Vísir - 17.03.1962, Page 4

Vísir - 17.03.1962, Page 4
v;z;r Laugardagurinn 17. marz 1962. Hef ekki séð íslenzkan vetur undanfarin 32 á „Já, það er dásamlegt að koma heim núna, Vala hefur gert lukku, veðrið og landið eins fallegt og það getur verið um vetur — eða ég held ég muni það rétt. Satt að segja hef ég ekki komið heim að vetrarlagi síðan ég fór fyrst út fyrir 32 árum. Svona er mað- ur öúinn að vera lengi útlagi frá fsfenzka vetrinum,“ sagði Einar Krfstjánsson óperusöngv- ari, þegai fréttamaður Vísis hitti hann aá máli í gær. Einar og MSrta kona hans komu fljúgandi frá Höfn s.l. laugardag til að sjá og heyra eldri dótturina, Völu, debútera á leiksviði hér, í söngleiknum My Fair Lady, og frumsýningin fór fram þá um kvöldið, sem frægt er orðið. Þetta er skyndi- heimsókn, þau hjónin fljúga út í fyrramálið, því að Einar á að syngja í óperu eftir Puccini á „Konunglega" í Kaupinhafn eftir nokkrar vikur. — Hvenær komuð þér sein- ast heim? — Ég hef alltaf komið að vor- eða sumarlagi, seinast fyr- ir tæpum tveim árum til að halda upp á 30 ára stúdents- afmælið með bekkjarbræðrun- um í Menntaskólanum. — Fóruð þér út í söngnám að loknu stúdentsprófi? ' — Nei. Ég fór um haustið til Vínar og innritaðist í við- skiptafræði. En það var eigin- lega tómt „blöff“. Ég ætlaði að verða söngvari. Enda stóð ég ekki nema þenna eina vetur við í viðskiptafræðinni. Fór næsta haust til Dresden á óperuskól- ann þar, lauk námi á tveim ár- Rætt v/ð Einar Kristjáns- son, óperusöngvara, um filfinningar og hreinan tón W...1 .. . Vala og frú Martha Kristjánsson um og var þá fastráðinn við óperuna, 22 ára gamall, og var mér sagt, að óperan hefði aldr- ei ráðið svo ungan söngvara. Og fyrsta hlutverk fékk ég í óperu eftir Richard Strauss, meira að segja seinna á árinu undir stjórn hans sjálfs. Hvern- ig mér líkaði við hann? Þótt ótrúlegt sé, eins og músik hans gat verið dirrandi, þá var hann heldur þurr á manninn, en af- burða stjórnandi. — Hve lengi sunguð þér í Þýzkalandi? — Eitt ár fram yfir stríð. Var þrjú ár í Dresden, þá við óper- urnar í Stuttgart, Duisburg og seinast f Hamborg. Lifði að sjá óperuna þar í rústum og íbúð- ina rhína að nokkru leyti. — Hvar voru beztir áheyr- endur? — Ef maður syngur vel, eru áheyrendur alls staðar góðir. Það er vitaskuld misjafnt, hvað þeir láta það í Ijós, vissulega eru fagnaðarlæti meiri erlendis, en ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að hvergi sé betra að syngja en hér. Það er ekki óstjórnlega klappað — nema þá það sé að byrja nú, ef dæma má af viðtökunum sem My Fair Lady fékk á laug- ardagskvöldið — en það sem ég hef fundið hér sjálfur hjá á- heyrendum og er öllu klappi betra, er að maður kemst hér í nána snertingu við áheyrend- ur, það liggur í loftinu — ef maður syngur vel. Söngáheyr- endur hér Iasta ég síðast alls, ef ég get ekki sjálfur hitt á end- ursköpunaraugnablik, eins og söngvarar verða að gera, þá er heldur ekki von á góðu. Máske getur þetta verið eins tæpt og brugðið til beggja vona með á- heyrendur sjálfa. Aldrei verð- ur tónlistar notið sem á staðn- um, augliti til auglitis, ef svo má segja, — jafnvel þótt allir hafi lokuð augun. Það finnum við t. d. ef við berum saman að hlusta á músík í sal og ber- um