Vísir - 09.05.1962, Blaðsíða 16
VISIR
FELLD
Málamiðlunartillaga sáttarsemj-
ara, sem lögð var fram í togara-
deilunni fyrir nokkru, var felld á
fundi beggja deiluaðila í gær, með
yfirgnæfandi meirihluta.
Skotið á kröfu-
göngu í Lissubon
Fréttir undangengna daga sýna
vaxandi andúð á einræðisstjóm
í Portúgal. öryggislið var sent til
Lissabon og Oporto í gær, eftir að
dreift hafði verið flugmiðum með
áskorun til manna um að safnast
saman til þess að bera fram mót-
mæli gegn stefnu ríkisstjórnarinn-
ar.
Öryggislið og lögregla beittu
skotvopnum I Lissabon og voru 9
menn fluttir í sjúkrahús vegna
skotsára og ein kona beið bana.
1. maf, á degi verkalýðsins, var
einnig látin í ljós andúð gegn
stjóminni, og mannfjölda dreift
með táragasi.
Einræðisstjórnin skellir allri
skuld á kommúnista.
Fíugferðum
fjölgað
Flugfélag fslands er nú að
gefa út áætlun fyrir sumarstarf-
semi sína, en þar verður ferð-
um 1 innanlandsflugi fjölgað
stórlega frá þvf sem það hefur
verið mest áður.
AIIs er gert ráð fyrir 120 flug-
tökum á viku í innanlandsflug-
inu. Ekki er þó búizt við að flog-
ið verði til fleiri staða en áður,
heldur verði ferðum fjölgað til
ýmissa staða, þar sem líklegt
má telja að aðsókn verði mikil.
Þannig verður ferðum til Egils-
staða t.d. fjölgað úr 6 f 7 ferðir
á viku, eða með öðrum .orðum
teknar upp daglegar ferðir þang-
að.
Til Hornafjarðar verður í sum-
ar flogið 4 sinnum í viku í stað
þriggja ferða áður og til Húsa-
vfkur verður flogið þrisvar í
viku, var tvisvar áður.
Vertíðin bezt /
Grmdavík og Þorlákshöfn
Þessi þrjú fallegu systkyni eruj
ekki nema rúmlega viku gömulj
og gera ekki betur en að standa <
út úr hnefa, en eðlið er fijótt að'
segja tii sín, því einn kettling-,
urinn sennilega Iæða er að i
mynda sig til að bíta.
^wwvwwwwwww
Nú á föstudaginn er lokadagur-
inn og þó hætt sé að miða vertíð-
arlok beinlínis við hann, þá mun
það nú verða vfðast svo að neta-
bátar verða búnir að taka netin
upp nú f vikulokin. Það kemur þá
f Ijós, að vertiðin nú í vetur hefur
verið víðast hvar með lakasta móti.
Stafar þetta í fyrstu af hinum
tíðu ógæftum sem urðu fyrri hluta
vertiðarinnar, en síðan hefur neta-
veiðin verið heldur dræm. í ver-
stöðvunum Uér við Faxaflóa Kefla-
vík, Reykjavík og Akranesi er ver-
tíðin þess vegna með lakara móti.
Sama er að segja við Breiðafjörð
og á Vestfjörðum.
Vertíðin hefur nú orðið einna
bezt f tveim verstöðvum Grindavík
og Þorlákshöfn. Það er vafalaust
að aflamagnið á bát er hlutfalls-
0%.
lega bezt í Grindavík á öllu landinu.
Þar berjast tveir bátar Áskell frá
Grenivík og Þorbjörn frá Grindavfk
um efsta sætið hvor með um 900
tonn.
í Þorlákshöfn er aflahæstur Frið
rik Sigurðsson með 840 tonn, Þor-
Iákur II með 773 tonn og Kristján
Hálfdáns með 690 tonn. Þar eru
bátarnir nú að taka upp netin og
hætta og búa sig nú undir að hefja
humarveiðar um miðjan mánuðinn.
teinn
Hreinasta mildi að tókst að
bjarga Orra frá Patreksfirði
bráðdeki
í gær tókst að bjarga 75 tonna
fiskibáti, Orra frá Patreksfirði,
sem óstöðvandi leki hafði komið
að á miðunum út af Breiðafirði.
Fiskibóturinn Orri frá Patreksfirði sem var nærri sokkinn, Ljósm. Snorri Snorrason
Við björgunina voru að verki
fyrst fiskiskipið Pétur Thor-
steinsson og. síðar kom varð-
skipið Óðinn og dró Orra til
hafnar á Patreksfirði.
Skipstjórinn á Orra, Ásmundur
Sigurjónsson sagði fréttaritara
Vísis á Patreksfirði, að ef ekki
hefði viljað svo heppilega til, að
Pétur Thorsteinsson var á næstu
grösum, þá hefði verið vonlítið að
bjarga skipinu, því að dælur þess
höfðu ekki við. Meðan Pétur Thor-
steinsson var að draga skipið til
lands var enn alls óvíst að takast
mætti að bjarga því. Það var ekki
fyrr en Óðinn kom með kraftmikla
dælu og dældi upp úr skipirfu, sem
björgun varð viss.
Skipstjórinn skýiir svo frá að
þeir hafi farið á sjó i fyrradag
og lagt línuna 25—30 sjómílur SV
af Bjargtöngum. Þá gerðist það
segir skipstjórinn um hádegi á
þriðjudaginn, er ég ætlaði að kalla
út eins og venja er, að þá var allt
rafmagnslaust.
Var þá farið að athuga í vélar-
j rúm og kom í ljós að þar var kom-
| inn allmikill sjór og rafmagnstafl-
an rennandi blaut, gírinn farinn
að ausa yfir sig sjó.
Þar sem rafmagnið var farið var
talstöðvarsamband slitið, en skip-
stjórinn gat þó kallað út með að-
stoð rafgeyma, en gat ekki heyrt
neitt að sér.
Pétur Thorsteinsson frá Bíldudal
var þarna skammt frá og mun
strax hafa heyrt kallið um að
mikill leki væri kominn að Orra
og dælur hefðu ekki undan.
Skipverjarnir á Orra sáu Pétur
Thorsteinsson í nokkurri fjarlægð
og tóku þá áhættu að keyra með
vélina hálfa í-sjó í áttina þangað.
Þegar skipin mættust drápu þeir
F>amhald á hls 5
Sfrandorkirkju
berast gjafir
Vinsældir Strandarkirkju koma
víða fram. Ekkert lát er á áheitum
á þessa frægu kirkju, en auk þeirra
berast henni stundum gjafir frá
velunnurum sínum, sem ekki vilja
alltaf láta nafns síns getið. Biskups
skrifstofan skýrði blaðinu svo frá í
morgun að Strandakirkju hefðu
borizt tvær myndarlegar gjafir ný-
lega. önnur gjöfin eru tveir kerta-
stjakar á altari, mjög fagrir, en
hin gjöfin er 5 eintök af Passíu
sálmunum.
* AV.t'.Vi il AJZitíf-* •* *r