Vísir - 21.03.1962, Síða 10

Vísir - 21.03.1962, Síða 10
VISIR Miðvikudagurinn 21. marz 1962 w Stutt heimsókn í setustofu skáta. Það er ósköp venjulegt mánudagskvöld. Við stönd- um fyrir framan Skátaheimil- ið við Snorrabraut og horfum á stórt grænt skilti, sem á er letrað UMFERÐARDEILD LÖGREGLUNNAR. Við verð- um hálf ragir við að opna dyrnar, því það var ekki meiningin að hitta lögregluna að máli, heldur bregða okkur í stutta heimsókn í setustofu skáta. Eftir að hafa hert upp hug- ann og opnað, komum við inn í Iítinn gráan gang og til hægri handar komum við auga á hurð, er á er letrað Varðstjóri. Við erum í þann veginn að missa kjarkinn, Nýr þáttur um æskuna I dag hefst hér í blaðinu nýr þáttur, sem fjallar um á- hugamál æskunnar, eins og nafnið reyndar ber með sér. Tveir ungir menn hafa tekið sig saman um að sjá þættin- um fyrir efni, og birtist í dag nokkuð af því, sem þeir hafa þegar lagt til. Ungu mennimir, sem hafa umsjón þáttarins með hönd- um, eru Pétur Sveinbjarnar- son og Ái-mann Sveinsson. :• • • • - Við „barinn“. Ekki viskí og sóda, heldur kólc á fimmkall, þegar hurðin á móti okkur opnast skyndilega og út koma tvær stúlkur á að gizka sextán ára, klæddar skáta- búningi öllum útskreyttum í merkjum og snúrum. Það leyndi sér ekki, að við vor- um nú á réttri leið, að eyrum „Hér er enginn í vandræð- um með að eyða tímanum, margir spila, aðrir tefla eða lesa blöð og bækur, sumir láta sér nægja að ræða um landsins gagn og nauðsynj- hérna eftir að lokað er á kvöldin.“ „Við hvað skemmtið þið ykkur helzt?“ okkar barst hljómur frá plötu spilara og við heyrðum Jón- as Jónasson syngja Spánar- ljóð, hlátur og köll ungling- anna leyndu sér ekki. Inni voru um það bil tuttugu ung- lingar. Við fengum okkur sæti og virtum fyrir okkur þetta vistlega herbergi. Ann- ar helmingur þess er þakinn þykku gólfteppi, en í sitt hvoru horni eru sófasett og borð, einnig er þar plötuspil- ari. Úti í einu homi stofunn- ar er skemmtilegur bar, og fyrir framan hann standa nokkrir unglingar og bíða ó- þreyjufullir eftir því að verða afgreiddir með Coca Cola fyr ir fimm krónur. Er hlé varð á kóksölunni snerum við okkur að bar- þjóninum, sem var stúlka og kvaðst heita Þuríður Ingi- mundardóttir og vera við gæzlu í kvöld. „í hverju er starf þitt helzt fólgið?“ spyrjum við Þuríði. „Ég á að gæta þess að all- ir fari úr yfirhöfnunum, að ekki sé mjög mikill hávaði, svo sel ég gosdrykki og sæl- gæti. Einnig geng ég frá Nú kallar einhver, að það vanti( tvo í vist svo að við þökkum Þuríði fyrir og lögð- um frá okkur pennann og myndavélina og sinntum kall- inu. Rétt í þann veginn er við vorum að fara varð á vegi okkar piltur að nafni Össur Framhald' á bls. 5. , ••:• • ••....•.. Hermann Gunnarsson. X á garð- knattspyrnu eða handknatt- r lægstur leik, hafa án efa flestir tekið fyrir les- eftir þessum ljóshærða og Hermann snaggaralega pilti. Líkt og með marga aðra tók hugur hans allur knatt- spyrnuna og aðeins 5 ára gekk Hermann í Víking, en stuttu síðar vatt hann kvæði sínu í kross og innritaðist í Val og hefur æft og leikið með Val síðan. Fljótlega tók að bera á hæfileikum hans og hefur Hermann ætíð leikið með bezta liði í sínum aldurs- flokki. Hermann hefur þrívegis orðið íslandsmeistari, með fimmta flokki, fjórða flokki og nú síðast með þriðja flokki 1961. Það er ekki aðeins á sviði knattspyrnunnar, sem hann hefur sýnt hæfileika sína, heldur einnig í handknatt- Erlendur Jónsson, kennari. Hrakar æskunni? Þuríður Ingimundardóttir. og eyðslusemi. En slíkar á- sakanir eru engin nýlunda. Það mun vera mála sann- ast, að æskan ber svip af þjóðlífinu eins og það er á hverri tíð. Síðustu árin hefur flest til framfara horft í þessu landi. Æskan dregur dám af því. Ég tel, að hún standi fyrirrennurum sínum hvergi að baki, en á sumum sviðum framar. Hún er ekki aðeins stór vexti, heldur einn ig stórhuga, hvorki niður- beygð né bæld, heldur frjáls- mannleg og ber höfuð hátt. Það er sannarlega hægt að treysta henni til að taka við okkar lítt byggða, en fagra og á margan hátt auðuga landi. Teljið þér, að æskunni fari hrakandi? Síðan fór þess á leit við Erlend Jónsson kennara og rithöfund að hann svaraði of- angreindri spurningu og varð hann svo vinsamlegur að verða við þeirri ósk. Hér birt- ist svar hans: „Miklir eru þeir að vallar- sýn, en óreyndir eru þeir mjög,“ sögðu kerlingarnar um Njálssyni. Svipuð orð heyrast oft um æskuna nú á tímum. Flestir viðurkenna, að hún sé fyrri kynslóðum fremri að vexti og líkamlegu atgervi. En sumir segjá, að það sé líka það eina, sem henni verði talið til hróss, ef hrósvert skuli telja. Eink- um er henni brugðið um óhóf Hann hefur lokið öllum þrem stigum knattþrauta K.S.Í. Hermann er aðeins 15 ára og stundar nám í Verzlunar- skóla íslands. - p. sv. Setið að spilum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.