Vísir - 17.05.1962, Side 10
70 -----
VISIR
9 leiðangrar í
Veitt hafa verið leyfi fyrir níu
rannsóknarleiðangra erlendis frá,
til að stunda rannsóknir hér á
landi, samkvæmt upplýsingum, sem
Steingrímur Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs rík-
isins gaf blaðinu í morgun. Allir
þeir, sem stunda vilja rannsóknir
hér, verða að sækja um leyfi hjá
Rannsóknarráðinu og liggja all-
margar fleiri umsóknir fyrir.
Frá Kanada kemur Mr. Peterson,
kanadiskur vísindamaður. Hann
Versnandli -
Framh. af 4. síðu
áheyrn í gær og það var þá, sem
hann sagði, að eitt aðalmark í ut-
anríkisstefnu Frakkiands væri
stofnun nýtízku atómhers. Þennan
fund sátu margir ráðherrar og um
800 fréttamenn. De Gaulle ræddi
einnig önnur mikil markmið, svo
sem að efla efnahag og hverskon-
ar framfarir, vísindi og listir.
Nýtt alsírskt riki bráðlega.
De Gaulle kvað r.ýtt, alsírskt
ríki verða komið á laggirnar inn-
an nokkurra vikna, þrátt fyrir ó-
dæðisverk OAS.
Berlín.
Forsetinn kvað viðnæðurnar um
Berlín við Rússa á ábyrgð Banda-
ríkjamanna. Hann ræddi einingu
og traust milli Frakka og Þjóð-
verja til framtíðarörvggis beggja
iandanna og álfunni allri — og
nauðsynlegt kvað hann að treysta
Norður-Atlantshafsbandalagið.
kemur hingað í júlí til skordýra-
rannsókna.
Þann 13. júlí kemur hingað 7
manna hópur frá The Society for
exploration og dvelja hér til 14.
september, við jökla- og grasa-
fræðirannsóknir. Næsti hópur, sem
kemur frá Englandi, er allstór hóp-
ur kennara og nemenda frá Mer-
ton Grange School, sem kemur í
júlí. Mun hann dveljast í Hvítár-
dal, á svæðinu upp að Húsafelli.
Síðan kemur hér Ungfrú Haynes,
frá Girton College í Cambridge.
Mun hún stunda grasa- og jarð-
j fræðirannsóknir við Hagavatn.
Frá Hollandi kemur svo sex
manna hópur á vegum Minero-
logisch Geologisch Institute. Munu
þeir verða á Norðurlandi og halda
áfram jarðfræðilegum rannsóknum,
sem prófessor Rutten hefur stund-
að hér svo árum skiptir.
Þann 30. júní kemur hingað kona
frá Gatty Marine Idboratory í Skot
landi. Nefnist hún Helen Blaekler
og mun dveljast hér í tvær vikur
við rannsóknir í þörungagróðri.
Í'júlí og ágúst munu dvelja hér
9 stúdentar frá Glasgow Univer-
t sity ásamt leiðsögumanni ,og munu
þeir stunda jarðfræðirannsóknir á
Vindheimajökli.
Frá Svíþjóð koma tveir aðilar.
Fyrst Bengt Jonsell frá Uppsala
Háskóla, sem mun stunda grasa-
fræðilegar rannsóknir og plöntu-
söfnun. Síðar kemur Áke Hansten
frá Kvarter Geologiska Institution
sumar
í Uppsala og leggur stund á jarð-
fræðirannsóknir við Hvítárvatn og
Sandvatn í ágúst.
Kjarnorkuknúin
flugstöð
Bandaríski flotinn hefir nú tekið
við fyrsta flugstöðvarskipinu, sem
knúið er með kjamorku.
Þetta er flugstöðvarskipið Enter- j
prise, sem er um 65.000 lestir, en 1
kostnaður við það varð hvorki
meira né minna en 450 milljónir
dollara eða næstum 2 milljarðar
króna.
Á Kaupmáttu: sterlingspunds, er
var 20 shillingar — eða 100% —
árið 1951, er nú aðeins talinn 15
shillingar og 8 pence eða tæplega
79%.
Setjið X
við D
BARNKOMA DANARTALA
B
O:
? í
2. §
p cu
2
o
►t
<
g
o*
OH
l §
2
o
*1
<g
<
sfi
o*
cx
B
o:
2 «/>
I í
C5 Q*
a
a
2
o
cn
<
►u5
«> ________
o.
