Vísir - 18.04.1962, Page 8

Vísir - 18.04.1962, Page 8
3 VÍSIR Miðvikudagurinn 18. apríl 1962. Otgefandi: Blaðaútgatan VtSIR Ritstjóran Hersteinn Pálsson. Gunnai G Schram. Aðstoðarritstjóri: A>:e) Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 178 Augiýsinga: og afgreiðsla: higólfsstræti 3 Áskriftargjald er 45 krónur mánuði f lausasöiu 3 kr. aint Simi 11660 (5 Hnur). Prentsmiðja /isis — Edda h.f ------------------------------------------------------/ Daufar undirtektir Forsprakkar kommúnista eru nú að athuga mögu- leikana á að efna til verkfalla með vorinu eða um það bil, sem síldarvertíð á Norður- og Austurlandi geng- ur í garð. Fara þeir nú milli verkalýðsfélaga og bera saman bækur sínar um það, hvort unnl muni að ota verkamönnum út í verkfallsbaráttu einu sinni enn — annað árið í röð. Ekki er þessum spellvirkjum gegn hagsmunum þjóðarinnar þó hvarvetna vel tekið, og mátti meðal annars heyra það á fundinum í Dagsbrún, sem hald- inn var á sunnudaginn, að sumir foringjar kommún- ista eru hræddir við þetta gamla vopn sitt, verkfalls- vopnið. Á fundinum gerðust nefnilega þau tíðindi, að formaður Dagsbrúnar, sem jaffmframt er einn af þing- mönnum kommúnista vildi alls ekld taka undir hót- anir flokksbræðra sinna, sem fram voru settar við umræðurnar um „eldhús5ð“ á Alþingi í vikunni sem leið. Hann tók einmitt fram, að ekki væri ætlunin — þrátt fyrir stóru orðin — að effna til verkfalla. í þessu sambandi verða menn þó að haffa í huga, að fforustumenn félaga almennra verkamamna eru í allt annari aðstöðu en forimgjar Ihiinma faglærðu verka- manna. Ríkisstjórnin hefir nefmilega tillcynnt Alþýðu- sambandinu, að hún sé fús til að beita sér fyrir því við samtök atvinmurekemda, að hinir Iægst launuðu fái nokkra kauphækkun, en vill hims vegar sporna gegn því, að um almemna kauphækkun verði að ræða, þar sem henni fylgir að sjálfsögðu verðbólguhætta. Lægst Iaunuðu Dagsbrúnarmenn geta með því móti gert sér vonir um kjarabætur án verkfalls. Þess vegna eiga kommúnistar erfitt með að réttlæta tillitslausa verkfallsbaráttu, sem gæfi aðeins „hagnað“, er yrði samstundis upp etinn með hækkuðu verðlagi nauð- synja. Skammarleg yfirlýsing Verkamenn sem aðrir munu hafa undrazt þá óskammfeilnu yfirlýsingu, sem borizt hefir frá stjóm Alþýðusambandsins um það, að ekki sé í verkahring þess að sjá um bætt kjör hinna lægst launuðu. Um hvern eða hverja ætti stjórn ASf að hugsa frekar en einmitt~þá, sem verst standa að vígi? Þeir menn, sem gefa út aðra eins yfirlýsingu og þá, sem stjóm ASÍ hefir látið frá sér fara, geta ekki héðan í frá tal- izt ábyrgir verkalýðsforingjar. Og það er rétt að verkamenn minnist þess í sömu andránni, að þegar ríkisstjómin gekk frá viðreisnar- tillögum sínum fyrir rúmum tveim árum, taldi hún það einmitt helzta hlutverk sitt að gæta þess sérstak- lega, að ráðstafanimar kæmu léttast niður á þeim, sem erfiðasta eiga lífsbaráttuna. Það er fróðlegt að bera það saman við hina skammarlegu yfirlýsingu Hannibals Valdimarssonar og félaga hans. Frá höfuðkirkju kristninnar, Péturskirkjunni í Róm, mun páskaboðskapurinn hljóma nú sem endranær. \ Elzta hátíð kristninnar í vitund flestra íslendinga og mildu fleiri kristinna nianna eru jólin mcsta og