Tölvumál - 01.05.1987, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.05.1987, Blaðsíða 17
staða samkvæmt reglum neðstu þriggja laganna 1 ofannefndu OSI-likani. Til að unnt sé að tala um upplýsinganet verður að samræma samskiptareglur allt upp á sjöunda lag. Gagnanetið er því aðeins hluti upplýsinganets. Til viðbótar koma tölvur og stýrikerfi notenda ásamt viðeigandi hugbúnaði, svo sem EAN, sem getið er hér að neðan. Staðaltillögur OSI-líkansins eru dregnar grófum dráttum og margt þarf að skilgreina nánar. önnur netkerfi eru starfandi og ná til margra, en nota hvert sinar samskiptareglur. Þessvegna er auðsæ og löngu viðurkennd þörf fyrir alþjóðlega samvinnu þeirra, er hafa vilja samskipti sín á milli. RARE Á sviði vísindarannsókna er alþjóðleg samvinna algeng og eykst frekar en minnkar með ári hverju. Fljótleg, auðveld og hagkvæm samskipti með hjálp tölva eru talin meðal forgangsverkefna i því skyni að efla þessa samvinnu, enda vantar talsvert á að þau samskiptakerfi, sem notuð eru i dag fullnægi kröfum timans. Ekki þarf þvi að koma á óvart þótt mennta- og rannsóknastofnanir í Evrópu hafi nýlega beitt sér fyrir stofnun samtaka um að koma á nauðsynlegum endurbótum á þessu sviði. Er hér átt við RARE-samtökin. Tilgangur þeirra er: að skipuleggja uppbyggingu netkerfa fyrir vísindamenn til þess að unnt sé að tengjast án yfirgengilegra erfiðleika hvert sem er innan og utan Evrópu. að nota OSI-staðla og útfærslur þeirra eins og þær eru ákveðnar af CEN/CENELEC (evrópskar stöðlunarnefndir) i þessum tilgangi. Stofnaðir hafa verið vinnuhópar til að vinna að ýmsum verkefnum, sem talin eru nauðsynleg til að ná markmiðum félagsins. Þeir helstu eru: 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.