Vísir - 17.03.1962, Side 10

Vísir - 17.03.1962, Side 10
10 NÝR varaþingmaður sór þing- mannseið sinn í gær, Gunnar Guðbjartsson, og situr hann fyrir Ásgeir Bjamason (F), sem er erlendis á fundi Norðurlanda ráðs. Sjö aðrir varaþingmenn sitja nú á Alþingi, Sigurður Bjamason fyrir Gísla Jónsson (S), Jón Kjartansson fyrir Guð- laug Gíslason (S), Sveinn Ein- arsson fyrir Matthías Á. Matth iesen (S), Friðjón Þórðarson fyrir Sigurð Ágústsson (S), Unnar Stefánsson fyrir Sigurð Ingimundarson (A), Daníel Ág ústfnusson fyrir Halldór E. Sig- urðsson (F), og Margrét Sig- urðardðttir fyrir Einar Olgeirs son (K). Gísli Jónsson, Matthí- as Á. Mathiesen, Sigurður Ingimundarson og Einar Ol- geirsson sitja fund Norður- landaráðs. í efri deild gerði Emil Jóns- son ráðherra grein fyrir þrem ur stjómarfrumvörpum, um- skipulagslög, atvinnubótasjóð og aðstoð við fatlaða. Fram- sóknarþingmennirnir Páll Þor- steinsson og Sigurvin Einars- son tóku til máls um atvinnu- bótasjóðinn. I neðri deild var frumv. um kirkjubyggingarsjóð samþykkt til efri deildar. Jón Kjartansson (S) gerði grein fyrir nefndará- liti um heilbrigðissamþykkt og Benedikt Gröndal (A) fyrir nefndaráliti um aðstoð við van gefið fólk. Þá gerði Gunnar Thorodd- sen fjármálaráðhcrra grein fyr ir 9 stjórnarfrumvörpum, sem flutt eru til samræmis við frum varpiö um tekjustofna sveita- félaga. Síðan gerði ráðherrann grein fyrir stjómarfrumv. um tekjuskatt og eignarskatt, en efri deild hefur afgreitt það frá sér. Einnig töluðu Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósefsson. Umræðum lauk um kl. 17,30 og var frumv. vísað tii 2.' umr. og nefndar. Ingstad — Framh. af 9. síðu. Tjegar við komum á léttibátn- um í land, hlaupa þaú á móti okkur, Anna Stína og að- stoðarmenn hennar. „Karlinn" með pípuna f munninum og hundinn á hælunum, Job með svarta hrokkna hárið, Carson, Coeburn, - þeir eru allir íbúar í Lance aux Meadows og hjálpa til við uppgröftinn. Og svo kem ur allur barnahópurinn úr þorp inu. Það er eins og maður sé kominn heim. • Og við erum spenntir, Hvað hefur Anna Stína fundið við uppgröftinn? Hún brosir og þá skil ég loks að allt hefur geng- ið vel Hún vísar okkur upp að eystra uppgraftarsvæðinu og sýnir okkur hina miklu upp- götvun, - að það var eitthvað undir grastorfinu. Okkur grun- aði það af þvi að við sáum ör- litla hnúska eða ójöfnur. En við vissum ekki hvað það væri. Nú hefur Anna Stína grafið upp að nokkrum hluta rústir, sem virðast stafa frá stóru og merkilegu þúsi með mörgum herbergjum Við sjáum eld- stæði og margt fleira, er kem- ur frá mönnum sem bjuggu hér fyrir löngu síðan, og margt lík- ist því sem var einkennandi fyrir hina norrænu byggð á Grænlandi. Enn liggur grasþekjan leynd- ardómsfuli yfir miklum hluta húsaleifanna Enn er eftir mik- ið uppgreftrarstart áður en myndin verður ljós. En allt bendir ti) að við höfum fundið hér eitthvað mikilvægt. Og hér stendur Anna Stína yfir verki sínu, þreytt en himinlifandi Og það er ekkert óeðlilegt. (Bulls. - öll réttindi áskilin). Þórólfur — Framh. af 16. síðu. líklega settur inn í liðið og Kerri- gan f miðherjastöðuna. Allt ætti þetta að verða til úrbóta fyrir liðið gegn Celtic 31. marz. — Hvenær fáum við að sjá þig á íslenzkum leikvelli? — Líklega