Vísir - 17.05.1962, Blaðsíða 8
8
Útgefandi Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjórar: Hersteinr, Pálsson Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
í lausasölu 3 kr. eint. - Simi 1166C (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
--------------------------------------------------------T_______________t
Lokaðir sálargluggar
Þeir eru seinheppnir framsóknarmenn þegar þeir
ætla að fara að skrifa um hagsmuni Reykjavíkur-
borgar. Það er reyndar engin furða. Þeir hafa aldrei
látið sig hag og heill borgarinnar neinu skipta, heldur
jafnan barizt á móti því að höíuðborgin nyti jafnréttis
við landsbyggðina.
Síðasta dæmi eru skrif Krisíjáns Benediktssonar
kennara annars manns á Framsóknarlistanum. Hann
fjargviðrast óskaplega út af því I Tímanum að reyk-
vísk börn hafi engan annan stað til þess að leika sér
á en götuna. Varla getur þessi Kristján hafa búið
lengi í höfuðborginni úr því hann talar svona. Kristján
mun starfa sem kennari í einum hinna glæsilegu fram-
haldsskóla sem reistir hafa verið undir stjórn Sjálf-
stæðismanna, Hagaskólanum. Ef hann lítur út um
gluggann fer ekki hjá því að hann komi auga á tvö
leiksvæði, þar sem reykvísk börn eru að leik undir
gæzlu sérmenntaðra kvenna.
Þrjár skýringar eru því einar til á þessari fáfræði
framsóknarframbjóðandans. Kannski er hann svona
óskaplega nærsýnn að hann sér ekki leikvellina. Eða
ef til vill er hann svo Ijósfælinn að hann lítur aldrei
út um gluggann. Eða þá það :.ð heiðarleiki manns-
ins er ekki meiri en svo að kýs að þegja um að á síð-
asta kjörtímabili voru tekin 3 ný barnaheimili í not-
kun í bænum og eru þau nú 11 í bænum, en alls 50
leiksvæði.
Framsóknarframbjóðandinn ætti að kynna sér mál
borgarinnar betur áður en hann ritar næstu grein.
Refskák framsóknar
Ekkert sýnir betur hið rótfasta samband komm-
únista og framsóknarmanna en afstaða Framsóknar til
kauptaxtaauglýsingar verklýðsfélaganna á Norður-
landi. Á Akureyri báru fulltrúar stjórnarflokkanna í
bæjarstjórn fram tillögu um það í fyrradag að bærinn
mótmælti hinum nýja taxta og teldi sig ekki skuld-
bundinn af honum.
Hvað skeði? Gegn tillögunni greiddu atkvæði
kommúnistar og framsóknarmenn. Það er augljóst
hvað hér er á seyði. Síðasta sumar voru það fram-
sóknarmenn í kaupfélaginu á Akureyri, sem gengu
til samninga í verkfallinu um stórhækkað kaup. Með
því hleyptu þeir af stað flóðöldu verðbólgunnar og
afleiðingin var ný gengislækkun. Þar var samspil
kommúnista og framsóknar vandlega undirbúið.
Nú er greinilega sami leikurinn að gerast. Aftur
leita félagamir Einar Olgeirsson og Eysteinn fulltingis
framsóknarmanna á Akureyri og Húsavík til þess að
sprengja upp kaupgjald og skapa ringulreið í þjóð-
félaginu. Takmarkið er nú það sama og í fyrrasumar:
að reyna að gera ríkisstjóminni hverja þá skráveifu
sem unnt er og lokatakmarkið er að fella hana, svo
samstjórn Einars >g Æysteins seti tekið við völdum.
VISIR
Fimmtudagur 17. maí 1962.
heilbrigðismálum hefur
Reykjavík jafnan haft
alla forystu hér á landi. Næg-
ir að benda á að Reykjavík-
urkonur byggðu Landsspítal-
ann og hafa nú nýlega kom-
ið upp þar barnadeild. Sjúkra
hús Hvítabandsins var einn-
ig byggt og rekið af reyk-
vískum kvennasamtökum,
unz bærinn tók við rekstri
þess fyrir allmörgum árum
og rekur það enn.
