Vísir - 09.05.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 09.05.1962, Blaðsíða 7
VISIR I æskunnar STALDRAÐ VIÐ Á SJOPPU Komdu inn með hjólið, sagði Magnús Georgsson viðgerðarmaður. Síðan var hjólið hengt upp, verkfærin sótt og viðgerðin hafin. (Ljósm. Bragi Guðmundsson). Heimsókn á skellinöðruverkstæði Með vorinu vaknar skelli- nöðruáhuginn hjá strákunum. Enginn vill vera eftirbátur ann ara í því að geta þeyst um göt- ur borgarinnar á þessum „gæð- ingum“, sem allir strákar þrá að eignast á vissu aldurskeiði. Þá er bankabókin tekin fram og athuguð, siðan er reiðhjólið og fleira tiltækilegt lagað til og selt, stundum er líka leitað á náðir foreldranna með „smá lán“, sem greiða á þegar farið er að vinna. Svo er skellinaðran keypt, i lang flestum tiifellum notuð því nýjar eru rándýrar. ana ekur nýi eigandinn næstum viðstöðulaust frá morgni til kvölds. En ekkert er fullkomið, og svo er einnig með skeilinöðr- urnar, það kemur fyrir að þær bili og þá eru góð ráð dýr. Nýi eigandinn sem oft hefur ekki mikla þekkingu á skellinöðrum, jafnvel kann að skorta verk- færi, veit nú ekki hvað gera skal, og þá verður endirinn sá að setja verður gæðinginn á verkstæði og slík viðgerð er Efnilegur ungiingur 3. Kolbeinn heitir hann og er Pálsson, býr i Vesturbænum og því auðvitað KR-ingur. Hann er nú talinn meðal efni legustu unglinga í körfuknatt- leik. Kolbeinn hóf áð æfa körfu- knattleik fjórtán ára gamall með KR, og hefur æft að stað- aldri síðan og ætíð leikið með bezta liði í sínum aldursflokki. Kolbeinn hefur einnig vakið at- hygli fyrir leikni í handknatt- leik, en þá íþróttagrein hefur hann iðkað í nokkur ár. Körfuknattleikur á sér ekki langa sögu hér á landi, en hann hefur á undanförnum árum not- ið aukinna vinsælda, og nú er svo komið að hann er meðal bezt iðkuðustu íþróttagreina hér. Og það þarf enginn að láta sér bregða þó Kolbeinn skipi hóp beztu manna í þessari í- þróttagrein innan fárra ára, því það hefur hann þegar sýnt að hann er efni í. Kolbeinri er á sautjánda ári og stundaði nám í öðrum bekk Verzlunarskóla fslands í vetur. — p. sv. stundum æði dýr. Þannig getur haft í för með sér mikinn kostnað. Fyrir nokkrum árum stofnuðu skellinöðrueigendur með sér fé- lagsskap er hlaut nafnið „Eld- ing“, og hefur hann starfað und ir handleiðslu Æskulýðsráðs. Félagið hefur dafnað vel og starfið aukizt m.a, hafa þeir ráð ið nokkra bót á viðgerðarkostn- aðinum, með því að fá aðgang að verkstæði, þar sem þeir fá lán uð verkfæri er þarf til þess að framkvæma nauðsynlegustu við gerðir á hjólinu, einnig er þeim veitt þar tilsögn, en hún er hvað ekkj síst mikilvægust, þar eð flestir hafa ekki mikla þekkingu á skellinöðrum, að minnsta kosti fyrst í stað. Okkur langaði að forvitnast um hagi þeirra skellinöðru-eig- enda og skruppum þvi vestur á Grenimel, þar sem Victoríu verk stæðið er til húsa, en þar fá þeir inni. Þegar vestur eftir kom, hitt- um við fyrir verkstæðismann- inn Magnús Georgsson, önnum kafinn í viðgerðum, en þrátt fyr ir það leyfðum við okkur að trufla, og spjölluðum lítið eitt við hann. — Það er enginn skellinöðru eigandi hjá þér núna, Magnús? — Nei, ekki í augnablikinu, en þeir eru alltaf hérna öðru hvoru alla daga vikunnar, og stundum allt fram undir tíu á kvöldin. — Hvernig fara strákarnir með skellinöðrurnar? — Meðferðin er yfirleitt mjög slæm og er ég hissa á því, þar sem skellinöðrur eru dýrir hlut- ir. Mér er t.d. kunnugt um dreng sem keypti tuttugu þús- und krónu hjól fyrir rúmu hálfu ári síðan og hefur eytt um fjögur þúsund krónum í viðgerðar- kostnað að auki, nú er þetta hjól garmur einn og rétt hangir f-ramnaic a nls ‘r Því er ekki að leyna, að það er nokkuð stór hópur reykvískr ar æsku, sem virðist hafa það eitt áhugamál að hanga á sjopp- um. Þar sem mig langaði að kynn- ast þessu sjoppulífi af eigin raun, brá ég mér inn á eina, sem staðsett er í einu af úthverfum borgarinnar. Keypti Coca Cola, fór út í horn og reyndi að láta sem minnst á mér bera. Inni voru fjórar stúlkur varla eldri en fjórtán, fimmtán ára, klæddar stutt-jökkum og síð- buxum. Allar voru þær með sígarettu og reyktu hver í kapp við aðra. Ein virtist ekki vera orðin fullnuma í „listinni", því öðru hvoru fékk hún mikil hósta köst. — Uss, kanntu ekki að taka ofan í þig, segir ein vinkonan. Hefðirðu nú byrjað um leið og við hinar, þá værirðu búin að læra það. — Þarna sérðu, bætti önnur við, um leið og hún gleypti of- an í sig stóran reykjarmökk, og viðvaningurinn horfði hugfang- inn á. — Eigum við að komá á rúnt inn, segir stúlka í apaskinns- jakka. — Ó guð, hvað þú ert alltaf taugaleg, þú villt alltaf vera á rúntinum, það er svo fátt fólk niður í bæ núna, við skulum heldur fara til Siggu, hún er að Unglingar í reykvískri sjoppu. Stelpur á stuttjökkum og strákar í gallabuxum. passa, svo getum við hringt í strákana. — Nei, þarna koma Bói og Dóri Sig. Nú koma inn tveir slánalegir strákar, annar í gallabuxum og sportblússu, hinn í jakkafötum með skyrtuna bretta utan yfir jakkakragann. — Hæ, píur, segja þeir um leið og annar hendir kæruleysis- lega tuttugu og fimm krónu seðli á afgreiðsluborðið. — Ertu að verða blankur, segir hinn. — Ég held að þú ættir nú að halda kja..., pabbi þinn tím- ir aldrei að gefa þér pening. — Komdu með pepsí og tvær camel. — Því miður, er ekki til pepsí, segir afgreiðslustúlkan. — Hvað fæst ekkert í þessari helv... búllu? — Svakaleg fýla er af kell- ingunni, bætir hinn við. Nú fá stelpurnar hláturskast, — aðdáunin og hrifningin skín úr andlitum þeira. — Láttu mig fá tvær cinal, þá. Stúlkan afgreiðir strákana, svo sriúa þeir sér að stelpunum og fara að tala við þær. — Hvar er Dísa slumma núna? — Kerlingin vill aldrei hleypa henni út, hún er alveg svakaleg Hramn r> siðu Oft safnast hópur unglinga fyrir utan sjöppuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.