Vísir - 12.03.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 12.03.1962, Blaðsíða 16
VISIR í bíl á Esju Bræðumir Eyvindur og Egill, ;synir Jónasar vegaverkstjóra í; Stardal, sem báðir eru miklir; ferðagarpar, komust á sunnu- daginn á bil alla leið upp á lEsju. Sagði Egill í simtali við blaðið í morgun, að ferðin hefði; gengið mjög vel og verið; ■ skemmtileg. Við ókum inn allan Bleikdal og síðan inn á móts við Hrúta-i ;dai og á harðfenni upp allt; fjaliið! Hvergi iá jeppinn í, og; •er skemmst frá að segja, að við ókum síðan eftir fjallinu og ;fram á suðurbrún þess við hamrabeltið hjá Kerhólakambi.; . Þaðan var útsýnið dásamlegt. Við dvöldum góða stund á fjall- inu. Niður gekk ferðin og vel, !en við urðum að gæta meiri ;varúðar. Ekki er svo að skilja; ;að hættulegt hafi verið, því í •slíku harðfenni sem var í gær, er nánast sagt skotfæri upp & Esju, sagði Egill. JACKIE FER Á PÁFAFUND Jacqueline Kennedy, banda- ríska forsetafrúin, gekk í gær fyrir Jóhannes páfa. Ræddust þau við í hálfa klukkustund og mæltu á franska tungu. Var þetta ein Iengsta áheym, sem páfi hefur nokkum tíma veitt. Forseta- hjónin bandarísku eru bæði rómversk-kaþólskrar trúar. Eftir á heimsótti forsetafrúin prestaskóla, þar sem rómversk- kaþólsk prestaefni stunda nám. Menn höfðu safnazt saman í tugþúsundatali, til þess að fagna forsetafrúnni, er hún lagði leið sina í Vatikanríkið. ■' . f HINIR FJORU STÓRU Á afmælismóti ÍR sem fram fór íþróttamenn, sem nú eru löngu fram um helgina i iþróttahúsinu að Hálogalandi var mikið fjöl- menni saman komið. Mátti þar sjá m.a. marga gamla og kunna hættir keppni. Ljósmyndari Vísis, Bjarnleif- ur Bjarnleifsson, tók þá þessa óvenjulegu mynd af fjómm köppum, sem voru stærstu stjörnurnar á íslenzkum íþrótta himni fyrir einum áratug. Þeir eru talið frá vinstri: Finnbjöm Þorvaldsson, fyrmm Norður- Iandamethafi í 100 m hlaupi, Gunnar Huseby, Evrópumeist- ari í kúluvarpi og Clausen- bræðurnir frægu, Örn sem var einn fremsti tugþrautarmaður heims og Haukur, sem var Norð urlandamethafi i 200 m hlaupi. Nú færast árin yfir og hárin taka að grána og nú verða menn of stirðir til að taka þátt í keppni. Þó er sú merkilega undantekning frá þessu, að Gunnar Huseby lætur eliina engin áhrif hafa á sig. Hann tók sjálfur þátt í mótinu og varð sigurvegari í kúluvarpi. Kommúnistar í kvöld hyggst Æskulýðs- fylking kommúnista sýna kvik- mynd í Austurbæjarbíói um ævi Globke, núverandi ráðuneytis- stjóra dr. Adenauers. Segir Þjóðviljinn, að myndin sýni fer- il þessa „dygga þjóns nazist- anna“, sem átt hafi þátt í gyð- ingamorðum á stríðsárunum. Gefur blaðið í skyn, að dr. Ad- enauer hafi gamlan nazista og gyðingamorðingja, sem hægri hönd sína. Vísir hefur aflað sér áreiðan- legra upplýsinga um að mynd þessi er hin argasta fölsun og sett saman af kommúnistum í Austur-Þýzkalandi í áróðurs- skyni. ★ Ætla kommúnistar að freista þess að sýna myndina hér á Iandi og á öðrum þeim stöðum, sem menn eru alls ókunnir sögu dr. Globke og freista í skjóli þess að telja fólki trú um sannleiksgildi myndarinnar. Tilgangurinn er augljós: að gera núverandi stjóm Vestur-Þýzka- lands tortryggilega og telja mönn- um trú um að þar sitji gamir naz- istar og hermdarverkamenn enn á silkipúðum. Sannleikurinn er hins- vegar sá að stjórn dr. Adenauers hefir gengið mjög ötullega fram í þvi að koma f veg fyrir að gamlir nazistar komist aftur til vegs og valda. Sjálfur mátti dr. Adenauer flýja undan nazistum og fara huldu höfði um langt skeið. Ósköp^trú- legt væri að hann hefði skipað gamlan nazista sinn nánasta sárn- verkamann! Hér skulu aðeins nefnd fáein dæmi af mörgum um falsanir þær, sem í kvikmyndinni felast: 1) Dr. Globke var aldrei félagi í nazistaflokknum. 