Vísir - 21.03.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 21.03.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagurinn 21. marz 1962 VISIR 9 Reykjaneshyrna, séð yfir Trékyllisvík. (Ljósm.: Þorst. Jósefsson). í kvöld er hin vikulega kvöld vaka vetrardagsskárinnar í út- varpinu, og hún er að sjálf- sögðu þjóðleg sem vera ber. Helgi Hjörvar heldur áfram að lesa úr Eyrbyggja sögu, sem hefir sveitunga hans, Snorra goða, að einni höfuðpersónu og segir frá reimleikunum á Fróðá, frægastadraugagangihér á landi til forna. Þá verða flutt sönglög eftir Bjarna Böðvars- son, Jóhannes úr Kötlum les úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, og Sigurbjörn Stefánsson flytur vísnaþátt. Gamalt útilegumannabæli er í Þórðarhelli á Ströndum, og flytur dr. Sfmon Jóh. Ág- ústsson prófessor frásöguþátt af því á kvöldvökunni í kvöld, en hann er einmitt fæddur og upp alinn á þessum slóðum. Segir hann þannig umhorfs í hellinum, að þar hafi einhvern- tíma hafzt við maður. Söguna af Þórði sakamanni skráði Tómas nokkur Guðmundsson frá Gróustöðum f Geiradal á Barðaströnd, kallaður „vfð- förli“, og sendi á sínum tíma Jóni þjóðsagnasafnara Árna- syni, en hún hefir ekki birzt fyr en í nýju útgáfunni, sem bókaútgáfan Þjóðsaga hefir ný- lega Iokið við. Tómas vfðförli fékkst talsvert við að skrá þjóðsögur og sagnir, og ekki eru annarsstaðar til en í hand- ritum hans Ljúflingsmálin fögru, sem hefjast þannia (sagan og kvæðið allt hefir verið prentað í Þjóðsögum og munnmælum Jóns Þorkelsson- ar): Man ég enn lundinn, man ég enn menja lundinn mest fyrir dyggðir flestar. Engri áður né síðar ann ég betur en svanna. Man ég enn lundinn, man ég enn menja lundinn. Ekki verður rakin hér sagan af Þórði sakamanni, svo að ekki sé spillt fyrir lestri pró- fessorsins í kvöld. En Þórðar- helli, sem er í Reykjaneshyrnu milli Trékyllisvíkur og Ingólfs- fjarðar, er þannig lýst: Dyr hans eru svo lágar, að inn verður að ganga hálfboginn. Liggur hann niður á við, þegar eins faðms Iangt er inn komið. í miðjunni er bálkur eða vegg- ur hlaðinn úr köntuðu grjóti. Á 1 hellismunna Þórðarhellis í Reykjaneshymu. T.v. vinstri er prófessor Símon Jóh. Ágústsson, sem segir frá Þórði útilegu- manni í útvarpinu í kvöld. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra: Opinberir starfsmenn Launalög. Launakjör opinberra starfs- manna eru ákveðin f launa- lögum, sem Alþingi setur. í framkvæmd hefur þess- um málum þó lengi verið skipað með þeim hætti, að áður en frumvarp til nýrra launalaga er lagt fyrir Al- þingi, hafa rækilegar viðræð- ur farið fram milli fulltrúa ríkisins og hinna opinberu starfsmanna. Hefur þá yfir- leitt náðst samkomulag i megindráttum. En Alþingi hefur úrslitavaldið og getur breytt frumvarpinu eins og því þykir henta. Samningsréttur. Lengi hefur Bandlag starfs manna ríkis og bæja haft uppi þá kröfu, að þessari skipan væri breytt. í stað Iaunalaga kæmi kjarasamn- ingur milli rfkissjóðs og bandalagsins, — samnings- réttur yrði viðurkenndur. Ýmsir hafa einnig krafizt verkfallsréttar til handa hin- um opinberu starfsmönnum. Frambúðarlausn. Að undanförnu hefur mikil vinna verið lögð í það, að finna frambúðarlausn á þessu vi§kýf£i£$,1í>g] vfðtæka vanda- máíi. -Verður hér eins og ella að leita að hinum gullna meðalvegi. Þjóðfélaginu væri það vafalaust lítill fengur, að op- inberir starfsmenn bættust við þá fjölmennu hópa í landi voru, sem beita verkfalls- vopninu til þess að reyna að bæta kjör sín. Enda verður það æ fleiri mönnum ljóst, að það er ekki leiðin til bættra lífskjara að lama framleiðsluna eða starfsemi ríkisins með vinnustöðvun- um. Ýmsum alþingismönnum mun þykja það viðurhluta- Gunnar Thoroddsen mikið, að Alþingi afsali sér valdinu til þess