Vísir - 01.06.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 01.06.1962, Blaðsíða 4
'AV.W.V.mVAV.VAV, 4 Föstudagur 1. júní 1962. VISIR Um verkefni Æskulýðsráðs Reykjavíkur Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur á þessu ári starfað í sjö ár. Upphafsmaður starfsemi þessarar var Gunnar Thor- oddsen, þáverandi borgar- stjóri, sem árið 1955 skipaði nefnd „til að beita sér fyrir umbótum í félags- og skemmt analífi æskufólks í bænum“. Nefndin hlaut síðar nafnið Æskulýðsráð Reykjavíkur og starfar enn með sama fólki og í upphafi. Starfsemi ráðs ins hefur farið stöðugt vax- andi og nú orðið mjög fjöl- breytt. Er hér um að ræða mjög merkilegt starf, sem er algert brautryðjendastarf á landi hér. Hefur almenningur tekið þessu mjög vel og verið afar þakklátur fyrir það sem áunnizt hefur. Ráðið hefur alla tið notið góðs stuðnings borgarstjómar og báðir borg- arstjóramir, Gunnar Thor- oddsen og Geir Hallgrímsson, haft mikinn áhuga fyrir þess- ari starfsemi og stutt hana dyggilega. í ráðinu hafa setið frá upp- hafi þessir menn: Helgi H. Eiríks son, verkfræðingur, formaður, Bent Bendtsen, forstjóri, frú Elsa Guðjónsson, séra Jón Auð- uns, Ragnar Jónsson, forstjóri, dr. Símon Jóhann Ágústsson og Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, fulltrúi í. B. R.. Sá síðastnefndi hefur ekki sótt fundi og hefur varamaður hans, Sigurgeir Guð- mannsson, framkvæmdastjóri, lengst af átt sæti í ráðinu. Hlutverk æskulýðsráðs, er að koma á fót tómstunda- og félags iðju meðal æskufólks. Er þar átt við 12 ára og eldri, þó að fyrir komi að yngra fólk sé með. Að þessu vinnur ráðið fyrst og fremst með þvi að koma á fót tómstundaheimilum fyrir æsku- fólk. Er reynt að hafa sem nán- asta samvinnu um þetta við ýmis æskulýðsfélög, þar sem ráðið vill ekki keppa við þau, heldur starfa með þeim. Föndur í tómstundum. Starfsemi ráðsins skiptist I fjóra meginþætti. Er þar fyrst að nefna ýmiskonar tómstunda- föndur. Fer það gjarnan fram f 15—20 manna hópum, sem eru hér og þar um borgina. Eru í sumum greinum föndurs marg- ir slfkir flokkar. Otvegar ráðið þeim efni til starfsins, auk þess sem það sér fyrir húsnæði og leiðbeinanda. Unglingum gefst kostur á að búa til ýmis konar hluti úr basti, tágum og hornum, svo sem borðmottur og lampa- skerma. Or beini horni og teak eru búnir til alls kyns skraut- munir. Einnig er kennd ýmis konar leðurvinna, svo sem að búa til leðurveski, og skreyta þau myndum. Trésmíði er kennd og geta nemendur þar smíðað alls kyns hluti, sem þeir helzt kæra sig um. Auk þess er kennt bók- band á bókum og blöðum. Flokkar starfa að smíði flug módela og smíða svifflugur Þar er einnig veitt fræðsla um flug þeirra. Kennd er Ijósmynd un og framköllun og hvers kon- ir meðferð myndavéla. Þá er ag kennd málm- og rafmagns- vinna og smíðuð einföld raf- magnstæki. Lögð er áherzla á meðferð tækja og efnis og er petta hinn gagnlegasti undir- búningur fyrir þá, sem síðar fara út í einhvers k_ íar raf- magnsstörf. 1 frímerkjasöfnun er og veitt tilsögn. Þar er kennd uppsetn- ing, og veitt tilsögn í frímerkja- skiptum og fleiru. Skemmtiklúbbar. Annar meginþáttur starfsem- innar eru ýmis konar klúbbar, sem starfa á vegum ráðsins, en eru þó flestir undir sjálf- stæðri stjórn, með leiðsögn ráðsins. Hjartaklúbburinn, Tíg- ulklúbburinn og Stjörnuklúbb- urinn hafa á stefnuskrá sinni skemmti- og fræðslustarf. Gang ast þeir meðal annars fyrir dans skemmtunum, auk fræðslustarf- semi, og er lögð sérstök áherzla á vínlausar skemmtanir. Fræðafélagið Fróði gengst fyrir málfundum og æfingum i ræðumennsku. Skákklúbbur er einnig starfandi og veitir til- sögn í skák, auk þess sem hann gengst fyrir skákmótum. Vélhjólaklúbburinn Elding kenn ir umferðarreglur og annað, sem akstri viðvíkur. Þá er einnig starfandi kvik- myndaklúbbur, sem aðallega er ætlaður börnum, og sýnir bæði fræðslu og skemmtimyndir. í Tjarnarbæ er síðan