Vísir - 18.04.1962, Page 7

Vísir - 18.04.1962, Page 7
Miðvikudagurinn 18. apríl 1962. VISIR Verkfneðingafélag íslands 50 ára á morgun . Verkfræðingafélag íslands er 50 ára á morgun. Þessara merku tímamóta í sögu fé- lagsins er minnzt með ýmsu móti og hefur sums þegar verið getið hér í blaðinu. — Stjóm VFÍ ræddi við frétta- menn nú í vikunni og var þeim gerð grein fyrir öllum áformum tengdum afmælinu og sagt frá starfi þess á liðn- um tíma. Félagið var stofnað með 13 félagsmönnum og eru tveir Fyrsti formaðurinn: Jón Þorláksson. þeirra á lífi, M. E. Jessen, fyrrum skólastjóri Vélskól- ans, og Paul Smith, sem nú er búsettur í Noregi. Fyrsti formaður félagsins var Jón Þorláksson Iandsverkfræðing ur, síðar forsætisráðherra. Frumherjinn. Jón Guðnason magister segir frá því í ritgerðinni Verkfræðingafélag íslands 1912—1962, sem verður hluti hinnar merku Sögu verklegra framkvæmda á þessari öld, er fyrr hefur verið getið hér í blaðinu, að hinn 8. september 1891 hafi Ölfusárbrú verið vígð, „fyrsta stóra mannvirk- ið hér á landi og tákn þess, að nýir tímar voru að renna upp, tímar stórhugs og fram- taks. Sama ár og þetta stór- virki var gert, Iauk fyrsti íslendingurinn verkfræði- námi við Fjöllistaskólann í Kaupmannahöfn. Þessi frum- herji ísl. verkfræðinga var Sigurður Thoroddsen (1863 —1955), sonur Jóns Thorodd- sens skálds og sýslumanns og Kristínar Þorvaldsdóttur“. Sigurður kom heim 1893 og gerðist landsverkfræðingur og gegndi því starfi til 1905, er hann varð kennari við Menntaskólann í Reykjavík og síðar yfirkennari. Verkfræðingarnir Jón Þor- láksson og Thorvald Krabbe höfðu forustu um stofnun VFI. Voru þeir valdir til þess á stofnfundi að semja laga- frumvarp og var Paul Smith þriðji maður, sem til þess var kjörinn. — Hins merka starfs félagsins verður væntanlega síðar getið, en hér ber að nefna þegar, að félagið hef- ur um áratuga sk§ið, eða frá 1912, gefið út tímarit, sem upphaflega hét Ársrit Verk- fræðingafélags íslands en síð- ar Tímarit Verkfræðingafé- lags íslands. í þessu merka tímariti eru m. a. Iýsingar á öllum helztu mannvirkjum, sem gerð hafa verið hér á landi á þessari öld og sagt frá undirbúningi þeirra og rannsóknum á auðlindum ís- lands. Enn fremur ber að nefna starf Orðanefndar, sem er hið merkasta, en orðastarf VFÍ mun mjög hafa ýtt und- ir það, að stjómarvöldin og Háskóli íslands létu það sig skipta. „Málið mótast af þeim atvinnuháttum, sem menn eiga við að búa, og breýtist með þeim“, segir í ritgerð Jóns magisters og er orð að sönnu. Ör vöxtur. Félagið hefur vaxið ört, einkum síðustu áratugina og eru félagsmenn nú 317, — eru 267 á íslandi, erlendis 50. Byggingaverkfræðingar eru 92, efnafræðingar og efna- verkfræðingar 45, skipa- og vélaverkfræðingar 46 og ýms Fyrsti íslenzki verkfræðing- urinn: Sigurður Thoroddsen. ir verkfræðingar, arkitektar og iðnfræðingar 35. — Ýmsar sérdeildir og stofnanir starfa nú innan VFÍ. Fulltrúar verkfræðingafé- laganna á Norðurlöndum eru gestir félagsins í tilefni af- mælisins. Til veglegs afmæl- ishófs er efnt fyrir félags- menn og gesti þeirra. Rúmleysis vegna eru eigi tök á að gera nánari grein fyrir þessu me.rka félagi að þessu sinni. Vísir óskar félaginu allra heilla á hálfrar aldar afmæl- inu. Nótt í Moskvu FjöEbreytt skemmtun í Austurbæjorbíó Enn