saman við að hlusta á músík af plötum. — Hvemig er þá að syngja inn á plötur? — Það horfir auðvitað öðru vísi við. Þá er ekkert „beint samband" og maður syngur „fyrir sjálfan sig“ eftir beztu getu, verður að skapa alla stemningu sjálfur. — Svo við snúum okkur aft- ur að Þýzkalandi, þar sem þér spruttuð upp sem óperusöngv- ari, hvar var bezt að syngja? — Yfirleitt líkaði mér bezt við Hamborg sem dvalarstað, vænst þykir mér um Dresden, þar kynntist ég konunni minni og þar var Vala skírð, en hvergi var óperustarfið ánægju- legra en í Duisburg. Hún var eins og heilt músíkríki. Fjöldi smábæja, sem óx saman við hana, var þó hver sérborg hver út af fyrir mig. Það er ótrúlegt en satt, að maður getur stigið upp I strætisvagn, farið með honum 100 kflómetra í sam- felldri byggð og heilsað upp á 22 óperuhús í leiðinni! Þjóð- verjar leggja mikið á sig til að gefa fólkinu músík. Það er svo sjálfsagður hlutur, tónlist- arhús er í þeirra augum há- skólar fólksins, og til þeirra má ekkert spara. — Teljið þér óperuna leifar af horfnum tíma, sem eigi ekki langa framtíð, eins og sumir vilja halda? — Það er af og frá, að óper- an sé að geispa golunni, þó að ég segi sjálfur frá. Ég kannast við þá spurningu, hvort hægt sé að bera á borð fyrir nútíma- fólk annan eins barnaskap eins og það sem við erum að syngja í mörgum hinum fræg- ustu óperum, það sem áheyr- endur skilja af textunum, og nú er það orðið svo, að óperur eru yfirleitt sungnar í Norður- Evrópu á máli hvers lands. Satt að segja er textinn fram úr máta barnalegur og endur- tekningakenndur í mörgum þeim, sem samt hljóta að lifa lengst. Tökum t. d. óperur Mozarts. Satt að segja viður- kenni ég, að textinn er tíðum fram úr máta barnalegur. Það kemur fyrir, að við hefjum upp raust og syngjum: „Við komum inn, ha, ha, við komum inn, við komum inn“ og það talsvert áður en við komum inn. Þetta segi ég ekki til að lasta Mozart. Ég tek hann fram yfir alla aðra. Hvað sem óperu- textum þeim líður, sem hann varð að gera sig ánægðan með, er óperumúsík hans eitt af því, sem lengst Íifir í allrl tónlist. Einar Knstjðnsson Það eru engin ný sannindi, en það er heldur ekkert sérstakt smekksatriði, en við getum slegið því föstu, að Mozart er sennilega mesta séní, sem lifað hefir £ músík — og Bach — og eigum við ekki að telja Schu- bert með. Aldrei skyldi það henda mig að gleyma honum. Ég er illa svikinn, ef honum þætti sem ég hefði vanrækt hann. Það man ég upp á hár, að ég hef sungið öll lögin I fyrsta sönglagaheftinu hans, alls yfir 230, nema 5 eða 6, sem eru ekki nema fyrir kvenradd- ir. Fyrir utan lögin úr öllum hinum bindunum fimm. En — svo við snúum okkur aftur að óperuskáldskapnum. Textinn I gömlu óperunum er sem sagt æðimisjafn. — En hvað þá um samtíma- óperuskáldin? — Yfirleitt er miklu meira vandað til textans I þeim. 1 Þýzkalandi eru tíðum fluttar ó- perur eftir samtíðarskáld, svo sem Hindemith, Hentze, Liber- mann og að ógleymdum Carl Orff. Það er ánægjulegt, að hér var flutt verk eftir hann fyrir skemmstu. En Þýzkalandi er ekki allt að þakka á þessu sviði I seinni tið. Englendingar hafa Framh. á 7. síðu. SI-SLETT POPLIN (N0-IR0N) MXNERVAc/fe**^ STRAUNING ÓÞÖRF >

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.