Vísir - 18.04.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 18.04.1962, Blaðsíða 16
¥ISIR Miðvikudagurinn 18. apríl 1962. Sólbaðað skíðaland Hundruð manna eru á skíða- vikunni, sem fram fer um þess ar mundir á Akureyri í sam- bandi við Skíðalandsmót ís- lands. Þessa mynd tók ljósmynd ari Vísis Mats Wibe-Lund af Hlíðarfjöllunum, þar sem skíða- mótið fer fram. Landið er snævi þakið og sólin baðar hlíðarnar. Á myndinni sem er tekin úr lofti í gær, sézt hinn nýi og glæsilegi skíðaskáli Akureyr- inga. MBF borgaði 4,34 á lítra Aðalfundur MBF var haldinn í Aratungu í gær og sátu hann um 500 manns, en það er öllu minni sókn en á fyrri fundum. Borgarstjórnarlisti Sjálfstæðis- fíokksms samjiykktur / gær Það kom meðal annars fram á fundinum, að mjólkurverðið til bænda á framleiðslusvæði mjólkur- búsins, nam kr. 4,34 á lítra á síð- asta árj. Þar frá dregst svo flutn- ingskostnaður að stöðvarvegg, en hann mun hafa numið allt að 75 aurum á lítra, ef miðað er við þá framleiðendur, sem lengst eiga að sækja í búið. Á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðis félaganna í gærkvöldi var listi Sjálfstæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar í vor sam- þykktur. Höskuldur Ólafsson, bankastjöri hafði orð fyrir kjör- nefnd og bar fram listann. Er hann birtur á forsiðu blaðsins í dag. Fundarstjóri var Jóhann Hafstein alþm. ,og minntist hann í fundar- MAGNUS KJARAN, stórkaupmaður, látinn. Magnús Kjaran stórkaup- maður varð bráðkvaddur að heimili sínu, Hólatorgi 4, skömmu eftir hádegi í gær, og skorti þá tvo daga á 72. aldursár. Magnús fæddist í Vælu- gerði f Flóa 19. apríl 1890, sonur Sigríðar Pálsdóttur og Tómasar Eyvjndssonar. Þau fluttust til Reykjavíkur rétt eftir aldamótin og skömmu síðar gerðist Magnús starfs- maður Th. Thorsteinsson, sem segja má,' að hafi alið upp marga þeirra manna, er síðar urðu mestir umsvifa- ménn á sviði kaupsýslu hér og víðar. Magnús varð síðan Framh. á 2. síðu. byrjun Magnúsar Kjarans stórkaup manns. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hinn látna. Nokkrar umræður urðu um álit- kjörnefndar og tóku til máls þeir Guðmundur H. Guðmundsson sjó- maður og Bjarni Guðbrandsson, pípulagningarmaður. Breytingartil- lögur komu ekki fram við listann og var hann samþykktur meðöllum greiddum atkvæðum gegn þremur. Þá tók Geir Hallgrímsson borgar stjóri til máls. Þakkaði hann það traust, sem honum og öðrum full- trúum á listanum væri sýnt. Þakk- aði hann og þeim fulltrúum, sem I hverfa af listanum fyrir góð störf í borgarstjórninni á liðnum árum. Minntist hann þess sérstaklega að Gunnar Thoroddsen hverfur nú úr borgarstjórn eftir 24 ár. Þakkaði hann honum fyrir mikil og heilla- drjúg störf í þágu höfuðborgarinn- ar. Þá vék borgarstjóri að áróðri andstæðinganna og bað alla Sjálf- 1 dag fóru fram þinglausnir á Alþingi. Friðjón Skarphéðinsson forseti gaf yfirlit yfir störf þings- ins á fundi Sameinaðs þings í dag. Með þessu er lokið einu athafna- samasta þingi, sem einkennzt hefur af óvenju mörgum merkum málum er samþykkt hafa fengið. Samt vóru umræður á þinginu ó- venjulega stuttar og virtist það stafa af því að stjórnarandstaðan var fremur máttvana og hafði hún Iítið fram að færa af raunhæfum umbótamálum. Það var sjaldgæft á þcssu þingi, að kommúnistar héldu uppi löngu málþófi eins og þeir hafa þó gert oft áður. Þingið stóð samtals í 178 daga. Það hófst 10. okt. og stóð til 19. desember, síðan var fram haldið 1. fébrúar til 18. apríl. Stjórnarfrumvörp voru samtals 84. Voru 44 lögð fram í Neðri deild, 38 í Efri deild og 2 í Sam- einuðu þingi. 