Vísir - 14.04.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 14.04.1962, Blaðsíða 7
i Fullkomnasti skíðaskáli landsins í Hlíðarfjalli við Akureyri Eins og mörgum mun kunn- ugt er risinn af grunni og senn fullgerður, myndarlegasti skíða- skálinn hér á landi, í Hlíðar- fjalli, 7 km frá Akureyri. Fer landsmót skíðamanna fram um páskana, rétt við bæjarvegg skálans. Hefur verið unnið að því af miklu kappi allan síðari hluta vetrar, að ljúka innréttingu húss ins, svo hægt verði að taka á móti þeim hundruðum gesta sem búist er við þangað um hátíðina. Eru það ekki einungis keppendur skíðamótsins, held- ur og fjölda margir aðrir, sem þangað munu koma, víðs végar að af landinu. Stofnun Ferðamálafélags. Hefir Vísir í því tilefni snúið sér til Karls Friðrikssonar, fyrr- verandi vegaverkstjóra, sem manna lengst hefir starfað að byggingarframkvæmdum skíða- skálans, og fengið hjá honum eftirfarandi upplýsingar: „Þegar rekja á byggingarsögu skíðaskál ans eða skiðahótelsins, sem margir kalla svo,“ segir Karl, „verður fyrst að líta nokkur ár til-baka, allt til þess tíma, er Ferðamálafélag Akureyrar. var stofnað fyrir tæpum 10 árum síðan, hinn 27. nóvember 1952. Sá félagsskapur, sem stofnaður var af ýmsum kunnum áhuga- mönnum í bænum, hafði það fyrst og fremst á stefnuskrá sinni, að bæta aðstöðu við mót- töku innlendra sem erlendra ferðamanna, sem kæmu til Ak- ureyrar. í samþykktum félags- ins segir, að það vilji ná til- gangi sínum, með því að vinná að bættri aðstöðu við að iðka alls konar íþróttir á Akureyri, en einkanlega þó vetraríþróttir. Þá vill félagið vinna að því, að lagðir séu vegir þangað sem auðveldast er að stunda skíða- íþrótt, og að unnt verði að stunda hana mestan hluta árs- ins, beita sér fyrir því, að kom- ið verði upp skíðalyftum, dval- ar- og hressingarskálum á hent- ugum stöðum, skautabrautum og þessháttar“. Eins og stefnuskrá Ferðamála félagsins ber með sér, var eitt af aðalmálunum að byggja sk|la, þar sem íþróttafólk gæti dvalið og stundað íþróttir, og mun það stórmál, að byggja skíðaskála í Hlíðarfjalli, og hon- um ætlað með tímanum að verða gisti- og veitingahús. En hugmynd forystumannanna var, að slík bygging kæmi skíðafé- lögunum í bænum fyrst og fremst að notum til að byrja með og einnig væri hægt að hafa húsið sem vísi að skíða- skóla fyrir menntastofnanir. í fyrstunni var þó ekki hægt að ákveða, hvernig væri að leysa væntanlegt byggingarmál, enda hér að sjálfsögðu um mjög kostnaðarsama framkvæmd að ræða, fyrir félítið félag ,jafnvel þó að ekki væri stærra byggt en brýnasta nauðsyn krefði. Gamli spítalinn fenginn. Um þetta leyti var verið að ljúka byggingu hins stóra og glæsilega Fjórðungssjúkrahúss á Akureyri og flutt að öllu leyti. úr gamla sjúkrahúsinu 1954. Nokkur hluti þess var úr timbri, mikil og traust bygging, sem stórhug vakti um sl. aldamót. Leist mörgum forráðamönnum fékk um sama leyti heimild að láta vinna fyrir 50 — 60 þúsund krónur. Höfðu þá byggingar- framkvæmdir kostað um 650 þúsundir. Styrki hafði félagið ekki fengið aðra en þá, að Akur- eyrarbær veitti kr. 50.000,00, (fyrir utan gamla húsið), — íþróttasjóður ríkis. 17000.00 og íþróttafélög bæjarins milli 30 og 40 þúsund — auk nokkurrar sjálfboðavinnu, enda var félag- ið þegar komið í mikla skuld, um 14 milljón kr. Þetta sama haust var haldið talsverða sjálfboðavinnu við það að eina’ngra útveggina. Mikið framkvæmdaár hefst. Árið 1961 var mikið fram- kvæmdaár. Þá gerist það, að Ferðamálafélagið býður bæn- um og íþróttafélögunum sam- vinnu um byggingu hússins, enda hafði það alltaf verið' hug- mynd Ferðamálafélagsins, að bærinn og íþróttafélögin nytu hússins. Var þá skipuð sameig- inleg byggingarnefnd og völd- ust í hana: Frá Ferðamálafélag- hvert um sig annast um innrétt- ingu eins herbergis. Valbjörk h.f. gefur húsgögn í eitt herbergi og innréttar að auki, og Sápuverksmiðjan Sjöfn, sem gefið hefur máln- ingu á nokkurn hluta hússins að innan, og hafa starfsmenn þess fyrirtækis annast sjálfir málningu. Eru þeir nú að ljúka við að mála alla miðhæð, að undanskildu eldhúsi. Þá hafa múrarar, sem þarna vinna, gef- ið vinnu sina við múrhúðun á einu herbergi, í nafni íþróttafé- lagsins Þórs, og tveir áhuga- menn, Karl Tómasson og Ragn- ar Sigtryggsson, innrétta eitt herbergi. Vitað er um ýmsa góða hluti sem gefnir hafa verið skálanum, Hinn nýi