Vísir


Vísir - 01.06.1962, Qupperneq 10

Vísir - 01.06.1962, Qupperneq 10
Föstudagur 1. júní 1962. 10 V'S'R i * $3iW$??$3?/iJjg?í>'35§£gSfpí£Sy&Vv?:•$?$&?' ' 1.1'"' i':; • V ■■' ■ Vinnustund í heimili Sjálfsbjargar á Akureyri. Ræðir Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, hcldur aðalfund sinn á fsa- firði nú f vikunni. Tiðindamaður frá Vísi hefir átt tal við Trausta Sigurlaugsson, framkvæmdatjóra sambandsins og bar þá aðalfund- inn á góma og samstarf Sjálfs- bjargar og Berklavarnar, sem kom- ið er til sögunnar. Tíðindamaðurinn spurði Trausta um helztu mál fundarins, sem hald inn verður á ísafirði dagana 31. maí til 2. júní. ★ Styrktarsjóðurinn — Meðal helztu máia, sagði Trausti er að marka stefnuna varð andi styrktarsjóðinn, en um hann samþykkti Aiþingi frumvarp í vet- ur sem kunnugt er. Með honum fær sambandið fastan tekjustofn. Leggja þarf drög að því hvernig fénu verður skipt og er eftir að setja reglugerð um sjóðinn. Verða reglurnar vafalaust hliðstæðar þeim, sem gilda fyrir styrktarsjóð vangefinna. Fénu, sem í sjóðinn safnast (sælgætisgjaldinu) skal samkvæmt lögunum verja til bygg ingar og rekstrar vinnustofnana fyrir fatlað fólk. Sjóðurinn er í vörzlu Félagsmálaráðuneytisins, og rennur ekki beint til Sjálfsbjargar, en hún hefur tillögurétt um ráð- stöfun fjársins samkvæmt sérstakri reglugerð. Eins og ég hef áður tekið fram í viðtali við Visi, fagna fatlaðir mjög þessari sjóðstofnun. ★ Samstarf um vinnustofnun — Annars finnst mér alveg sérstakt ánægjuefni, að samstarf er hafið milli Sjálfsbjargar og Berkla- varnar um stofnun vinnustofu á ísafirði og hafa fest kaup á húsi Eichmann biður um nóðun Adolf Eichmann hefur nú sent náðunarbeiðni til for- seta ísraels. Kemur þetta í kjölfar dóms Hæstaréttar yfir honum nýlega, en hann kvað upp lauöadóm yfir Eichmann. Það eina sem nú getur bjargað lífi þessa gamla Gesta- po foringia er náðun forsetans, en talið er mjög ólíklegt, að náðun verði veitt. í því skyni. Annars hóf Sjálfsbjörg rekstur vinnustofu þar fyrri hluta árs 1960 og starfsemin gekk mjög að óskum. Var svo áformað að kaupa hús í samvinnu við Berkla- vörn og jafnframt að stækka vinnu stofuna og stefna að fjölbreyttari framleiðslu. ★ Vinnustofa í Reykjavík — Áformað hefur einnig ver- ið að koma á fót vinnustofu í Reykjavík og er nú hafinn undir- búningur að því. í Reykjavíkur- deildinni eru annars um 150 fatl- aðir og margir styrktarfélagar. £ öllum deildum eru á sjöunda hundr að fatlaðir og álíka margir styrkt- arfélagar. Vinnustofur víðar og félagsheimili Vinnustofur eru víðar og fé- lagsheimili. Akureyrardeildin hefur komið sér upp vinnu- og félags- heimili (Bjarg — tók til starfa 1960) og Siglufjarðardeildin rekur vinnustofu. Á Akureyri er reist við- bótarbygging í sumar (vinnusalur). ★ Deildir nú 10 Félagsdeildir eru 10 á landinu og mun þeim eiga eftir að fjölga. Við höfum il dæmis fuilan hug á að stofna deild á Austfjörðum, þótt á þvl séu meiri erfiðleikar en vfða annarsstaðar. Skrifstofa Sjálfsbjargar er í húsi SÍBS við Bræðraborgarstíg. Formaður sambandsins er Theodór Jónsson. — Fulltrúar frá öllum deildunum munu sitja aðalfundinn, sem mun marka tímamót í sögu sambandsins. Beriast Angoiamenn innbyrðis í Flokkadrættir eru svo miklir meðal fióttamanna frá Angóla, sem leitað hafa hælis í Kongó, að hætta er talin á, að tvær helztu fylkingar þeirra berjist þá og þegar. Miðstjórnin í Leopoldville hefir talsverðar áhyggjur af