Vísir - 09.05.1962, Blaðsíða 1
Einn af starfsmönnum vegagerðarinnar við aðra vigtina
og bílstjórinn fylgist með af athygli.
Kæra ofþunga
52. árg. — Miðvikudagur 9. maí 1962. — 103. tbl.
Ástand veg* hefur farið batn-
andi undanfarna daga, sam-
kvæmt upplýsingum sem blaðið
fékk frá Vegamálastjórninni í
morgun, og er nú enginn vegur
nema Laugardalsvegurinn með
öllu ófær. Má að talsverðu leyti
þakka hið bætta ástand þvi, að
þurrt hefur verið undanfarna
daga.
Hætt er þó við að mjög breyt-
ist til hins verra ef nú gerir
rigningar. Pessi vika er sú hættu
iegasta, þar sem nú er einmitt
að þiðna niður úr klakanum.
Vegamálastjórnin hefur ' nú
tekið upp þann hátt að vigta alla
vörubíla, sem fara um vegi í
nágrenni Reykjavíkur, til að
fylgjast með því að fylgt sé sett-
um reglum um hámarksþunga á
vegum. Hámarksþungi á leiðinni
austur á Selfoss, er til dæmis,
4,5 tonn á öxui með einföldum
hjólum, sex tonn á öxul með
tvöföldum hjólum og átta tonn á
tvo samliggjandi öxla með tvö-
földum hjólum,
Til að vigta bílana eru potað-
ar léttar vigtir, sem auðvelt er
að flytja með sér. Er notuð ein
vigt fyrir hvert hjól og afturhjól
vigtuð í einu lagi og framhjól
í öðru. Reynist þyngd of mikil
verða menn annað hvort að létta
bílinn á staðnum eða í nágrenn-
inu. Ef t.d. bíll reynist of þung-
ur á leið út úr bænum, þegar
komið er að Álafossi, er honum
snúið við. Allir þeir sem reyn-
ast með of mikinn þunga eru
kærðir.
Undanþágu frá reglum þessum
hefur verið veitt fyrir tankbíla
sem flytjá mjólk til Reykjavikur.
Ástæðan er sú, að mjólkin
skemmist ef hún gutlar fram og
aftur í tankinum á leiðinni. Ekki
Vi/ja kaupa miklu
meira síldarmagn
Síldarverksmiðja Heide í Krist
jánssundi, sem byrjuð er síldar-
flutninga frá íslandi hefur nú til
kynnt að hún sé reiðubúin að
kaupa miklu meira magn af síld
en þau 5000 tonn sem hún hef-
ur þegar fest kaup á. En hún
setur það að skilyrði að henni
sé tryggt það magn sem hún
kaupir.
Fulltrúar verksmiðjunar sem
hér dveljast hafa ekki tilgreint
hvað mikið magn þeir vilja
kaupa, en svo virðist sem engin
takmörk séu á því, aðeins ef
þeir hafa tryggingu fyrir að fá
það.
Bæði fyrstu síldartökuskipin
eru nú lögð úr höfn áleiðis til
Noregs og flytja samtals um
9000 tunnur af síld. Síðan er
að komast enn meiri skriður
á flutningana, þannig að útlit er
fyrir að flutningaskip komi á
hverjum degi. Tvö skip eru þeg
ar lögð af stað frá Noregi og
það þriðja að leggja af stað.
Munu þau koma til Akraness
á laugardag, sunnudag og mánu
dag. Það er Haraldur Böðvars-
son og Co á Akranesi sem er
seljandi allrar síldarinnar.
Þá verður unnið að því til
þess að tryggja að síld verði
alltaf fyrir hendi til að setja
í skipin að koma upp nokkrum
lager á Akranesi. — Sagði
Gunnar Petersen sem annast
hefur sölur þessar, að allt hefði
gengið vel fram til þessa. Ekki
er þó vitað um fitumagn síldar-
innar fyrr en hún verður mæld
í Noregi.
