Vísir - 27.03.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 27.03.1962, Blaðsíða 6
6 V’SIR Þriðjudagur 27. marz 1962. Christopher Isherwood og nýjasta bókin hans CHRISTOPHER Isherwood hefur sent frá sér beztu bók sína i mörg ár. Hann nefnir hana „Down there on a vis- it“. Hún er rituð, eins og all- ar bækur Isherwoods, að nokkru leyti í formi sjálfs- ævisögu og sögumaður er eins og áður hjá rithöfund- inum brúða búktalara að nafni „Christopher Isher- wood“. Enda þótt bókin beri hvorki höfuðeinkenni skáldsögu eða sjálfsævisögu er hún engu að slður eftirtektarverð sjálfslýs- ing. En 1 henni er of lítið af skáldskap til að sagan geti kallast skáldsaga og fátt um fína drætti sannleikans til að bókin geti talizt sjálfsævisaga. \ sinn fimlega hátt blöndnum töluverðri kímni lýsir höf- undut fjórum táknrænum ævin- týrum. Þau sýna „Isherwood" eftir því sem árin liða, og hvern ig hann varpar hverju gervinu eftir annað eins og hann væri að skipta um föt. Tuttugu og þriggja ára er söguhetjan sund- urgerðarlegur, ungur rithöfund ur. Honum er boðið að heim sækja „frænda" sinn Lancaster að nafni, sem er forstjóri skipa- félags i Hamborg. Hinn ungi maðui á hræðilegar stundir Fimm árum seinna uppiifir hann annað ævintýri sitt á griskri eyju kynvillinga, í '""j';,!, , , Isherwood. gervi fallins engils. En hann finnur sig ekki f verunni og flýr til London, en finnst hann ekki eiga heima þar heldur. Öðrum fjmm árum síðar er söguhetjan og rithöfundurinn kominn frá Kína til London eftir prýðilega frammistöðu sem stríðsfréttarit ari og rithöfundur „hæfilega mikið í tízku.“ Loks er hann í Hollywood, ritar kvikmynda- handrit og stundar yoga undir handleiðslu gamalklóks manns. Með sögunni leiðir höfundur lesandann um Víti nútimans. En hann skortir ástríðu pílagrfms- ins og lotmngu ferðamannsins, en þegar hann er beztur er hann skemmtilegur leiðsögu- maður. ^hristopher Isherwood var tal inn með efnilegustu rithöf- unaum heimsins á þriðja tug þessarar aldar. Bókin sem lof- aði mestu um Isherwood „Good bye to Berlfn“ kom út árið 1939 Sex árum síðar ritaði Isher- wood „Prater Violet“, Éók sém beðið var með mikilli eftirvænt mgu en gerði hvorki að minnka eða auka á orðstír rithöfund- arins. Árið 1954 kom svo út bókin „The world in the even- ing“, en hún þótti misheppnuð og var illa tekið. Eftir það stundaði Isherwood kennslu og skrifaði kvikmyndahandrit, sem aldrei voru íotuð. En nú er bók in „Down there on a visit“ kom in út, og virðist ætla að endur- reisa álit og frægð rithöfund- arins Undur í Þj óðleikhúsinu ÞEGAR útlendingur fer hér í leik- hús (gera verður auðvitað ráð fyr- ir, að hann skilji íslenzku), er hann í hvert skipti farinn að undrast, áður en varir, það sem hann sér og heyrir. Hvers vegna? Vegna þess að hann fer ósjálfrátt að bera saman við — skulum við segja — hinn stóra heim sinn og kemst þá að þeirri ánægjulegu nið- urstöðu, að þetta eða hitt mundi ekki vera hægt að gera betur frá listrænu sjónarmiði í Róm, París eða Miinchen. Ef um gæðamun er að ræða, er hann venjulega fólg- inn f uppsetningu og leikstjórn. Aftur og aftur verður að telja leik- kraftana, sem fram koma hverju sinni, frábæra. Fyrir mörgum árum heyrði ég Zö.-u Leander syngja f Berlín ljóð- ið „Icli weiss es wird einmal ein Wundet gescheh’n" (Ég veit að ein hvetju sinni mun undrið gerast). i Fyrir nokkrum kvöldum gerðist undur i Þjóðleikhúsinu hérna. Vikum saman hafði gengið hér í Reykjavík, auk innflúensunnar, eins konar My-Fair-Lady-faraldur. I Hiti ettirvæntingarinnar hafði náð hámarki Margir börðust við efa- semdir sínar f þessum My-Fair- Lady-faraldri og spurðu sjálfan sig áhyggjufullir: Hefur þessi Lady; nokkrs rödd? Kann hún að syngja, dansa og leika? Hvernig hlýtur bað að vera og hver getur útkom- j an orðið, þegar óreynd flugfreyja rennir sér niður úr bláloftunum