Vísir - 07.05.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 07.05.1962, Blaðsíða 9
Mánudagur 7. maí 1962. VISIR 9 Störf vinnumáhfull- trúu Reykjuvíkur Óhjákvæmileg afleiðing þess að borgir og bæir stækka er f jölgun starfs- manna. Á vegum Reykja víkurborgar starfa nú um 2000 manns, þar af 1000—1200 lausráðnir, en sú tala er dálítið breytileg eftir árstíðum. Borgin er aðili að um 17 kjarasamningum við ým is stéttarfélög og starfs- niannahópa; en auk þess eru margskonar lög og reglugerðir, sem einnig snerta samskipti borgar- yfirvaldanna og starfs- fólksins. í öð'rum vestrænum lönd-' um t. d. Norðurlöndum, Bret- landi og Bandaríkjunum, hef- ur fyrir löngu verið tekinn upp sá háttur, að fela sér- stökum vinnumálafulltrúa milligöngu í þessum málum. Reynslan hefur sýnt, að með þessu móti er unnt að afstýra mörgum árekstrum eða jafna ágreining, sem upp kann að koma, með miklu skjótari, hætti og varanlegri árangri en ella hefir orðið Tíðindamaður Vísis sneri sér til Magnúsar Óskarssonar lögfræðings, sem hefur gengt þessu starfi hér í Reykjavík sl. 3 V2 ár, og bað hann að segja lesendum blaðsins eitt- hvað frá starfinu og árangri þess. — Mér var falið þetta starf síðast á árinu 1958, sagði Magnús, en þá var það, stofn- að samkvæmt ályktun bæjar- stjórnar. Reykjavíkurborg var fyrsti vinnuveitandinn hér á landi til þess að taka upp þessa nýbreytni, en síðar hef- ir Flugfélag íslands bætzt við Vaxandi borg og Eimskipafélág íslands hef- ur í athugun að gera hið sama. Ennfremur hafa starfs- menn Landsímans nýlega gert ályktun um að æskilegt væri, „að sérstakur fulltrúi hefði með öll kjaramál að gera, með hliðsjón af hve fjölmennur starfsmannahóp- urinn er orðinn“. Starfsheitið var upphaflega félagsmála- fulltrúi, en þar sem hér er aðeins að ræða um einn lið í félagsmálastarfsemi borgar- innar, þótti réttara að breyta því og kalla þennan stárfs- mann vinnumálafulltrúa, enda er það í samræmi við hliðstæð starfsheiti í öðrum löndum. Starfsreglumar. — Pér hafið auðvitað feng- ið erindisbréf eða starfsregl- ur, til þess að fara eftir. Og hver eru þá helztu atriðin í þeim? — Já, mér ber í fytsta lagi að fylgjast með framkvæmd kaup- og kjarasamninga. í öðru lagi, að vinna að lausn hvers kyns ágreinings atriða, sem upp kunna að koma milli borgarfélagsins og starfsmanna þess, sem laun taka samkvæmt samn- ingum. í þriðja lagi, að hafa eftir- lit með aðbúnaði, hollustu- háttum og öryggisráðstöfun- um á vinnustöðum. í fjórða lagi, að veita verka mönnum og öðrum starfs- mönnum upplýsingar um lög- gjöf, sem snertir þá, svo sem vinnulþggjQfi)?log trygginga- löggjöf, og um skilning og túlkun á sartíningnum. Enn- fremur að kynna verkamönn- um starfsemi borgarfélagsins og borgarstofnana og vinna að því í hvívetna, að sam- Magnús Óskarsson vinnumálafulltrúi Reykjavíkurborgar „Hafnarbúðir“ búð borgaryfirvaldanna og allra sem fyrir borgarfélagið starfa, sé sem bezt. Loks skal vinnumálafull- trúi fylgjast með breytingum og nýmælum í sambandi við kaup- og kjaramál og vera til ráðuneytis borgarstjóra og yfirmönnum borgarstofnana um þau mál. Hann skal og, að sjálfsögðu, ávallt hafa til- tæk öll fáanleg gögn varð- andi kaup- og kjaramál, svo sem lög, reglugerðir, kaup- taxta og samninga verkalýðs- félaga. Nokkur reynsla þegar fengin. — Og hver er svo reýnsl- an? Hefur hún sýnt hér eins og annars staðar, að heppileg ast sé, að einn starfsmaður fjalli um þessi mál? — Það er að vísu stutt síð- an þetta fyrirkomulag var tekið upp hér, en þó hygg ég að óhætt sé að segja að það hafi gefist vel. Mest af því að vísu minni háttar mál, sem fyrir hafa komið enn, sem auðvellt hefur verið að greiða úr með lagni og skiln- ingi frá báðum hliðum, en sum þeirra hefðu getað orðið stærri og tekið lengri tíma að leysa þau, ef ekki hefði verið tiltækur sérstakur itarfsmaður, sem gat kynnt sér þau til hlítar og einbeitt :ér að lausn þeirra. Eitt af stærri málunum em ef til vill mætti kalla itórmál af þessu tægi, kom fyrir nokkru eftir að starf /innumálafulltrúa var stofn ið. Þá barzt borgarráði plagg frá um 30 manna starfshópi. bar sem þeir tóku afstöðu til deilu eins félaga síns við yfirmann þeirra. Málið virtist komið í óleysanlegan hnút og stéttarfélagið réði ekki við það.. Þetta var erfitt viðfangs efni, einkum svona í byrjun starfsins, og það tók nokkuð langan tíma að finna lausnina — en hún fannst að lokum og varð þannig, að báðir gátu vel við unað. Aðalatriðið í svona málum er að hægt sé að gefa sér tíma til þess að ræða þau af skilningi og leita að leið til samkomulags, og í lang flestum tilfellum vilja báðir aðilar samkomulag. Áður fyrr var það oftast venjan, að rokið var með svona mál beint í borgarstjóra, sem auð- vitað var önnum kafinn og þurfti því að fela einhverj- um örðum starfsmanni, sem hafði ærin verkefni fyrir, að kynna sér deiluefnið og finna lausnina. Þetta fyrirkomulag, sem aldrei var gott, reyndist auðvitað þeim mun verr sem starfsmönnum fjölgaði meira, og því var horfið að því ráði, að ráða sérstakan vinnumála fulltrúa. — Þér þurfið líka að svara í símann nokkrum sinnum á dag! Ég var búinn að feyna mikið áður en ég náði sam- bandi við yður? — Já, það er mikið um fyrirspurnir i síma, en oft fylgja í kjölfar þeirra ferðir út um bæinn. T. d. þegar kvartanir berast vegna út- búnaðar eða ónógs öryggis á vinnustöðum, verður að fara á staðinn, ræða við verk- stjóra, kynna sér allar aðstæð ur og gera svo tillögu til úr- bóta, ef ástæða þykir. Auk þess væri æskilegt að vinnu- málafulltrúi gæti farið oftar, án sérstakra tilefna, á vinnu- staðina en tími hefur unnizt til fram að þessu. Má f þv! Framh. á 10 S’Á'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.