Vísir - 17.05.1962, Page 2

Vísir - 17.05.1962, Page 2
2 VISIR Fimmtudagur 17. maí 1962. ■n ..ín r±L r* 'n tí Aðdragandi að ööru marki Rvíkur-úrvalsins, Grétar Sig. lyftir knettinum yfir úthlaupandi mark- mann Kefiavíkur, en Keflvíkingar ráku sjálfir endahnútinn á markið. Yfirburðir höfuðborgarinnar yfir 2. deildarlið litlir Þaö blés sannarlega ekki byr- iega fyrir úrvalslið Reykjavikur fyrstu 45 mínútur leiksins í gær- kvöldi, er Iiðið lék við Keflavík, sem á siðustu stundu fékkst til að leika eftir að KRR hafði raunar gcfizt upp við að færa upp „fyrsta stórleik ársins“ gegn Akranesi. Leikurinn verður vart flokkaður undir stórleik, en er harla merkilegur samt, því hér sýndu 2. deiidarmenn Keflavíkur á tíðum mjög góðan Ieik gegn úrvali höfuðborgarinnar. Fyrri hálfleikinn léku Keflvik- ingar undan allsnarpri norðangol- unni, en gegn henni tókst hvorugu liðinu að sækja svo nokkru næmi. Keflvíkingar héldu uppi sókn fyrri hálfleikinn, en Reykvíkingar þann síðari. Ófeimnir í skotum. Keflvíkingar sýndu brátt að þeir eru ófeimnir að skjóta á mark and- stæðingsins og fyrr en varði var Heimir farinn að eiga annríkt við að verkja mark sitt og tókst það reyndar mæta vel. Eina mark Keflavíkur, sem var jafnframt fyrsta mark leiksins skoraði Högni Gunnlaugsson frá markteig. Það var Jón Jóhannsson sem gaf \ Högna boltann þar sem hann var í góðu færi alls ótruflaður við1 markteig. Allir varnarmenn Reykjavíkur voru þá í hnapp utan um Högna. Áður en markið kom höfðu margar tilraunir Keflvíkinga ekki verið fjarri lagi og eins var eftir markið. Reykjavík átti líka færi, t. d. Grétar, er hann stóð fyrir opnu marki en ,drap“ bolt- ann ekki nógu mjúkt og missti hann út að endamörkum, þar sem tækifærið glataðist. Fallegasta til- raunin var þó skalli Ásgeirs Sig-: urðssonar hins unga útherja Fram, | sem lék nú fyrsta sinni með úr- valsliði, en skalli þessi var mjög góður og naumlega varinn af markverði Keflavíkur. Guðmundur Óskarsson átti sama markverði "rátt að gjalda, er hann var kom- inn í gegn um vörnina en mark- vörðurinn hirti boltann af tánum á honum með því að kasta sér á fífldjarfasta hátt fyrir hann. Óheppnir að fá mark á 45. mín. Keflvíkingar voru óheppnir að láta skora hjá sér á síðustu mín- útu hálfleiksins og ekki sízt að fá á sig sjálfsmark. Markið kom þannig, að Grétar hafði komizt í gegn og markvörðurinn er kominn út á móti honum. Grétar „vippar“ yfir hann heldur laust og í stóran boga upp í vindir. í, sem hefði Hk- lega þeytt honum til baka, en þá bætti h. bakvörðurinn, sem kom aðvífandi, við boltann þannig að hann fór beinustu leið í netið, 1:1 í hálfleik, ósanngjörn úrslit eftir yfirburði ÍBK. „Hat tirick“ og rúmlega það hjá Grétari. Grétar skoraði öll mörk síðari hálfleiks. Reykvíkingar tóku þegar á 1. mínútu við allri stjórn á vellinum og voru allsráðandi síðari 45. mínúturnar að undanskildum ein- stöku tilraunum Keflavfkur gegn norðangarranum. Fimmtán mínútna leikur færði Reykvíkingum forystuna í mörk- um. Grétar Sigurðsson, miðherji liðsins skoraði laglega af stuttu færi með viðstöðulausu skoti, en Bergsteinn hafði gefið honum fyr- ir markið. Sömu menn áttu heiðurinn af 3:1. Bergsteinn gaf mjög góðan bolta fyrir frá vftateigshorninu að markteig þar sem Grétar „negldi" inn með höfðinu. Og 4:1 skoraði Grétar svo, er Ólafur miðvörður var allt of fram- arlega í stöðu sinni og Grétar fékk bolta gefinn inn fyrir. Keflvíkingar áttu nokkur skot og a. m. k. 2 þeirra mjög góð. Jón Jóhannsson hinn duglegi miðherji i þeirra skaut á 12. mfn. rétt yfir ’ markslá og á 43. mínútu átti Högni Gunnlaugsson skipað skot af löngu færi. Sanngjöm úrslit hefðu verið 3:2 eða 4:2. Úrslitin voru nú ekki eins sann- gjörn og þau hefðu getað orðið. Til þess áttu Keflvíkingar of mik- ið í leiknum. 