Vísir - 21.03.1962, Side 7

Vísir - 21.03.1962, Side 7
VIKINGADROTTNINGARNAR HALDA VIÐ TENGSLUNUM hin siðasta þeirra, ungfrú Lynn Johnsen, nokkra viðdvöl ný- lega hér í Reykjavík á leið aust ur yfir hafið, og var frú Dycker að þessu sinni í för með henni. gjafir frá samtökum Norð- manna og vinum þeirra vestra, þiggur eitthvað til minja um komuna, skilar kveðjum, lofar að bera kveðjur vestur um haf. Hún ferðast víða um landið, og alls staðar er reynt að gera henni þessa þriggja vikna dvöl sem ógleymanlegasta. Blöð Norðmanna, austan hafs og vestan, fylgjast með ferðum hennar, og blaðamenn eru af þeim sökum jafnan í fylgd með drottningunni. Eftir heim- komuna til Bandaríkjanna er gert ráð fyrir að „drottningin" segi frá Noregsferðinni á sam- komum norskættaðra manna og annarra, sem frá ferðum hennar vilja heyra. Að hausti aðstoðar hún við krýningu hinnar nýju drottningar, legg- ur niður völd og verður aftur Miss Jacobsen eða Johnsen, en nýja drottningin tekur til við að láta sig dreyma um sína Noregsferð, ævintýri, sem bíða hennar þar. Eflaust má um það deila, hvort ekki megi finna upp á einhverju öðru og skynsam- legra til þess að minna á tengsl- in milli heimaþjóðarinnar og þjóðarbrotsins vestra, en réynslan hefir sannað, að þessi leið hefir orðið afar vinsæl, og þess vegna er mjög sennilegt að ísland muni lengi verða áninga- staður „Víkinga drottning- anna“ á ferðum þeirra til efl- ingar hinna góðu kynna. ingin“ og frú Dycker, áttu Við- dvöl hér fóru þær m. a. ,í öku- ferð um bæinn og nágrennið, og héldu svo áfram með Loft- leiðum ferðinni austur yfir haf- ið, þar sem þriggja vikna æv- intýraríkið beið sinnar drottn- ingar. Hvernig væri að félög íslend- inga í Vesturheimi sameinuðust um að finna árlega þann ungan mann, af íslenzku bergi brot- inn, sem mest hefði unnið sér og sínum ættstofni til ágætis, og við byðum honum að verð- launum íslandsferð, þar sem hann gæti m. a. átt þess kost að fara um æskuslóðir íslend- ingsins, sem fyrstur hvítra manna fann Ameríku? Við gæt- um nefnt þetta „Verðlaun Leifs heppna árið — — en ef við vildum fremur fá hingað árlega unga stúlku vestan um haf, þá væri ekki fráleitt að kenna vinn inginn við nafn þeirrar konu ís- lenzkrar, sem fyrsta hvíta barn- ið ól í Vesturheimi. ^ Skarað fram úr Síðari hluta sumars er vestra tekið til við að leita ungu stúlkunnar. Enda þótt ytra út- lit hennar þurfi helzt að vera hið bezta, þá koma fyrst og fremst til aðrar kröfur en þær, sem gerðar eru til fegurðardís- anna alkunnu. Unga stúlkan þarf að hafa skarað fram úr á einhverju sviði, unnið sér eitt- hvað eftirminnilega til ágætis, t. d. í listum eða almennu skólanámi. Hún þarf að hafa tamið sér háttvísi í framkomu, og verður að búa yfir hæfileik- um til þess að geta lýtalaust tjáð sig í fjölmenni — í stuttu máli sagt á hún í einu og öllu að vera fyrirmyndarstúlka til sóma sínu eigin föðurlandi og því, sem ól forfeður hennar. Eftir að þar til kjörin nefnd hefir valið úr hópi margra stúlkna, sem taldar voru fram- bærilegar, er efnt til mikillar samkomu norsku félaganna f New York. í þeim fagnaði er einhver fyrirmaður fenginn til að krýna sigurvegarann og er sæmdarbeitið „Drottning vík- inganna". ^ Ungur Islendingur? „Drottningin", Lynn John- sen, sem hér var á ferð nú i vikunni, er 18 ára gömul menntaskólastúlka, dóttir lög- regluþjóns í Brooklyn. Hún er góður píanóleikari og 'þrótta- maður, ætlar að gera hlé á námi og vinna við skrifstofu- störf, en síðar hyggst hún afla sér kennaramenntunar. Meðan þær stöllur „drottn- Víkingadrottningin 1960, Asta Olsson, söngkona. Sameiginlegt er það öllum þeim, sem af norrænu bergi eru brotnir í Vesturheimi, og enn vilja varðveita tengslin við móðurlöndin gömlu, að ýmissa leiða er leitað til að auka kynni og treysta gömul frænda- og vinabönd milli vesturs og austurs. Má í því sambandi t.d. minna á störf íslenzku þjóðræknisfélag- anna, skipulagning kynnis- ferða o. fl. í Bandaríkjunum starfar norsk-amerískt kvenfélagasam- samband, sem hefir frá önd- verðu beitt sér fyrir auknum kynnum á norskri menningu í Ameríku og reynt á ýmsan annan hátt að varðveita hinn norræna menningararf vestra og auka kynni milli þeirra sem heima eru og hinna, sem vestra búa. Árið 1954 varð það að sam- komulagi milli yfirmanns norskra ferðamála, frú Alfhild Hovden og fyrirliða norsk- amerísku kvenfélaganna, frú Bergljót Dycker, að reyna nýja leið til aukinna norsk-amerískra kynna. Þær höfðu með sér verkaskipti. Frú Dycker skipu- lagði vesjtra leit að ungri stúlku, fæddri af norsku for- eldri, sem, árlega skyldi verða kjörin verðugur fulltrúi norska þjóðarbrotsins, og fá að verð- launum Noregsferð, en frú Hovden hafði forgöngu um að stjórnarvöld, félög og stofnanir heima í Noregi gerðu ungu stúlkunni heimsóknina sem eft- irminnilegasta. Loftleiðir buð- ust til-að greiða fyrir ferðun- um. Árangur þessa samstarfs hef- ir orðið' hinn ákjósanle^asti. Átta stúlkur hafa nú verið valdar til Noregsfarar, og átti ^ 7/7 Noregs Á útmánuðum, venjulega í marz, er Noregsferðin svo haf- in. Þar hefir koma drottningar- innar verið undirbúin svo sem bezt má verða. Alls konar fyrir- tæki og ■ stofnanir keppast um að sýna henni sóma. Hún er boðsgestur bæjarstjórna og fyrirmanna, flytur kveðjur og Efst: Christin Abrahamsen, vikingadrottning 1957, með hinar mörgu gjafir, sem hún fékk. - Að r Teigland, með Víkingavasann, sem hún fékk 1956. Loks Alayne Jacobsen, víkingadrottning 1961, leikkonunni June Havoc (Haavik). Miðvikudagurinn 21. marz 1962 VtSIR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.