dýrlegasta há- tið ársins. Frá öndverðu hafa þó páskarnir verið höfuð- hátíð kristninnar, og er svo enn í fjölmörgum löndum. Páskarn- ir eru líka elzta kristna hátið- in, og teknir í arf frá Gyð- ingum, svo aldur þeirra og upp- runi er í óvissu. Hinn raunveru- legi uppruni páskahátíðarinnar er eldri en sögulegar heimiidir ná. í elztu ritum Gamlatestament isins er hátíð þessi kölluð „há- tið hinna ósýrðu brauða“. Um það hátiðahald segir svo í II. Móseb.23:15: „Þú skalt halda há tíð hinna ósýrðu brauða, sjö daga skalt þú eta ósýrt brauð, eins og ég hefi boðið þér, á ákveðnum tíma i abíb-mánuði“. Heitið páskar virðist aftur á móti vera tengt þeim sið að slátra lambl til fórnar fyrstu nótt hátíðarinnar. Margt bendir því til, að hér hafi upprunalega verið um tvær hátíðir aö ræða, sem síðar hafi sameinazt i eina. Hafi önnur hátíðin verið upp- skeruhátíð til að fagna hinum nýja jarðargróða, en hin hirð- ingjahátíð til tryggingar frjó- semi fénaðarins. Síðar verður há tíðin tengd minningunni um hina undursamlegu frelsun Gyð ingaþjóðarinnar undan ánauð- arokinu í Egyptalandi. hans tengja páskahaldið fljót- lega minningunni um upprisu hans og sigur yfir synd og dauða. Um miðja 1. öld eftir Krist má finna vott um kristið páska- hald hjá hinum fyrstu söfnuð- um. Á undan sjálfu páskahald- inu fór fasta, undirbúningstími, sem náði hámarki sínu nóttina eftir séra Kristján Róbertsson Eins og sjá má af tilvitnun- inni hér að ofan, mun hátíðin hafa verið haldin í hinum kan- verska vormánuði Abib, en sam- kvæmt babylónsku tímatali ber það upp á 14. Nisan, eða fyrstu tunglfyllingu eftir vorjafndæg- ur. Samkvæmt frásögn guðspjall- anna fylgdi Jesús hinum fomu gyðinglegu hátíðasiðum varð- andi páskahaldið, en lærisveinar fyrir páskadag. Þá var hin svo- kallaða páska-vaka (vigilia). Var það helgihald fólgið í bæna- haldi, söngvum, Iestri heilagra ritninga og endaði með heilagri kvöldmáltið undir morgun á páskadegi. Þannig urðu páskam ir í kristinni trúarvitund Sollem nitas sollemnitatum, hátíð há- tíðanna, enda vom þeir oft nefndir aðeins HÁTÍÐIN. Um árið 100 eftir Krist er páslca- hald orðið almennt og útbreytt meðal kristinna safnaða, eins og sjá má af hinni merkilegu kirkju sögu Eusebiusar. En áður en langt um leið hófst innan kirkjunnar hörð deila um það, hvenær halda skyldi páska í kristnum dómi. Austurkirkjan héit fast við 14. Nisan, án tillits til vikudaga, en Vesturkirkjan hélt fast við sunnudaginn eftir 14. Nisan, og rökstuddi það með þvf, að þar sem Kristur hefði risið upp á sunnudegi, væri ekki hægt að minnast upprisu hans annan vikudag. Á kirkjuþinginu f Ni- keu 325 var Ioks ákveðið að halda páska fyrsta sunnudag eftir fyrstu tunglfyllingu eftir vorjafndægur. Samkvæmt þessu geta páskamir verið fyrst 22. marz, en sfðast 25. april, og hefir sú skipan haldizt. Þegar komin var föst skipun á páskahaldið, efldist hátíðin mjög. Var þá meiri áherzla lögð Á liðnum öldum hefir páskaboðskapurinn hljómað í hinum á föstuna, undirbúningstímann, lágreistu musterum íslands. Hér er mynd af einu þessara sem þá um Ieið varð að minn- mustera — Hofskirkju í Öræfum. Framh. á 9. síðu. I ! I I | i | | í I’ i II .1 v •' I ■ I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.