Vísir - 21.03.1962, Side 16

Vísir - 21.03.1962, Side 16
t VISIR Miðvikudagurinn 21. marz 1962 Leikur einleik á Selló Einar Vigfússon, selióleikari, kemur fram sem einieikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar islands í sgmkomuhúsi Há- skólans annað kvöld, en stjórn andi verður Jindrich Rohan. Þetta eru tónleikamir, sem haida átti 15. marz en varð að fresta sökum inflúenzufaraid- ursins, og gilda því sömu að- göngumiðar nú. Flutt verða fjögur verk: Eg- mont-forleikurinn eftir Beet- hoven. Rococo-tilbrigði fyrir selló og hljómsveit eftir Tsch- aikowsky, þar sem Einar Vig- fússon leikur einleikinn. Þá verður tónverkið Tapiola eftir Sibelius og loks Skozka sin- fónían eftir Mendelssohn. Ljósmyndari Vísis I.M. tók þessa mynd af Einari á æfingu í morgun. Cnskur togan UM klukkan 8 í gærkvöldi var brezkur togari tekinn að veið- um innan fiskveiðimarkanna við Vestmannaeyjar. Var hér um að ræða togarann Wyre Mariner frá Fleetwood. • Það var hið gamla varðskip Ægir, er hér var að verki, skip herra Haraldur Björnsson. Gerð ist þetta vestur af Vestmanna- eyjum og hafði togarinn verið í sínu fyrsta hali er Ægir stóð hann að verki. Var togarinn þá kominn 2 mílur fyrir innan mörk veiðihólfs sem þar er op- ið, eða alls um 8 mílur fyrir innan 12 mílna mörkin. Togarinn var færður til Vest mannaeyja og verður fjallað um mál skipstjórans, Percy Alþjóðaleikhúsdag- ur hér í fyrsta sinni Næstkomandi þriðjudag, 27. marz, verður haldinn Alþjóðaleik- 37. SÝNING N.k. föstudag verður f Skugga- Sveinn sýndur í 37. sinn í Þjóð- Ieikhúsinu. Uppselt hefur verið á allar sýningar og hafa þá um 23 þúsund Ieikhúsgestir séð þcssa vinsælu sýningu. Þetta leikrit er mjög mikið sótt af fólki úr nærliggjandi byggðarlögum. — Á næstunni verður leikurinn sýndur síðdeg- is á sunnudögum, en sá sýnþig- artími virðist mjög vinsæll -'hjá leikhúsgestum. Því að þetta er leikrit allra í fjölsltyldunni. — húsdagurinn í yfir 50 löndum og verða Ieiksýningar hér í Þjóð- leikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavikur í tilefni dagsins, sem nú verður í fyrsta sinn haldinn hér. Það var ákveðið á síðasta al- þjóðaþingi leikhúsa, sem háð var í Vín, að þennan dag, 27. marz, þeg- ar „Leikhús þjóðanna" í París byrj- ar starf ár hvert, skuli dagsins minnzt í öllum aðildarlöndum með því að, sýna helzt þjóðleg leik- rit, þótt ekki sé þess krafizt. Þjóð- leikhúsið hefir sérstaka sýningu á Skugga-Sveini þennan dag, en hjá Leikfélagi Reykjavíkur verð- ur sýning á leikritinu Kviksandi. Alþjóðaleikhússambandið var stofnað 1947, en Leikhús þjóð- anna tók til starfa fyrir 5 árum, hefur sýningar 27. marz og starfar fram á sumar. Bedford, þar. Skipstjóri þessi mun hafa verið með togarann um nokkurt árabil, því hann var skipstjóri er togarinn var tek- inn hér við land og dæmdur í fyrrahaust. Skipstjóranum, sem er 45 ára, voru gefnar upp sak- ir í marzmánuði 1961. Það brot hefur ekki áhrif til þyngingar refsingu hans nú. Togaranafnið Wyre Mariner hefur lengi verið þekkt hér á landi. Þetta er ann- ar brezki togarinn sem tekinn er hér við land á þessu ári. Hólastaður nú rafmagaslaus Hólastaður er rafmagnslaus sem stendur vegna bilunar á vatnsafls- stöðinni þar og veldur rafmagns- leysið að sjálfsögðu miklum erfið- leikum á staðnum. Vísir fékk eftir- farandi upplýsingar í morgun hjá Ævari Hjartarsyni kennara á Hól- um, en blaðið átti við hann síma- viðtal. — Hér á Hólum er vatnsafls- stöð, sagði Ævar, og við uppsetn- ingu á henni fyrir mörgum