Vísir - 17.05.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. maí 1962.
V'lSIR
Nýja Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi verður tekið í notkun á árunum 1964—65 og mun hafa rúm fyrir 220 sjúklinga þegar fyrri áfanga er lokið.
Stærsta sjúkrahús landsins
Unnið er nú af fullum krafti við byggingu híns nýja
Borgarsjúkrahúss, sem Reykjavíkurborg er að byggja í Foss-
vogi. Bygging þessi er hið mesta mannvirki og meðal stærstu
húsa, sem byggð hafa verið á landinu. Þegar byggingin er
fullgerð, mun hún rúma álíka marga sjúklinga og Lands-
spítalinn, Fæðingardeildin og Landakotsspítalinn rúma nú
samanlagt. Hér er því um að ræða geysilegt átak i sjúkra-
húsmálum borgarinnar. Brýn þörf er nú orðin á auknum
fjölda sjúkrarúma í borginni. Munu nýbyggingar Landsspít-
alans og Landakotsspítalans bæta úr brýnustu þörfinni að
sinni, en ekki verður þörfinni fulinægt svo vel sé fyrr en
hið nýja Borgarsjúkrahús tekur til starfa. Hér er því um að
ræða hið mesta nauðsynjamál og er nú lögð á það mikil
áherzla að hið nýja sjúkrahús geti tekið til starfa á árunum
1964 og 1965, samkvæmt áætlun. Það gefur nokkra hug-
mynd um hvílíkt mannvirki er hér á ferðum, að það sem
þegar hefur verið byggt af húsinu er 55 þúsund rúmmetrar
og fullbyggt verður húsið um 70 þúsund rúmmetrar. Til sam-
anburðar má geta þess, að Háskólinn er um 22 þúsund rúm-
metrar og Sjómannaskólinn um 20 þúsund.
Múrhúðun lokið á árinu.
Vísir kom að rnáli við fram-
kvæmdarstjóra byggingarinnar,
Hjálmar Blöndal, og spurði
hann hann um gang bygging-
arinnar. Skýrði hann svo frá að
nú væri unnið að múrhúðun
hússins að innan og yrði henni
lokið á árinu. Nokkuð af hús-
inu hefur þegar verið múrhúð-
að að utan, en þvi sem eftir
er, verður lokið á þessu ári.
Á þessu ári á einnig að setja
í allar rúður. Verður síðan hald
ið áfram við frágang bygging-
arinnar, sem er geysi mikil
vinna, ekki sízt þar sem- um
sjúkrahús er að ræða.
Bygging hússins hófst árið
1953. Var þá stofnuð nefnd, til
að sjá um bygginguna og hefur
hún starfað síðan. Pegar nefnd
in tók til starfa. hafði verið
lokið við að grafa grunn
teikningar fullgerðar. Önnuð
ust þær arkitektamir Einar
Sveinsson og Gunnar Ólafsson.
Var fyrsti hluti byggingarinnar
boðinn út árið 1954. Síðan hef-
og
ur verið veitt há fjárhæð ár-
lega til byggingarinnar en ekki
hefur þó verið hægt að hraða
byggingunni meira en raun ber
vitni, vegna takmarkaðra fjár-
festingarleyfa. Var öll árin
byggt fyrir öll þau leyfi sem
fengust og fyrst nú hægt að
vinna eftir þörfum, þegar frelsi
í byggingarmálum er komið á.
Sex aðalhlutar.
Á teikningunni er húsinu
skift niður i sex aðalhluta, og
hafa fimm þeirra þegar verið
byggðir. A hluti liggur frá norð
austri til suð-austurs. Hann er
sjö hæðir og ætlaður að mestu
undir sjúkrarúm. Efsta hæðin
er þó ætluð fyrir starfsmannaí-
búðir, en vonir standa til að
þeirra muni ekki gerast þörf.
Ef hægt er að nota alla álm '
una undir sjúkrarúm tekur hún
220 sjúklinga en að frádreg-
inni efstu hæðinn: 185.
B hluti er framhald af A
hluta og ætlaður eingöngu und
ir sjúkrarúm. Það er einn hluti
byggingarinnar, sem ekki hefur
verið steyptur enn. Þegar hann
hefur verið byggður mun
sjúkrahúsið taka um 400 sjúkl-
inga.
C hluti er turninn. I honum
er gert ráð fyrir að verði íbúð-
ir fyrir starfsfólk, svo sem
kandidata og aðra. Er að því
mikið hagræði að hafa starfs-
fólk sem hefur vaktir í miðjum
spítalanum. Að sjálfsögðu er
ekki gert ráð fyrir fjölskyldu-
fólki í þessum íbúðum. Þar
verða sömuleiðis lesstofur og
bókasöfn, fyrir lækna og sjúkl-
inga.
D hluti er forstofubygging,
sem byggð er út af turninum.
