Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 08.06.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. júnl 1962. VISIR Svarti jþEGAI. ég var staddur -yrir nokkrum árum úti í New York, datt mér í hug einn morg- un að taka mér ferð með neðan- jarðarbraut niður í fjármála- hverfið á suðurodda Manhattan. Ætlunin var að reyna að fræð- ast svolítið um starfsemi fjár- málalífsins og skilja hvaðan hinum bandaríska dollara kem- ur hið volduga afl, sem gerir hann að áhrrifamiklu fram- kvæmdatæki um allan heim. Pessi heimsókn verður mér þó eftirminnilegri fyrir það að mér fannst ég snúa jafnnær aft- ur En í bakaleiðinni fylgdi mér endurminning um annarlegan svip Wall Street, þar sem mann fjöldinn æðir um strætið í leit að einhverjum óþekktum og ó- skiljanlegum áfangastað við ó- sýnilega strauma fjármálavalds- ins, þar sem milljarðar dollara streyma daglega fram og aftur milli banka og kauphalla í merkjamáli fjarritaranna, þar sem elfa auðsins flæðir og fjar ar í tákni stígandi og lækkandi línurita. Strætin í fjármálahverfinu eru mjög þröng, sum þeirra að- eins sem breiðir gangstfgar, en þétt meðfram þeim rísa skýja- kljúfarnir þverhnýpt 40 — 50 hæðir upp. Þau minna á djúpar klettagjár. Maður eygir varla brúnina þegar maður stendur á botni þeirra og sér engan him- in. Og hér er ein dýpsta gjáin Wall Street, sem sólin getur varla skinið niður í. Og maður finnur til þeirrar kenndar að maður sé eins og fluga á stærð við títuprjónahaus. I annatímanum er öll bifreiða umferð bönnuð um þessi þröngu stræti, en gangstéttir og ak- braut eru morandi af gangandi bankastjórum og skrifstofufólki sem hl-ypur við fót og æðir til vinnu sinnar. Maður lætur berast með straumnum og áður en varir ber mann að anddyri hins mikla musteris fjármála- valdsins kauphöllinni í Wall Street. ESTUR sem kemur í kaup- ^ höllina er leiddur upp á þriðju hæð. Þar er honum vísað fram á svalir og þar gefur á að líta. Maður sér yfir gríðarstór- an ferkantaðan sal, álíka að stærð og knattspyrnuvöllur. Þetta er „Gólfið“ eða „The Floor“, eins og þeir kalla það og allir fjármálamenn vita með lotningu, hvað það orð þýðir. Ég vildi þó fremur gefa því heitið „Fuglabjargið“ en með því væri lýst á greinargóðan hátt þeim málskrafsseim, hróp um, hringingum og rittækja- glamri sem þarna fyllir salinn. Hér fara fram hlutabréfavið- skipti. Hingað safnast fjármagn ið frá hinum stærsta og smæsta, héðan er því aftur dælt út í við- skipta og framkvæmdalífið. Hér er spekúlerað og reynt að spá fram í tímar.n, hvernig verð- sveiflurnar muni verka. Hver smáhækkun þýðir milljóna til- færslur á fjármagni, sem veltir gulli í vasa þeirra sem hafa spekúlerað rétt. Héðan berast tilkynningarn- ar: 'Alcoa 81, hækkun 1, — Atlas Plywood 6 7/8 óbreytt, — Bunck Hill 6 7/8 óbreytt, 1/8, — Creole Petroleum 93 3/4, lækkun 3/8 Þannig var hversdagleg stund, tiltölulega kyrrlátur dag- ur í kauphöllinni. 'p'N þeir hafa ekki allir verið svona rólegir. Enn eru hér margir sem muna hrunið mikla 1929, svarta mánudag 28. októ- ber 1929. Þá lék Wall Street á reiðiskjálfi. Þá hröpuðu allar svörtu línurnar þverhnýpt nið- ur línuritin, hlutabréf gjald- þrota fyrirtækja lágu eins og rusl út um gólf og gangstéttir. Á einum degi frömdu 16 banka- stjórar í Wall Street sjálfs- morð, en siálfur John Pierpont ur mánudagur", þegar annað verðbréfahrun varð á kaup- höllinni í Wall Street. Hrunið á sumum hlutabréfunum varð eins mikið og 1929 og æði fór um salinn, því að menn óttuð- ust að leikurinn frá 1929 væri að endurtaka sig. TjAR sem frjáls verðbréfamark aður