Vísir - 31.03.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 31.03.1962, Blaðsíða 7
Laugardagurinn 31. marz 1962. VISIR 7 Stjóm Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. — Sitjandi frá vinstri: Valgerður Hauksdóttir, meðstj., Teodór A. Jónsson, form., Richard Þorgeirsson, meðstj., Sigurvin D. Kristinsson, varameðstj., Ólöf Ríkarðsdóttir, ritari. — Standandi frá vinstri: Trausti Sigurlaugsson, fram- kvæmdastj., Eiríkur Einarsson, gjaldk., Adolf Ingimarsson, meðstj., Pálína Snorradóttir, meðstj., Jón Þór Buch, meðstj., Zophanías Benediktsson, varaform. Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra Ég leit í vikunni inn í skrif- stofu Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, í húsi SÍBS, Bræðraborgarstíg 9, til þess að fá upplýsingar um starfsemi Iiennar, og ræddi við þá Thedór Jónsson, formann sambandsins og Trausta Sigurlaugsson, fram kvæmdastjóra þess. —- Við höfum haft skrifstofu hér frá því 14. nóvember 1960, sögðu þeir mér, en annars var landssambandið stofnað vorið’' 1959. Hlaut það nafnið Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra. Fyrsta Sjálfsbjargarfélagið var annars stofnað á Siglufírði 10. júní 1958, síðar á árinu félög í Reykjavík, Isafirði, Akureyri dg Árnessýslu. Síðar voru stofnuð félög í Bolungarvík, Húsavfk og Vestmannaeyjum og enn síðar, þ.e. um áramót síðustu og ný- lega á Sauðárkróki og Keflavík. Starfsemin. Hún miðast við að efla félags líf og kynni meðal fatlaðs fólks og hefur verið mikið félagslíf í öllum déildunum. Það er fatl- að fólk, sem stofnar félögin, en aðrir geta gerzt styrktarfélagar með tillögurétti og málfrelsi. Á Sauðárkróki voru stofnendur 40 fatiaðir og 170 styrktarféiagar gengu í félagið. Og stofnendur í Keflavík voru um 20 .fatlaðir, en þess er að geta að á stofn- fundinn þar var ekki boðað nema fatlað fólk. Það er að sjálfsögðu fyrst í stað sem, að- allega er miðað við almenna fé- lagsstarfsemi og að sinna ýms- um hagsmunamálum þ^irra, og fvo síðar að koma upp vinnu- stofnun fyrir þá eða svo fljótt sem auðið er. Vnnustofur. Sjálfsbjörg á ísafirði hóf rekst ur vinnustofu snemma árs 1960 og hefur gengið vonum framar. Á.formað er að kaupa hús í sam vinnu við Berklavörn á isafirði og þá jafnframt fyrirhuguð stækkun vinnustofunnar og verður þá miðað að aukinni fjöl breytni í framleiðslu. 1 vinnu- stofu deildarinnar á Siglufirði eru framleiddir vinnuvetlingar. Akureyrardeildin hefur komið -iér upp vinnu- og félagsheimili. Var hafizt handa um byggingu féiagsheimilisins vorið 1959 og var það tekið í notkun í maí 1960. Heitir það Bjarg. Húsið er vistlegt og hentugt. Kostaði það um 600 þúsund kr. í vor er á- formað að bæta við og byggja vinnusal. — Hve margir fatlaðir eru í öllum deildunum? — Á sjöunda hundrað og styrktarfélagar álíka margir. í Rvík er hæst tala fdtlaðra ,150, en annars er fatlað fólk hér, sem ekki er í félaginu. í Reykja víkurdeildinni hefur verið gott fclagslíf, fundir fjölsóttir á vetr um, og jafnan farið , í eina skemmtiferð á sumrin. Bygg- ing öryrkjaheimilis er á undir- búningsstigi. Relcstur skrifstofu. — Skrifstofa sambandsins annast efnisútvegun til deild- Misskilningur. — Okkur langar til að biðja Vísi að leiðrétta þann misskiln- ing sem oft kemur fram hjá al- menningi, að samtökin heiti Landssamband fatlaðra og lam- aðra, en svo er ekki. Litum við svo á í upphafi, að lömun væri aðeins ein tegund fötlunar, og væri þv£ fullnægjandi og rétt- ara að nefna sambandið aðeins Landssamband fatlaðra. Bifreiðakaup öryikja. — Er eitthvað fleira, sem þið vilduð minnast á? — Já, við vildum mega minn ast á, að stjórn Sjálfsbjargar hefur beint þeirri áskorun til Öiyrkjabandalags íslands, að það beiti sér fyrir eftirtöldum leiðréttingum á bifreiðamálum öryrkja: a. að öryrkjar hafi frjálst val til bifreiðakaupa. b. að eftirgefin aðflutnings- gjöld afskrifist á 5 árum. c. að hækkuð verði eftirgjöf aðflutningsgjalda af bifreið- um til fatlaðra £ samræmi við hækkað verðlag, frá því eftirgjafarupphæðin var ákveðin. d. að settar verði ákveðnari reglur um úthlutun bifreiða til öryrkja. Óánægja. Lýsti stjórn Sjálfsbjargar yf- ir óánægju út af þeirri ákvörð- un, að þótt innflutningur bif- reiða væri gefinn frjáls, skyldi lcyfi til innflutnings bifreiða ör- yrkja bundið ákveðnum teg- anna úti á landi og hvers konar