að setja launalög. Fjárveitingavaldið sé með þeim hætti tekið úr höndum Alþingis. ' Hinn gullni • meðalvegur. Hinn gullni meðalvegur sem til þess er vænlegastur að sætta andstæðar skoðan- ir, er sá, að ríkið viðurkenni fullan samningsrétt opin- berra starfsmanna. Báðir að- iljar gangi til viðræðna sem jafnréttháir samningsaðiljar. Þeim sé ætlaður til þess hæfilegur tími að koma sér saman. Ef ekki næst sam- komulag, verði málið af- hent sáttasemjara ríkisins til meðferðar. Leiði þær umleit- anir eigi til árangurs, gangi málið til úrskurðar kjara- dóms, sem kveði upp endan- legan úrskurð um það, hver kjörin skuli vera. Samningar til tveggja ára. Kjarasamningur, eða úr- lausn kjaradóms, þarf að gilda til tveggja ára í senn, til þess að nokkur festa köm- ist á. Undirbúningur fyrsta kjara- samnings. Ef frumvarp um samnings rétt opinberra starfsmanna verður lagt fyrir Alþingi, er nú situr og afgreitt sem lög frá því þingi, má ætla, að samtök þeirra telji það sigur í langri réttindabaráttu og meti að maklegleikum. Myndi skjótlega hefjast undirbúningur kjarasamn- inga, sem hlýtur að taka all- langan tíma. Það er mikið verk að undirbúa í fyrsta sinn slíkan kjarasamning, afla upplýsinga og gagna inn anlands og utan, skipa starfs mönnum niður í launaflokka og ákveða hlutfall þeirra í* milli. Æskilegt væri, að allir op- inberir starfsmenn yrðu hér samferða og einstakir hópar féllust á að bíða með kröfur sínar um kjarabætur þangað til heildarsamningur lægi fyrir. Sérstaða kennara. Margir telja þó, að í þess- um efnum hafi kennarar nokkurra sérstöðu. Kennara- skortur er hér tilfinnanlegur og erfitt að fá nógu marga kennara með fullum kenn- araréttindum til starfa í skól- unum. Á hverju ári missast margir hinir hæfustu menn úr kennarastétt yfir til ann- arra starfa. Hafa Danir og Norðmenn að undanförnu átt við þennan sama vanda að glíma, og hafa þeir nýlega bætt kjör kennara sinna. Ef íslendingar vilja halda uppi skólastarfi til jafns við aðrar menningarþjóðir, verð- úr að búa svo að kennara- stéttinni, að jafnan fáist nóg af hæfum mönnum til þess að annast menntun og uppeldi æskunnar. Afíinn sL ár 635 þás. L öllum röndum hans eru lagðir steinar hver við annan. Rjáfur hellisins er hvelft. Lítil birta er í honum og ekki er þar les- bjart um hádag. Kaldur óþefur er f honum, og liggur manni við ógleði þar inni. Sandskriða brött liggur úr stórgrýttri fjöru til hjallans, sem hellirinn er f. Ekki sér til dyra hellisins fyrr en að þeim er komið. Veraldarsaga og næturhljómleikar. Eftir seinni fréttir flytur Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri 8. lestur úr Veraldarsögu Sveins frá Mælifellsá, og loks verða næturhljómleikar í eina klukkustund, langt fram á 12. tímann. Kammerhljómsveit út- varpsins í Strassborg, undir stjórn Marius Briancon, leikur sinfóníur eftir Haydn og Gounod, og divertimente eftir Mozart. . síðasta ári varð fiskaflinn á öllu landinu rúmlega 635 þúsund Iestir, að þvi er segir f lokaskýrslu Fiskifélags íslands, en varð á ár- inu 1960 513,7 þúsund lestir. Bátafiskur á sfðasta ári varð 562,8 þúsund lestir (400 þús. lestir árið 1960), og var síld meiri hluti þessa afla, því að alls lögðu bátar á land 325,7 þús. lestir af síld, og er það meira en tvöföldun síldar- aflans frá 1960, þvl að þá varð hann aðeins 135,6 þús. lestir. Tog- araaflinn á síðasta áfi varð tæp- lega 72,4 þús. lesta, en hafði verið 113,7 þús. lesta árið 1960. Var togaraaflinn þvf rúmlega 40 þús. lestum minni á sfðasta ári en 1960. Sýningum að Ijúka í kvöld verður 14. og um leið næst sfðasta sýning á leikriti I 'astley’s „Hvað er sannlejkur?“ Það er þvf hver síðastur með að sjá þetta ágæta Ieikrit.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.