er kominn hingað ágætur hópur listafólks frá Sovétríkjunum, nú á vegum Skrifstofu skemmti- krafta, og var fyrsta skemmtunin haldin í Austurbæjarbíó s.I. sunnu- dagskvöld, hin næsta á sama stað nú í kvöld. * Pétur Pétursson (fyrrv. útvarps- þulur) ávarpaði fyrst gesti og kvað skemmtun þessa upphaf að fjöl- breyttum skemmtunum með völd- um kröftum erlendum og innlend- um, sem skrifstofan myndi beita sér fyrir. Fyrstur gekk fram hröðum skref- um ungur maður og snaraðist að píanóinu, lék þrjú lög, sem báru því góðan vott, að pilturinn hafði vel lært að umgangast hljóðfærið ekki sízt fantasían eftir Chopin. Þessi ungi maður lék og á eftir undirleik við balletdans og söng úrvalssöngvara af mikilli kunnáttu. Ballet-mærin Nelly Navassardova kom næst fram á sviðið, dansaði tilbrigði úr ballettinum „Parls brennur", flögrandi létt, bærðist og kipptist eins og strá I golu, brosti eins og blómálfur. Þá birtist Maja Kochanova, frá Stanislavskyleik- leikhúsinu í Moskvu, myndarleg og lagleg stúlka, en svo mjög ung, að maður bjóst ekki við neinu stór- felldu. En það koma þá á daginn, að telpan hafði enga smáræðis rödd, glæsikóloratúra, sem hálf- dáleiddi gesti með hljóðlíkingum sinum, eins og í Næturgalanum eftir Kropivnitsky og svissneska þjóðlaginu Bergmál, og Sögur úr Vínarskógi eftir Strauss hljómuðu glitrandi úr munni hennar. Hún hefir mjög fallega framkomu og æskuþokka, og það var ekki sízt unun að sjá hana komast i stemn- inguna fyrir hvert lag, „falla I transinn" sem tilheyrði. „Gamall ósetískur dans“ hét næsta atriði. Fyrst kemur fram hár ungur mað- ur, myndarlegur í þjóðbúningi og hélt á harmóníku. Byrjar að leika, og þá sprettur fram lítili dansari grannur, leiftursnar, fer fyrst skeiðandi í hring. AJlir biða eftir dömunni, sem á að dansa með honum, en það verður nokkur bið. Þá kemur hinumegin inn á sviðið há stúlka og mjó, með hrafnsvart hár liggjandi í tveim fléttum niður að hnésbótum. Hún var eins og einhvér álfakroppur, svo stuttstíg í síðri blárri skikkju, að ekki sáust fætur hennar eða leggir hreyfast, heldur leið hún yfir sviðið eins og huldukona, líkast því sem hún rynni á hjólum. . Vitaskuld hlaut að koma að þvi, að hér heyrðist bassi og sá var ekki slappur, heitir Boris Masoun, þá var nú fyrst fullkomnuð rúss- nesk skemmtun, þegar þessi ungi maður með fimadjúpa og dimma rödd hefir sungið Sönginn um flóna og Móðurjörð mína eftir Daulkhanyan. Enn birtist ungur maður með harmoníku, flytur þjóð- lag og leikur sér að spænskum dans úr Svanavatninu eftir Tsjæ- kovsky, en þótt vel sé leikið, þá er harmónikan ekki fallin til að flytja „klassiska" músík. „Dans tveggja vina“ hét eitt atriði, fallegt og einlægt, það sýndust vera tvi- burar, þessi litlu karlar, sem döns- uðu, svo nauðalíkir voru þeir á vöxt og yfirbragð. Loks sungu allir lagið Nótt í Moskvu, sem fer nú eins og eldur í sinu um allar jarðir, og síðan þakkaði listafólkið góðar viðtökur með þvi að þeyta blómum fram í salinn og þakka áheyrendum ágæta stemning. — G. B. Hvanneyri missti af henni Það er sjaldgæft að rekast á „Mér finnst það satt að segja stúlkur, sem hafa áhuga fyrir dálítið einkennilegt. Það er eins að fara í bændaskóla. Við hitt- og unga fólkið hér hafi enga um þó eina nýlega. Heitir hún sómatilfinningu. Öllum er alveg Guðlaug Karlsdóttir, 19 ára að aldri og ekki sérlega fjósakonu- leg í útliti. Faðir hennar er Karl Ó. Runólfsson tónskáld. „Hvenær vaknaði áhugi þinn á búskap?