Járnsmiðaverk-
fallið isama farinu
Engin hreyfing er sem stendur
til þess að leysa jámsmíðaverk-
fallið.
Afleiðinga þess fer nú að gæta
víðar en hjá vélsmiðjunum, m. a.
í stórbyggingum, þar sem járn-
smiðavinnu er ólokið.
Þessi stöðvun kemur sér að sjálf
sögðu mjög illa, einkanlega standi
hún lengi.
Enn gefur
Braathen
Nýlega hefur norski stórút-
gerðarmaðurinn Ludvig G. Braa-
then sent Skógrækt ríkisins 10
þúsund norskar krónur til skóg-
ræktar. En eins og kunnugt er
hefur hann um mörg ár stutt
íslenzka skógrækt með stórgjöf-
um.
Stórspjöll í Trípolíbíói
Vísir frétti í morgun, að vinna
járasmiða í Bændahöllinni, hefði
stöðvazt, að minnsta kosti að
mestu, en öll slík vinna var á all-
góðum vegi, þegar verkfallið hófst
s.l. föstudag.
Vinna sú, sem hér um ræðir er
m. a., að ganga frá stigagrindum,
og er því verki að vísu langt komið.
Ennfremur hafa járnsmiðir unnið
að því að koma upp sérstökum
palli í veitingasal og að festingum
á gluggum o. s. frv.
í nótt voru stórspjöll unnin í
gamla Trípólibíóinu, er nema munu
samtals þúsundum, ef ekki tugþús-
undum króna.
Undanfarið hefur verið unnið að
því að rífa klæðninguna innan úr
húsinu og var í því skyni komið
fyrir tveiinur færanlegum vinnu-
pöllum innanhúss. í nótt voru þeir
báðir felldir niður og brotnir illa
og stórskemmdir.
Þá höfðu spellvirkjarnir farið
inn í hliðarherbergi og mölbrotið
tvær klósettskálar og þrjá skol-
kassa. Lolcs réðust þeir á stólsetur
og stólbök í bekkjaröðunum, flettu
af þeim áklæðinu, en stálu svamp-
inum, bæði úr setunum og bakinu.
Trípólibíó á nú að flytja burt
þaðan sem það er og mun fyrir-
tæki eitt hér í bænum hafa keypt
það með öllum innanstokksmun-
um til brottflutnings og ætlar sér
að koma húsfnu annars staðar nið-
ur og nota fyrir birgðaskemmur.
Rannsóknarlögreglan hefur beðið
Vísi að koma þeim skilaboðum á
framfæri til þeirra, sem hafa orðið
varir við mannaferðir þarna í nótt,
eða einhverjar upplýsingar geta
gefið að láta sig vita hið allra
fyrsta.
Tveir bílar frá Þórði Þórðarsyni á Akranesi stoppaðir við Álafoss. Fremst á myndinni sést
Guðmundur Hermannsson, varðstjóri.
eru sérleyfisbílar heldur vigtað-
ir. —
Fyrst eftir að farið var að
vigta reyndust flestir bílar veru-
lega of þungir. Hefur þetta
breytzt mjög síðan og hlýða
flest fyrirtæki og einstaklingar
reglunum nú fúslega.
Fyrst eftir að byrjað var á
þessu voru menn oft mjög reið-
ir yfir þessu. Segja starfsmenn
vegagerðarinnar að nú gangi
þetta allt með friðsemd, en á
því hafi verið nokkur misbrest-
ur fyrst. Einn bílstjóri stóð til
iæmis í karpi við lögregluna og
bílaeftirliðið í sex klukkutíma,
áður en hann féllst á að létta bíl
inn.
Mikið er nú unnið hjá vega-
gerðinni við að lagfæra vegi og
standa vonir til að óþægindi af
vegaskemmdum fari minnkandi,
ef veður verður ekki því óhag-
stæðara.