árum var henni breytt þannig, að meira álag varð á túrbínu, öxli og leg- um en gefið var upp af verksmiðj- unni að vera mætti, og hefur því alla tíð reynt of mikið á vélarnar, — sigið æ meira á ógæfuhlið og bilanir orðið æ tíðari, þar til öxull bilaði og legur gersamlega s.l. fimmtudag, og má fara nærri um afleiðingarnar, þar sem dagleg störf á staðnum byggjast að mestu á eða eru háð rafmagni. Öll hús á staðnum, íveru- og peningshús, eru lýst með rafmagni. í fjósi ganga mjaltavélar fyrir rafmagni, á verkstæði vélar, og liggur kennsla þar niðri o.s.frv. Og sein- ast en ekki sízt: íveruhúsin eru hituð upp með rafmagni. Fólk fiytur í skólann. Fjögur íveruhús eru á staðnum og er fólk nú að flytja úr þeim í skólahúsið. Eins og er þá er allt ljóslaust, og íveruhúsin köld, en skólahúsið má hita upp með göml- um kolakyntum katli. Viðgerð. — Það tekur að minnsta kosti 10 daga að koma vatnsaflsstöð- inni f lag, ef til vill lengur, og er óvíst eins 'og stendur hvenær stað- urinn fær rafmagn. Skólinn. Vísir spurði Ævar einnig um skólann. — Kennslu verður haldið áfram Framhald á bls. 5. Mjög góður báta við Flóann Fréttaritari Vísis á Akranesi símaði í morgun, að undanfama daga hafi verið hið ákjósanleg- ásta veður á miðunum, og Akra nesflotinn yfirleitt með sæmi- Iegan afla. Hæsti bátur komst upp í 33 tonn, var það Höfrung- ur, en algeng er 9 — 17 tonn. Nú eru aðeins sárafáir bát- anna sem enn eru með línu, all- ir fara á netin. Enn gætir in- flúenzunnar allverulega í röð- um sjómanna, þó ekki séu eins mikil brögð að henni og að und- anförnu. Hafnarfjörður. Fréttaritari blaðsins í Hafnar- firði sagði, að 3 síðustu daga hefðu bátarnir þar verið með prýðisafla daglega og hefði einn þeirra, Fagriklettur, komið með um 40 tonna afla í fyrradag. Þessa 3 daga hafa borizt á land í Hafnarfirði alls um 450 tonn, þar af var aflinn í gær 165 tonn. Guðbjörn hafði verið með 23 tonn rúm, Vonarstjarnan 16 og Akraborg, Héðinn og Auðunn með 11 tonn hver. sss Rúmlega 30 skrjóðar í morgun stóðu inni í porti Vöku við Síðumúla rúmlega 30 bílar, en þeir höfðu verið fluttir þangað, því allir eru komnir undir hamar- inn hjá borgarfógeta, og átti upp- þoðið að hefjast klukkan 1.30 í dag. Aðeins nokkrir bílanna höfðu verið í gangfæru lagi og komizt inn í portið hjálparlaust ,en hin- um hafði orðið að drösla alla leið- ina. Þetta voru alls konar bíla- útgáfur, þrír vörubílar, sendiferða- bílar, fólksbílar og yfirleitt ár- gerðir 1942-1955. Starfsmenn Vöku sögðu að horfur Væru á að þetta yrði með stærri bílskrjóðauppboð- Fjórir nú í haiéi á Akranesi I MORGUN sátu fjórir nienn í varðhaldi í hinu litla fangelsi á Akranesi, allir i sambandi við mjög umfangsmikla rannsókn á allmörgum innbrotsþjófnuðum sem framdir hafa verið þar í bæn- um, sumir fyrir 1—2 árum. í sumum tilfellum var um stórþjófn- aði að ræða á peningum og varn- ingi. Ér mjög um þetta mál talað þar í bænum af skiljanlegum ástæðum, því grunur féll á marga menn. Nú mun rannsóknin vera komin það langt áleiðis, í höndum bæjarfó- getafulltrúans Haraldar Jóhann- essonar, að honum hefur tekizt að finna mann þann sem mun hafa verið að verki í öllum inn- brotunum og hefur hann játað yerknað sinn. Hinir hafa komið meira og minna við sögu í afbrot- um þessum. ■ Skrifstofa bæjarfógeta hefur varizt allra frétta af rannsókn þessari, en altalað er þó á Akra- nesi, að senn muni þessi umfangs- mikla rannsókn og niðurstöður hennar verða birtar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.