í sumar, er ég leik með mínum gömlu, góðu félögum í KR gegn Sjálandsúrvali. Það verður örugglega erfiður leikur, því þá verð ég líklega í sviðsljós- inu og verð dæmdur eftir leik mín- um, góður eða óhæfur. — Hvað geturðu sagt okkur um skozka áhorfendur? — Þeir gera miklar kröfur til manna um að þeir „brjótist í gegn“. Leikmaður, sem spilar bolt- anum og lætur „tuðruna" vinna, hann nær ekki miklum vinsældum að öllu jöfnu, þótt til séu undan- tekningar. Við óskum Þórólfi góðra daga 1 fríi sínu hér heima og hann var þegar þotinn af stað með tveim gömlum vinum sínum, Gunnari Felixsyni og Úlfari Guðmundssyni' og haldið heim til Gunnars Guð- mannssonar, sem beið þeirra með óþreyju. Utan fer Þórólfur aftur með á- ætlunarflugvél Flugfélags islands á mánudagsmorgun. Ráðning síðustu krossgáfu Stjóm Hins íslenzka bók- menntafélags: dr. Kristján Eldjám þjóðminjavörður, dr. Broddi Jóhamiesson kennari, dr. Halldór Halldórsson pró- fessor (ritsjóri Skírnis), dr. Einar Ól. Sveinsson pró- fessor, forseti félagsins, og Einar Bjamason ríkisendur- skoðandi, ritari félagsins. - Bókmenntafélagið fer af Dómkirkjuloffinu Stjórn Hins íslenzka bók- menntafélags bauð fréttamönn- um upp á kaffi í gær og sagði frá breytingum, sem gerðar hafa verið á afgreiðslu félagsbóka, er flyzt nú í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti af Dómkirkjuloftinu, þar sem þun hefur verið til húsa frá stofnun félagsins 1816, eða i 145 ár. I desember s.l. lézt Matthías Þórðarson fyrrv. þjóðminjavörð- ur, ísem var forseti félagsins í mörg ár og hafði setið f stjórn frá 1912 til dauðadags og ann- azt bókavörzlu og afgreiðslu lík lega jafnlengi af dæmafárri um- hyggjusemi og alúð. Opnar sýn- ingu I dag Kristinn Jóhannsson listmálari frá Akureyri opnar sýningu í Bogasalnum í dag kl. 2 e.h. og sýnir þar 29 olíu- og vatnslita- myndir gerðái' áq^iðií§fíi '2 ár- um. Þetta eij fyrsta sýning, sem Kristinn heldur í myndlistarsal hér í bænum, en hann sýndi fyr ir nokkru í Mörgunblaðsglugg- anum og Mokkakaffi. Og 4 sýn- ingar hefir hann haldið á Akur- eyri. Kristinn lærði hér í Hand- íðaskólanum og var svo tvö ár við nám í listaháskólanum í Ed- inborg. Sýningin verður opin daglega kl. 2-10 síðdegis til annars sunnudagskvölds. m f. r, »-ivr i r " pí f- u f D w? i tfin- sm 4/4 SatV V<p. N O *.'i ■ Si- 514 • :Í' 7 T T T M A T N A £ y J 'A R T T m £ s j A *\1 írr»lj u. m A L itrov Hfjrt* J- O F R Æ Ö A k s c' K / N w 1 rtrlc- R í T T K N A P } i ■4JCt i> HÍU» T / u N T II N A m A N A íi*>* l tcor. öífvrt 5 ~„c| - 2 f L 0 U R TSf W f' -> ,. L N w.;ií ítlíjr N £ OKlj- ! u A R & J \í 11 !§! i & ! x?: t \A K ö F U N A m ! \ ' 3 f/. fA L U íi V. j í ‘A ; M'l % í F A f.'i N A k b X 1L É. m ii § Si K R 7 A R Ú £ j ■1 prr f\ 4 r’\ £ su ÖT" t ■ Ú- •I- K ■Atb" fr»3.n bi / i r3 L Jj * 1 J m pHÉF \L A »<«3 • R 0 T < } 0* .A h*. K A l Lj ót- ,; y íji' 0 L A iLíiLL & L T G ? K Mn 11 J V A i? A CL'.to- \Ai 8 TZZii V«rV: S A & <4 Frjín íyzq- K O N 4 N sav A T ö R K 4 ú<- s U L 0 A R Ulir & N Y R HUn» StlVlE 4 $ L fA K i SZfTl 1 hitv c- F Uudi V R U N Æ S\9Ht irf/. ö 0 R Ð s renyt. C.ítJf T / IfÍSr A G T\ s A M Æ R M R a f»4 HluU Ö 3 H 'A / Zl r A L m S K N A P P A A N N 'ó Pilt' tik-- 2 »»d i A Ð i L ! Svi-r 7 ! U N A fcr tv. r-CUN| _ u N U M ’y.