Vísir - 27.03.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 27.03.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR Þriðjudagur 27. marz 1962. r t jr %______ t! Li—1 f/y////ÆW///////Æ Fékk æista l.jíí- ursmerki Þróttar Knaltspyrnusamband íslands hélt í gærkvöldi upp á afmæli sitt með móti í innanhússknattspyrnu, en áframhald verður á mótinu í kvöld. Ekki verður sagt að mót þetta sé beint verðugur bauta- steinn knattspyrnuíþróttinni, enda verður knattspyrna í litlum sal aldrei falleg, nema kannski hjá úrvals knattspyrnumönnum, sem næstum geta látið boltann tala við sig. I gærkvöldi voru það einkum Reykjavíkurfélögin ,sem höfðu sig í frammi og áttu langbeztu leik- KSÉ 15 ÁRA Knattspyrnusamband íslands mlnntist f gær 15 ára afmælis sins og var „opið hús“ fyrir gesti sam- bandsins í Glaumbæ. Fjöldi velunnara Knattspyrnu- sambandsins kom þarna og hlýddi á tnargar ágætar ræður. ina, enda hafa þau það fram yfir utanbæjarliðin að geta æft f stór- um sölum á veturna. KK átti þó í basli við Breiða- blik. Kópavogsmenn skoruðu 2 fyrstu mörkin, en vitanlega náði KR yfirhöndinni (4-2 í hálfleik) og unnu 10-4. Valsmenn léku sér að Reynismönnum úr Sandgerði, unm: 14-3 og léku oft mjög fallega. Leikur Þróttar og Fram var ann- ar tveggja skemmtilegustu leikja kvöldsins. Fram náði forystunni í fyrri hálfleik og hafði 4-3 yfir í ■hléi. Þróttarar náðu forystunni í síðari hálfleik 5-4 og léku nú mun betur en fyrr og unnu með 7-5 í spennandi leik eftir að Fram hafði jafnað aftur 5-5. Víkingur vann b- lið Fram með 6-3 í hörmulega ié- Iegum leik, en sömu lýsingarorð geta gjarnan átt við leikinn, sem fylgdi, milli ÍBK og Hauka, sem ÍBK venn 5-3. KR og Fram lentu saman í 2. umfcrðinni Og vann KR nú mjög naumlega með 5-4, en Garðar Árnason tryggði sigurinn eftir vamarskekkju Fram á síðustu mfnútu. Leikurinn var geysispenn- andi og í hálfleik hafði Fram yfir 3-2 og hafði yfir á tímabili 3-1. Framh. á 5. síðu. S.l. fimmtudagskvöld var Hall- dór Sigurðsson sæmdur æðsta heiðursmerki hins unga Knatt- spyrnufélags „Þróttur“, en það fé- lag stofnaði Halldór ásamt Eyjólfi sundkappa Jónssyni þ. 5. ágúst 1949. Fór athöfn þessi fram á einkar vel heppnaðri árshátíð, sem félagið hélt í ítölskum salarkynn- um Klúbbsins. Við litum f gærdag inn hjá Halldóri, sem drengirnir f Högun- um kalla reyndar Dóra, en þá var hann í miðjum önnunum að af- greiða húsmæðurnar, sem keyptu fisk til kvöldverðar. Halldór veitir forstöðu útibúi Fiskhallarinnar í Dunhaga, en hjá því fyrirtæki hef- ur hann unnið um árabil. Halldór kvaðst aðspurður vera isfirðingur, fæddur þ. 22. septem- ber 1897. Á æskustöðvunum kynntist hann skíðaíþróttinni, en knattspyrnu ekki svo heitið gat, tuskuboltum spörkuðu drengirnir einstaka sinnum á milli sín en það freistaði minna en að renna sér á skíðum. Mörg ár liðu þar til boltinn greip inn f líf Halldórs, þá var hann f félagsskap útlendinga, en í Noregi var hann í 7 ár sam- fleytt, og stundaði sjómennsku. Upp frá því hafa boltinn og Halldór ætíð haft einhverskonar leyniþráð sín á milli. Halldóri yarð snemma Ijóst uppeldísgildi knatt- spyrnunnar og í því skyni efndi hann til fjölmargra leikja ung- Handknattleikur hjd skólafólki Handknattleiksmóti ÍFRN var frestað í sfðustu viku sökum in- flúenzufaraldursins, en nú hefur verið ákveðið að halda mótið föstudaginn 6. aprfl n. k. að Há- logalandi. Þátttökutllkynningar eiga að berast Einari Bollasyni, nemanda í 5. bekk B í Menntaskólanum í Reykjavík, ekki síðar en á hádegi 3. apríl. linganna á Grímsstaðarholtinu, sem oft þóttu baldnir í meira lagi, og var þá leikið við ýmis fyrir- tæki. Þetta reyndist mjög vel og hélt strákunum frá götunni. / Mörg ár liðu og Halldór fylgdist með yngstu knattspyrnumönnun- um, sem voru að hefja leik sinn. Þá var það að hann fann hjá sér hvöt til að stofna félagið til að veita þeim leiösögn og gefa þeim fleiri tækifæri á 'að sýna íþrótt sína. Það er ekki heiglum hent að stofna knattspyrnu- eða íþróttafé- Iag í Reykjavík. Öll berjast félög- in við fjárskort og alls kyns óár- an en forystumennirnir ætíð mis- skildir og misvirtir. Þrátt fýrir Framhald á bls. 5. KSÍ í knattspyrnu, 10 leikir. - ÚRSLIT. Kl. 8 að Hálogalandi: Fram B — Haukar, ^ Víkingur — Breiðablik, Reynir — Fram A. Valur - ÍBK, Þróttur - HF. ^NAAA/VWWWWWWW IHér sjást fimm gamlir knatt- r spyrnukappar, sem voru heiðr- $ aðir í gær á 15 ára afmælif Knattspyrnusambandsins. Þeir S eru talið frá vinstri: Frímann r Helgason, Jón Sigurðsson i slökkviliðsstjóri, Agnar Kl. r Jónsson ráðuneytisstjóri, Guð-} mundur Ólafsson kaupmaður \ og Ragnar Lárusson forstöðu- ; maður ráðningarskrlfstofunnar. ? Þeir vorou sæmdir silfurnælu 1 sambandsins fyrir góð störf íí þágu knattspyrnuíþróttarinnar. 1 Ljósmyndari Vísis tók myndina t í gær í hófi í Glaumbæ. $

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.