Vísir - 07.05.1962, Side 7

Vísir - 07.05.1962, Side 7
Mánudagur 7. maí 1962. VISIR ýMSIR hafa látiö svo um mælt, að betri myndlistar- konu hafi Frakkland ekki eign- azt en Suzanne Valadon. Um það má vafalaust deila, en þetta gefur þó bendingu um gildi verka hennar, og enn heldur hún sínu bæði á söfnum og sýningum, þar sem það bezta frá liðnurn tímum er á boðstól- um. En sé litið á æskuár hennar og allar' aðstæður, jafnvel allt að einu þegar úr rættist, þá má það vekja furðu, að hennar sé að nokkru getið í sögu mynd- listarinnar. List hennar byggist annars vegar á þeirri klassisku línu, sem vinuur hennar Degas var fulltrúi fyrir og hins vegar á því nýja, sem listamenn á svip uðum aldri höfðu fram að færa, t.d. Lautrec og Gauguin. Hún tilheyrði engum „skóla“, en list hennar var frumstæð, sterk og persónuleg. Þegar Madeleine Valadon kom til Parísar snemma árs 1866, með dóttur sína, Marie-Clémen- tine, nokkurra mánaða gamla, þá leizt henni ekki á blikuna. Það var mikill munur á stór- borginni og litla sveitaþorpinu í nágrenni Limoges. En þegar henni varð litið til Montmartre hæðarinnar þá glaðnaði yfir henni. Þetta þorp með vindmyll unum var ekki svo mjög fram- andí. Sögu píslarvættishæðarinn ar þekkti hún að sjálfsögðu ekki, en trúði á óforgengileik sveita- þorpsins og þarna settist hún að. Hún gerði sér góðar vonir um framtíðina, en á ýmsu gekk með atvinnu og gólfþvotta varð hún að stunda, meðal annars hjá ungum lögfræðingi, sem hét Clemenceau. ‘p’ÁUM árum síðar hófst mikill hörmungatími fyrir Parísar- búa. Fyrst börðust þeir viS- Þjóð verja en að því loknu innbyrðis. Hungrið svarf að og eyðilegg- ingin var mikil. Fór þá svo að kjarkur Madeleine brást og von- ir hennar urðu að engu. Or þessu stóð henni á sama um allt, Iíka dóttur sína, sem fór sínu fram, flæktist um krókagötur Montmartre og umgekkst mögu- legt og ómögulegt fólk, einkum þó hið s.öarnefnda, því sá hóp- urinn var fjölmennari í nunnu- skólanum lrcrði hún rétt aðeins að lesa og skrifa, en hún teikn- aði á hvað sem hentast var, pappír, veggi og götuna. Þessar teikningar hennar voru ólíkar venjulegum barnateikningum, hugmyndasnauðar og grófar, en þannig var hún ekki sjálf. Brátt varð hún að vinna sér til lífs- SUZANNE VALADON viðurværis og gekk á ýmsu í þeim efnum. Eftir árið 1796 voru nöfn ýmsra frægra og ágætra lista- manna tengd við hæðina: Geric- ault, Berlioz, Chopin og Liszt. Um miðja 19. öld fór knæpulífið að blómgast og brátt fjölgaði listamönnum þar mjög og gerðu margir garðinn frægan. Var þá hversdagslegt fyrirbæri að sjá málara við vinnu sina á götum úti. Það var því skiljanlegt að unglingur með sterkan áhuga fyrir teikningu, væri forvitinn um listsköpun þeirra og hátta- lag. Og svo fór, að þegar meiðsli loftfimleika í fjclleikahúsi höfðu útilokað Suzanne frá því starfi er hún var 16 ára, að hún gerð- ist fyrirsæta, unz um annað betra væri að velja. Hún var ekki há en vel vaxin, bráð- þroska, fögur, sx)ör og ófeimin, enda ósvikin dóttir Montmartre, töfrandi í augum karlmanna. Nú á dögum hefði hún sennilega verið „uppgötvuð" og gerð að kvikmyndastjörnu, en ævi henn ar varð að sumu leyti ekki ólík því, að slíkt hefði gerst. Fyrir- sætustarfið var að vísu vafa- samt hvað tekjur snerti, en með þessu komst hún í nánari kynni við listamennina, sá þá vinna og lærði af þvi, en endalausar rök- ræður þeirra um teóríur listar- innar lét hún sig engu skipta. í list hennar var fyrst og fremst það, sem átti upptök sín í henn- ar