er eins og í Banda- ríkjunum er almennt litið á hlutabréfakaup, sem venjulega aðferð til að ávaxta fé sitt. Þeg- ar menn koma í bankana og hafa einhverja fjárhæð sem þeir vilja ávaxta, gefa bankastarfs- menn þeim oft það ráð að festa féð í hlutabréfum, sem oft gefa af sér meiri vexti en sparisjóðs- innstæða. Bankarnir og víxlararnir standa síðan í beinu sambandi TjAÐ er því engin furða, þótt æði hafi gripið um sig, þeg ar fregnirnar bárust af verð- hruninu, einkum meðal minni hlutabréfaeigenda, sem bera minnst skyn á lögmál viðskipta lífsins, en það er segin saga að slíkt fólk kaupir oft hlutabréf þegar þau eru dýrust, tímir ekki að selja þau þegar þau eru í háu verði en rýkur til og vill losna við þau, einmitt eftir að verðfall hefur orðið og þau eru í lægsta verði. Það er talið að samanlagt tap á þessum eina degi hafi numið 29 milljörðum dolla.a og er álitið að það hafi einkum komið niður á þessum minni hlutabréfaeigendum, því að hinir stærri sem fylgdust með þróuninni og sáu hvað var á seyði bíðu þess rólegir að verðbréfin hækkuðu aftur. „Gólfið“ í kauphöllinni í New York. Myndin tekin daginn sem verðfaliið varð. Morgan kom á þriðjudag æð- andi in'n á gólfið með 240 mill- jónir dollara í hendinni, er hann hafði skafið saman í mikl- um flýti hjá sterkustu bönkun- um og fór að bjóða í hlutabréf og kaupa í stórum stíl til þess að reyna að forða hruninu. En þær aðgerðir komu einum degi of seint. Skriðan var hlaupin af stað og jafnvel sá voldugi Morg an gat ekki stöðvað hana. Af- leiðingin varð ósegjanlegar hörmungar, áralöng fátækt, at- vinnuleysi og sultur fyrir banda rísku þj-óina, hrun og stöðvun og áhrifanna gætti um gervalla veröld. Þetta gerðist fyrir þremur áratugum og á þessari reynslu lærðu menn að gera margvís- legar öryggisráðstafanir auk þess sem þekking manna á lög- málum efnahagslífsins hefur vaxið. Því hafa menn staðhæft að slíkt og þvilíkt muni aldrei koma fyrir aftur. Áður en hrun gerist verði stjórnarvöldin búin að taka í taumana og veita nýju fjármagni út í atvinnulífið sem tryggi að hjólin haldi á- fram að snúast. Það hefur því ekki orðið mönnum lítið undrunarefni, að jafnvel á því herrans ári 1962 skyldi renna upp annar „svart- við kauphöllina í Wall Street, sem er allsherjarmarkaður hlutabréfa í Bandaríkjunum. Þegar hlutabréf falla skyndi- lega í verði breytist sú hreyfing línuritsins í tap og harmleik á heimilunum. Hugsum okkur t. d. bandaríska fjölskyldu sem hefur verið að safna sár ié til að kaupa íbúð. Þar sem heim- ilisfaðirinn taldi að betra væri að ávaxta féð í hlutabréfum en í sparisjc'” "n þegar verð- hrunið skellur á hefur hann allt í einu tapað þriðjungi eða helm ingi þess fjár er hann hafði safnað. Hann verður því að fresta eða hætta við íbúðar- kaupin. Eða önnur fjölskylda sem hefur safnað fé til að koma elzta drengnum í háskóla og greiða skólagjöldin sem oft eru há. Til þess að ná þessu hefúr féð verið fest í hlutabréfum og treyst á það að arður sé greidd- ur og að hærra verð fáist fyrir bréfin þegar á að nota pening- ana og bréfin eru seld. Allt í einu vc.