og lendir á hörðum og hættulegum eiksviðsfjölunum 1 þvl skyni að leysa af hendi svo vandasamt hlut- verk? Hvernig fer um mállýzkuna? Is- 'enzkan hefur þó vfst ekki neina mállýzku? (Egill Bjarnason hefur leyst þetta vandamál snilldarlega!) Við þennan faraldur bættist svo nokkur kvíði fyrir því, að til hneykslis kynni að koma. Margir minntust þess, að fyrir skörnmu hafðt þaulvön leikkona f Kaup- mannahöfn hlotið taugaáfall undan þunga þessa heimsfræga hlutverks og leikstjórn hins satanskt kröfu- harða Larsens, svo að önnur leik- kona varð að taka við af henni. Ótal sinnum var ég sjálfur spurð ur um það, hvað ég héldi um horf- urnar á þvf, hvort þessi íslenzka My-Fair-Lady-sýning mundi heppn ast eða misheppnast. Ef ég á að vera „fair“ gagnvart þessari Lady, j verð ég að játa, að einnig í hugarfylgsnum mínum leyndist margvislegur kvíði hennar vegna. Það er alkunna: þegar fólk er tekið svona utan af götunni, eins og sagt er, til að leysa af hendi þvílíka eldraun, skiptir oft f tvö horn urr, árangurinn, hann getur orð;ð með ágætum, en einnig mjög slæmur. Slfkum óvaningum má líkja við unga veðhlaupahesta, sem þá fyrst sýna, hvað f þeim býr, þegar þeim er hleypt í lokasprett- inum á þéttskipuðum skeiðvelli f hópi hinna fráustu gæðinga f keppninni um stóru verðlaunin. Ef þeir eru af góðu kyni, sigra þeir venjulega, af því að þeir eiga af að caka óskertum orkuforða æskunnar Ég svaraði þvl oftast öllum spurningum: „Ég veit, að einhverju sinm mun undrið ger- ast“ Þegar Vala Kristjánsson birt- ist á Ascot-skeiðvellinum fyrsta kvöldið, hafði hún þegar unnið sigur. Ung eins og hún er, lagleg, greind og róleg eins og sá, sem í sakleysi sínu og grandaleysi kann ekki að hræðast, (aðeins fullveðja leikarar og gamalreyndir vita, hvað raunverulegur sviðskjálfti er!), hafði hún strax frá fyrsta leikatriði sannfært hina undrandi áhorfend- ur og unnið samúð þeirra. Röddin? Lítil, en hreim Leikurinn? Eðlileg- ur og frjálslegur, svo að þaulvan- ur leikari hefði ekki getað gert betur. (Ég bið þá ágætu, þaulvönu leikara að reiðast mér ekki fyrir þennan dóm minn, heldur minn- ast þess af starfsbróðurlegu veg- lyndi, að við höfum öll einu sinni verið byrjendur). Þegar áhorfendurnir klöppuðu í takt eftir að hafa skemmt sér kon- unglega, varð mér litið upp til for- j setastúkunnar. Hinn virðulegi ■ herra forseti klappaði líka og ! reyndar í takt eins og aðrir. Lík- lega ósjálfrátt? Þeim mun betra.... Þetta kvöld endaði með almenn- um bravó-hrópum hinna glæstu og j vandlátu frurnsýningaigesta, sem oft eru kenndir við tómlæti og snobbisma. Það færði glæsilegan sigur (Þau sjö ár, sem ég hef dvalið hér á íslandi, hef ég aðeins einu sinni áður orðið vottur að slík um fagnaðarlátum. Það var við konsertflutning i Austurbæjarbíói á ópetunni Carmen.) Mér varð oftsinnis hugsað til mannsins, sem sat á fremsta bekk fyrir miðju. Leikstjóranef hans hafði að þessu sinni sagt rétt til, og vel það. Og því ber honum hjart anlegt bravó, bravissimó, því að þá vær* illa komið, ef ékki gerðust j öðru hvoru undur....j. V. M. Demetz í efri deild voru sex mál á dagskrá, þar af fimm stjórnar- frumvörp. Fjögur þeirra voru til fyrstu umræðu í deildinni og gerði sinn ráðherrann grein fyrir hverju. Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra fylgdi úr hlaði frumv. um innflutning bú- fjár. Bjarni Benediktsson iðnað- armálaráðherra gerði grein fyr- ir frumv. um hlutafjáraukningu hjá Iðnaðarbankanum. Gyifi Þ. Gtslason menntamálaráðherra talaði um Handritastofnun ís- lands og Emil Jónsson félags- málaráðherra um greiðslur til lækna Alfreð Gíslason tók einn ig til máls. Fimmta stjórnar- frumvarpið, sem er um verka- mannabústaði var til 2. umræðu Þar töluðu Kjartan J. Jóhanns- son, Alfreð Gíslason og Eggert G. Þorsteinsson. Sjötta málið, vegagerð á Vestfjörðum og Austurlandi var tekið