fyrirgreiðslu, sem þær þurfa á að haldat — og yfirleitt alla fyr irgreiðslu fyrir deildirnar og fatlaða, §em henni er unnt að Iata í té. Sambandið hefur eng an fastan tekjustofn og var þvf á sl. hausti stofnað til ferða- happdrættis til þess að afla fjár til þess að standa straum af rekstri skrifstofunnar. Tekjur af þvi urðu 228 þúsund krónur. Er í ráði að efna til happdrætt- is á ný 1 sama tilgangi og verð ur bifreið aðalvinningurinn. Frumvarp um aðstoð við fatlaða. Það liggur nú fyrir Alþingi. Gjald það af sælgæti sem frum varpið fjallar um rennur i Styrktarsjóð fatlaðra og verður fenu varið samkvæmt lögunum tii byggingar og rekstrar vinnu stofnana fyrir fatlað fólk. — S'yrktarsjóðurinn á samkvæmt lögunum að vera í vörzlu fé- iagsmálaráðuneytisins, en renn ur ekki beint til Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, sem hinsvegar mun fá tillögurétt um ráðstöfun fjársins samkvæmt sérstakri reglugerð. — Þessu frumvarpi fagna fatlaðir, en eins og augljóst er verður sam bandið að afla fjár til rekstrar skrifstofu sinnar áfram upp á eigin spýtur. undum og að ekki skuli leyfi- legt að færa eftirgjöfina yfir á aðrar tegundir. Telur hún meg- inskilyrði £ lýðræðisþjóðfélagi frjálst val borgaranna og ailir hafi sama rétt, en hér hafi skap azt misræmi, sem eigi því sfð- ur rétt á sér, þegar tillit sé tek- ið tii þess, að öryrkjar eru flest ir lftt efnum búnir og þurfa að eiga bifreið, sem er traust og hægt að selja við sæmilegu verði, þegar viðhaldskostnaður hennar hækkar. Fötlun sumra er auk þess þannig, að þeir þarfnast sér- staklega útbúinna bifreiða, t.d. sjálfskiptra eða með vökvastýri. í ályktun stjórnarinnar eru leidd rök að þvf, að öryrkjar hafi öðrum fremur þörf á frjálsu vali. 1 niðurlagi hennar er beint þeirri áskorun til Ör- yrkjabandalags íslands, að það beiti sér fyrir þvi, að fylgt verði fastar eftir reglum um úthlutun bifreiða til öryrkja, sbr.: „Heim- ilt er... að fella niður eða lækka aðflutningsgjöld á allt að 50 bifreiðum árlega fyrir fólk með útvortis bæklanir eða Iam- anir, ennfremur fólk með lungnasjúkdóma og aðra hlið- stæða sjúkdóma, og loks fólk, sem þjáist af afleiðingum slysa, allt á svo háu stigi, að það getur ekki farið ferða sinna án farartækis.“ — Og hvað hefur svo gerzt í málinu? — Öryrkjabandalagið sendi rikisstjórninni ályktunina og er hún til athugunar hjá henni, og — við vonum hið' bezta. A. Th. 2o.ooo liggja í in- fíúenzú í K.-höfn 1 i síðustu viku voru til- kynnt 4909 ný tilfelli af in- flucnzu í Kaupmannahöfn. Reiknað er með að sjúkdóm- urinn hafi nú náð hámarki. Borgarlæknirinn í Kaup- mannahöfn telur að sjúkdóms tilfelli muni vera fjórum sinnum fleiri en þau sem til- kynnt eru, eða um tuttugu þúsund.. Læknirinn sagði einnig að um væri að ræða tvær teg- undir af inflúenzu, A-gerð og B-gerð. Verður fólk veikara af þeirri fyrri, en báðar teg- undir endast í 4 til 5 daga. Ekki vilja læknar þar telja þennan faraldur alvarlegan. Segja þeir að til þess þyrftu tilfellin að tvöfaldast. Allmiklir erfiðleikar hafa 1 samt skapast af þessu. Til | dæmis liggja 300 bréfberar og algengt að tveir menn verði að ljúka þriggja manna vinnu. Mikið hefur verið um veik- ina í skólum, bæði hjá kenn- urum og nemenáum. Hefur komið fyrir að 30 prósent kennara liggi í sama skóla. Hefur í sumum skólum verið gripið til þess ráðs að kenna tveirh bekkjum saman, þar sem ekki hefur reynst fært að útvega íhlaupakennara. Hjá rikisjárnbrautunum hafa orðið alvarlegar tafir og fjöldi manna orðið að fresta vetrarfríum af þessum sök- um. Talið er að veikin muni strax byrja að réna í þessari viku. II Thanf þakkar U Thant framkvæmdastíóri SÞ hefur þakkað íslendingum fyrir þann stuðning er þeir sýna starfsemi samtakanna með þvi að kaupa skuldabréf Samein uðu þjóðanna fyrir 80 þúsund dollara. En Alþingi samþykkti þessa ráðstöfun fyrir nokkru og var U Thant tilkynnt um þá á- kvörðun þann 19. marz. Nú hafa 16 þátttökuriki SÞ tilkymít að þau muni kaupa sinn hluta i skuldabréfunum, sem eru tii þess að standa straum af margháttuðum kostn aði m. a. við gæzlustörf ' Kongó. Þrjú ríki hafa þegar lagt fram fé fyrir skuldabréfuin. Skuldabréf nr. 1 keypti Noreg- kom Finnland næst með 1,4 ur fyrir 1,8 milljón dollara. Þ.'i millj. dollara og þá Danmörk með 2,5 millj. dollara. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.