eigin skynjun og persónulegu túlkun. Um þessar mundir fór hún aftur að teikna og teikningar hennar urðu allt öðruvísi og betri en áður fyrr. AF listamönnum, sem hún „sat fyrir“ hjá, má nefna Puvis de Chavannes og hinn fræga kvenmálara Renoir og er hana að finna í mörgum málverka hans. Þá gerði Lautrec ágætt portrait af henni, sem er í Glyp- toteket í Kaupmannahöfn. Það var hann, sem kom henni til að kalla sig Suzanne, þar sem það væri ólíkt betrá nafn á lista- konu en hennar eigið. Þegar Suzanne var 18 ára eign ‘aðist hún son, er skírður var Maurice Af honum er einnig merkileg saga, þar sem hann varð heimsfrægur málari, þrátt fyrir drykkjuskap ogannað jafn- vægisleysi. Viðfangsefni hans voru nær eingöngu göturnar og húsin á Montmartre, en ekki lærði hann af öðrum en móður sinni. Þrátt fyrir alla erfiðleika voru miklir kærleikar með þeim mæðginum. Eftir fæðingu hans MYNDLIST brá svo undarlega við, að Suz- anne gat flutt úr gömlu kytr- unni í rúmgóða íbúð og ráðið til sín barnfóstru. Nokkrum ár- um síðar ættleiddi spánski verk fræðingurinn Miguel Utrillo drenginn og eru mikil líkindi til, að hann hafi verið faðir hans. Þess má geta um leið, að eftir fyrri heimsstyrjöldina, þegar þau Suzanne og Maurice voru orðin fræg, drap belgiskur bankastjóri eitt sinn á dyr hjá henni í leit að listaverki. Með honum var kona hans og voru bæði ríkma-.nlega og yfirlætis- lega búin. Suzanne kvaðst alla ævi hafa séð eftir því, að hafa ekki þegar lokað hurðinni, eins og henni flaug í hug. Síðar varð þessi fína frú sem sé tengda- dóttir hennar og skildi þar að mestu með þeim mæðginum og báðum til ama. Þegar Suzanne varð það ljóst, að listin átti hug hennar allan, þá langaði hana til að fá úr- skurð um, hvers virði tilraunir hennar væru. Renoir sá að vísu teikningar hennar, en gaf þeim lítinn gaum og sárnaði henni Suzanne Valadon: Valadonfjölskyldan fálæti hans í þessu efni. Það var Lautrec, þessi bæklaði og sér- kennilegi aðalsmaður, er síðar hlaut mikla frægð, sem kom henni til hjálpar. Með þeim var góður kunningsskapur, en hann var á svipuðum aldri og enn lítt þekktur, svo að dómur hans var ekki fullnægjandi. En Degas bjó þarna í nágrenninu og hans álit var þungt á metunum. Degas var mikill meistari i teiknilist- inni. Hann var’ kröfuharður við sjálfan sig og aðra og gat verið stuttur í spuna og einrænn. Mesta áherzlu lagði hann á þrot- lausa vinnu í anda da Vinci og Ingres. Fyrir milligöngu Laut- rec’s gekk Suzanne nú á fund hans og sýndi honum teikning- ar sínar, sem hann athugaði vandlega meðan hún beið í of- væni. „Satt að segja ert þú ein af okkur“, ságði hann loks, en Suzanne sagði alltaf, að þetta hefði verið dásamlegasta augna blik,ið í lífi sínu. Voru þau síðan miklir vinir. tTÉR er ekki rúm til þess að rekja framhald sögunnar. Örðugur hjalli var að baki en þó ekki alt hnökralaust, sem fram- undap var. Hún giftist listmál- ara, André Utter, sem var tveim- ur áratugum yngri en hún. Hann varð ekki frægur fyrir list sína, en fjármálavit hafði hann og átti mikinn þátt í að afla mæðg- inunum fjár og frama eftir styrj- öldina, þegar útlendingar hóp- uðust til Parísar og buðu stórfé fyrir listaverk. „Þegar listamað- ur byrjar að selja þá getur hann selt hvað sem er“, sagði hann. Þetta var rétt athugað og hefur sannast, bæði f París og Reykja- vík. En Suzanne var ekki sér- staklega sparsöm og áægju hafði hún af að gleðja snauða, því vel mundi hún þá tíma, er hún var ein af þeim. Síðustu ár ævi sinnar