við snúum okk- þvo bleyjur. Hvort börnin okkar séu ekki músíkantar? Ég vona að þau hafi eyra fyrir því. En það verða þau að taka upp hjá sjálfum sér. Við höfum aldrei reynt að þröngva þeim til að leggja það fyrir sig fremur en ann- — En hvenær fóruð þér fyrst að fást við myndlist? — Ég var bara lítil táta, þegar ég hafði gaman af að teikna, og 12 ára gekk ég í teiknitíma hjá Sigríði Björns- dóttur (ráðherra Jónssonar). Hún kenndi lengi teikningu í skólum hér í bænum, á- gætur kennari af gamla klassiska skólanum. Ég gekk með þessa bakteríu í mörg ár. Og fyrir 5 árum gat ég ekki stillt mig um að byrja að mála. Raunar óaði mér við því, þegar ég fór að hugsa út í það, að hafa ekki haldið á blýant eða pentskúf árum saman. Ég vissi, að þetta væri dýrt sport, og ég vildi ekki fyrir nokkurn mun láta manninn minn vinna fyr ir því, þó að hann sé auðvit- að bezti eiginmaður í heimi. Og ég hef haft heppnina með mér, getað selt myndir svo að Þetta er myndin, sem um ræðir í viðtalinu, „Kona á rauðum kjól“ sem Óskar Kokosclia málaði á árunum 1910—11. Það var selt í Þýzkalandi í fyrra á 65 þús. mörk (700 þús. ísl. kr.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.