þessu, og ástæðan er sú, að for- ingjar beggja aðalfylkinga flóttamannanna hafa haldið því fram opinberlega, að sótzt hafi verið eftir lífi þeirra. Foringj- ar þessir heita Mario de Andr- ade, sem er foringi frelsisfylk- ingar aiþýðu“, og Holden Ro- berto, sem stjórnar „Þjóðfrelsis fylkingunni". Hvorugur kvaðst vita, hverjir mundu hafa staðið að tilræðunum, en létu sér til hugar koma, að portúgalskir flugumenn kynnu að hafa kom- izt til Kongó, og hafi þeir verið þarna að verki, en hvor um sig lét einnig í það skína, að vel mætti vera, að keppinautarnir hefðu verið að verki — og það er þetta, sem stjórnin í Lopold- ville er hrædd við. Klofnmgur er svo mikill með al flóttamanna frá Angóla, að þeir hafa stofnað hvorki meira né minna en 12 stjórnmála- flokka í Kongó, og eru tveir stærstir, þeir sem nefndir eru hér að ofan. Hefir Kongóstjórn gert margar tilraunir til að fá Angólamenn til að leggja nið- ur allar væringar, meðan þeir njóta hælis í Kongó, en margir sáttfundir hafa verið gersam- lega árangurslausir. Það dregur heldur ekki úr þeim ótta stjórn arinnar, að um síðir kunni upp úr að sjóða og blóðbað verði úr, en vart er bætandi á þau vandræði, sem Kongóstjórn á við að stríða, þótt mjög sé á- standið nú betra en fyrir að- eins fáeinum mánuðum. Sá er einn af helztu munun- um á tveim stóru flokkunum, sem getið er hér að ofan, að Andrade og allir helztu foringj ar hans og ráðgjafar eru kyn- blendingar, svertingjar í aðra ættina en portúgalskir í hina. Andrade sjálfur var til dæmis settur til mennta í Lissabon. Hann hefur verið kallaður kommúnisti, en neitar, að hann sé það. Hinsvegar er það á allra vitorði, að allir helztu foringjar hans hafa hlotið menntun eða einhverja þjálfun í Austur- Evrópulöndunum og sumir jafn- vel í Sovétríkjunum. Þarf þá vart að fara í grafgötur um, hvaða stefnu þeir muni aðhyll- ast. Foringi hins aðalflokksins, Roberto, er hinsvegar hrein- kynjaður svertingi, fæddur í Angóla en uppalinn í Kongó. Hann gerðist bókhaldari, er hann hafði Iokið gagnfærða- skóla. Helztu aðstoðarmenn hans eru í líku menntunarstigi. Þeir eru fjandsamlegir múlött- um, en auk þess óttast þeir sam runa við flokk Andrades, af þvi að þeir eru hræddir um, að þeir kunni að verða undir í sam- skiptum við sér menntari menn. Áiaveiðar breiðast út um S- og Vesturland Álaveiðar eru nú að hefjast í stórum stíl i nokkrum byggðarlög- um, einkum austur í Lóni, í Horna firði, Meðallandi og Landbroti. Hætt við hruni efnahags- kerfís A ustur-Þýzkalands Walter Ulbricht, kommúnista- leiðtogi Austur-Þýzkalands, hefur snúið sér til vestur-þýzku stjómar- innar í Bonn og beðið hana um efnahagslega aðstoð, eftir að stjórn arvöldin í Moskvu neituðu honum um meiri slíka aðstoð en þau þeg- ar hafa Iátið Austur-Þýzkalandi í té. - Hið hranalega svar, sem Ulbricht fékk í Moskvu við málaleitun sinni var, að sú efnahagsaðstoð sem Austur-Þýzkaland hefði fengið frá Sovétríkjunum á undangengum 16 mánuðum væri öll sú aðstoð sem þeir gætu vænzt frá Sovétríkjun- um, en hún mun nema sem svarar til 356 milljóna steringspunda. Óformlegar viðræður hafa þeg- ar átt sér stað um málaleitan Ul- brichts milli embættismanna í ut- anríkisráðuneytinu í Bonn og efna- hagsmálaráðuneytinu. Síðari fréttir herma, að dr. A ’cnauer muni ræða þetta mál við Dean Rusk utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, er hann kemur '1 Bonn í næsta mánuði Frá þessari málaleitan er skýrt ýtarlega i blaðinu