Vísir - 31.03.1962, Blaðsíða 4
4
VISIR
Laugardagurinn 31. marz 1962.
Bækur —
Framh. al 1. síðu.
um 1796-97, en þær keypti
Valcjimar Jóhannesson fyrir
8500 krónur.
Aðrar dýrar bækur á uppboð
inu voru m.a. fornútgáfa af
Passíusálmum Hallgríms Péturs
sonar, sem heil er metin jafn-
vel á tugþúsundir króna, en
vantaði þarna 16 síðustu sálm-
ana að meira eða minna leyti
og var seld á 1100 krónur. Gest
ur Vestfirðingur I-V var sleginn
á 2700 kr. Samlinger til Hand-
els Magazin for Island I-II eftir
C. Pontoppidan á 1700 kr. —
Breve av Agerdyrkningens
Mulighed í Island á 1000 Gula
þingslög á 1800 kr., Grágás I-II
Khöfn. 1829 á 1800 kr. Járn-
síða frá 1847 á 1200, Jónsbók i
útgáfu Ólafs Halldórssonar á
1800 kr. Um erfðir eftir Magn-
ús Ketilsson á 1800 kr. Rym-
begla Khöfn. 1801 á 1800 kr.
Nokkur ljóðmæli eftir Jón Þor-
láksson, prentuð í Hrappsey
1783 á 4100 kr. Ljóðmæli Ste-
fáns frá Vallanesi Kh. 1823 á
2000 kr. Búnaðarbálkur Eggerts
Ólafssonar á 2100 kr. Vísnabók
in frá Hólum 1748 á 4100 kr.
Sciagraphia Hálfdáns skóla-
meistara 2600 kr. Konungs-
skuggsjá frá Sórey 1768 á 2100
kr. Sturlungasaga I-II frá 1817-
18 á 1550 kr. Ármannssaga frá
Hrappsey á 3400 kr. Heims-
kringla frá Hrappsey á 3400 kr.
Atli Björns Halldórssonar á
2500 kr. Lexicon Pocticum,
Khöfn 1860 á 2500 kr. Orðabók
Cleasbys á 1800 Lexicon Björns
Halldórssonar á 2100 kr. og van
heilt eintak af Paradísarlykli
frá Skálholti á 200 kr.
Eiturlyf —
Framh. at 1. síðu.
ur þær, er þeir voru með,
út á lyfseðil frá lækni. Um
væri að ræða megrunartöfl-
urnar Preludin, sem munu
hafa svipuð örvandi áhrif og
amphetamin. í öðru glasi var
Meprobamati-töflur, en þær
hafa aftur á móti róandi áhrif
á taugar manna.
Fjórir menn höfðu verið
með töflur þessar við borðið
í Vesturhöfn. En við yfir-
heyrslur kom í ljós, að tveir
þeirra áttu töflurnar og höfðu
gefið hinum félögum sínum
af þeim.
Þegar þetta er skrifað lá
fyrir, að þeir höfðu fengið 30
töflu recept hjá lækninum.
Gjaldeyrir —
Framh. af 1. síðu.
uðu þeir ferðamannagjaldeyris-
Ieyfin úr 42 sterlingspundum
upp í 66 pund. — Nú er le/fið
sem fyrr segir miðað við 100
pund, eða því scm svarar um
12000 krónum.
Þá hafa bankarnir látið fram
fara mjög ýtarlega endurskoðun
á veitingu námsmannagjald-
eyris. Hefur hún leitt til þess
að bankarnir munu nú geta
veitt 6 — 22% hækkun á hinum
föstu greiðslum, og er hún mis-
jöfn eftir framfærslukostnaði í
hverju landi, en mesta hækk-
unin, 22 procent, var veitt á
námsmannagjaldeyri til Bret-
lands.
» Þorskafli Norðmanna nam 54.
159 lestum 24. marz, en 61.086 á
sama tíma i fyrra og 61.555 í
hitteðfyrra.