*- 7 A T N J ~R Ð A R H e: - i tf'lf A s A N A 1 K R / y*rr.4.1 'A ÍZni' ÍZJiir A R T T T x\a K BÓKASÝNING MIKIL bókasýning verður opnuð í Listamannaskálanum í dag klukk- an 17. — Það er bandaríska út- gáfufyrirtækið McGraw-Hiil og Snæbjörn Jónsson & Co. hf., sem standa fyrir sýningunni. Sýndar verða um 1000 tæknibækur, en Mc Graw-Hill er stærsti útgefandi slíkra bóka í heiminum. Þarna getur að líta gott yfirlit yfir ýmsar sígildar fræðibækur t.d. um eðlisfræði, efnafræði og lækn- isfræði svo og um viðskiptafræði og hagfræði svo eitthvað sé nefnt. Sýningin verður opnuð af Jam- es Penfieid sendiherra Bandaríkj- anna á íslandi. Keith Thorpe for- stjóri Englandsdeildar McGraw- Hiil útgáfu fyrirtækisins fiytur á- varp. Sýningin stendur yfir f 10 daga, eða til þriðjudagsins 27. þ.m. Þann tfma er hægt að fá pantaðar allar bækur, sem á sýningurini verða, og síðasta daginn verða seldar þær bækur, sem ópantaðar verða, ef einhverjar verða. ★ I gærkvöldi hafði leitin að Super-Constellation flugvélinni sem saknað er, engan árangur borið. Hún var á flugi milli Guam og Filipseyja er hennar var saknað. Það er nú kunnugt að fjórar konur voru með, en alls 107. AV. W.V.W.-.V.V.V.V.-.V.-.S Tvo vantar á myndina, ritar- ann, dr. Alexander Jóhannes- son prófessor og dr. Stein- grím J. Þorsteinsson pró- fessor. Á síðasta aðalfundi var ákveð ið að koma eldri bókum á fram- færi við allan almenning og tek- ur nú Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar við afgreiðslu fé- lagsbóka og sölu eldri bóka, sem athuga ber, að félagsmenn geta fengið keyptar með 20% afslætti. Út er komið tímarit félagsins, Skírnir, 135. árgangur, og er hann elztur allra tímarita á Norðurlöndum. Verður sagt frá efni þessa árgangs hér í blað- inu eftir helgi. Félagsbók, sem á að fylgja Skírni, kemur út inn an skamms. Er það rit um Bald- vin Einarsson, eftir Nönnu Ól- afsdóttur cand, mag. Wiðfd dmgsins - Framh. af 7. síðu. — Ég hef verið á þeirri skoð- un. Því miður hef ég ekki kynnt mér ættir mínar iangt aftur. En pabbi, sem ólst upp í Biskups- tungum, varð ungur kjörinn forsöngvari í kirkjunni sinni, og mér skilst Árnesingar ekki vera neitt blávatn, þegar músík er annarsvegar. Svo fluttist hann hingað til Reykjavíkur og festi sitt ráð. Og það get ég borið um, að ég var ekki hissa á því, að Biskupstungnamenn hefðu fengið hann fyrir for- söngvara. Líklega hefir hann svo valið mömmu svo hún gæti líka hlaupið I skarðið. Hún hafði fallega söngrödd. Má ég að lokum spyrja: — Eruð þér hrifin af henni dótt- ur yðar eftir laugardagskvöid- ið? Varð hún til sem slík á skammri stund? — Ég vil helzt ekki láta rekja úr mér garnirnar. Því er ekki að neita, að við hjónin er- um stolt af Völu. Þetta spratt nú ekki af tilviljun. Hún hefir alltaf haft yndi af músík og leiklist. Hún kom á sýningar í óperunni frá þvi að hún . var pínulítil hnáta, hefir alltaf hnft yndi af músík — og — þó að röddin sé lítil, þá er það sem meira er — hún hefir hreinan tón. Laugarnesingar Leitið ekki langt yfir skammt Afskorin blóm í miklu úrvali. Ennfremur úrval af pottaplöm BlómiEbúðin RU2WI Hrísateig 1. Sími 38420 Heimasími 34174

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.