Vísir - 27.03.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 27.03.1962, Blaðsíða 4
4 VISIR Þriðjudagur 27. marz 1962. 4ooo sýningar Kjartan Ó. Bjarnason kvik- myndatökumaður er um þessar mundir á ferð um endilangan Noreg að sýna kvikmyndir frá íslandi. Að þeim er þeim mun meiri landkynning sem Kjartan er smekkvís og góður kvik- myndatökumaður og hefur auk þess mikla reynzlu og æfingu að baki. Fréttaritari Vísis hefur átt stutt viðtal við Kjartan, en þá var hann staddur í Álasundi í Noregi og sýndi þar einkum skólanemendum kvikmyndir sínar við geysimikla aðsókn. — Ég er búinn að vera á ferðinni um Noreg frá því skömmu efiu s.i. áramót, sagði Kjartan. Ég byrjaði að sýna í Kirkenes, rétt við rússnesku landamærin þann 10. janúar, en síðan smám saman færst suður á bóginn. — Hver annast eða skipu- leggur þessar sýningarferðir? — Það eru svokallaðir Folke- akademíur. Starfsemi þeirra er mjög útbreidd £ Noregi. Hvert hérað eða byggðarlag skipu- leggur ferðirnar um sitt um- dæmi. Ég byrjaði á Háloga- landi £ Norður-Noregi. Síðan fer ég um Firðina og sýni meðal annars f Dölum, þar sem fyrsti landnemi íslands, Ingólfur Arn- arson átti heima. — Á að sýna oft £ Álasundi? — Ég er búinn að halda hérna þrjár sýningar. Þar af tvær fyrir skólanemendur og voru 1600 nemar á þeim sýn- ingum. Ég á enn eftir að sýna hérna fyrir aðra 1600 skóla- nema. — Hversvegna svona mikill áhugi I Álasundi? — Ef til vill vegna þess að Álasund er vinabær Akureyrar og að samskipti við ísland eru hér meiri en vlðast hvar ann- arsstaðar i Norégi. Mikið af sildveiðimönnum fer á hverju sumri frá Álasundi á Islands- mið. Það er margt sem tengir. Fyrir nokkrum árum bauð ís- lenzka ríkið norskum blaða- manni til íslandsdvalar. Fyrir valinu varð maður frá Sunmörs- posten i Álasundi, Ivar Grim- stad að nafni. Við heimkom- una skrifaði Grimstad fjölda greina um ísland £ blað sitt, hældi landi og þjóð á hvert reipi og jók mjög áhuga og þekkingu Álasundsbúa fyrir Is- Iandi og Islandsmálum. Nú er Ivar Grimstad orðinn skólastjóri við lýðháskólann I 0rsla. Ég var i 0rsla i gær og hitti þar íslenzka stúlku sem er nemandi í skólanum hjá Grimstad. Þessi unga stúlka er úr Reykjavík og Grimstad skóla • • ••:••• stjóri hrósaði henni mjög fyrir prúða framkomu og dugjnað við námið. — Hitt marga íslendinga á þessari sýningarferð um Noreg? — Bæði hitt og frétt til þeirra, einkum námsfólk að heiman. Þeir virðast allsstaðar fá mjög góðan vitnisburð hjá kennurum og skólastjórum og það fannst mér ánægjulegt. En þetta gildir ekki aðeins um Nore'g, heldur og fleiri lönd sem ég hefi kynni af. Islenzkt námsfólk er dugleg't og kemur sér vel. — Búinn að fást við kvik- myndatöku lengi? — Síðustu 15 árin hef ég — Yfirleitt ágætar viðtökur, góð aðsókn og dómar lofsam- legir. Hvað á maður að kjósa sér það betra? Ég hef sýnt kvikmyndina sem ég kalla „Sól- skinsdagar á íslándi" oftast ailra minna kvikmynda, senni- lega samtals um 4 þúsund sinn- um bæði í Ameríku og Evrópu. Henni hefur jafnan verið ágæt- lega tekið. Ég sýni líka oft kvik mynd af . íslenzkum börnum, yfirleitt við mikla ánægju á- horfenda. Ég held að það sé ein bezta kvikmyndin mín, frómt frá sagt. Annars veit maður aldrei hvað er bezt og hvað ekki. — Finnst Norðmönnum að Kjartan Ó. Bjamason ekki gert annað en ferðast til að taka kvikmyndir og sýna þær. Upphaflega var þetta að- eins tómstundastarf hjá mér. Ég var prentari að iðn og það var eiginlega ævistarf mitt, en svo heltók „hobbýið" mig og hefur ekki látið mig í friði fyrr en ég gaf mig því allan á vald. — Hvernig eru viðtökur og blaðadómar? tr a næsta uppboði S Innan fárra daga verður hald- ið hér í bæ uppboð á einhverj- um fágætustu og dýrmætustu bókum, sem hér hefur verið haldið um áratuga skeið. Þar verða m. a. á boðstólum Skál- holtsprent, og bækur frá prent- smiðjunum á Hólum, Hrappsey og Leirárgörðum. Sigurður Benediktsson — en hjá honum verða bækur þessar — hefur látið svo ummælt, að hann hafi aldrei fengið því líkan bókafeng á eitt uppboð, hvað fágæti og dýrmæti snertir. Meðal bóka, sem þar verða seldar m. t. d. geta! Grönlandiu Arngríms lærða, prentaðrar í Skálholti 1688, ein af gagnmerk- ustu