74 þeirra voru af- greidd sem lög, 1 afgreitt með rök- studdri dagskrá en 9 urðu ekki út- rædd. Þingmannafrumvarp voru 57. Voru 43 lögð fram f Neðri deild en 14 í Efri deild. Ber að geta þess að 8 þeirra voru lögð fram af nefnd, þar af 4 að beiðni ríkisstjórnar- innar. Af þeim voru 14 frumvörp samþykkt sem lög, 1 fellt, 4 af- greidd með rökstuddri dagskrá en 33 urðu ekki útrædd. Fundir í Neðri deild og Efri deild voru jafn margir. eða 98, en í Sam- einuðu þingi 58. Fyrsta stjórnarfrumvarpið, sem lá fyrir þinginu var fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1963, en þar var gert ráð fyrir allverulegúm sparnaði í opinberum rekstri. Síð- an rak hvert umbótafrumvarpið annað flutt af ríkisstjórninni, eða að hennar beiðni. Án þess að telja þau upp í þeirri röð, sem þau komu fram má nefna laskkun aðflutn- ingsgjalda á fjölmörgum nauðsynja vörum, lækkað verðlag í landinu, frv. um tekjustofna sveitarfélaga, en með því^var bæjar- og sveitar- félögum séð fyrir nýjum og ör- uggum tekjustofnum til að mæta vaxandi útgjöldum vegna aukinnar starfsemi. Með frumv. um stofn- lánadeild landbúnaðarins var lána- sjóðum landbúnaðarins bjargað frá algjöru gjaldþroti og sjávarút- Framh. á 2. ,síðu. stæðismenn að vera vel á verði. Herbragð andstæðinganna værí nú greinilega það að láta sem svo að Sjálfstæðismenn væru vissir með sigur og vildu þeir með því slæva baráttuhug Sjálfstæðismanna. En verum vel á verði, sagði borgar- stjóri, og vinnum að kappi að stór- sigri Sjálfstæðisflokksins. Kjósum samhenta meirihlutastjórn, en ekki glundroðastjórn vinstri flokkanna. Bjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra ræddi nokkuð um listann og sagði það stolt og ánægju Sjálfstæðismanna, að þeir hefðu svo mörgum góðum mönnum á að skipa, að þeir gætu stillt upp mörg un listum, sem ef ril vill væru jafngóðir þeim sem nú hefði verið samþykktur. Hvatti .hann Sjálf- stæðismenn til þess að standa fast saman í komandi átökum og minn/i á það hverskonar örlög Reykjavík væri búin ef svipuð stjórn sæti að völdum í borginni og vinstri stjórnin 1958. ISamþykktj Eitt af merkari frumvörpum S ríkisstjórnarinnar, frumv. um < kjarasamninga opinberra starfs- S manna varð að lögum á Alþingi c í gær. Með því er eins og kunn- > ugt er viðurkenndur samnings-- c réttur opinberra starfsmanna og S launalög félld úr gildi. Bandalag c starfsmanna ríkis og bæja hafði > lýst stuðningi sínum við frum- c varpið svo að það átti greiðanS aðgang gegnum þingið. c V í SI R kemur ekki út laugardag- inn fyrir páska, þar sem þá er ekki unnið í prent- smiðjum. Næsta blað kem- ur út n.k. þriðjudag, 24. þessa mánaðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.