Vísir - 21.03.1962, Page 15

Vísir - 21.03.1962, Page 15
Miðvikudagurinn 21. marz 1962 VISIR 16 GORDON GASKILL: o© á næsfa leiti að ljósta því upp, að þá hafi ver- ið einhver svikari á eynni. — Ég sé, að þér berið ekkert oftraust til samlanda yðar, sagði Evans og reis á fætur. Bayard brosti og var þó næst- um sorglegur á svip. — Lögreglumaður gerir sér engar gyllivonir, andvarpaði hann. Þeir eru ef til vill ekki ófáir í dag ýmsir Frakkar, sem bera heiðurspening, sem þeir hafa ekki til unnið að fá. Það voru' til menn, sem veðjuðu á tvo hesta. Það var hættulegt, en lifðu þeir af styrjöldina gátu þeir leikið áfram hiutverkið sem stuðningsmenn sigurvegarans. Evans spurði kuldalega, hvort þetta væri allt og sumt og iög- reglufulltrúinn kinkaði kolli. — Ég held, að það hafi verið farið að þykkna allmikið í hon- um, sagði Bayard, þegar Evans var farinn, eða ef til vill væri réttara að segja, að hann hafi verið hneykslaður. Þið Banda- ríkjamenn eruð óforbetranlegir rómantíkusar, hvað sem hver segir, og hversu annarleg sem staðhæfing sem þessi kann að þykja. í ykkar augum eru ekki til nema tvær manntegundir - góð og ill. — Það kann að vera, að það j sé talsvert satt í þessu, en hvað ! sem því líður er hér á eynni i stór hópur manna, — sannast að segja allir nema einn, sem er saklaus, - og svo er einn mað- ur, sem er morðingi. Og það var eklci eins langt framundan og ætla mátti, að við kæmumst að hver þessi mað ur væri. Þótt um miðnætti væri var margt um manninn í veitinga- salnum. Var þetta talsverð breyt ing frá því sem áður var, er ^ salurinn tæmdist tveimur ^ klukkustundum fyrr að kvöld- j inu. En þetta var auðskilið mál,; — menn biðu þarna eftir að eitthvað gerðist - að eitthvað ; nýtt lcæmi fram i morðmálinu. Og það var vissulega farið að fara í taugarnar á mönnum, að ekkert hafði frétzt. Ég gat aðeins sagt Rennie, að við hefðum fengið leyfr tiL þess að hefjast handa um kvik- myndatökuna daginn eftir, en við yrðum að gera ráð fyrir, að hvenær sem væri stöðvaðist allt, af því að Bayard og menn hans þyrftu að ná í einn eða annan til viðtals. - Og hvað um þig? spurði Rennie. Verður þú starfsmaður okkar eða lögreglunnar? Ég taldi réttast að spyrja Bay- ard, en hann kvaðst mundu kom ast af án mín í biii, meðan hann spjallaði við landa sina. — En ég mun sakna aðstoðar yðar, Marsden, bætti hann við brosandi. Vonandi látið þér mig vita, ef þér finnið eitthvert spor. Því lofaði ég hátíðlega og þeg ar hann var farinn hélt Rennie dálitla ræðu yfir okkur. — Vitanlega byrjum við ekki neina kvikmyndatöku fyrr en líður á daginn. Við höfum ým- is konar æfingar þangað til. All- ir verða að mæta vígbúnir til æfinganna, með byssur og hand- sprengjur og hvað eina. Þegar mótmælaraddir heyrð- ust hækkaði hann röddina. - Þið heyrðuð hvað ég sagði - við þurfum á öllu skraninu að halda, því að svo sannarlega skal þetta verða raunverulegt. Ég vona, 'að þið skiljið mig til fulls. Eftir á rigndi yfir