út af dag skrá í fundarlok. Arðbærari rækt í sambandi við frumvarpið um innflutning búfjár snerti landbúnaðarráðherra á við- kvæmu máli, sem er innflutn- ingur holdanauta. Hefur lengi verið deilt um það hvort leyfa ætti innflutning þeirra og rækt á íslandi. Andstæðingar þess óttast einkum gin- og klaufa- veiki eða aðra sjúkdóma, en fylgismenn málsins telja þá hættu úr sögunni ef gerðar eru sérstakai ráðstafanir og benda deila. — Jóhann Hafstein gerði menn benda einnig á hve rækt holdanauta sé arðbær atvinnu- grein. Landbúnaðarráðhcrra sagði að í tilraunum þeim, sem gerð- ai hefðu verið hérlendis með rækt holdanauta hefði kom- ið í Ijós að hafa mætti um 1200 krónum meira fyrir kjöt af holdanauti, þótt ekki væri það hreicræktað, heldar en íslenzku sem væri mun kjötminna. Sagði ráðh. að innflutningur á sæði til holdanautaræktar væri fyrir- hugaður 'og gert ráð fyrir að koma upp stofni af Galloway- kyni. Komið verður upp full- kominni sóttvarnarstöð. Samt er talin lítii hætta á eða engin á þvi að sjúkdómar berist í sæðinu. Sóttvarnarstöðin verð- ur á Bessastöðum og fellur ann- ar búrekstur þar niður. Aukning hlutafjár Síðasti hluthafafundur Iðnað- arbanka tslands fór fram á það við ríkisstjórnina að hún beitti sér fyrir lögum, sem heimila aukningu á hlutafé bankans. Kvað Bjarni Benediktsson ríkis- stjórnina hafa talið mikilsvert fyrir bankann að orðið yrði við þessari beiðni og væri frumv. flutt með það i huga. Mættu allir verða sammála um að auka veg bankans og styðja frumv. Hann kvað ríkisstjórnina telja nauðsynlegt að hún tæki þátt í hlutafjáraukningunni til að tryggja ríkinu þau tvö af fimm stjórnarsætum, sem það hefur haft í bankanum. Tryggir beim efnaminsstu aðstoð Nokkrar umræður urðu um breytingartillögur stjórnarand- stæðinga við frumv. um verka- mannabústaði. Frumvarpið er flutt í |)ví skyni að tryggja bet- ur en áðui að fylgt sé því inarkmiði, sem upphaflega var sett með Iögunum um verka- mannabústaði. Þau hafa ekki verið ncma að nokkru leyti £ framkvæmd og vill núverandi ríkisstjórn fyrir sitt leyti reyna að bæta þar úr. Er t.d. lögð auk in áherzla á það markmið lag- anna að aðstoð til verkamanna vegna íbúðarkaupa komi þeim Iaunalægstu og mest þurfandi fyrst og fremst til góða. Alfreð Gíslason læknir ræddi breyting artillögur sem hann flytur en Kjartan J. Jóhannsson og Egg- ert G. Þorsteinsson gerðu ýms- ar athugasemdir við ræðu hans og tillögur. Ráðstöfun gengishagnaðar Frumvarpið um ráðstafanir vegna ákvörðunar um nýtt gengi voru til 2. umræðu í neðri delid. Jóhann Hafstein gerði gerði grein fyrir áliti meiri- hluta fjárhagsnefndar deildar- innar. Meirihlutinn flutti nokkr- ar breytingartillögur við frumv. að beiðni ríkisstjómarinnar. Eru þær um ráðstöfun gengis- hagnaðarins. T. d. er breyttl. að 13 millj. króna af gengis- hagnaðarreikningi skuli notaðar til að greiða vátryggingarið- gjöld fiskiskipa fyrir árið 1960, en þessa upphæð vantar á til að fé útflutningssjóðs hrökkvi til. Þá er gert ráð fyrir að 62% útflutningsgjaldsins renni til vátryggingar fiskiskipa fyr- ir árin 1962 og 1963. Sagði ræðumaðUr í þessu sambandi að iðgjcld af þessum trygging- um hafi verið hærri hér á landi en . nágrannalöndum okkar, og stundum allt að 200% hærri. Auk Jóhanns Hafstein töl- uðu við þessa umræðu Skúli Guðmundsson, Björn Pálsson og Gísli Guðmundsson. Kvöldfundur / Kl. 20.30 var aftur boðað til fundar og stóð hann fram til kl. 2 eftir miðnætti. Voru greidd atkvæði um nokkur mál, þai á meðal um ráðstafanirnar, en ekki tókst að afgreiða málið til e.d. Á kvöldfundinum tókst að afgreiða fmmvarpið um Seðiabankann eða gengisskrán- ingarvaldið til efri deildar. Ey- steinn Jónsson, Skúli Guð- mundsson, Daníel Ágústínus- ;on, Þórarinn Þórarinsson og Gunnar Jóhannsson töluðu um Seðlabankann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.