Vísir - 09.04.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 09.04.1962, Blaðsíða 4
4 VISIR Mánudagurinn 9. aprfl 1962, Islenzkar rímbækur Rímtöl voru meðal fyrstu prentaðra bóka á Islandi, en rimtöl voru jafnframt fyrstu almanökin. Talið er að Jón biskup Arason hafi látið prenta rímtöl í messubókum og brevar- ia, og sumir rímflokkanna hafa varðveizt, enda þótt bækurnar sjálfar hafi með ö!lu glatast. Finnur biskup Jónsson getur þess í Kirkjusögu sinni að í tíð Jóns Arasonar hafi verið prent- uö sérstök rímbók, labuderium latinum. Halldór Hermannsson bókavörður segir að þetta rím- tal fyrirfinnist nú hvergi, en gizkar helzt á að það hafi ver- ið gefið út með Brevarium Hol- ense, sem nú er með öllu glatað, nema ef vera kynni einstök blöð. Elzta prentað rím á Islandi, ■ sem vitað er um með vissu, er prentað í bænabók Guðbrands Þorlákssonar 1576. Aðeins eitt eintak hefur varðveitzt af þeirri bók svo vitað sé, og hefur það verið f vörzlu Háskólabókasafns ins í Hamborg. Þegar Klemenz Jónsson rit- aði Fjögur hundruð ára sögu prentlistarinnar á íslandi, mun hann ekki hafa vitað af þessu eintaki í Hamborg. Hann hefur það að vfsu eftir Finni biskupi og Hálfdáni skólameistara. að ísienzkt rím hafi verið prentað á Hólum 1576, en segir síðan að sú bók þekkist ekki. KÍemenz segir hins vegar í prentsmiðju- sögu sinni að fyrsta íslenzka almanakið, sem þekkist, sé Bal- endarium, prentað á Hólum 1597, sennilega útgefið af Arn- grimi lærða. Full vissa er þó ekki fyrir hendi um útgáfu á þessu rímtali. Halidór Her- mannsson getur þess að varð- veitzt hafi nokkur eintök af rím bók sem prentuð hafi verið ná- lægl aldamótunum 1600 og sjálf ur er Halldór sömu skoðunar og Klemenz að prentárið sé 1597, en aftur héit dr. Jón Þorkelsson þvi fram að hún hafi ekki verið prentuð fyrr en 1602. Hálfdán Einarsson skýrir og frá þvi i bókmenntasögu sinm að rímbók hafi verið prent uð í Skálholti 1602. Næsta rímbók sem vitað er um að hafi verið þrentuð á ís- landi var kallað Gíslarím eftir Gísla biskupi Þorlákssyni, en hún var prentuð á Hólum i biskupstíð hans, eða 1671. Höf- undur bókarinnar mun þó ekki hafa verið Gísli bisKup, heldur Þórður bróðir hans. Hún er snið in eftir samtíma rímtölum er- dendum, þar sem ekki var að- eins mánaða- og dagatal, heldur og spádómar um veðráttufar samkvæmt stöðu jarðstjarn- anna „item um böð, lækningar og blóðtökur eftir því sem lærð ir menn hafa af náttúrlegum crsökum observerað1'. Talið er að þarna sé í fyrsta skipti get- ið um lækningar í prentaðri bók á íslandi. Árið 1687 gaf Þórður biskup út „Riimtal íslendskt". ,Það var prentað i Skálholti og er talið vera smæsta bók sem prentuð hefur verið hér á landi allt fram á 20. öld. Fimm árum seinna, eða 1692 kom út stærsta og merkasta rímbók, sem hafði verið gefin út til þess tíma. Það var svo- , kallað Kaiendarium perpetuum eða bevarande Tijmatal, og var með myndum til skýringar. Síðasta rímtal eða rímtölu á 17. öld gaf Þórður biskup út árið 1695 á einu blaði og nær yfir allar hræranlegar tíðir árs ins á tímabilinu 1695-1721. Af þessum rímbókum sem prentaðar hafa verið fram til 1700 mun vera lítið í einstak- Imgseign hér á landi svo vitað sé um. Fyrir fáum