mig spurn- ingunum, en loksins varð ég þreyttur á að svara og laumað- ist burtu. ’ Þegar ég ioksins var háttaður átti ég erfjtt með að sofna. Ég gat ekki annað en hugsað fram og aftur um allt sem gerzt hafði og ég reyndi að velta fyrir mér, hver mundi vera lausnin á morð gátunni. Og ýmislegt kom nú fram í hugann, sem hafÖi gleymzt jafnharðan, - ég minnt i ■ c o a m i ist ýmissa atvika, sem ég hafði gleymt, sem ég nú sá, að kynnu að vera til mikilvægra bentí inga. Ég minntist þess til dæmi.,. að ég hafði eitt sinn komið at Solly Goldberg í búningsherbei- inu. Hann var þar einn og héi; á, og í nokkurri fjarlægð frá sér, þýzkum einkennisbúningi - og hatrið blátt áfram leiftraði úr augum Solly. Og ég minntist þess, er' við öll vorum stödd úti fyrir hellis- munnanum og ég sá nú aftur fyrir hugskotsaugum mínum Ev- ans ofursta eins og hann var, er hann stóð þar, studdi hönd- um á mjaðmir sér og starði inn í myrkan hellinn. Ég var ekki í neinum vafa um þá og enn síður nú um hvað hann var að hugsa. Og ég hugsaði um franska fylgdarmanninn, son gamla Pi- erre, og é& minhtist þess, sem hgnn hafði sagt um þennan son sinn: Hann dó fyrir föðurland sitt sem hugrakkur Kermaður. Og ég sá fyrir augum mér gamla Pierre með sterklegar knýttar hendurnar, er hann sagði: Ég hefði ekki skotið Hetzen, held- ur... Það var orðið hljótt á hæðinni fyrir neðan, enda höfðu menn verið að tínast í háttinn. Ég var í þann veginn að festa blund, er ég heyrði fótatak fyrir utan herbergisdyr mínar. Einhver nam staðar fyrir ut- an dyrnar. Og svo var barið veikt á hurðina. Ég kveikti og fór á fætur, fór sem hljóðleg- ast, og opnaði dyrnar. Það var ! Pierre. — Herra, hálfstamaði hann. i Ég hef lokið störfum í kvöld og i fer nú heim. Mér fannst einkennilegt, að i hann skyldi koma til þess að til- kynna mér þetta, og skildi það svo, að hann vildi tala við mig og hefði sagt þetta í vandræð- um sínum til þess að lcomast að efninu. Mér var hugsað til einka sonar hans, er hann hafði misst, að hann var ekkjumaður og bjó einn — og hlyti að vera ein- mana. — Komið inn fyrir sem snöggvast, Pierre, sagði ég. Hann stóð þarna mjög vand- ræðalegur og handlék Baska- húfuna sína. - Getur það verið satt, að herra lögreglufulltrúinn hafi .V.V.W.V.W.V.V.V.V.V.V. iiiiijiliiliiiiiiiljíiijijlilijlijij-iiiliiiil'iililíiliiliíiiiWiiiii! !|Í!, III. I'l1111 • ||i|i|i;i liliiliiii, 1.111.1.11 > 111,,|1| 1 'l iiiiiii, , ii1iiiii 11,11111 i 11111111 ii1iiiii ii i ii 111 11 m 111; i' * 11H 11 !i!'!i!!'!!!'!!Í!, 1 l'l l l ii i ii i ii 11 ii i!" ! i' i' i ii" i ji 1 1 * 1 1 11 * 111111 i!i!i!i!i!i r' " i" M liilíi!!! n, ii. !";., i 1 l'l l i II fl I^ ■©pTb COPENHAGEM ^ » mig grunaðan — um að hafa framið morðið? Pierre var mikið niðri fyrir. - Svo bölvað held ég nú, að það sé ekki, — en minnist eins, Pierre, og það er, að þar til morðinginn finnst erum við í rauninni öll undir grun, svo að ekki er ástæða til að taka slíkt allt of nærri sér. Þeir