Vísir - 18.04.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 18.04.1962, Blaðsíða 15
Miðvikudagurinn 18. apríl 1962. V 'SIR 15 CECIL SAIN7-LAUREN7 * * KAROL (CAROLINt CHERIE) 17 róleg, en de Tourville kennslu- kona var svo æst á taugum, að það raskaði gersamlega ró þeirra. Hún uppmálaði fyrir þeim hættur þær, sem verða myndi á leið barnanna, — skríll- inn myndi Ieika þau grátt, guð einn mætti vita hvernig þetta færi, og þar fram eftir götunum. Upp úr þessu fóru þau að hnakk- rífast út af því hver bæri ábyrgð ina á því, að þau fengu að fara inn í borgina, já, og Pataud líka. Og þeim fannst það ganga kraftaverki næst, er börnin komu svo allt í einu. Taugar markgreifafrúarinnar komust þegar í samt lag á ný og lýsti hún yfir, að af þessu mættu þau læra, og yrði að gæfla þess, að þau lentu ekki í hættu í hvert sinn og eitthvað uppþot yrði g^rt eða bylting, og væru nú þeir . tímar, að heppilegast væri, að koma þeim fyrir utan heimilis- ins, Henri í skóla og Karolínu ; í klaustur. De Tourville kennslukona Hreinsum allan fatnað Hreinsum vel Hreinsum fljótt Sækjum - Sendum Efnalaugm LINPIN m. Hafnarstræti 18 Skúlagötu 51 Sími 18820. Sími 18825. hreyfði engum mótmælum, er hún komst að því, að átti að segja henni upp starfinu, og var hún ánægð að geta nú sinnt Louise einvörðungu. V. Það var októberdag nokkurn, sem Karolína kom í klaustrið. Það stóð við Neuve Saint- Etienne-veginn í Fauborg Saint- Marcel. Hún var dálítið utan við sig, er hún kyssti móðir sína og var engan veginn hrifin af að fara í klaustrið, en ánægð undir niðri yfir að fara að heiman, því að henni fannst húsið við I Saint-Dominique götuna æ and- j styggilegra. Hún þráði og sam- . vistir við stúlkur á sínum aldri. | Þegar næsta morgun hófust kynni hennar við skólafélagana, Þeim var skipt í tvær bekkjar- deildir, í annari voru telpur inn- an tíu ára, en í hinni telpur og ungar stúlkur allt að átján ára. Alls voru um 50 telpur og ungar stúlkur í klaustrinu, allar af að- alsættum og frá efnaheimilum. Nunnurnar komu vinsamlega fram við þær og voru alls ekki strangar við þær. Þegar fyrsta daginn veitti hún athygli ungri stúlku, sem var dálítið eldri en hún. Hún hreifst sannast að segja þegar af fegurð hennar. Hún var Ijós á hár og hörund, herðarnar fagrar, og til- lit hennar dreymandi, — hún virtist mjög hugsi tíðum og það var eins og hugur hennar leitaði, langt, langt burt. Hún reyndi var færnislega uð afla sér upplýs-; inga um hana og komst að því, að hún var dóttir spænsks aoals j manns og franskrar konu hans,' sem látist hafði nokkrum árum j áður. Faðir hennar var sendi- j herra eða sendiráðsmaður og á j sífelldum ferðalögum og hafði komið henni fyrir í klaustrinu fyrir tveimur árum og heimsótti hana mjög sjaldan. Karolína leit svo á, að stúlkan væri mjög einmana og lét í ljós samúð með henni, og furðaði sig á hve hinar stúlkurnar urðu kuldalegar, er hún lét samúð sína í ljós. — Þú ættir ekki að hafa mikið saman að sælda við Inezi, sagði ein þeirra. Það hefur sjaldnast haft nokkuð gott í för með sér. — Heitir hún Inez? — Já, Inez Mirandas. — Það er fallegt nafn. Og hvers vegna ætti ég að forðast