Tölvumál - 01.05.1987, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.05.1987, Blaðsíða 9
SKYRSLUTJEKNIFÉLAGIÐ FÆRIR OT KVlARNAR Eins og fram kom í síðustu TÖLVUMÁLUM, þá er skrifstofa Skýrslutæknifélagsins flutt i Iðnaáar- mannahúsið, Hallveigarstig 1. Þar hefur félagið tekið húsnæði á leigu hjá Félagi ísl. iðnrekenda. Jafnframt hefur Kolbrún Þórhallsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins í fullu starfi en hún hefur verið i hálfu starfi hjá félaginu síðastliðin 4 ár. Stjórn Skýrslutæknifélagsins skipa 6 menn. Páll Jensson, forstöðumaður Reiknistofnunar Hí, tók við formennsku á síðasta aðalfundi. Aðrir í stjórn eru. Dr. Jóhann P. Malmquist prófessor, varafor- maður, Lilja Olafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá SKýRR, gjaldkeri, Stefán Ingólfsson, verkfræðingur, ritari, Hjörtur Hjartar, hagfræðingur hjá Félagi ísl. iðnrekenda, spjaldskrárritari og Halldór Kristjánsson, verkfræðingur, Tölvu- og verkfræði- þjónustunni, meðstjórnandi. Skýrslutæknifélagið var stofnað 1968 og voru stofnendur liðlega 100 manns. Nú eru félagar tæplega 900, bæði á eigin vegum og frá um 160 fyrirtækjum og stofnunum. Félagsmenn eru sérfræð- ingar, stjórnendur og áhugamenn um upplýsingatækni. Markmið félagsins er að vinna að eflingu upplýs- ingatækni á íslandi. Starfsemin er aðallega fólgin í ráðstefnuhaldi, fundum og námskeiðum um sérhæfð efni og nýjungar i upplýsingatækni. Nú, þegar félagið hefur fengið eigin skrifstofu sem er opin allan daginn, skapast aðstaða til aukinnar starfsemi. Á næstunni eru áform um að taka eftir- talda þætti sérstaklega til umfjöllunar: Nýtingu upplýsingatækninnar í þágu islensks atvinnulifs - Nýjar atvinnugreinar og nýsköpun atvinnugreina Þjóðlifsbreytingar samfara nýrri tækni 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.