Vísir


Vísir - 07.05.1962, Qupperneq 4

Vísir - 07.05.1962, Qupperneq 4
VISIR Mánudagur 7. maí 1962. 1600.000.000.00 á ári í ríkissjóð Það væri ekki aldeilis baga- legt fyrir ríkissjóð Islands ef hann gæti með nýrri útflutnings grein aukið tekjur sín. r sem næmi 1600 milljónum króna ár hvert. En um þetta mái fjallar „viðtal dagsins“ í dag og sá sem orðið hefir, auk blaðamannsins er Jónas Sveinsson læknir. Jónas Sveinsson er ekki að- eins kunnur og dugandi læknir, sem vakir og bærist með sjúkl- ingum sínum frá því eldsnemma á morgnana og langt fram á kvöld, heldur er hann áhuga- maður um ýmis framfaramái þjóðarinnar og skortir á því sviði hvorki hugdettur né bjart- sýni. Eitt af höfuðáhugamálum hans, og vafalaust einnig í röð þeirra merkustu, er að flytja rafmagn frá íslandi á erlendan markað. Það eru mörg ár liðin frá því er Jónas Sveinsson tók að hamra á þessu í blöðum Iands ins, en fyrst nú hefur hugmynd hans fengið byr undir báða vængi cr raforkumálastjóri, Jakob Gíslason ræddi þennan möguleika á nýafstöðnu móti verkfræðinga hér í Reykjavík. Það var i tilefni af þessu að Vísir leitaði fundar Jónasar Sveinssonar læknis til að fá nán- ari skýringu og greinargerð fyr- ir áhugamáli hans. — S'aga málsins er stutt, enn sem komið er, sagði Jónas. Ég vakti á sínum tíma athygli á því hér heima, með því að minn ast á það einhversstaðar í blaði, ennfremur skrifaði ég um það í ensk og dönsk blöð og hélt loks erindi um málið fyrir ame- ríska verkfræðinga á Keflavík- urflugvelli. Auk mín hefur Val- garð Thoroddsen verkfræðingur haldið erindi, endur fyrir löngu, um útflutning rafmagns frá Is- landi, og nú síðast vakti Jakob Gíslason raforkumálastjóri at- hygli á því á nýafstöðnu verk- fræðingamóti í Reykjavík. Að þessu undanteknu virðist mál þetta enga athygli hafa vak, ið hér á landi og sætir það í raun og veru mikilli furðu, þvf það munu nú vera 16 ár liðin frá því fyrst var getið um tæknilegan möguleika á því að flytja raf- magn yfir útsæ og um óra fjar- lægðir — Hvar var það? — Það var í fréttablaði (Mitteilungen) frá hinu heims- kunna svissneska stóriðjufyrir- tæki Brown Boveri, og þrem ár- um seinna í „EIektroteknikeren“ í Svíþjóð. Er þar bent á alger- lega nýja tækni þar sem há- spenntum riðstraumi er breytt í háspenntan jafnstraum og þann- ig gert mögulegt að flytja raf- straum geysilegar vegalengdir, jafnt í sjó sem á landi. — Fékkstu upp úr því áhuga fyrir þessu máli? — Eiginlega strax við lestur þessarra greina, og sá áhugi hef ur farið vaxandi með hverju ár- inu sem líður. Ég þóttist strax eyja möguleikann á því að flytja raforku frá íslandi til ná- grannalandanna með stórfelld- um hagnaði. Ég kynnti mér mál- ið frá rótum, las allt um það, sem ég komst yfir og tók loks í mig kjark að ná fundi meistar- anna sjálfra, þ. e. „toppanna" á þessu sviði og tala við þá um málið í eigin persónu. — Hverjir voru meistararnir? — Það voru fyrst og fremst forstjórar Brown Boveri í Sviss og svo aðalframkvæmdastjóri heimsfirma ASEA í Vesteraas, sem liggur skammt frá Stokk- hólmi. Þær eru ekki fáar ferðirn- ar, sem ,ég hef farið þangað til að ræða við dr. Uno Lam, sem sennilega á mestan þátt i þess- ari nýju tækni. Jónas Sveinsson — Svíar hafa sjálfir reynt hana? — Já’, vissulega. Þeir eru ekki seinir á sér í þeim efnum og mig minnir að það hafi verið fyrir 10 árum, sem þeir lögðu rafstreng, um 100 km langan, yfir til Gotlands. Það vakti heimsathygli á sinum tíma, Síð- an hefur dr. Lam verið óþreyt- andi að leggja ráðin á og annast framkvæmdir á raflögnum víða um heim, m.a. milli tveggja eyja á Nýja Sjálandi, yfir hin miklu vötn á landamærum Kanada og Bandaríkjanna, yfir Ermarsund og nú síðast yfir Adriahafið. Auk þessa hefur hann um skeið verið aðalráðunautur rússnesku ráðstjórnarinnar um notkun þessarar tækni bæði á sjó og á landi. Aðferðin er þegar full- reynd og hin tæknilega hlið hef- ur aldrei bilað til þessa. í stuttu máli: þarna hefur verið sannað svo ekki verður um villzt að fundin hefur verið upp tæknileg aðferð sem gjörbreytir flutningi tveim árum. „A big business for Iceland", sagði hann. En svo ég víki aftur að um- mælum Jakobs raforkumála- stjóra á verkfræðingamótinu — en hann er maður sem sjaldan segir meira en hann getur stað- ið við — þá taldi hann að ef við flyttum 500 þúsund kw til Eng- lands myndi það gefa íslending- um og Bretum sem næmi 2 — 300 millj. kr. í hlut. — Hvers vegna að skipta ágóðanum með Bretum? Hví ekki að sitja einir að honum? Við höfum nóg af öðrum viðskiptavinum og eig- um að eiga þetta fyrirtæki ein- ir og óháðir öllum öðrum. — Hvað vakir fyrir þér í þessu efni og hvaða aðilum öðr- um en Bretum eigum við að selja raforku? — Á fundi með nokkrum for- stjórum og sérfræðingum ASEA fyrir tveim árum var reyndar talað um þann möguleika að við seldum raforku til Bretlands. En það var lfka minnzt á þann möguleika að flytja raforkuna frá íslandi til Noregs og þaðan landleiðina yfir til Svíþjóðar, sem skortir æ meiri orku með hverju árinu sem líður. Loks var ræddur sá möguleiki að leggja rafmagnsstreng alla leið til Dan- merkur, sem yrði mun dýrara. — Hvern af þessum möguleik um telur þú sjálfur heppilegast- ahn? . ,. — Eftir að þÍssár ufcnraéður fóru fram í Svíþjóð þefur það skeð í þessu máli að Norðmenn hafa risið upp til handa og fóta með virkunarframkvæmdir til þess eins að selja raforku úr landi, og þá að sjálfsögðu til meginlands Evrópu. Þeir ætla sér að leggja rafmagnsstreng yfir Kattegat og sameinast þann ig rafmagnskerfi Evrópu, en með því batnar aðstaða þeirra stórlega einmitt nú þegar þeir eru í þann veginn að gerast að- ilar að efnahagsbandalaginu. Þetta er út af fyrir sig mikil tíð- indi og benda íslendingum á þá miklu möguleika sem fyrir hendi eru hjá okkur, enda skilyrði til virkjunar vart betri í nokkru öðru nágrannalandi, vegna mögu leika til vatnsmiðlunar. Kostnaður við lagningu raf- á raforku, og gerir það tiltölu- lega auðvelt, sem áður var nær óframkvæmanlegt. — Hvernig getum við islend- ingar hagnýtt okkur þessa tækni? Telur þú að við getum flutt raforku til annarra landa og þannig að það verði hag- kvæmt fyrir okkur? — í því efni skírskota ég til ummæla Jakobs Gíslasonar raf- orkumálastjóra, sem hann við- hafði á verkfræðingamótinu á dögunum, ef blöðin hafa skýrt rétt frá. Hann telur að um mik- inn hagnað fyrir okkur geti ver- ið að ræða, og þau ummæli hans eru mjög eftirtektarverð. Ná- kvæmlega það sama sagði dr. Uno Lam við mig, er þetta mál bar á góma á fundi sérfræðinga hjá ASEA í Vesteraas fyrir til gagns. Með því að beizla orku þeirra myndum við fá 1600 millj. kr. tekjur ár hvert. Við þá tekjulind mætti bæta drjúg- um skildingi með því að bæta einhverri stóránni á Suðurlandi í hópinn. Að hér sé farið með rétt mál í höfuðatriðum þarf naumast að efa, fyrst og fremst með skír- skotun til ummæla Jakobs Gísla- sonar raforkumálastjóra, en í öðru og þriðja lagi vegna þess að útreikningar sem ég hefi í höndunum og áætlanir frá Brown Boveri í Ziirich hljóða ná kvæmlega upp á þetta sama. — En hvaðan verður fjár- magn að fá £ aðra eins stórfram- kvæmdir? Ekki geta lslendingar staðið undir þeim af eigin ram- leik. Yrðum við ekki að gera erlenda aðila meðeigendur að fyrirtækinu? — I' þessu máli er og verur aðeins um einn möguleika að ræða, þann að íslendingar — þ. e. íslenzka ríkið — eigi þetta mannvirki sjálft og án íhlutunar nokkurs erlends aðila. Það á að starfrækja fyrirtækið fyrir eigin reikning og njóta teknanna af því einsamalt. Ég fyrir mitt leyti tel að því tvennu sé hægt að slá föstu, að þetta er tæknilega framkvæman- legt og ennfremur að unnt sé að Framh. á 10. síðu. magnsstrengs til Englands er á- ætlaður 17 millj. sterlingspund, og sennilega um þriðjungi meiri til Danmerkur. Sá kostnaðarmis munur ætti ekki að skipta máli, því þar með værum við komnir á markaðssvæði Mið-Evrópu og sætum þá einir að hagnaðinum af þeim viðskiptum. — Hvað geta íslendingar flutt út mikla raforku? — Ef við tækjum okkur til og virkjuðum öll vatnsföll á Norður- og Norðausturlandi, þ. e. árnar í Húnavatnssýslu, Skagafirði og allt austur að Jök- ulsá á Brú, myndum við, að því er fróðir menn hafa tjáð mér fá um 2 millj. kw orku. Fram til þessa hafa ár þessar runnið til hafs án þess að vera nokkr-’ um manni á einn eða annan hátt Myndin sýnir gerð sæ-rafstrengsins

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.