hana? — Spurðu hana sjálfa — eða heldur priorinnuna. Næstu vikurnar reyndi Karo- lína að komast í nánari kynni við þessa stúlku. í borðsalnum reyndi hún ávalt að koma því svo fyrir, að hún gæti setið andspænis henni, og rétt henni eitthyað, sem hún hélt að hana langaði í, er hún renndi augun- um yfir borðið. Inez þekkaði henni þá kurteis lega og vingjarnlega, en leit ann ars vart á hana, en svo kom tilviljunin henni einn dag til hjálpar. Stúlka, sem verið hafði herbergisfélagi Inezar varð að fara úr klaustrinu skyndilegá, því að faðir hennar hafði verið skipaður hérðasstjóri í Langue- doc. Karolína fór þá á fund nunnunnar, sem var ráðskona klaustursins, en hún hafði allt af sýnt hénni vinsemd, og bað um að fá verða herbergisfélagi Inezar. Nunnan varð fyrst dálit ið óróleg vegna ákefðar Karo- línu, en hún sagði þá, að sök- um þess að hún væri upp alin úti á landi, saknaði hún garða og gróðurs, en gluggar herberg- is Inezar vissu út að garðinum, , og hrærð yfir þessari ást til nátt- ! úrunnar lét nunnan þetta eftir j henni og þegar sama kvöldið háttaði Karolína í rúmi stúlkunn ar, sem farið hafði úr klaustrinu þá um morguninn. Venja var, að nunnurnar vöktu stúlkurnar klukkan sjö að morgni og opnuðu dyrnar hjá þeim. Aðeins eitt skyggði á ham ingju Karolínu og það var, að þær voru þrjár í herberginu. Þriðja stúlkan hét Antionetta de Massé. Hún reis fyrst á fætur þegar næsta morgun. Milli glugg anna stóðu tvö borð og á hvoru um sig kanna með vatni og þvoði Antoinetta andlit sitt, háls þvottaskál. Skjálfandi af kulda og hendur, án þess að fara úr langa hvíta náttkjólnum sínum, ; klæddi sig svo fljótlega og fór j út og niður í borðsalinn. j Karolína lá með hálflukt augu | og hugsaði sem svo, að þær J Inez og Antoinette hlytu að I fyrirlíta hvor aðra. Undir eins ' og Antoinette var farin reis Inez á fætur og gekk að borðinu, og Karolína gerði þá slíkt hið sama, Þær stóðu þarna þöglar hlið við hlið meðan þær þvoðu sér. Karolína áræddi ekki að mæla GÚSTAF ÚLAFSSON hæstaréttarlögmaður Austurstræti 17 . Sími 13354 SIGURGEIR SIGURJONSSON hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstota Austurstr. 10A . Sími 11043 Gleðilegt sumar! Heildverzlun Árna Jónssonar hf, Aðalstræti 7 Gleðilegf sumar! Fiskverzlun Hafliða Baldvinssonar Hverfisgötu 123 Gleðilegt sumar! Iðunn hf. Reykjavík Gleðilegt sumar Tóledó, Reykjavík. Gleðilegt sumar! Sjóklæðagerð Islands hf. Gleðilegt sumar! Sælgætisgerðin Víkingur Gleöilegt sumar! ísam hf. — Landleiðir hf. Tjarnar- götu 16 Gleðilegt sumar! Kexverksmiðjan Frón hf. Gleðilegt sumar Svanur hf, Gleðilegf sumar! Björgvin Schram Gleðilegt sumar! Félagsprentsmiðjan hf. Gleðilegt sumar! Sútunarverksmiðjan hf. Reykjavík Gleðilegt sumar! Gólfteppagerðin hf. Reykjavík Gleðilegt sumar! Flugfélag Islands hf. Gleðilegt sumar! Blikksmiðjan Grettir, Reykjavík, Gleðilegf sumar! Sæla Café Brautarholti 22 Gleðilegt sumar Stálumbúðir hf., Reykjavík. sumar Trygging hf. Vesturgötu 10 Gleðilegt sumar! Chemia hf. — Sterling hf. Gleðilegf sumar! Prjónastofan Hlín Gleðilegt sumar! Afgreiðsla smjörlíkisgerðanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.