Vísir - 17.05.1962, Page 4

Vísir - 17.05.1962, Page 4
4 VISIR Fimmtudagur 17. maí 1962. Þessi hljómsveit mikla framtíð Á tónleikum hjá Sinfóníuhljóm sveit íslands. Versnandi sambúð Ummælum De Gaulle Frakk- landsforseta f gær um nýtízku franskan atómher er kuldalega tekið f Washington og segja stjórn málafréttaritarar, að sambúðin milli ríkisstjórna Frakklands og Bandaríkjanna hafi aldrei verið kuldalegri en nú. Haft var eftir bandarískum tals- manni í gær, að Bandaríkjastjórn ætli ekki að deila kjarnorkuleynd- armálum sínum með öðrum þjóð- um, og væri hún staðráðin í að vinna áfram gegn því að fleiri þjóðir fengju kjarnorkuvopn en nú hafa þau. — Athyglisvert er, að Macmillan sagði f gaer, að hann teldi þess ekki þörf, að Bretar gerðu frek ari tilraunir með kjarnorku- vopn á eigin spýtur, þar sem Bandaríkjamenn hefðu veitt þeim kost á að fylgjast með öllu sem gerist á tilraunasvæði þeirra á Kyrrahafi og væru brezkir kjarnorkuvísindamenn á Jólaeynni í athugunarskyni. Macmillan kvað þá afstöðu, sem hann hefði lýst, eiga við núlíðandi tíma, og væri það, sem hann hefði sagt ekki bindandi fyrir framtíð- ina. Atómher aðalmark. De Gaulle vei Lti fréttamönnum Framh. á 10. síðu. Fyrsti listræni ieiðbeinandi, sem fenginn var handa Sinfóníu hljómsveit Islands nýstofnaðri, var Norðmaðurinn Olav Kiell- and, sem var hér með annan fótinn nokkra vetur og ctjórnaði hljómsveitinni af mikilum skör- ungsskap. Nú er hann enn kom- inn til landsins og stjórnar næst sfðustu tónleikum hennar á þessu tónleikaári, norrænum tónleikum, sem haldnir verða í samkomuhúsi - Háskólans í kvöld, á þjóðhátíðardegi Norð- manna. Eitt þeirra verka, er flutt verða á þessum tónleikum, er einmitt ný sinfónía eftir Olav Kielland sjálfan. Þá er annað verk einnig norskt, Bergljót eft ir Edvard Grieg og sagt fram með undirleik hljómsveitarinnar kvæðið Bergljót eftir Björn- stjerne Björnson í þýðingu Matt híasar Jochumssonar, og flytur Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik- kona framsögnina. Hið þriðja verkið er sænskt, Pastoral svíta eftir Lars Erik Larsson. Þegar Olav Kielland er spurð- ur, hve lengi hann hafi haft verk þetta í smíðum, anzar hann. — Það var um daginn, að ég hitti vin minn Kjarval málara, og hann sýndi mér mynd, sem hann hafði lokið við fyrir nokkru, og ég spurði hann, hvort hann hefði verið nema fáa daga að gera hana, af því að við vitum, hver hamhleypa hann getur verið til verka. En ég fékk það svar, að hann hefði byrjað á myndinni fyrir svo sem 19 ár- um, þótt hún yrði fyrst fullgerð nýlega. Þess vegna blygðast ég mín ekki fyrir að játa, að byrj- unin á þessari síðustu sinfóníu minni varð til fyrir 20 árum. Ekki hef ég þó verið að vinna að henni allan tímann. Og satt að segja er ekki alltaf háifnað verk þá hafið er. Það liðu mörg ár áður en ég lagði verulega til atlögu við verkið. Og þvf var fyrst lokið á árinu sem leið, var frumflutt í Bergen í fyrra af Olav Kielland sinfóníuhljómsveitinni „Harmon ien“. — Hvernig verður verkinu lýst í fáum orðum? — Ætli sé nú ekki bezt að hafa sem fæst orð um sín eigin verk. En óhætt er þó að segja, að það er runnið af þjóðlegri norskri rót, hefir ívaf norskra þjóðlaga, nánar tiltekið á Þela- ur mörg ár og kynnti mér eftir föngum þjóðlögin þar. Þau eru mörg í skyldleika við íslenzku þjóðlögin. Það er margt líkt með skyldum. Einu sinni tíðkað ist í báðum löndunum sama hljóðfærið, sem nú er löngu komið úr notkun, langspil hét það hér, en langleik heima í Noregi. En Harðangursfiðlan er hið gamla þjóðlega norska hljóð færi, sem enn er í góðu gengi. — Hvað álítið þér um hljóm- burðinn f samkomuhúsi Háskól- ans? - Þetta er sjálfsagt byggt eftir forskrift færustu sérfræð- inga, en sannleikurinn er sá, að slíkt er ekki einhlítt til að tryggja óaðfinnanlegan hljóm- burð. Enn er hægt að finna að hljómburðinum í Háskólabíóinu, sem vafalaust lagast að mun, þegar