2) Dr. Globke starfaði aldrei með Framhald á bls. 5. Þrír söguleg ir árekstrar 3 ungir menn handteknir — grunaðir um þjófnað í nótt stöðvuðu lögreglumenn ^amlan herbil á götum Reykja- víkur, og fylgdi i kjölfar þess, að þrir ungir menn sem voru í bíln- um voru handteknir. Grunur Ieikur á að þeir hafi framið innbrots- þjófnaði austur á Stokkseyri svo og í kaupfélagsútibúi við Landveg. Innbrot þessi voru framin að- fr.ranótt sunnudags. Innbrotið á Stokkseyri var framið i benzínaf- greiðsluskúr Pöntunarfél. verlca- manna. Þar var opinn kassi og í honum um 1800 krónur í pening- um og var hann tæmdur. Einnig var þar stolið 2-3 lengjum af sígar- ettum. Þessa sðmu nótt var og framið innbrot-í útibú frá Kaupfélagínu Þór á Hvolsvelli, við Landveg. Þykir sennilegt að þar hafi verið að verki sömu menn og á Eyrar- bakka. í útibúinu var stolið alls 3000 krónum í peningum. Brutu þjóf- arnir rúðu í glugga og skriðu inn í verzlunina, og stálu þar 2000 kr. í húsinu er einnig bréfhirðing póststjórnarinnar og var farið þangað inn og stolið um 1000 krónum í peningum. Þá stálu þeir nokkrum ölflöskum. Það sem meðal annars rökstyð- ur grun yfirvalda um að menn þeir sem handteknir voru hér í Reykjavík í ,nótt séu hinir seku, er farkostur þeirra, en til bíls af sömu gerð hafði sézt fyrir austan aðfaranótt iaugardagsins og ferðir hans þótt æði grunsamlegar. Sföðva allar flugferðir! FRANSKA stjórnin birti árdeg- is í dag bann við flugi leigu- flugvéla og einkafiugvéla til franskra flugstöðva og frá þeim. Bannið, sem litið er á sem öryggisráðstöfun vegna byiting- arhættu, nær þannig ekki til flugvéla viðurkenndra flugfél- aga í áætlunarflugferðum. Síðdegis á laugardaginn varð allharður árekstur á Ægissíðu við Hofsvallagötu. Þar var 16 ára gömul og réttindalaus stúlka á ferð í bifreið, en ökuleiknin ekki meiri en svo, að hún lenti á tveim kyrrstæðum bílum, þannig að þrír bílar urðu fyrir meiri eða minni skemmdum, einn þeirra það mikið ,að flytja varð hann brott af árekstursstað á kranabíl. Um helgina tók lögreglan tvo ölvaða menn við akstur. Annar þeirra hafði komið á Volkswagenbifreið úr Lækj- argötu, inn á Lækjartorg og lent þar beint aftan á stræt- isvagn. Þetta skeði um 7 leyt- ið á laugardagskvöldið. Lög- reglumenn voru nærstaddir, þustu til og tóku ökumann- inn, sem reyndist pöddufull- ur, í vörzlu sína. Þá hafði verið ekið í gær á kyrrstæðan bíl á Hring- brautinni með þeim afleið- ingum að báðir bílarnir stór- skemmdust. Á fundi borgarráðs á föstu- daginn var rætt um möguleika á kaupum húsanna Kirkjutorg 6, en þau skemmdust mikið, einkum annað húsið, af völdum bruna fyrir skömmu, sem kunn- ugt er. Hefur skrifstofustjóri borgarskrifstofunnar, Páli Lín- dai, haft mál þetta með hönd- um. Hefur borgarráð hug á að kaupa húsin með það fyrir aug- um að rífa þau. Á þessum borgarráðsfundi var Páli Líndal falið að athuga frekar um kaup húsanna. BORGARRÁÐ VILL M KAUPA HÚSIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.