Vísir - 09.05.1962, Blaðsíða 15
by Únited Featurt Syndlcate, Inc.
WHEN ALL WATEK. HAI7 7KAINE7 AWAV
THE TOF’IANS OPENEP ANOTHEK. POOK.-
AN7 THUS ENTEKEI7 THEIK, TEWF'LE l
CECIL SAINT-LAURENT
(CAROLINE CHERIE)
Miðvikudagur 9. maí 1962.
VISIR
í hvaða hættu þú leggur þig með
því að halda hér kyrru fyrir?
Henri yppti öxlum.
— Vitanlega geri ég mér
grein fyrir því og ég ætla líka
að fara frá París undir eins og
ég get því við komið. Ég geri
mér vonir um að komast til föð-
ur míns.
Georges var farinn að ganga
um gólf fram og aftur.
— Ég vildi óska, að ég gæti
hjálpað þér. Því miður getið þið
víst ekki gert ykkur grein fyrir
stefnu og stöðu flokks míns nú.
Karólína hefur aldrei viljað tala
við mig um slíkt. Og ég hef ekki
getað vakrð áhuga hennar fyrir
þeirri stjórnmálastefnu, sem ég
fylgi. Kannske vitið þið ekki, að
litið er á mig sem girondista.
Allt er nú snöggum breytingum
háð og staða mín getur eftir
nokkra daga orðið enn hættu-
legri en þín, en það er þó ekki
enn fyrir það girt, að ég geti
útvegað þér nauðsynleg skjöl til
þess að komast undan.
Hann sneri sér að Karólínu.
— Karólína, þú verður þegar
í kvöld að láta mig vita á hverju
bróðir þinn þarf að halda. Ég verð
bróðir þinn þarf að halda. Ég
verð nú að hraða mér á þing-
fund. Komi ég ekki vekur það
grunsemdir um, að ég hafi orðið
skelkaður — og þá er ég glat-
aður.
Um leið og hann fór mælti
hann lágri röddu.
— Það er skelfilegt — það
eru eftir 50 aftökur, sem ljúka
á af fyrir birtingu.
Þegar hann var farinn flýttu
systkinin sér að hleypa Gaston
út úr skotinu. Karólína var hin
ánægðasta yfir hversu farið
hafði og drjúg yfir frammistöðu
sinni, og nú þurfti hún framveg-
is engu að leyna, þótt hún færi
til fundar við bróður sinn. En
Henri batt skjótan endi á þessa
gleði hennar.
— Georges hefur rétt fyrir
sér, sagði hann. Það væri hreinn
bjánaskapur af mér að halda
lengur kyrru fyrir hér í París,
þar sem sú hætta vofir yfir mér
að ég láti lífið á höggstokknum.
Engum mundi gagn að dauða
mínum, en kæmist ég til út-
landa gæti ég kannske orðið að
liði. Ég komst að niðurstöðu um
þetta fyrir löngu, en það eru
þessi fjárans skjöl, sem óhjá-
kvæmilegt er að ná í. Geti Ge-
orges útvegað mér þau verð ég
hér ekki degi lengur.
Karólína reiddist og kvað
hann vilja skilja sig eftir í lífs-
hættu í París og sjálfur hugsaði
hann um það eitt að fara í stríð.
En Gaston greip fram í fyrir
| henni:
— Henri verður að fara, sagði
.■.V.V/.V.V.V.V.'.V.V.-.V.V.
hann, hann er til neyddur. Eini
möguleikinn fyrir hann til þess
að komast hjá að lenda á högg-
stokknum er að ganga í her lýð-
veldissinna undir fölsku nafni.
Geri hann það ekki verður hann
að komast burt hið fyrsta.
— Það eru þokkaleg ráð, sem
frá yður koma, sagði Karólína,
— það er nákvæmlega eins á-
statt fyrir yður og bróður mín-
um, en samt ætlið þér að vera
hinn rólegasti í París. Aðra er-
uð þér reiðubúinn til að senda
úr landi eða undir klær lýðveid-
issinna, en aðhafizt ekkert varð-
andi sjálfan yður.