búið er að byggja plast- himininn yfir sviðið. En mér kemur í hug frægur tónieika- salur í París, Salle Pleyelle, sem ég þekki gerla. Hann var byggð ur tvívegis og arkitektar brutu mikið heilann um að tryggja sem beztan hljómburð, en það kom fyrir ekki, Það gegnir má- ske líku máli og með að smíða strengjahljóðfæri. Smíði hinna gömlu ítölsku fiðla 'er leyndar- mörk. Þjóðlögum kynnist mað- ur aldrei til hlítar af bókum, það er ekki nóg að lesa þau af nót- um, maður verður að komast í snertingu við þann jarðveg, sem þau eru sprottin úr, lifa á meðal fólksins um langa hríð og heyra lögin af vörum þess, þar sem Iögin eiga heima, því að hvergi lifa þau sínu eiginlega lífi nema þar. Fyrir mörgum árum settist ég að á Þelmörk, var þar búsett- dómur, sem reynt hefir verið að stæla, en ekki tekizt, öðrum að smíða slíka gripi. Það er svo margt, sem kemur til greina í þessu sambandi, ekki aðeins efniviðurinn, heldur og ekki síð ur snilldin, sem fáum er gefin. Útreiknaðar reglur geta verið góðar, en geta ekki tryggt óað- finnanlega útkomu, það sem á vantar, verður að koma innan frá. Sinfóníuhljómsveitin í Bergen, „Harmonien“, er ein hin elzta í heimi, nærri 200 ára, var stofnuð 1765. — Það er orðið nokkuð langt síðan þér voruð hér síðast á ferð. Er mikið umbreytt í hljóm sveitinni síðan? — Mér þykir ákaflega vænt um aC fá að vinna með þessari hljómsveit. Ég hef mikla trú á framtíð hennar og gieður mig ó- segjanlega, að áhugi almennings fyrir starfi hennar fer sfvax- andi. Það er ekki mikið um- breytt Hinir íslenzku hljóðfæra leikarar eru gamalkunn andlit, vinir mínir og samherjar flestir síðan ég kom hingað fyrst fyr- ir rúmum tíu árum. Ég vona, að þetta verði góðir tónleikar hjá okkur. Arabar í vin áttuheimsókn Sendinefndin frá Arabiska Sam bandslýðveldinu^ sem hingað er komin i kurteisisheimsókn, eins og frá var sagt í Vísi í fyrradag, ræddi við fréttamenn á Hótel Borg síðdegis í fyrradag, og hafði far- arstjórinn, Hussein Zulficar Sabry aðstoðarutanríkisráðherra, orð fyr ir nefndarmönnum, sem eru tíu, þeirra á meðal ambassador þeirra x Svíþjóð, aðstoðar efnahagsmála- ráðherra, deildarstjórar ýmissa ráðuneyta og fréttaritari frá Litlu- Asíu-fréttastofunni í Kairo. Herra Sabry kvað ferð þessa farna fyrst til að styrkja böndin milli Arabalýðveldisins og þeirra ríkja, er það þegar hefir skipti við, og stofna til nýrra tengsla við önnur lönd, þeirra á meðal væri skemmst að minnast á land- helgisráðstefnurnar í Genf, þar sem með íslandi hefðu staðið Egypta- land og Mexico í kröfunni um 12 mílna landhelgi. Taldi ráðherrann og horfur á, að takast mættu verzl unarviðskipti milli landanna á jafnskiptagrundvelli. — Egyptar flyttu inn talsvert af matvælum, t.d. nautakjöti, en líklega yrði horf ið að því að hvetja fólk þar syðra til meiri fiskneyzlu, og opnaðist þá möguleikar um fisksölu frá Islandi, en í staðinn gæti þeim orðið hagkvæmt að kaupa þar vefn aðarvörur og skófatnað. Aðspurður sagði ráðherrann, að vei gengi bygging Ashwan-stíflunn ar og yrði virkjunin fuligerð eftir 5 ár. Einnig hefði gengið vel með rekstur Súez-skurðarins, síðan Eg- yptar tóku hann í sínar hendur, væri 85% hafnsögumanna arabisk- ir, Hins vegar væri þegar þörf á að stækka skurðinn vegna stærstu skipa, sem um hann fara. Nýlega hefði t.d. 108 þús. 1. skip komizt tómt austur, en þegar það var búið að fylla sig, komst það ekki til baka og varð að fara suður fyrir Afríku. Sendinefndin kom hingað frá Kaupmannahöfn, heldur héðan á laugardag til Ósló, Helsinki og Stokkhólms. I fyrrakvöld var henni boðið í Þjóðleikhúsið að sjá My Fair Lady, í gær fór hún í boði utanríkisráðuneytisins til Þingvalla og skoðar Sogsvirkjunina I boði borgarstjórnar Reykjavíkur og snæðir þar hádegisverð. Nefndin gekk á fund forseta í fyrrdag og einnig til utanríkis- og atvinnu- málaráðherra.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.