Munnlegur málflut-
ningur er meginregla
Efri deiid afgreiddi öll mólin
á dagskrá sinni. Stjórnarfrumv.
um stofnlánadeild landbúnaðar-
ins fór til 3. umr. Magnús Jóns-
son (S) gerði grein fyrir nefnd-
aráliti og nokkrum breytingar-
tiilögum allsherjarnefndar við
stj.frumv. um Hæstarétt. Ólafur
Björnsson (S) ræddi um nefnd-
arálit um þjóðskrá og almanna-
skráning, og Kjartan J. Jóhanns
son (S) fylgdi úr hlaði nefndar-
áliti um félagslegt öryggi og
Bjartmar Guðmundsson (S)
nefndaráliti um ættaróðöl og
erfðaábúð. Þá gat Friðj. Skarp-
héðinsson (J) um álit nefndar
á breytingartillögu við frumv.
um málflytjendur. Frufnv. um
almannatryggingar varð að lög
um. Frumv. um sölu úr landi
Hofteigs í Norður Múlasýslu o.
fl. fór til 2. umræðu án um-
ræðna.
Málflytjendur J
í ræðu sinni um hæstaréttar-
frumvarpið rakti Magnús Jóns-
son allmargar breytingartillög-
ur, sem allsherjamefnd taldi
nauðsynlegt að gera við frum-
varpið, m.a. vegna þess að það
er að nokkru samið með hlið-
sjón af frumv. um nýja einka-
málalöggjöf, sem verður ekki af
greidd á þessu þingi. Auk þess
gat nefndin ekki fallist á eina
mikilvægustu breytinguna, sem
frumvarpið gerði ráð fyrir, sem
sé þeirri að málflutningur fyrir
Hæstarétti yrði að mestu skrif-
legur í stað þess að hann er nú
mikið munnlegur. Taldi nefndin
að munnlegur málflutningur
væri ein af meginreglum £ ís-
lcnzku réttarfari og ætti ekkl.
að breyta því. Með sömu sjón
armið í huga hafði Lögmanna-
félag íslands einnig beitt sér
gegn þessarri breytingu á nú-
gildandi lögum um þetta efni.
í nokkrum orðum gat Frið-
jón Skarphéðinsson þess í sam-
bandi við frumvarpið um mál-
flytjendur að allsherjamefnd
gæti ekki fallizt á breytingartill.
Jóns Þorsteinssonar (J) við
frumv.. Var hún á þá leið að
héraðsdómslögmaður yrði að
hafa flutt 40 mál fyrir undir-
rétti fyrr hann fengi réttindi
hæstaréttarlögmanns. Hafði
nefndin talið rökin fyrir tillög-
unni eiga nokkurn rétt á sér,
en jafnframt talið að tillagan
þyrfti frelcari athugunar við.
Var hún felld við atkvæða-
greiðslu.
Utvikkun landhelgi
og aflatregða
j í neðri deild var einkum rætt
um aflatryggingarsjóð sjávarút-
vegsins. Birgir Finnsson (J)
gerði grein fyrir áliti meiri-
hluta þeirrar nefndar, sem fjall
aði um stjórnarfrumvarpið. —
Hann varpaði fram spurning-
unni um það hvemig á afla-
lcysi togaranna stæði. í því sam
bandi gat Birgir þeirrar skoð-
unar að aflaleysið ætti rót sína
a& rekja til útfærslu landheigis
línunnar. Ekki taldi ræðumaður
það fullnægjandi skýringu þar
sem fiskurinn hefði horfið af
fjarlægari miðum ekki síður en
af heimamiðum. Jafnframt
sagði hann að sú verndun fiski
stofnsins, sem fælist í víkkun
landhelginnar mundi þcgar til
lengdar léti, koma til góðs, f
vaxandi afla.
Krossgátulausn
V.WWAV.%VAWAWAW.WAV.WAVli,,W.W.V.,.WAV.*.VA,.W.V.VA*AV.'
'W
er allstaðar
bezta hressingin
Nauðsynlegur drykkur á
hverju heimili.
Hið hreina svala bragð gefur hress-
ingu og ánægju, er aðeins ljúffengur
drykkur getur veitt, sém á engan
sinn líka.
Góður drykkur með mat.
i'iViV.V.V.ViVi'iV.VíV.V.V.ViViViV.VV.ViViViViV.V.Vi'i'iVmViViV.'iViV.'iV.V