£ Oi
Heilsugæzlan
Framh. af 8. síðu.
ingadeild þurfi að koma við
Borgarsjúkrahúsið. Þess má
geta í þessu sambandi að fjór
ir flokkar sjúklinga hafa allt-
af verið óskertir í höndum
ríkisins. Það eru berklasjúkl-
ingar, geðveikir, fávitar og
holdsveikir. Það hefur ekki
þótt rétt að breyta þessu,
enda væri nær að ný og mynd
arleg geðsjúkdómadeild undir
stjórn hins unga Tómasar
Helgasonar, kæmi í einni
álmu Landsspítalans.
y^ndstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins hafa heldur
Lfnuritið sýnir að meðal Norðurlandaþjóða, sem þó eru taldar einna fremstar á sviði heil-
brigðismála, hefur Island hæstu fæðingartölu, en er þrátt fyrir það með lægstan ungbama-
dauða, raunverulega betri en Svíþjóð. Miðdálkurinn sýnir allsherjar dámartölu og var ísland
þar ríflega lægst. (Heimild: Tidskrift for Sjukskorskar. Sept. 1960. Bls. 655. — í heilbrigð-
isskýrslum 1957, sem em þær síðustu sem birzt hafa, koma þessar tölur þó enn glæsi-
legar út. Þar er barnkoman 29.2, dánartalan er 7.0 og ungbarnadauði 16.9, sá lægsti, sem
nokkum tíma hefur verið skráður hér á landi.
„lélegar lummur“ upp á að
bjóða í heilbrigðismálum.
Enda er erfitt að komast
fram hjá þeirri staðreynd að
barnadauði er lægstur hér í
öllum heiminum, að Svíþjóð
undanskilinni. Þrátt fyrir
hina miklu slysahættu sem
aðalatvinnuvegur okkar, fisk
veiðar. hafa i för með sér, er
meðalaldur hér á landi með
þeim hæsta sem menn vita
um.
Fimmtudagur 17. nlaí 1962.
Þetta em myndir teknar f Vatnajökulsferð Jöklarannsóknafélags-
ins. Efri myndin sýnir snjóbílinn og kofa félagsins, sem stendur
hæst húsa á íslandi, á Grimsf jalli hjá Grímsvötnum, í 1720 metra
hæð. Þar hafa þeir „pósthús“ eftir næstu mánaðarmót og fram
um hvítasunnu. Á neðri myndinni er pósturinn að stimpla bréf-
in upp á jöklinum.
Vorleiðangur á Vatnajökul
Tíundi vorleiðangur Jöklarann-
sóknafélagsins á Vatnajökuli verð-
ur farinn á uppstigningardag,
væntanlega 15 manns f 2 snjóbíl-
um, og stendur ferðin fram yfir
hvftasunnu, í þeim erindum fyrst
og fremst að gera aíhuganir á úr-
komu og mæla Grímsvötn, og nú
f fjórða sinn setja leiðangursmenn
upp pósístofu í hási því, sem
hæst stendur á íslandi, kofa félags
ins á GrímcfjaMi. Nýtt Vatnajök-
ulsumslag er nú gefið út með
mynd af Sveini Pálssyni náttúru-
fræðingi og lækni, á 200. fæðing-
arári hans.
Ferðinni stjórnar dr. Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingur og
Magnús Jóhannsson útvarpsvirki,
sem ásamt formanninum Jóni Ey-
þórssyni veðurfræðingi skýrðu
fréttamönnum frá ferðinni í stór-
um dráttum í gær. Töldu þeir rann
sóknir félagsins hafa náð of
skammt til þessa, bæði sökum
skorts.á starfsfólki og fjármagni,
hefði ekki verið styrkt sem skyldi
og orðið að afla sér fjár með
rekstri „pósthússins“ þar efra,
sem hefði oftast gengið ágætlega.
En nú, þegar hillir undir virkjun
stórfljóta, sem eiga upptök sín
undir jöklunum, mætti ætla, að
meiri skilningur verði sýndur
starfi Jöklarannsóknafélagsins.
Verður nú enn mælt yfirborð
Grímsvatna, sem hefir hækkað um
10 — 15 metra á ári. Nú hefir félag-
ið fengið bor sem kemst 10 metra
niður í jökulinn og gerir það
verkið ólíkt auðveldara, þar sem
þeir áður þurftu að grafa með
skóflu.
Nýja Vatnajökulsumslagið er,
sem áður segir, með mynd af
Sveini Pálssyni á 2ja alda afmæli
hans, en hann var mestur jökla-
rannsóknamaður síns tíma Mynd-
in er eftir séra Sæmund Hólm.
Af umslögum þessum verða 5000
tölusett og kosta 10 krónur, en ó-
tölusett verða um 1000, svo að
þetta er lítið upplag og verður
fljótt verðmætt. Sala er byrjuð í
Radíóbúðinni á Óðinsgötu 2. Þeir
sem keypt hafa undanfarin ár,
hafa forgangsrétt nú til 23. þ. m.,
en ekki lengur.
Vinnið að sigri
Sjálfstæðisflokksins
► ALLT Sjálfstæðisfólk í Reykjavík er hvatt til að
starfa fyrir sjálfstæðisflokkinn, bæði á kjördegi og
fyr'r kjördag. Skráning sjálfboðaliða fer fram í Sjálf-
stæðishúsinu kl. 9—12 og 13—19, og á hverfaskrif-
stofum Sjálfstæðisflokksins frá kl. 13—19.
► FÓLK, sem viIJ leggja Sjálfstæðisflokknum lið sitt
í kosningabaráttunni, er beðið um að láta skrá sig
sem fyrst.