— Þér ályktið skakkt, sagði
Gaston rólega. Ég fer líka. Inn-
an tveggja mánaða verð ég á
vígstöðvunum — í her lýðveld-
issinna, en ég hætti ekki á nánd-
ar nærri eins mikið og Henri,
því að ég hef ekki gerzt and-
stæðingur byltingarinnar — ég
var í flokki fyrstu aðalsmanna,
sem gekk í þjóðvarnarliðið og
enginn í mínu hverfi efast um
borgaralegan hugsunarhátt
minn. Þrátt fyrir það ætla ég að
ganga í herinn til þess að getá
verið alveg öruggur.
I Hann þagnaði sem snöggvast
og hélt svo áfram:
— Og ég geri þetta ekki af
tómum klókindum. Afleiðing
byltingarinnar varð sú, að út í
öfgar var farið, en hvað sem
segja má um það, sem gerzt hef-
ur, þá hefur byltingin vakið
mikla hernaðarlega hrifni. Her-
menn vorir trúa því statt og
stöðugt, að þeir geti sigrað heim
inn, og ég er líka trúaður á það.
Kæri Henri, ég hef ekki viljað
ræða þetta við þig, því að ég
veit að þessi afstaða mín vekur
fyrirlítniAí&ú’ í huga þínum á
mér, ep. ég.er ekki í flokki þeirra
aðalsmanna, sem halda dauða-
haldi í fyrri'istöðu, hefð og titla,
heldur þeirra, sem vilja til heið-
urs vinna eins og þeir sem lögðu
grunninn að velgengni og frægð
ættar minnar. Ég segi þetta ekki
©PIB
QíSt'
-*?<2
. . . og þar við bætist söluskattur . . .
til þess að þér snúist hugur,
heldur til þess að ...
— Þessi áform munu ekki
heppnast þér, svaraði Henri sót-
rauður af reiði. Rausaðu bara
áfram og gaktu í félagsskap
með þessum þorpurum, en ég lít
á það sem persónulega móðg-
un, ef þú álítur mig mann, sem
gæti farið þannig að.
Gaston svaraði engu og Henri
var einnig þögull.
— Fyrirgefðu mér það, sem
ég lét út úr mér fara, sagði
Gaston loks. Ég hef engan rétt
til þess að fella neinn dóm yfir
þér. Við gerumst báðir hermenn,
hvor í sínum flokki, en ég bið
þess, að við mætumst ekki á
vígvelli.
— Ef svo yrði, þarftu ekki að
óttast af minni hálfu.
— Fyrirgefðu mér, en ég get
ekki sagt hið sama.
Karólína hlustaði á þá sem
væri hún lömuð. Henri fannst
allt tal þeirra nánast brjálæðis-
legt.
— Þið ætlið þá að fara, báðir
tveir. Og hvað verður um mig,
þegar ég er ein eftir?
— Henri gekk til hennar og
tók í hönd hennar.
• ■ ■■_■_■_■ ■■■■■ ■■■■■■.■ ■«■3
THE MEN NOW 5WAV\
INTO A SWALL,
KbCTANGULAK 5?ACE-
AIK LOCK.1.
ONCE INSIPE, THE WATER.
WAS ALLOWEI7 TO KBCS^E—
Ókunnu mennirnir syntu með | Tarzan inn í einkennilegan fer-
.W.VAV.V.V.V.V.V.VuVAVaV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.
Barnasagan
KALLI
og hafsían
i hyrndan klefa. Þeir lokuðu dyrum i Síðan gátu þeir gengið inn í
I og brátt var vatninu dælt út. hofið.
