Vísir


Vísir - 12.03.1962, Qupperneq 3

Vísir - 12.03.1962, Qupperneq 3
Tánudagurinn 12. marz 1962 ViSIR Kossar og kampavín Ljósmyndarar Reykjavíkur- blaðanna voru mættir í Þjóð- leikhúsinu i fyrrakvöld, þegar My Fair Lady var frumsýnd og höfðu öll spjót úti, vöktuðu fótmái leikhúsgesta og snigluð- ust upp í Krystalsal að sýningu lokinni, þar sem leikarar, leik- stjórar, dansarar og söngvarar köstuðu mæðinni, kysstust eins og þeir hefðu heimt hver ann- an úr helju og skáluðu í kampavíni við hvern sem var, tignustu boðsgesti, forseta og og forsetafrú, ráðherra. Þar var gaman að sjá cockneya á bættum gallabuxum innan um allt hið fínasta, sem leikhús- gestir tjölduðu. Sumir voru svo þreyttir, svo glaðir, að þeir máttu ekki vatni halda. Fegins gleðitár drupu beggja megin við kampavínsglasið á vörun- um. Danir, Þjóðverjar og fleiri aðkomumenn þóttust tala ís- lenzku fullum fetum og hinir islenzku mundu ekki sitt móð- urjnál og töluðu eitthvað ann- að, sennilega dönsku, þýzku, cockneysku eða ég veit ekki hvað og allir voru svo hamingju samir. Einn leikari heyrðist segja: „Ja, mikill djöfull, mað- ur. Þegar maður hugsaði fyrst í kvöld, já, hvernig skyldi þetta takast? Sko þetta varð að tak- ast. Þessi makalausi leikstjóri sagði á lokaæfingu: Sjáið nú vantar okkur 50% enn. Og á morgun má ekki vanta '/2 prósent. Að duga eða drepast. Svo skeði undrið. Kom utan úr salnum. Loftið dirraði af stemningu. Það var svaka- poreldrar Völu komu íljúgandi frá Kaupmanna höfn að vera viðstödd „début“ dótturinnar: legt, maóur. og þa tor aiit á Vala Qg foreidrar hennar Einar Kristjánsson óperusöngvari og frú. ferð og flug. Æi, það er ekki hægt að Iýsa þessu. Þessu með stemninguna. Það er sko hægt að slá mann til jarðar með þessum iskulda eða tómlæti utan úr sal. Ég er ekki að álasa leikhúsgestum. En voðalega væri nú gott að kom- ast oftar á sömu bylgjulengd, við á sviðinu og þið úti í saln- um.“ Svo var komið aftur með kampavín í glösin og piparkök- ur og allir hættu að tárast og hver maður hló eins og þúsund manns. En nú verður að taka á sig náðir. Önnur sýning annað kvöld. Svo fóru leikarar, dans- arar, söngvarar og allt hvað heiti hefur, að vatna músum á ný. Ekki í það sinn til að kveðja Doolittle hinstu kveðju í hjónabandið. Þetta var einmitt kveðjuhóf fyrir þá, Bidsted og Larsen, því að þeir ætluðu að fljúga út í býtið morguninn eftir. _______________________ Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson, óskar leikstjóranum til hamingju með sýninguna, tekur í hönd Eriks Bidsteds ballettmeistara. Svend Age Larsen snýr baki að næst á myndinni. Héma eru prófessor Higgins og Pickering ofursti komnir upp í krystalsalinn. Frá vinstri: Rúrik Haraldsson, Anna Sæbjömsdóttir, kona hans, og Róbert Arnfinnsson. Egill Bjarnason ljóðaþýðandi í hópi nokkurra söngvaranna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.