var hún ekki efnuð. Hún dó árið 1938. Eins og ég gat um í upphafi er sagan . Suzanne Valadon merkileg saga og ótrúleg. Ekk- ert hefði verið eðlilegra en að v hún hefði farið beint „í hund- ana“ í öllu drabbinu á Mont- martre, en í þess stað varð hún mesta listakona Frakklands, að því er ýmsir glöggir menn álíta. Einn landi hennar endar grein um hana með þessum orðum: „Hún er meira en mesta lista- kona síns tíma. Það er enn við- urkennt, aað hún sé ein af okkar miklu, upprunalegu skapandi listamönnum, sem óþreytanleg æska franskrar málaralistar byggist á“. F. innsigli rofið Apríi-bók AB mótti aðeins hirta eftir visson tíma ÚT er komin hjá Atmenna bókatél- aginu bók mánaðarins fyrir apríl, sjálfsævisaga dr. Hannesar Þor- steinssonar, þjóðskjalavarðar, en útgáfuna hefur annazt bróðir höf- undarins, dr. Þorsteinn Þorsteins- son, fyrrv. hagstofustjóri. Dr Hannes Þorsteinsson var, ems og kunnugt er, emn af áhrifa- mönnum þessa lands um langt skeið. Hann sat á allmörgum þing- um fyrir Árnesinga og var ritstjóri Þjóðólfs í samfleytt 18 ár, ein- mitt þann tíma, þegar það blað var skeleggast í þjóðmálum og nyndaði annað aðalskautið í ís- lenzkri stjórnmálabaráttu, en hitt myndaði ísafold undir forystu Björns Jónssonar. Stóðu oftast þrumur og eldingar milli þessara tveggja höfuðmálgagna. Dr. Hannes Þorsteinsson ritaði ævisögu sína á árunum 1926 — 28. Innsiglaði hann síðan handritið með þeim fyrirmælum, að innsiglið mætti ekki brjóta fyrr en á aldar- afmæli höf. 30. ágúst 1960. Hefur hann gert þetta vegna þess, hversu hreinskilnislega og afdráttarlaust hann lýsir málefnum og mönnum, sjálfum sér og öðrum. Bókin skiptist í 5 aðalkafla, sem skulu taldir hér til glöggvunar. 1. Bernska og æskuár, 1860 — 1879 (77 bls.), þar sem segir frá upp- vexti höf. í Biskupstungum, sjó- mennsku á Álftanesi og víðar og kaupavinnú norðanlands 2. Námsár og kennsluár, 1880 — 91 (87 bls.), sem fjallar um lífið, kennara og félaga í Lærðaskólan um og Prestaskólanum. 3. Ritstjómarár, 1892 — 1909 (172 bls.). s. Atvinnuleysisár 1910 — 1911 (26 bls.). 5 Embættisár, 1912 og síðar (41 bls.). Dr. Ilannes Þorsteinsson var maður hispurslaus, fastur fyrir og ósmeykur að látt. skoðun sína í ljós, hver sem í hlut átti. Enda kem ur sitthvað nýtt og óvænt fram í ævisögunni, einkum stjórnmálasög- unni, og varpar áður óþekktu Ijósi á ýmsa forystumenn þjóðarinnar. Verða sumir ef til vill ekki sammála öllu, sem í bókinni stendur, en skylt er að hafa það hugfast, að dr. Hann es var frábær sagnfræðingur og lét áreiðanlega ekki fara frá sér annað ei. það, sem han: vissi sannast og réttast. Ævisaga dr. Hannesar, sem er ó- stytt, er mjög merkilegt innlegg í íslenzka stjórnmálasögu um og eftir síðustu aldamót og færir les- andann miklu nær málum og atburð um en nokkurt rit annað; sem prent að hefur verið um þessi efni. Segir dr. Þorsteinn Þorsteinsson um það atriði í formála sínum fyrir bók- inni: „ . . . við sjálfu frumritinu hefur ekki verið haggað að neinu leyti, og verður það auðvitað vand- lega varveitt alveg eins og höfund- urinn skildi við það“ Bókin er 424 bls. að stærð auk 17 myndasíðna. Hún er prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar, en bókband hefur annazt Félagsbók- bandið hf. Titilsíðu og kápu hefur Atli Má- teiknað. -------,------ Ifppireimaðir sf rigaskór allar stærðir . ABC STRAUJÁRNIN -n. VONDIJÐ, FAl l.EG LETT 1000 watta t-asi i nelztu raftækjaverzlun um i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.