>•*»!•? Ol'N- ** * *•*
Prófessor Sifter átti í engum erf-
iðleikum með að halda Tomma og
Manga í skefjum, þegar hann mið-
aði á þá þessu furðulega vopni.
Hann þurfti ekki einu sinni að
skjóta með því. Það hafði nú held-
ur ekki verið ætlun prófessorsins.
Hann var mótfallinn því að nota
ofbeldi, sagði hann, og hann gerði
það aðeins, ef hann þyrfti að verja
hagsmuni vísindanna. Hafsían þaut
með eldingarhraða niður í átt til
botnsins. Til allrar hamingju fyrir
Kalla og Stebba, sem voru í haf-
síunni, var hagsmunum þeirra og
vísir.danna nú jafnt komið, þvl að
Sifter vildi heldur ekki láta haf-
síuna sína brotna. Hann náði fljót-
lega stjórn á henni á ný, og það
varð til þess að bjarga lífi hinna
tveggja, sem voru um borð í henni.
„Hefur nokkuð gerzt. Eruð þið
ennþá á lífi, herrar mínir?“ sagði
Sifter í senditækið. Lengi heyrðist
ekkert. Loksins kom þó svarið:
„Ja, hvllíkt og annað eins. Það
munaði mjóu.“
— Elsku systir mín, ef þig
skortir ekki áræði til þess að
fara með mér á leið minni um
Frakkland, skal ég lofa þér að
koma með mér.
—Ég get ekki farið, ég hef
skyldum að gegna — gagnvart
Louise og einnig de Tourville —
og manninum mínum vitanlega.
Ég get ekki yfirgefið hús mitt
og heimili, húsgögnin mín ...
Gaston greip fram í:
— Georges mundi ekki geta
útvegað yður nauðsynleg skjöl
Afleiðingin yrði, reyndi hann
það, að þér kæmuð upp um
bróður yðar. Látið hann fara.
Þið munduð hittast síðar. Og
hvað mig snertir — styrjöldin
stendur ekki að eilífu — ég fæ
líka leyfi — og þá kem ég og
heimsæki yður.
Hún gat ekki stillt sig og
varpaði sér í faðm hans:
— En skiljið þér ekki, að þér
fallið kannske!
Henri skipti litum og beit á
vör sér.
— Það er fyrirlitlegt af þér
að tala .þannig, sagði hann. Fað-
ir okkar berst með þeim, sem
verja konungdæmið, og ég hef
aldrei heyrt þig láta í ljós nein-
ar áhyggjur um hann. Nú er eins
og hulu hafi verið svipt frá aug-
um mér. Það er vissulega tími
til kominn, að við förum hvort
sína leið, og tökum þeim örlög-
um, sem bíða okkur.
Karólína var þungt hugsi og
vonsvikin, er hún kom heim. Á
leiðinni heim varð hún nú í-
fyrsta sinn vör þeirrar æsingar,
sem gripið hafði um sig meðal
allra. Þar sem maður hennar
var ekki kominn heim snæddi
hún með Louise og de Tourville
og fékk þær til að ræða stjórn
málahorfurnar. Hún gerði sér
vonir um, að þær kynnu að
segja eitthvað, sem henni væri
hughreysting í, en hún reyndi
ekki að komast að niðurstöðu
um hverjir berðust fyrir rétt-
um málstað eða hverjir myndu
sigra. Allt snerist um að geta
fundið einhverjar stoðir til þess
að treysta vonir sínar um á-
hyggjulausa framtíð, þegar aft-
ur yrði haldnar veizlur og efnt
til skemmtana.
En þær voru áhyggjufullar,
^ bölsýnar, snöktandi. Þær furð-
1 uðu sig á hinum skyndilega á-
huga hennar, fóru ekki dult með
tilfinningar sínar og voru kvart-
andi og ásakandi. Karólína fór
snemma í háttinn, en gat ekki
sofnað. Hún lá andvaka þar til
Georges kom inn til hennar kl.
þrjú um nóttina.