ður það ljóst fjölskyld- unni að bréfin eru orðin lítils- virði. Skólanámið fer út um þúfur eða fjölskyldan verður að spara við sig nauðþurftir til að koma áforminu fram. Föstudagsgreinin TjÓ meir en 30 ár séu liðin frá mikla hruninu 1929 eru menn enn ekki á eitt sáttir hvað orsakaði þá skyndilegu brey- ingu. Þó vita menn það að á- standið í efnahagsmálunum var orðið mjög slæmt, það ein- kenndist af skuldum, fjárskorti og söluerfiðleikum. Að þessu sinni var aðstaðan allt önnur. Framleiðsla og vöru- sala í Bandaríkjunum er nú með meiri blóma en nokkru sinni fyrr Kaupkraftur meðal almenn ings virðist meiri en áður og talað hefur verið um að fram- leiðslumet verði slegin og að sala á nýjum bifreiðum komist t. d. á þessu ári í fyrsta skipti yfir 7 milljónir. Þetta gátu fróðir menn séð og þeir óttuð- ust því ekki neitt hrun í efna- hafslífi landsins. Hér virðist því annað hafa verið á seyði í stuttu máli að- eins það, að á síðustu árum hefur það orðið óhagkvæmara en áður að ávaxta fé sitt í hluta bréfum. Sérstaklega virðist það gilda um þau hlutabréf sem hafa verið f mjög háu verði, en það eru hlutabréf í frægustu og sterkustu fyrirtækjum eins og í General Motors, Ford, American Tobacco, Kodak Goodyear, IBM, Westinghouse, US Steel og Dupont. Á þessi hlutabréf hefur verið litið sem örugga fjárfestingu. Nú greiðir eitthvert þessara fyrirtækja 10% arð á ári. Af 100 dollara bréfi fær eigandinn þá 10 dollara á ári. Það virðast all góðir vextir, en þegar betur er að gáð, þá kemur í ljós, að eftirsóknin i slík bréf varð svo rnikil, að margir höfðu keypt 100 dollara bréfið á 500 dollara. Þá kemur það í ljós, að 10 doll- arar í vexti af þeirri upphæð er ekki mikið. JJÉR hefur því annað haft á- hrif en vextirnir einir sam- an og því verður lýst í stuttu máli þannig, að fólk lceypti hlutabréf sem vörn gegn verð- bólgunni. Verðbólgan hefur verið mjög alvarlegt vandamál í Bandaríkj- unum síðustu 15 ár. Hún hef- ur það t. d. í för með sér, að almenn verkamannalaun þar í Iandi eru um 100 kr. á klst. og veldur það því að Bandaríkin eru að hætta að verða sam- keppnisfær við önnur iðnaðar- . lönd. En hún hefur einnig haft það í för með sér, að sparifjár- inneignir fólks rýrast. Fólk hefur því heldur kosið að kaupa hlutabréf, sem héldu verðgildi sínu, jafnvel hækkuðu í verði, af því að fyrirtæki, sem lögðu í framkvæmdir og byggingar högnuðust á verðbólgunni. Þetta fyrirbæri er gamalkunn- ugt hér á íslandi, þó það komi lítt fram opinberlega í verð- bréfum þar sem hér er ekki frjáls verðbréfamarkaður. Þetta eru hin óheilbrigðu áhrif verð- bólgunnar. Allt frá því 1949 hafa hluta- bréfin haldið áfram að hækka í verði i Bandaríkjunum og menn þóttust geta treyst því að selja þau alltaf dýrara en þeir keyptu þau, því að verð- bólgan sá fyrir því að tryggja hag þeirra. En einmitt nú í vetur urðu straumhörf í þessu efni. Ríkis- stjórn Kennedys orðin að- þrengd af verðbólgunni vegna samkeppninnar við framleiðslu annarra iðnaðarlanda. Og gerð- ist það þá, að Kennedy ákvað að berjast með hnúum og hnef- um gegn allri frekari verðbólgu. Hefur stjórnin nú stöðvað hækkanir bæði á launum og vöruverði. CKÝRAST kom þetta fram í ^ deilu Kennedys við stáliðju- verin, sem ætluðu að brjóta í bág við stefnu hans og hækka stálverðiÞá þvingaði Kenn- edy stáliðnaðinn til að taka þá hækkun aftur. Við þær aðgerðir fóru augu manna að opnast fyrir því, að ekki væri hægt að búast við á- framhaldi verðbólgunnar og hefur það nú þegar orðið til að draga úr áhuga manna að á- vaxta fé sitt í hlutabj-éfum. Það er því ekki furða þótt kaupsýslumenn í Bandaríkjun- ■ um kenni Kennedy beinlínis um hið skyndilega verðfall sem varð í Wall Street. Það er að vísu rétt að þetta hefur víða komið hart niður, en þó má líta á þetta sem lið í lækningu, þar sem reynt er að hverfa frá verð bólgu yfir í jafnvægi efnahags- lífsins. Málið er þó hvorki létt úrlausnar né einfallt og getur dregið á eftir sér langan dilk. Framh. á bls. 13 eftir Þorstein Thorarensen

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.