E hluti, sem liggur þvert á
A hluta, er sex hæðir. í honum
verða skurðstofur og rannsókn-
arstofur. Einnig er gert ráð fyr
ir að í honum verði allar deild-
spítalans, sem fást við þjón-
ustu. Er reiknað með að þar
verði eldhús, bakarí og þvotta-
hús. Gert er ráð fyrir að sjúkra
húsið verði sjálfu sér nógt með
sem flesta þjónustu, svo sem
þvotta og bakstur, þar sem
slíkt gerir reksturinn hagkveem
ari.
F hluti, sem liggur út af
enda E hluta, verður kapella
og líkhús. Ekki er gert ráð fyrir
að jarðarfarir fari fram frá kap-
ellunni, en reikna má með að
hún verði notuð til kistulagn-
inga. Einnig verður hægt að
halda þar guðsþjónustur fyrir
spítalann.
Sjúkrahús lögð niður.
Áætlað er að taka húsið í
notkun jafnóðum og einstakir
hlutar þess eru fullgerðir. Þeg
:.r notkun þess hefst, verður
Farsóttahúsið lagt niður og
flutt þangað. Einnig verður
sjúkrahús Hvítabandsins, sem
hefur 40 rúm, lagt niður. Þá
verður lyflækningadeild Borg-
arsjúkrahússins flutt þangað,
en hún hefur að undanförnu
verið starfrækt í húsi Heilsu-
yerndarstöðvarinnar, með um
60 sjúkrarúm.
Slysavarðstofan som verið
hefur í Heilsuverndarstöðinni,
í brágðabirgða húsnæði, að
undanförnu, verðui sömuleiðis
flutt í Borgarsjúkrahúsið. Verð
ur öll aðstaða til starfrækslu
hennar miklu auðveldari, þeg-
ar hún er komin í spítala með
fullkomna skurðlækningadeild.
Kostnaður nú 48 millj.
Kostnaður við húsið er nú
orðinn 48 milljónir. Innifelur
sú upphæð nokkuð af þeirri 11
milljón króna fjárveitingu, sem
veitt var til hússins á þessu
ári. Engin leið er að segja til
um hvað spítalinn kemur til
með að kosta. Slíkt er til dæm-
is háð því hversu fullkomin
t.æki verða keypt og mörgu
öðru, sem ekki er hægt að vita
með neinni nákvæmni um að
svo stöddu.
Það gefur þó nokkra hug-
mynd um þann geysilega kostn
að sem borgin leggur í með
byggingu þessari, að í Dan-
mörku er reiknað með að kostn
aður við byggingu sjúkrahúsa,
nemi um 100 þúsund dönskum
krónum á sjúkrarúm. Það nem-
ur um 620 þúsundum íslenzkra
króna.
Það sem þegar hefur verið
byggt af húsinu er yfir tvö
þúsund fermetrar, hver hæð,
og álman sem óbyggð er, um
750 fermetrar, hver hæð.
Vefnaður til Rússlands
Verið er nú að hefja að nýju
útflutning á ullarteppum og peys
um til Rússlands, en útflutningur
á þessum vörum þangað hófst i
fyrra. Teppi þessi eru ofin í Gefjun
á Akureyri og peysurnar eru
prjónaðar í Heklu.
Áætlað er að flytja út 30.000
teppi, sem er sama magn og i
fyrra. Af peysui verða fluttar út
27.000 stykki, sem er tveim þús-
j undum meira en í fyrra.
i Helgi Bergs, framkvæmdastjóri
iðnaðardeildar SÍS, skírði blaðinu
svo frá í gær að verið væri nú
að hefj; framleiðslu á þessum vör-
um og myndi framleiðsla standa
yfir allt árið, jafnframt þvi sem
framleitt yrði fyrir innanlands-
markað. Sagði hann að ástæða
væri til að ætla að selja mætti
neira af þessum vörum til Rúss-
lands, en fyrirtækið gæti ekki ann
að meiru að sinni, þar sem mest-
( ur hluti framleiðslunnar selst á
i innanlandsmarkaði.
Fyrirtæki sem nefnist Rozno Ex-
port kapir þessar vörur í Rúss-
landi og hefur sambandið haft
spurnir af þeim í verzlunum í
Moskvu og víðar. Mars Trading
Company hefur haft milligöngu
um þessi viðskipti hér á landi.
3200 KM HRAÐI
1 Bandaríkjunum fer nú fram
athugun a því, hvort heppilegra
muni vera að gera þotu, er færi
með 3200 km hraða frekár úr
hreinv stáli eða aluminium-
blöndum eins og flestar flugvé)
ar ert gerðar nú, Til þess að
fá úr þessu skorið, þarf að gera
líkan, sem hægt mundi að prófa
í vindsvelg, er framleiðir a. m.
k. 3200 km vindhraða, og mundi
kostnaðurinn við líkanið vera
hvorki meira né minna en 435
þúsund dollarar — eða scm
svarar um 85 millj. króna.