hug- myndin að koma á fót klúbb- um í hinum ýmsu listum, svo sem leiklist, bókmenntum, kvik- myndum og tónlist. Margþætt námskeið. Þriðji þáttur starfseminnar ins, Sjómannasambandsins, Fé- lags íslehzkra botnvörpuskipa- eigenda og Vinnuskóla Reykja- víkur. Hefur nefndin gengizt fyrir námskeiðum, sem kenna alla al- genga sjóvinnu, kennt er á sigl- ingatæki, hjálp í viðlögum o. fl. Reynir nefndin að aðstoða drengina við að ráða sig á skip eftir námskeiðið. Einnig hefur nefndin rekið skólabát. Fara nokkrir hópar á hverju sumri og er hver hópur I þrjár vik- ur úti. Þá gengst Æskulýðsráð fyrir námskeiðum á leikvöllum fyrir börn. Hafa þau verið mjög vin- sæl. Einnig hefur ráðið gengizt fyrir ýmsum sýningum, svo sem „Með eigin höndum“ 1958, sem sýndi ýmsa hluti gerða af unglingunum og sýning á Reykjavíkursýningunni. Sumarstarf. Fjórði liðurinn er skipulag sumarstarfs. Ráðið hefur veitt sumarstarfi Þjóðkirkjunnar nokkurn styrk. Ferðalög eru skipulögð fyrir unglinga, en auk þess hefur ráðið tekið þátt í ýmsum rannsóknarferðum um óbyggðir. Þá hefur það gengizt fyrir heimsóknum útlendinga hingað til lands. Einnig hafa hópar héðan farið til útlanda á vegum ráðsins. Aukið húsnæði. Húsnæðismál ráðsins hafa mjög batnað undanfarið. Höf- uðstöðvar hafa lengst af verið á Lindargötu 50. Er þar skrif- stofa ráðsins, auk þess sem þar er tómstundaheimili. Sækja Bast og tágavinna. stíg 9. Hefur ráðið húsnæði þar á leigu tvo daga í viku og hef- ur það verið mjög vel sótt. — Koma þar 200—300 unglingar á viku. í Golfskálanum hafa starfað Klúbbar, svo sem Vélhjólaklúbb urinn Elding, sem þar hefur að- Fjölbreytt starfsemi eru ýmis konar námskeið. Sér- stök sjóvinnunefnd hefur starf- að á vegum ráðsins. Eru í henni meðlimir nokkurra samtaka, sem við slík mál fást: Slysa- varnarfélagsins, L.I.O., Far- manna- og fiskimannasambands heimili þetta milli 4 og 5 hundr- uð unglinga á viku, svo að þar er fullsetið allan seinni part dags til 10 á kvöldin, alla daga vikunnar. í vetur var stofnsett tóm- stundaheimili á Bræðraborgar- setur sitt og starfar undir stjórn Sigurðar Ágústssonar, varðstjóra í lögreglunni, og Jóns Pálssonar. í Tjarnarbæ skapast aðstaða til tómstundaiðkana á sviði alls kyns lista og er meðal annars 5 i Frá starfsemi Skákklúbbsins. í ráði að stofna þar leiklistar- klúbb. Á sumrin hefur einnig verið opið tómstundaheimili í Skátaheimilinu, í samvinnu við Skátahreyfinguna. j haust fær svo ráðið til af- nota Héðinshöfða, fyrir aðal- stöðvar sínar og verður það mjög mikilvæg viðbót við hús- næði ráðsins. Auk þessa hefur ráðið fengið inni í ýmsum skólum. Þá hefur það fengið inni í féiagsheimil- um ýmsra félaga og segir Bragi Friðriksson að mjög æskilegt væri að meir yrði um slíkt. Einnig hafa Áhaldahús borgar- innar og Viðgerðarverkstæði út- varpsins veitt aðgang að verk- stæðum sínum. Það sem Æskulýðsráð leggur megin áherzlu á, er að þjálfa ungt fólk til starfsemi með ung- lingum. Nóg er af fólki sem hef ar hæfileika til þess, en lítið um fólk, sem hefur kunnáttu og reynslu. Óleyst vandamál. Eitt þeirra vandamála, sem óleyst eru enn, er að ná til þeirrar æsku, sem ekki hefur áhuga á neinum sérstökum við- fangsefnum, og eyðir því frí- stundum sínum á miður heppi- legum stöðum. Telur síra Bragi það ráð helzt að fá til afnota gott húsnæði í Miðbænum, þar sem þessir ung- lingar geta komið og fengið að vera alveg frjáls. Þetta yrði peirra eigið hús og engin myndi neyða þá til þátttöku i neinu. Veitingar yrðu á boðstólum og vmis tæki til Ieikja, svo sem oorðtennis og annað slíkt. — Mætti þannig koma unglingum þessum i heilbrigðara umhverfi jg oft mögulegt að vekja á- nuga þeirra á ýmsum viðfangs- efnum. ,iV.%%%Vi%%%%Vi%%%V«%V«Vi,i,«,ili%ViVi%%%Vi%,%,iV.Vi,iV«*i%,i%%%*i,«,«%Vi«»,«Vi,i,i%V*,i,*,i%Vi,»'t%%ViV«».,«%*iV.%%,i*«%%*«%%,(%%%,,»i,I%%%*i,iV«,.%,.\Viv' ,• .V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.