Sunday Tele- graph í London, samkvæmt frá- sögn fréttaritara þess í Bonn, og er hér aðallega stuðzt við hana, en þess er og að geta að í Daily Mail segir, að vestrænir stjórnmálamenn séu undrandi yfir beiðninni og geti ekki skiiið hana á annan veg en þann, að efnahagslegt hrun vofi yfir Austur-Þýzkalandi. Fréttaritari Sunday Telegraph segir, að utanríkisráðuneytið í Bonn hafi mælzt til þess að þess yrði gætt mjög vandlega, að ekk- ert yrði sagt um afstöðu Bonn- stjórnar í þá átt, að efnahagsað- stoð yrði veitt, fyrr en athuguð hefðu verið 't hlýtar ýmis atriði stjórnmálalegs eðlis. Embættismenn í Bonn segja, að Ulbricht hafi lagt fram hinar á- þreifanlegustu sannanir sem hugs- ast getur fyrir þörfinni á aðstoð, því að hann hijóti að vita, að hann geti ekki fengið efnahagslega aðstoð nema gegn tilslökunum varð- ' andi Berlin. á þeim tíma, er Berlínarmálið sé orðið það mál, sem mest beri á, í bandarísk- sovézkui í samkomulagsumleit- unum. í raun réttri hafi Ulbricht rétt Bandaríkjamönnum nýja lyfti- stöng í starfinu við ruðning brautar að samkomulagi um Berlín með því að snúa sér með beiðni um aðstoð til síns svarn- asta fjandmanns — Adenauers. VEIKLEIKAMERKI Fréttaritarinn segir augljós veik- leikamerki í efnahagskerfi Austur- Þýzkalands. Framleiðsla sé stöðvuð á sviði heilla iðngreina. Bifreiða- framleiðslu verður hætt. Verið geti, segir fréttaritarinn, að Vestur-Þjóð- verja. bjóði aðstoð í miklu minni stíl en farið er fram á, en Ulbricht bað um lán sem svarar til 216 millj. sterlingspunda — sennilega fái þeir ekki meira en sem svarar til 90 millj. stpd., en þó verði ekki með vissu um þetta sagt. Utanríkis- ráðuneytið í Bonn bendir á hinar stjórnmálalegu hliðar málsins, til- slakanir verði að koma í stað hjálp ar, en embættismenn efnahagsráðu neytisins leggja meiri áheizlu á, að hjálpa beri þjóðinni og koma i veg fyrir vaxandi yfirráð 'tússa f aust- ur-þýzkum iðnaði, er vilji tengj!) hann algerlega hinum sovézka. — Vestur-Þýzkaland hafi bér mikið tækifæri og beri að nota það. Auk þess eru álaveiðar að byrja f tilraunaskyni í mörgum héruðum á Suður og Vesturlandi, allt vestur að Breiðafirði. Austur á Lóni og Hornafirði munu bæði Samband íslenzkra samvinnufélaga og Loftur Jónsson beita sér fyrir lagningu á álagildr- um og er áhugi manna þar mikill fyrir veiðunum. Þá hefur SÍS beitt sér fyrir tilraun með miklu víð- tækari álaveiði, en í næsta mánuði opnar SÍS fullkomið álareykhús í Hafnarfirði og mun fullverka álinn þar. I vor eru álagildrur lagðar i Dyrhólaós í Mýrdal og Holtsós und ir Eyjafjöllum og hollenzkur ála- veiðimaður Siwertsen að nafni fer nú um Mýrar og Staðarsveit á Snæ fellsnesi til að kenna mönnum meðferð álagildra. Er áhugi all misjafn, þar sem mannekla er á bæjum, en víða eru þó bændur sem vilja reyna þessa tekjuleið og brjóta þannig ísinn. Að þessu sinni er ekki vitað til að neinar tilraunir verði gerðar til að flytja ál lifandi út með flutningsskipum. Menzis forsætisráðherra Ástr- alíu er sagður ætla að bjóða Elisabetu drottningu i heimsókn til Ástraliu. Kjamorkus'LÖð til raforkufram- ieiðslu í Hunterston I Ayrshire, Skotlandi. Kostnaður varð 63 millj. stpd., en hefði ekki átt að fara frain úr 37 milljómim. Gaitskell leiðtogi stjórnarand- stöðunnar hefur borið fram fyr- irspurn i neðri málstonw.rJ. Landbúnaðarverkaircnn of; ðn- aðanncnn í Fra/.kiand' bafa fergið 2.í% kaupíiæ’ikv.n.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.