Vísir


Vísir - 01.06.1962, Qupperneq 1

Vísir - 01.06.1962, Qupperneq 1
VISIR Adolf Ekhman ai lífí í 52. árg. — Föstudagur 1. júní 1962. — 123. tbl. Líkið brennt og öskunni dreift á haf út Adolf Eichmann. Myndin tekin við réttarhöldin. Teknir á skrúð- 1 morgun hófst málflutningur í Olíumálinu svokallaða. Var dómþing sett í skrifstofu saka- dómara við Fríkirkjuveg af hinum skipuðu rannsóknardómurum. Tók ljósmyndari Vísis þá þessar myndir. — Á efri myndinni sést Ragnar Jónsson sækjandi málsins flytja ræðu, en á bak við rannsóknardómaramir Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Gunnar Helgason. — Á neðri myndinni sjást verjendur málsins þeir Sveinbjöm Jónsson og Guðmundur Ásmundsson, sem eru verjendur stjómar Olíufélagsins og Benedikt Sigurjónss. verjandi Hauks Hvannbergs. göngu ímiðbænum í gær stöðvuðu lögreglumenn , einskonar „skrúðgöngu“ þýzkra | sjómanna í Miðbænum í Reykjavík og fluttu sjómennina út. í skip. Þetta atvik skeði skömmu eftir \ hádegið í gær. Þá hafði um 20 manna hópur úr þýzka flutninga- skipinu m.s. Hilde Horn, sem lá í Reykjavíkurhöfn hafið göngu um Miðbæinn með undarlegum hætti og talsverðri háreysti. Að því er lögreglan tjáði Vísi létu þeir ýmis- konar skrípalátum, klæddu sig sumir hverjir í ankannalega bún- inga, lituðu sig í andliti, báru prik með tómum bjór- og vínfiöskum, svo og bjúgum sem sem þeir hengdu 4 prkin, sL'0j síðan saman potthlemmum og spiluðu á munn- hörpu með kokkinn í fararbroddi. Sagði varðstjóri lögreglunnar að hávaði þeirra hafi gengið svo úr hófi, að ekki hafi verið annað fært en stöðva þessi skrípalæti, enda hafi a.m.k. sumir sjómannanna verið talsvert undir áfengis áhrif- um. Vísir hafði í tilefni af þessu einnig tal af skipstjóranum á m.s. Hilde Horn, en hann heitir Klaus H. Glitza og er frá Hamborg. Hann sagði að hér hafi átt sér stað leiðinlegur misskilningur, sem sjó- mönnunum hafi sjálfum leiðst, því Framh. á 5. síðu. Siesfamaiur í gær tók lögreglan ölvaðan hestamann, sem var á reið eftir götum ReykjavJcur og þótti hátta lag hans með þeim hætti að ekki væri hægt að láta hjá líða að skerast í leikinni og jafnframt taka af honum hestana. Lögregian tjáði Vísi að það væri talsverð brögð að því að menn væru ölvaðir á hestbaki. Er það þó jafnan látið afskipta- laust á meðan mennirnir fara sómasamlega með skepurnar og Lufla ekki umferð, eða eru tald- ir hættulegir í umferðinni. í gær keyrði þetta úr hófi og var mað- urinn kæri....- co sektaður, en hestarnir teknir af honum. Þá voru ,g þrír bifreiðastjórar teknir fyrir ölvun við akstur um helgina. Flotadeild kemur Fjórða bandaríska flotadeildin undir stjóm P. D. Buie flotafor- ingja er væntanleg til Reykjavík- ur í byrjun næstu viku. 1 henni er hið mikla flugvélarskip WASP og allmörg önnur herskip, flest tund- urspillar. Á skipunum eru alls rúmlega 4500 sjóðliðar, þar af 384 sjóliðs- foringjar. — Buie flotaforingi mun heimsækja utanríkisráðherra, borg arstjóra, lögreglustjóra og yfir- mann landhelgisgæzlunnar meðan flotadeildin dvelst hér, og koma í skrifstofu forseta íslands og skrá nafn sitt í gestabók embættisins. Utanríkisráðuneytið býður hópi sjóliða og foringja í ferð til Þing- valla og Hveragerðis á mánudag og fleiri ferðir verða farnar í kynn ingarskyni. íþróttafélög keppa við íslenzk íþróttafélög og hljómsveit flotadeildarinnar leikur á Austur- velli ld. 17,30 á mánudag, við Hrafnistu kl. 17,30 á þriðjudag. Landvistarleyfi sjóliðanna verð- ur takmarkað við 3-4 tíma I senn auk þeirra, sem fara í skipulagðar Iandkynningarferðir eða taka þátt í íþróttakeppnum. Frjálst landvist- arleyfi verður ekki leyft eftir kl. 18, en skipulagðir hópar, sem fara til íþróttakeppni og í landkynning- arferðir undir stjórn og á ábyrgð foringja munu fara um borð i skip- in að leikjunum og ferðunum lokn um. Flotadeildin verður hér 4., 5. og 6. júní. Líflátsdóminum yfir nazistaforsprakkanum Adolf Eichmann hefur verið fullnægt. Var þetta tilkynnt frá Tel Aviv í morgun. Var Eichmann hengdur, lík hans brennt og öskunni dreift á hafi úti af ísraelskum lög- reglubáti. Náðun synjað. Eichmann var tilkynnt í fang- elsinu fyrir utan Tel Aviv, þar sem aftakan fór fram, nokkrum klukkustundum fyrir hana, að forseti Israels hefði synjað náðun- arbeiðni hans. Engin svipbreyting var sjáanieg á honum, er honum var tjáð þetta. Trúboði, er var hjá honum hinztu stundirnar, segir hann hafa verið harðan og beizkan til hinztu stundar og þess ekki orðið vart, að hann iðraðist gerða sinna. Áður en snörunni var brugðið um háls Eichmann setti hann sig í hermannsstellingar og hrópaði: Lifi Þýzkaland, lifi Aust- urríki, Iifi Argentina. Olíumálið fyrir dómi í fyrri fréttum hafði verið sagt, að hann hefði lýst yfir sakleysi sínu og að hr.nn tryði á guð. Þess er getið, að sami háttur var hafður á nú, og er fullnægt var líflátsdóminum yfir stríðs- glæpamönnum, sem dæmdir voru í NUrnberg, þ. e. að öskunni var dreift á sjó úti. Von ættingja brást. Ekki liggja enn fyrir um- sagnlr blaða um fullnægingu líflátsdómsins eða umsögn ást- vina hans, en fullyrða má, að fréttin hafi komið sem reiðar- slag yfir þá, þar sem þeir hafi haldið í vonina um náðun, en í fréttum hafa yfirleitt verið taldar líkur fyrir náðun, ekki nðeins í seinni tíð, heldur alla tíð frá þvx dómurinn var felld- ur í desember síðastliðnum, m. a. vegna þess, að fangi hefur aldrei verið tekinn af lífi í Israel, og Eichmann er hinn Framh. á bls. 5

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.