eru fáir hér, sem kunna að hafa viljað lcoma fram hefndum á Þjóðverj- anum, en sumir hafa fjarvistar- sannanir. Enginn sá þig fara heim um kvöldið. Og svo fundu menn Bayards fingraför þín þar sem vopnin eru geymd. Pierre var mjög þungt hugsi. Það sá ég glöggt á svip hans. — Gætuð þér komið með mér núna? spurði hann. - Núna, - hvert? spurði ég undrandi. — Það kemur brátt í ljós, sagði hann leyndardómslega. Ég hugsaði um það, sem Bay- ard hafði sagt. Kannske vissi Pierre eitthvað. Og ef ég gæti nú fundið eitthvert „spor“ - fyrir lögreglufulltrúann — lcorn- izt að einhverju, sem leiddi til þess að eitthvað færi að miða að lausn gátunnar. Það væri ekki ónýtt. — Væri nú ekki betra.að þú færir til Bayards, sagði ég dá- lítið hikandi, er ég fór að hugsa málið. — Nei; svaraði Pierre gall- harður, ég vil ekkert hafa sam- an að sælda við þann mann. Ég dró andann léttara. Það gat kopiið sér vel að hafa stung- Barnasagan Kalli kafteinn 8 \ „Við tókum niðri,“ tautaði Stebbi stýri- maður, er hann jafnaði sig. — „Hver þremill- inn, og við er- um í höfninni, þar sem hún er dýpst.“ „Fulla ferð aftur á bak.“ „Við sitjum" fastir," stundi stýrimaðurinn, „en hvers vegna?“ „Þér mun- uð brátt komast að raun um það,“ rumdi Kalli. „Aftur á bak.“ Steppi hlýddi og KRÁK byrjaði að bakka. „Gott,“ taut- ★ KALLI OG HAFSÍAIM aði Kalli, „og nú áfram fulla ferð.“ „Hvaða stefnu?“ spurði stýrimaðurinn. „Gaman þætti mér að vita, hvað það var, sem stöðvaði okkur. Það var svo sannarlega eitthvað dularfullt, og við höfum ekkert upp úr þessu annað en fyrirhöfnina...“ „Gerið eins og ég segi yður, heimskinginn yðar,“ skipaði Kalli strangui. Stýrifsaðurinn lokátfi augunum og Kalli setti vélina í gang KRÁK sigldi nú ákveðið áfram, og Kalli ætlaði einmitt að snúa sér að stýri- manninum með ánægjubrosi, er hinn skelfil. spádómur Stebba rættist. Stefnið á skipinu lyftist hægt upp, og stuttu síðar stóð farkosturinn næstum lóðrétt i sjónum. ið upp á þessu við Pierre. — Gott og vel, sagði ég. Ég skal koma með þér. En ég verð að smeygja mér í einhver föt. VI. KAPfTULI Það var hánótt og kolniða- myrkur. Pierre gekk á undan eftir þröngum stígnum, en eftir honum var hægt að stytta sér leið til þorpsins. Við lögðum af stað þögulir. Loks lcomum við að litlu húsi og þá sneri hann sér að mér og brosti: — Þetta er nú húsið mitt. Ég treysti yður fullkomlega. Þess vegna bað ég yður að koma með mér hingað í kvöld. All-undrandi gekk ég á eftir honum baka til við húsið, en þar var matjurtagarður, og virt- ust jurtir þrífast þar allvel, þótt jarðvegurinn væri sýnilega send inn. Pierre greip skóflu og fór að SIGURGEIR SIGURJONSSON hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Austurstr. 10A . Sími 11043 GÚSTAF ÚLAFSSON hæstaréttarlögmaður Austurstræti 17 . Sími 13354 32 3 Það er óþarfi að gráta, þér missið ekki dóttur yðar, þvert á móti, flytur tengda- sonurinn á heimilið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.