Vísir - 31.03.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 31.03.1962, Blaðsíða 16
Ók á rauBu íjósi — beint ó strætó NÁUNGI einn á gömlum herbíl „ók á rauðu“, eins og það er kallað í gærtlag með Undirbún- ingur nð prestskosn- ningum þeim afleiðingum að hann rekst á strætisvagn og urðu á honum þó nokkrar skemmdir. Þetta gerðist við Lækjartorg, á horni Bankastrætis og Lækj- argötu, klukkan 16.40 í gær. — Gamla herbílnum var ekið niður Bankastræti. Sjónarvott- ar sögðu að ökumaðurinn hefði ekki numið staðar við rauða Ijósið á umferðarvitanum, he!d ur ók hann áfram inn á sjálf gatnamótin. En á grænu Jjósi um Lækjargötuna, va'r Bú- staðavagni ekið. Það skipti eng um togum að gamli herbílhnn kom á vinstra framhorn stræ^- isvagnsins. Varð af harður skellur og þó nokkrar skemmd ir á vagninum. Farþega sakaði ekki, en vagnstjórinn Guð- mundur Halldórsson, sem sat undir hægrihandar stýri vagns- ins kvartaði um verk f fæti eft- ir áreksturinn. Curt Nicolin framkvæmda- stjóri Skandinaviska flugfélags- ins SAS skýrði fréttamanni Vísis frá því í einkasamtali £ fyrradag, að hann gerði sér góðar vonir um að ekki yrði tap af rekstri SAS á næsta ári. Ef svo fer sem nú horfir er mikilvægum árangri náð, þvf að á s.l. ári nam tap þessa stóra flugfélags hvorki meira né minna en 89,4 milljónum sænskra króna. í ár má búast við einhverju tapi, en á næsta ári ætti félagið að hafa rétt sig við. Kvað Curt Nicolin þetta myndi verða árangur all við- tækrar endurskipulagningar fé- lagsins auk þess sem menn væntu þess að flugferðir myndu aukast. Ráðinn eitt ár. Fréttamaður Vísis hitti Nic- olin að máli að Hótel Borg. Þessi sænski maður hefur getið sér mikillar færgðar fyrir það hve skörulega hann hefur gengið fram f að endurskipu- leggja SAS og kalla sumir hann „manninn sem bjargaði SAS“. Var hann ráðinn í eitt ár sém framkvæmdastjóri félagsins þegar svo var komið að botn- laué taprekstur var á félaginu og auðséð að grípa þyrfti til róttækra aðgerða. Fréttamaður Vísis bað Nico- lin fyrst um að segja frá tilefni heimsóknar sinnar til íslands. Hann vildi fátt um það tala, sagðist aðeins hafa haft löngun Maðurinn er kynnir sér íslenzk flugmál safnast nær 900 k FYRIR nokkrum vikum hófst almenn fjársöfnun um land allt, er biskup landsins, próf. Sigurbjöm Einarsson og ýmsir mætir menn, beittu sér fyrir. Leitað var til þjóðarinnar um f járstyrk við hina mörgu er eiga um sárt að binda vegna mann- skaða nú á þessum vetri. — Rit- ari biskups, séra Ingólfur Ást- marsson, sagði í gær, að naum- ast liði sá dagur, að ekki bær- ust til biskupsstofu veruleg fjár- framlög. — Það lætur nærri, að hingað I biskupsstofuna hafi bor izt nær 900 þúsund krónur, sagði biskupsritari. Meðal stórgjafa til söfnunar- innar, sem borizt hafa nú síð- ustu daga, eru kr. 42.222.00 sem börn í Skóla ísaks Jónssonar söfnuðu. Hinn dugmikli skóla- stjóri, efndi til fjársöfnunar og komu börnin með sitt framlag hvert og eitt. Hafði biskup sent börnunum í skólanum þakkar- bréf. Hann kemst meðal annars svo að orði, er hann þakkar skerf þeirra og heimilanna, „að þið blessuð böm skyldu rétta fram hendur ykkar á þennan hátt, til þess að gleðja og styðja þá, sem urðu fyrir þungri sorg." Meðal annarra gjafa, sem bisk upsstofu hafa nýlega borizt, eru Framh. á 2. síðu. til að kynna sér flugmál ná- grannalandanna. Síðar var talinu vikið að vandamálum Skandinaviska flugfélagsins, sem Nicolin hef- ur að undanförnu verið að vinna að. — Fannst yður þetta ekki erf itt hlutverk að eiga að endur- skipuleggja þetta mikla t'éiig svona á skömmum tíma? — Erfiðleikar SAS voru einkum fólgnir í kostnaðinum við kaup á stórum og dýrum farþegaþotum og síðan \ því vandamáli sem öll félögin eiga við að glíma, að ekki hafa fe ig- izt nógir farþegar 1 þessar nýju flugvélar. Auk þess var þörf á að breyta skipulagi SAS ( ýms- um atriðum þannig að hægt yrði að koma á hagkværnari rekstri og sparnaði hjá t'éiag- inu. Þessar breytingar erum við að framkvæma núna. Ein þeirra aðgerða sem mest hafur \ verið rætt um var ákwirðunin um að fækka starfsliði um l 2500. Þó þurfti ekki að segja | nema 500 manns upp starfi., Hinn hluti fækkunarinnar kom af sjálfu sér við það að ráða ekki nýtt starfslið. — Fenguð þið ekki ríkisstyrk i til að greiða tapið sem varð á | restri félagsins? — Nei, það er mikill mis- i skilningur. SAS hefur ekki fengið neinn styrk. Tapið hef- ur gengið út yfir höfuðstólinn.' Félagið fékk á s.l. ári lán hjá I ríkisstjórnunum. Þá mun það | geta fengið styrk hjá ríkis-1 stjórnunum á þessu ári ef viss- um skilyrðum er fullnægt. — Er það rétt, sem heyrzt1 hefur, að þér hafið aldrei haft! nein afskipti af flugmálum fyn' I en þér komuð til SAS? Framh. á 3. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.