Vísir - 14.04.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 14.04.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Laugardagurinn 14. apríl 1962. Otgefandi: BlaOaútgáfan VlSIR s Rltstjóran Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 178. Auglýsingai og afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónui é mánuði. 1 lausasölu 3 kr. »int Slmi \1660 (5 linur). Prentsmiðja ‘/Isis. — Edd a h.f. ys/wwvwwvwwvwwwwwwvNwwwwwwwvwwwvvwywvyi Skólavarðan byggð! Úrskurður kviðdómsins Eldhúsdagsumræður eru um garð gengnar, og þeir hlustendur, sem hafa hlýtt á þær af athygli og um- hugsun, munu á eftir færari um að dæma um þjóð- málin og gera samanburð á starfi núverandi ríkis- stjórnar og ýmissa hinna fyrri. Sá fjölmenni kvið- dómur, sem setið hefir við útvarpstækin undanfarin tvö kvöld og hlýtt á ræður manna, getur aðeins kveð- ið upp einn dóm: Engin ríkisstjórn hefir sagt sann- leikann í upphafi valdatímabils síns eins djarflega og ríkisstjórn Ólafs Thors, og engin ríkisstjórn hefir held- ur gert nákvæmlega það, sem hún hét í upphafi, í eins ríkum mæli og sú, sem nú situr að völdum. Núverandi stjórnarflokkar bentu þjóðinni á, í hvert óefni væri komið, þegar þeir tóku við völdum, og þeir sögðu henni, að vandinn yrði ekki leystur með neinum töfrum eða loddarabrögðum. Stjórnarflokk- amir boðuðu erfiðleika, meðan sigrazt væri á mesta vandanum, en svo mundi aftur birta til, baráttan verða auðveldari og skilyrði til framfara betri. Þetta hefir allt staðizt: Erfiðleikunum var bægt frá með nokkr- um fórnum frá öllum þegnum þjóðfélagsins, jafnvægi skapað í efnahagsmálunum, atvinnu viðhaldið svo, að skortur hefir verið á vinnuafli víðast hvar á land- inu, verðbólgudraugnum komið fyrir. Það hefir því staðizt í alla staði, sem ríkisstjórn- in sagði í öndverðu. Hins vegar verður ekki sagt, að stjórnarandstaðan hafi verið sannspá. Uppistaðan í boðskap hennar var móðuharðindi, erfiðleikar af versta tagi, sem þekkzt hafa frá upphafi Ísíands byggðar. Hún reyndi jafnvel að ýta undir það, tryggja það með verkföllum, að móðuharðindin yrðu að vem- leika. Árangurinn varð samt annar en ætlað var, því að jafnvel í kjördæmi þess, sem skóp þetta „glæsi- lega“ vígorð stjórnarandstöðunnar, hefir atvinna ver- ið svo mikil ,að fólk hefir vart fengizt til nauðsyn- legustu starfa í sveit eða við sjó. En þó er ekki fyrir það að synja, að hér á landi hafa ríkt hin verstu móðuharðindi, þótt ekki væri það í efnahags- eða atvinnumálum þjóðarinnar. Móðuharð- indi hafa hrjáð suma stjórnmálaflokka, leitað þá bók- staflega uppi. Þau hafa lagt stjómarandstöðuna í ein- elti, svo að hún hefir verið á sífelldum flótta frá vem- leikanum. Þess vegna hafa rauðu flokkarnir verið vegnir og léttvægir fundnir hjá þeim, sem hlýtt hafa á eldhúsdagsumræðumar undanfarin tvö kvöld. Reykský kommúnista Þjóðviljinn birti á dögúnum hvern reyfarann af öðrum um prófkosningu Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna. Vita þó kommúnistar vel, að það var allt skáldskapur, sem þeir sögðu um þetta. En nauðsynin rak þá til þessa. Þeir verða að leiða at- hyglina frá þeim „lýðræðisaðferðum“, sem þeir beita sjálfir við val á lista hjá sér. Það