skíðaskáli í Hliðarfjalli við Akureyri. Ferðamálafélagsins vel á húsið, og sóttu um það til bæjarstjórn- ar Akureyrar 1955, að hún léti mestan hluta gamla sjúkrahúss- ins af hendi við félagið, endur- gjalds laust. Bærinn tók -vel þessari ósU og gaf Ferðamálafél. þann hluta hússins sem rifinn var, til flutn- ings og endurbyggingar sem skíðaskála í Hlíðarfjalli.Nokkru síðar var húsið rifið og flutt uppeftir. Var þá búið að ákveða staðinn og sömuleiðis að steypa kjallara undir allt húsið. Þær framkvæmdir hvíldu að mestu á herðum Hermanns Stefáns- sonar. Árið eftir, 1956, var svo lokið við að reisa húsið og gert að nokkru leyti fokhelt. En þá var Ferðamálafélagið líka kom- ið í það miklar • skuldir, að engar framkvæmdir urðu í bygg ingarmálunum næstu 2 árin. Þótti mörgum áhugamanninum, sem lagt hafði á sig erfiði og margháttaðar skuldbindingar, súrt í broti að sjá þetta hug- sjónamál stöðvast svona í byrj- un. Karl tekur við stjórn. Haustið 1958 tekur Karl Frið- riksson vegaverktjóri við stjórn byggingarframkvæmdanna og áfram þar sem frá hafði verið horfið, þ. e. að gera húsið fok- helt, setja 1 glugga og fleira. Rafleiðsla var lögð að húsinu að nokkru fyrir atbeina raf- veitustjóra og rafveitunefndar, er sýndu málinu svo góðan skilning, að láta strax hefja vinnu við leiðsluna er ósk um það barst frá félaginu. Þá var lagað í kringum húsið, gert bíla stæði og fleira, og unnu íþrótta- félögin í bænum og fleiri á- hugamenn margt handtak og lögðu fram nokkurt fé. Ário 1959 var ennþá, haldið áfram að lagfæra húsið að utan, sett á ný klæðning, og járn- klætt þakið, auk þfess settúr kvistur á þak, og má segja, að nú loksins hafi það verið gert fullkomlega fokhelt. Um haustið var fyrsti raf- ofn settur í húsið, aðeins I eitt herbergi, svo að verkamenn sem unnu við innréttingu, gætu matazt í hlýju herbergi. Næsta ár, 1960, var litið unnið við húsið vegna fjár- skorts, enda ekki annað fé fyrir hendi, en framlög bæjarins, um 50 þúsund krónur og 24 þúsund krónur úr íþróttasjóði. En þó Iögðu ýmsir skíðaíþróttamenn og aðrir áhugasamir menn fram inu Karl Friðriksson vegaverk- stjóri, frá Akureyrarbæ Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, og frá íþróttafélögum í bænum Hermann Sigtryggsson, skrif- stofumaður. Eitt af fyrstu störfum þessar- ar nefndar var að sækja um styrk úr Framkvæmdasjóði bæja.ins, allt að y2 milljón króna, og veitti bæjarstjórnin hann. Þá veitti menningarsjóð- ur K.E.A. 50 þúsund krónur og íþróttasjóður 24 þúsundir til byggingarinnar. Með þessum góða fjárstuðningi komst nú fyrst verulegur skriður á bygg- ingu skíðaskálans. Þá tóku líkp félagshópar í bænum að bjóðast til þess að innrétta og ljúka við einstök herbergi á sinn kostnað og hef- ur slík hjálp hraðað öllum framkvæmdum stórlega. Má þar nefna Lionsklúbbinn Huginn á Akureyri, sem lauk við setu- stofu, — Iðnaðarmannafélagið sem sér um skrifstofu, nokkrir félagar úr skíðafélaginu á Glerárdal innrétta og ganga að öllu frá einu herbergi á efstu hæð, og búa það húsgögnum, sömuleiðis Starfsmannafélag SÍS og Starfsmannafélag Prent- verks Odds Björnssonar sem Frásögn Karls Friðrikssonar t. d. geysistór rafmagnseldavél og hótelkaffikanna, svo eitthvað sé nefnt. Þá eru ýmsir fleiri aðiljar sem láta eitt og annað af hendi rakna til skál- ans, þegar nú er sjáanlegt, að byggingu er að verða lokið. Stæði fyrir 80 bíla. I fyrrasumar var lögð vatns- leiðsla í húsið, um 300 metra löng og sömuleiðis frárennslis- leiðslur frá húsinu f þró, 120 metra burtu. Þá var að mestu leyti lokið við áð ganga frá raf- kerfi hússins, en fyrirhugað er, að hita það allt upp með raf- magni. Einnig var steypt kjall- aragólf og veggir þar ein- angraðir. Mikil vinna var lögð i að lagfæra kringum húsið og malborið var stórt bílastæði norðan við það og aðmikluleyti gengið frá tveim öðrum bíla- stæðum, sem eru á stöllum, stutt austur af skálanum, hvert 30 x 20 metrar. Þegar bílastæð- in eru fullgert. rúma þau um 80 bíla a. m. k. Síðari hluta janúar 1962, hófst svo aftur vinna við húsið- og hafa lengst af unnið þar 6 menn við múrverk en auk þess hafa 3 tré^miðir unnið við hurðir og innanþiljur. Sér Gunn ar Óskarsson um múrverk, Jón Gíslason um tréverk, Raforka h.f. um raflagnir og rafhitun, Jón G. Albertsson loftræstingu, Framh. á 11. síðu. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.