Vísir - 31.03.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 31.03.1962, Blaðsíða 9
Laugardagurinn 31. marz iao2. VISIR 9 :' ‘ ' í o »£PÍÍ: m i; ÍÍwji. sírrí p’ p—i Jþað er alltaf eitthvað róman- tískt við flugfreyjustarfið. Ungar stúlkur þrá það að verða flugfreyjur en ungir menn þrá flugfreyjur. Þær giftast flestar mjög fljótlega. Af þessum sök- um er líka stöðug endurnýjun í stéttinni. Svo segja fróðir menn að það sé orðinn fastur liður í fræðslustarfsemi flugfé- laganna íslenzku að halda flug freyjunámskeið. Undanfari nám skeiðsins er umsóknir og ráðn- ingar þar sem margar stúlkur freista gæfunnar og nokkrar hljóta hnossið. Eftir 'að hafa verið prófaðar í málum og spurðar um hina ótrúlegustu hluti eru nokkrar valdar til starfsins og þá byrjar alvaran. Námskeiðin hefjast, kennsla munnleg og bókleg og verkleg, allt miðast við að búa þær und ir starfið og þeim er kennt allt frá því að brosa til farþeganna og að vita hvað gera ber ef vandræði ber að höndum eða jafnvel taka á móti nýjum borg urum. Við hér hjá Vísi höfðum veður af þvl að út á Flugfélagi íslands stæði yfir flugfreyju- námskeið. Við hringdum í Svein Sæmundsson blaðafulltrúa og ,og spurðumst fyrir Jú, mikið rétt. — Flugfreyjunámskeiðið stendur yfir sagði Sveinn og ef þið hafið áhuga fyrir að sjá hvernig þar er umhorfs þá gjör ið svo vel. hjá Flugfélagi Jgflaust halda margir sem koma á flugvöllinn og taka sér fari með flugvél, að starf- semin sé lítið annað en það sem þar sést. Afgreiðslumenn, hlað- menn, flugmenn og flugfreyjur. En þetta er aðeins einn þáttur hins margslungna starfs. Og til þess að flugið geti gengið eðli- lega og að óskum verða allar deildirnar að skila góðum af- köstum og góðri samv. hver við aðra. Þarna á flugvellinum er til dæmis véladeild, radíódeild, flugumsjónardeild, og hvað þær nú allar heita auk söludeilda víðsvegar. Og til þess að við- halda og auka menntun starfs- fólksins hefur Flugfélag íslands komið upp skóla. Þar eru flug- mönnum og vélamönnum kennd hin ýmsu fræði bæði ný og eldri rifjuð upp. I skóla Flugfé- lagsvíslands á Reykjavíkurflug- ■ velli er hið svonefnda „Link“ lítil flugvél með öllum tsekjum er kyrr á sama stað, allur út- búnaður eins og i venjulegri flugvél. Og þarna norðan undir flugskýlinu í langri byggingu, er matstofa flugfélagsmanna, þar er smíðaverkstæði og skoð unardeild og þar er skólinn. Kennsla var nýbyrjuð þegar við komum í skólann. Flugfreyju- efnin, föngulegar stúlkur sátu þar á skólabekk og kennarinn Frh. á bls. 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.