Einnig á sviði heilsuvemd-
ar, vann „Lfkn“, samtök
kvenna, merkilegt brautryðj-
endstarf, sem aldrei verður
fullþakkað eða metið. Eftir
því sem umrædd störf þró-
uðust og urðu umfangsmeiri
í ört vaxandi bæ, tóku bæjar-
yfirvöldin þau að sér og juku
þau og breyttu. Þannig þró-
uðust á farsælan hátt, þessi
störf hugsjónamanna og á-
hugamanna á sviði heilbrigðis
mála, unz upp hafa sprottið
jafn myndarlegar, umsvifa-
miklar og fjölbreyttar stofn-
anir og Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur.
Um þá stofnun hafa erlend-
ir sérfræðingar, einmitt á
þessu sviði, farið hinum lof-
samlegustu orðum og lýst
undrun sinni á því að finna
slíka stofnun hér. í þessu
sama húsi eru skrifstofur
borgarlæknis, sem segja má
að haldi fingri sínum á slag-
æð heilsuverndar í borginni.
Þar er eftirlit með matvæl-
um, vatni og hollustu á vinnu
stöðum. í stuttu máli, eftir-
lit með heilbrigði borgaranna,
og starfa þar 7 manns, lækn-
ar og aðstoðarmenn.
gkoðun skólabarna er einn-
ig undir stjórn heilsuvernd
arstöðvarinnar og margþætt
heilsuvernd unnin í skólum.
Hef ég ekki heyrt jafnvel heit
ustu ofstækismenn í hópi and
stæðinga Sjálfstæðisflokks-
ins, halda öðru fram en að
þau störf væru vel unnin og
skipulögð.
Tannlækningar í skólum
hafa að undanförnu verið
bundnar við tannskoðanir á
skólabörnum en viðgerðir far
ið fram á stofum tannlækna í
bænum. Þær verða teknar að
öllu leyti inn í skólana aftur,
jafnskjótt og tannlæknar fást
til þessara starfa aftur, en
skortur á tannlæknum veldur
núverandi ástandi.
Hefur nú verið samþykkt
tillaga Sjálfstæðismanna í
borgarstjórn um að styrkja
unga tannlækna til náms,
gegn störfum við skólatann-
lækningar að námi loknu. Er
þetta það raunhæfasta sem
gert hefur verið, þessu máli
til lausnar, en kommúnistar
greiddu atkvæði gegn þessari
' -’^gu.
Hið nýja Fæðingarheimili
Reykjavíkur hefur nú starfað
í nærri tvö ár og fæðzt þar
um 900 börn árlega. Ýmsar
nýjungar hafa verið teknar
upp þar og reynzt vel. Vin-
sældir þessarar stofnunar,
sem hefur stór bætt ástandið
í þessum málum, eru vafa-
laust ekki sízt því að þakka
að þar starfar einvalalið.
gorgarstjórn er búin að
samþykkja að Borgar-
sjúkrahúsið skuli taka til
starfa 1964—1965. Margir
urðu hissa, fyrir nokkrum
árum, er byrjað var á tveimur
stórum sjúkrabyggingum hér
í bænum, á sama tíma, Borg-
arspítalanum og viðbót Lands
spítalans. Báðar þessar bygg-
ingar gengu þó hægt vegna
skorts á fjármagni og fjár-
festingarleyfum.
Var ekki skynsamlegra að
Dyrja á öðru og ljúka því sem
fyrst, og hefja síðan fram-
Úlfar Þórðarson læknir. Hann skipar 5. sætið á lista Sjálf-
stæðisflokksins.
kvæmdir við það síðara?
Vissulega, en þeir, sem hefur
gefizt tækifæri til að skyggn-
ast bak við tjöldin í þessu
máli, vita að borgarstjórn
vildi fara þessa samningaleið.
Afturhaldsklíka Framsóknar í
þáverandi ríkisstjórn, með
sín vanalegu þröngsýnu sjón-
armið, setti fótinn fyrir þessa
möguleika og því er svo kom-
ið sem raun ber vitni. En
Borgarsjúkrahúsið skal byrja
sitt starf á tilsettum tíma og
það er sá hlutur, á sviði heil-
brigðismála, sem mesta á-
herzlu ber að leggja á.
Á örðum sviðum heilsu-
verndar og heilbrigðismála
mun verða unnið eftir því
sem sérfróðir menn telja rétt
og undir forystu stjórnar
heil suverndarstöðvarinnar,
en þar er fremstur dr. Sig-
urður Sigurðsson og er óþarft
að hafa þar um fleiri orð.
Heyrzt hefur að geðsjúkl-
Framh, á 10. síðu