3 — 4:2 hefði verið sanngjarnt fyrir Reykjavík, en 3ja marka munur er of mikið. Burf neð boxið Nú verður gerð tiiraun til að fá bann við hnefaleikum leitt i lög í Bretlandi. Það er Summerskill baronessa, fyrrum dr. Edith Summerskill, einn helzti foringi Verkamannaflokksins brezka, sem hefir borið fram frum varp um þetta í lávarðadeild Breta þings. Málið hefir farið gegnum fyrstu umræðu og er nú í nefnd þar. Leikurinn í sjálfu sér bar hinu kalda veðri vitni og aldrei komust menn almennilega í gang. Reykja- víkurliðið sýndi skárstu knatt- spyrnuna seint í síðari hálfleik. Beztur Reykvíkinga var Grétar Sigurðsson, en hann skoraði nú 3 mörk, en þess ber þó að geta að miðvörður Keflavíkur var nokkuð villtur í stöðunni og gætti Grétars illa. Nýliðarnir í liðinu, útherjarnir Ásgeir og Sigurþór áttu mikinn og góðan þátt í leiknum og var gam- an að fylgjast með þeim. Berg- steinn átti og góða kafla^ Vörnin og framverðirnar virtist ekki sterk á svellinu f fyrri hálfleiknum en fór vaxandi. Keflavíkurliðið einkennist af hörku, dugnaði og flýti, en hefur ekki yfir sér neinn „gull“blæ. Mættu liðsmenn flestir að skað- lausu leggja meira upp úr knatt- tækninni en þeir hafa sýnilega gert. Kjartan Sigtryggsson í marki þeirra var góður og bjargaði oft vel. Efnilegur piltur, en hann gekk í annan flokk nú um síðustu ára- mót. Betri hluti liðsins er þó fram- línan með hinum ákveðnu leik- mönnum sfnum. Bezti maður henn- ar er Jón Jóhannsson, en Högni er líka drjúgur leikmaður og á til hættuleg skot í fórum sfnum. Baldur Þórðarson dæmdi leikinn og gerði það ágætlega. - jbp - með Dennis Law Matt Busby, framkvæmdastjóri Manchester United hefur fyrir nokkru upplýst að félag hans sé nú á höttunum eftir hinum snjalla skozka knattspyrnumanni, Dennis Law, sem Ieikur nú fyrir Torino á Itallu, en hann var viðriðinn hneykslið þar í vetur, er hann og Joe Baker félagi hans voru saman á næturævintýri og lentu f á- rekstri, sem kom upp um brall þeirra félaga. „Torinó fer fram á of mikið,“ sagði Busby um helgina, er hann lagði af stað til Genfar samninga- borgarinnar frægu, en þar einmitt hyggst hann setjast að samninga- borði með hinum ftölsku forráða- mönnum Torino. „Law er mikils virði en 150.000 pund er of mikið“. Ekki vildi hann segja neitt um til- boð United. Ekki er ólíklegt að tal- an eigi eftir að breytast til muna, enda ítalir frægir fyrir að prútta um verð á hverju sem er. Upphaf- lega tilboðið var 99.000 pund, og var hæsta tilboð, scm brezkt knatt spyrnufélag hafði boðið, eða 30.000 pundum meira en Totten- ham borgaði fyrir Jimmy Greaves. Snemma beygisf króknrinn • • • Nokkurra mánaða sonur danska landsliðsmannsins Erik Nielsens, sem leikur með Brönhöj, virðist eftir svipnum að dæma þegar á- kveðinn f að feta i fótspor föður síns. Þess vegna fannst föður hans líka rétt að fyrstu skór litla kúts væru knattspyrnuskór og hér sést hann afhcnda honum þá.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.