“ „Ég hef alltaf haft gaman af sveitastörfum. Ég var i sveit á sumrin, þegar ég var yngri og hafði ákaflega gaman af. Þegar ég var 13 ára datt mér fyrst í hug að fara í bændaskóla. Foreldrum mínum leizt ekki sérlega vel á hugmyndina, ?n þau vöndust henni smám sam- an.“ „Hvenær sóttir þú um inn- göngu?” i „Ég skrifaði Guðmundi Jóns- syni, skólastjóra á Hvanneyri, þegar ég var sextán ára. Hafði ég skömmu seinna tal af hon- um þegar hann kom til Reykja- víkur. Hann var ákaflega elsku- Iegu við mig, en mjög tregur til að taka mig í skólann. Taldi hann á því öll vandkvæði, svo sem það að skólinn hefði engin húsakynni til að taka kven- fólk, og strákarnir svæfu allir í einum skála. Loks féllst hann þó á að taka mig í bóklegt nám 1 skól- anum, en ekki verklegt. Vildi hann gera það með þeim skil- yrðum að ég útvegaði mér sjálf húsnæði hjá einhverjum á staðn um og bauðst til að vera mér hjálplegur við að útvega það. Ekki vildi ég þó ganga að þessu. Þetta er ekki hálfur lær- dómur nema maður fái að vera með í öllu. Raunar skil ég ekki hvers vegna ég skyldi ekki taka þátt í verklegu námi. Þetta eru þó störf, sem hver einasta sveitakona verður að vinna við og fæst enginn um það.“ „Gætir þú hugsað þér að giftast bónda, sem kannske byggi á afskekktum stað?“ „Það fer allt éftir því hvort ég væri hrifin af honum. Mér þykir gaman að öllum sveita- verkum og ég fæ ekki séð að það ráði hamingjunni hvar mað- ur er staðsettúr. Mér þykir meira að segja gaman að moka flór, þó að sumum kunni að þykja það ótrúlegt." „Hvað gerðir þú eftir þessi málalok? • „Mér var skömmu seinna boð in vinna i Bandarikjunum og tók ég henni. Skömmu eftir að ég fór út hringdi skólastjórinn á Hólum til foreldra minna og bauð mér skólavist. Þá var það of seint en það er alls ekki út- séð um þac enn hvort ég geri þetta seinna.“ „Hvernig finnst þér að koma heim eftir að vera í Bandaríkj- unum?“ Guðlaug Karlsdóttir. sama um allt, bæði hvað það sjálft og aðrir gera. Rétt eftir að ég kom heim fór ég til dæm- is á dansstað og ég fékk ekki betur séð en að annar hver maður væri með einhverskonar eiturlyf. Þótti þetta sjálfsagður hlutur. Þetta varð éjj aldrei vör við, þegar ég var síðast heima fyrir sjö mánuðum. Annars finnst mér mun skemmtilegra að skemmta mér með íslending- um en Amerikönum. íslenzkir karlmenn eru miklu frjálslegri en amerískir og auk þess hafa þeir amerísku tilhneygingu til að vera mömmudrengir." „Hvert er erindi þitt til ís- lands?“ „Ég er hér sannarlega ekki í skemmtiferð. Ég fór til tann- læknis í New York og lét taka mynd af tönnunum í mér. Spurði ég hann síðan hvað myndi kosta að gera við þær. Ég gat ekki talað þegar ég heyrði svarið. Hann sagði að það myndi kosta þúsund doll- ara , sem er um 43 þúsund fs- lenzkar krónur, og þó var þetta ekki dýrari tannlæknir en ger- ist og gengur. Með því að koma heim spara ég mér um fimm hundruð dollara, þegar fargjöld eru reiknuð með.“ Það sem hér birtist ætti að verða ógiftum bændasonum til mikillar uppörvunar og Hvann- eyrarskóla til ævarandi eftir- sjár. <WWWS/VAAAAA/VNAA/WWWWWWW\AA/S/WW> I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.