árum kom Gíslarím fram í norskum verð- lista, þá fyrir 950 norskar kr., en það jafngildir'nú sem næst 6 þús. ísl. krónum. Vitað er að það eintak komst f íslenzka eigu. í bókaskrá Gunnars Hali er rímtalið frá 1687 skrásett og einhverjir fleiri bókamenn eiga i fórum sínum rímbækur eldri en frá 1700. Með árinu 1700 er nýtt tíma- tal innleitt á íslandi, hið svo- kallaða gregorianska tímatal, eða „nýi stíll", eins og það var almennt kallað fyrst á eftir. Ár- íð 1707 gaf Jón Árnason, síðar biskup út einskonar kennslu- bók eðá leiðbeiningakver í þess um nýja tímareikningi fyrir al- menning, og kallaði það „Kal- endar í gregorianum, Edur Sa Nie Stíll" 1) Rúmum 30 árum seinna eða nánar tiltekið 1739, skrifaði sami maður, Jón Árna- son, merka bók um fingrarím „Dactylismus ecclesiasticus ed- ur Fingra — Rijm“. Líklegt má telja að bók Jóns Árnasonar hafi orðið til þess að viðhalda kunnáttv í fingrarími allt fram í lok síðustu aldar eða jafn- vel enn lengur, því bókin hefur tvívegis verið gefin út síðan, og síðasta útgáfan er enn fáan leg í bókaverziunum. Svo gæti virzt sem tvær út- gáfur af Calendarium gregorian um hafi komið út sama árið, þ. e. 1707, þótt óiíklegt megi telj- ast. En þessa ályktun dreg ég samt af því, að ég hef átt þess kost að bera saman tvö eintök af bókinni og eru þau að nokru frábrugðin hvort öðru. Lfkur eru þó öllu meiri fyrir því að einhverjar arkir bókarinnar hafi af einhverjum ástæðum verið prentaðar upp — og þá i breyttri mynd — áður en bók in kom út. Áþekk tilfelii hafa komið fyrir í Klausturpósti að því er Vilmundur Jónsson fyrr- um landlæknir hefur tjáð mér, og hins sama hef ég orðið var í 15. árgangi Lærdómslistafé- lagsritanna. Síðasta rímbókin, sem gefin hefur verið út á íslandi þar til almanökin komu til sögunnar, er Nytt Les-Rijm eftir Odd Hjaltalín lækni, gefin út á Bútá stöðum 1817. Kveðst Oddur hafa tekið kvæði saman handa „skilningsbetri löndum sínum". Áður en vikið verður að al- manökum skal getið bókar, sem að vísu hefur ekki verið gefin út á íslandi, hinsvegar tvívegis prentuð í Khöfn, en það ei „Rýmbegla", sem Stefán Björnsson gaf út 1780, en kom seinna út undir heitinu „Alfræði íslenzk" og þá með mjög ftar- legum skýringum eftir Kr. Kálund og N. Bedsrum. Sú út- gáfa var prentuð eftir síðustu aldamót, eða á árunum 1908-18 Rýmbegla er prentuð eftir 14. aldar handriti, geymdu í Árna- safni, og verður vafalaust talin merkust rímbóka ísienzk. Nær þrem öldum áður en Rýmbegla var færð ! letur var rímhöfundur og stjörnufræðing- ur uppi á íslandi, Oddi Helga- son eða Stjörnu-Oddi öðru nfni. Hann var vísindamaður af guðs náð og gerði hinar merkustu at- huganir á sólarhæð og á dögun og dagsetri. Er óhætt að fuli- yrða að þekking Odda á gangi sólar hafi verið miklu meiri en þá þekktist, ekki aðeins á Is- landi heldur og úti i heimi. En erlendir stjörnufræðingar og vísindamenn höfðu engin kynni af rannsóknum Stjörnu-Odda fyrr en mörgum öldum seinna og því komu þær ekki í þágu alþjóðavfsinda fyrr en um sein an. En hvað sem því líður má hiklaust telja Stjörnu-Odda á- samt Bjarna hinum töivisa Berg Framhald á bls. 5. / HÖRPU MALNING // Mamaht

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.