er ósmfir hópur Reyk vikinga, sem enn man Skóla- vörðuna sem nú á að reisa á ný f Árbæjartúni, því að það eru þó ekki nema rúmir þrír áratugir frá því hún var rifin, þar sem hún stóð á Skólavörðu holti næstum á sama bletti og Leifsstyttan er nú. Ég hefi oft heyrt fólk af yngri kynslóðinni, sem að eins hefur heyrt frá Skólavörðunni sagt, lesið um hana og skoðað mynd- ir af henni, spyrja hvernig í ó- sköpunum hafi staðið á því, að þessi sögulega merka bygg- bygging hafi verið rifin. Ég hefi sannast að segja oft spurt um þetta sem gamall Reykvík- ingur, en ekki' tekizt að fá ná- kvæmari upplýsingar en það, að þetta hafi verið gert vegna þess, að hún hafi orðið að vikja fyrir Leifsstyttunni, sem stend- ur á stalli á klöppinni rétt þar hjá, sem gamla Skólavarðan stóð. Ekki mun hafa verið gerð nein samþykkt um þetta í bæj- arstjórn, en vafalaust hafa þó fyrirmælin komið frá æðstu for- ráðamönnum bæjarfélagsins. Þótt furðulegt sé vakti það eng- an styrr, er hún var rifin. Það var ekki fyrr en seinna, sem raddir fóru að heyrast um, að þetta hefði aldrei átt að gera. Hvað varð af steinunum? En hér sannast sem oftar, að ekki tjáir að sakast um orðinn hlut, en vissulega er hér bót í máli og fagnaðarefni mörgum, að hún verður nú hlaðin (ekki steypt) á ný eins og sú gamla var, á stað þar sem hún mun njóta sfn vel eða jafnvel betur en gamla Skólavarðan naut sín á holtinu, áður en byggðin fór að þéttast allt í kring. Hún var hiaðin úr tilhöggn- um steinum sem kunnugt er. Rifin var hún 1931. En hvað varð af ,steinunum? Hvar eru þeir niður komnir? Margir munu ekki hafa hugmynd um það hér í bæ, og ég var sannast að segja einn þeirra, þangað til Lárus Sigurbjörnsson safnvörð- ur'fræddi mig um það, er ég fann hann að máli fyrir nokkr- um dögum, að efnið hefði verið notað til þess að hlaða úr steingarðinn bogmyndaða við Barónsstíg á austurmörkum leikvangsins fyrir framan Aust- urbæjarskólann. Fötin okkar hafa kannske oft og mörgum sinnum strokist við þessa steina, er við gengum fram hjá garðinum, án þess að það flögr- aði að okkur, að þarna væru nú steinarnir úr Skólavörðunni gömlu. _ Úr sams konar 4 steinum. Ekki kemur til mála að fara að rífa þetta mannvirki til end- urreisnar Skólavörðunni, enda er þess ekki þörf, því að efnið er fyrir hendi, samskonar til- höggnir steinar, sem hlaðið var úr hús, sem nú verður að hverfa vegna umferðarinnar. Það er steinhúsið Vesturgata 9, sem þarf að rífa hennar vegna hið allra fyrsta ,og dregst vonandi ekki úr þessu. /'i Jvi vjyun/l / Þessi sérstæða mynd af Skólavörðunni er tekin eftir mynd, sem áhugaljósmyndari tók í stærðinni 6x9, og er vafalaust með seinustu myndum, sem af henni voru teknar, ef ekki sú seinasta, og er þessi litla „amatörmynd“ í eigu Skjala- og minjasafns Reykjavíkurbæjar, og þótti góður fengur, er hún kom í leitirnar og var gefin safninu. Á myndinni sést, að stallurinn undir Leifsstyttunni er vel á veg kominn, og elnnig sýnir hún glöggt 1 hverja vanhirðu Skólavarðan var komin. — I. M. stækkaði myndina til blrtingar í greininni. >%aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa^a^^aaa^a^aaaaaaaaa^aaaaa^^i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.