bókum, sem prentaðar hafa verið á íslandi á fyrri öldum. Af öðru Skálholtsprenti má geta bæklinganna „Sá andlegi ferða- maður“, „Hugarins rósemi og sá andlegi fjallamaður" og „Það andlega sigurverk", en þessa guðsorðapésa þýddi Þorsteinn Illugason og voru gefnir út 1694. Þá verður hér enn ein Skálholts- bók á boðstólnum, en það er Paradísarlykill prentuð 1686. Frá Hrappsey verða margar fágætar bækur á boðstólnum. Þar má nefna Heimskringlu Gunnlaugs Snorrasonar 1779, Ármanns-sögu 1770, Atli Björns Halldórssonar 1780, Búnaðar- bálkur Eggerts Ólafssonar 1783, Ljóðmæli Jóns Þorlákssonar 1783, Fjórar misseraskipta pré- dikanir eftir Guðmund Högna- son 1785 og loks um erfðir eftir Magnús Ketilsson 1773. Frá Hólaprenti verður m. a. \ selt vanheilt einták af frumút- gáfu Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar (1666). Enn fremur Sú gamla vísna bók, prentuð 1748. Frá Leirárgörðum verða Kvöldvökur Hannesar biskups Finnssonar seldar. — Þær voru prentaðar í tveim bindum 1794 og teljast meðal fágætustu bóka frá þeim tíma. Frá Við- eyjarprenti verður Nýtilegt barnagull eftir Bjarna Arngríms son selt. Það er frá 1836. Á uppboðinu verða seldar margar hinna merku og stóru bóka Árna-Magnússonar útgáf- unnar, sem flestar voru prent- aðar í Khöfn. Þar skulu nefnd- ar Grágás I—II 1829, Jórusíða eða Hákonarbók 1841, íslenzkir annálar 1847, Gulaþingslög 1817, Rymbegla 1801 og Kon- ungsskuggsjá prentuð í Sórey 1768. Af öðrum merkum bókum skulu þessar nefndar: Ljóðmæli Stefáns frá Vallamesi Kh. 1823, Lexicon pocticum eftir Svein- björn Egilsson Kh. 1860, Lexi- kon Björns Halldórssonar Khöfn 1801, Sciagtaphica Hálfdáns Einarssonar Kh. 1777, Breve af Agerdyrkningens muelighed i Is- land eftir Hannes biskup Finns- son Kh. 1772, Handels Magazin for Islands I—II eftir Contoppi- dan Khöfn 1788, Töde eller Korn Magaziners Oprettelse i Island eftir Stefán Thorarensen Khöfn 1792, Kort Underretning om den islandske Handels För- else eftir Ólaf Stephensen Kh. 1788, Færeyingasaga Rafns 1832, Grasafræði Odds Hjalta- líns 1830, Sturlungasaga Bók- menntafélagsins 1817—18, Cla- vis Poetica eftir B. Gröndal 1864,‘ Orðabók Cleasby’s 1874, Gestur Vestfirðingur I—V, Ljóð- mæli Jóns Þorleifssonar 1861 og lolcs skal getið þriggja fá- gætra bóka eftir Jón Ólafsson, en það er Hefndin 1867, Spgur og kvæði 1877 og Winnipegút- gáfan af Ijóðmælum hans frá 1892. — Fleira verður hér ekki talið. Kviknaði / báti það sem þeir sjá á kvikmynd- unum svari nokkurn veginn til þeirra hugmynda sem þeir hafa, gert sér um ísland? ' — Ég held ekki. Þeir undr- ast þá tækniþróun sem orðið hefur heima. Það er sýnilegt að þeir búast við allt öðru. Mér finnst að þeir hafi oftast „Sögu- eyjuna“ í huga frá tímum land- náms Norðmanna á Islandi. — Er íslandsferð £ væhdum? — Það þykir mér liklegt þegar sumra tekur. Ég þarf allt- af að endurnýja kynni mín við ísland og auka við kvikmynda- forða minn. I fyrrakvöld um kl. 10 sendi vélbáturinn Kristbjörg RE, út neyðarskeyti, og sagði formaður- inn, Guðmundur Guðjónsson, Hringbraut 107 hér í Reykjavík, að eldur væri kominn upp i lúk- arnum. Litlu síðar bað hann um að nærstödd skip kæmu á vett- vang, því eldurinn magnaðist óð- fluga. Fyrir miðnætti var búið að ráða niðurlögum eldsins og sakaði engan um borð. Þetta gerðist hér úti í Faxaflóa, er báturinn var á leið úr róðri. Er skipverjar urðu eldsins varir, var lúkarnum lokað og siglt upp undir land. En um klukkan '10.30 var eldurinn orðinn svo magnaður, að nærstödd skip héldu að bátn- um, en það voru Pétur Sigurðsson og Bjarnarey. Hið síðamefnda skip, skipstjöri Hrólfur Gunnars- son, lagðist upp að hinum brenn- andi báti, og fóru skipverjar með slöngur um borð £ bátinn. Eftir um það bil klukkutíma var búið að slökkva eldinn. Dráttarbáturinn1 Magni fór á vettvang ,en hann sneri við hér nokkru eftir miðnætti, er hann mætti vélskipinu Kristbjörgu á leið inn I fylgd með Bjarnarey. Nokk- ur sjór var í lúkarnum, en enginn í vélarúmi og gat báturinn því komizt inn hjálparlaust. Allmiklar brunaskemmdir höfðu orðið í lúk- arnum. SI-SLETT POPLIN (N0-IR0N) MIMERVAo^w«>f STRAUNING ÓÞÖRF

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.