Vísir - 23.06.1962, Side 4

Vísir - 23.06.1962, Side 4
4 VISIR Laugardagur 23. júní 1962. M vur drukkin puns — Framh. al 9. slðu. tíðkaðist mikið í eina tíð. Margt merkilegra hluta er í . stofunni m. a. trafakefli Þórunn- ar, dóttur Hannesar Finnssonar Skálholtsbiskups. Þar er brúðar gjöf, kaffistell sem Þorgrímur Tómasson á Bessastöum gaf dóttur sinni, Katrínu er giftist séra Markúsi Jónssyni í Odda. Á kaffistellið eru áletraðir upp- hafsstafir þeirra úr gulli. Uppi á lofti er herbergi, sem helgað er minningu Sigurðar Giiðmundssonar málara. Sigurð- ur var mjög fátækur og átti því lítið af munum, en í.herberginu er auk brjóstmyndar af honum, ýmsir hlutir sem stóðu honum nálægt, einnig eru á veggjum myndir eftir Sigurð. Á loftinu er búr með flestum þeim áhöldum sem því tilheyra. Smiðenshús var flutt upp að Árbæ um hau^tið 1959, en það var gefið af Ca'rli Sæmundssen. FRAMTÍÐIN. Þegar við höfðum gengið um Dillonshús og Smiðenshús með Lárusi notuðum við tækifærið og spjölluðum við hann. — Það hefur mikið breytzt hér síðan 1957, — Já, þvl er ekki hægt að neita. Mér er það minnisstætt þegar við Gunnar Thoroddsen, þá verandi borgarstjóri fórum hingað uppeftir. Þá voru húsin að hruni komin og skíturinn var svo mikill að við þurftum að vera á háum vaðstígvélum. Ann ars ber að geta þess að safnið hefur alla tíð notið sérstakrar góðvildar borgaryfirvaldanna. — En hvað um framtíðina? — Hugmynd mín er sú að ljúka næst við safneiningu þá, sem heitir Víkurtorg þ e. a. s. Dillonshús og Smiðsenshús, auk næstu verkefna Sjóbúðina og Skólavörðuna. í heildar skipu- laginu er gert ráð fyrir Víkur- vegi hérna niður með ánni, en engin ..ás verða flútt þangað, nema 'þau eigi sérstaka sögu og verði að víkja fyrir nýja tíman- um og skiplaginu. Einnig hefur komið til greina að flytja hi..gað að Árbæ skátaskálann í Lækjar- botnum. — Að síðustu vildi ég segja þetta: Árbær er útivistarsvæði Reyk víkinga, þeir eiga að geta komið hingað og notið góða veðursins, haft með sér kaffisopa, eða feng ið veitingar keyptar hér vægu verði. Fundur Þrótt- ar á Skaga- strönd Þann 15. júní s.l. var fundur í Sjálfstæðisféíaginu Þrótti á Skaga- strönd. Formaður félagsins, Ingvar Jóns- son, setti fundinn og stjórnaði hon- um. Fui.darritari var Þórður Jóns- son. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, flutti erindi um skipulag og starfsemi Sjálfsstæðisflokksins. Séra Gunnar Gíslason, alþingis- r.iaður, ræc'di um stjórnmálavið- horfi.ð, og síðan voru almennar umræS.u og tóku þessir til máls: Ásmundur Magnússon, Ingvar Jónsson, Þórður Jónsson, Jón Benediktsson og Axel Jónsson. Á fundinum fór fram kosning fulltrúa í Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í Austur-Húnavatns- sýslu og kjördæmisráð Sjálfstæðis flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Framleiðendur: NSU Motorenwerke AG. Neckarsulm, Vestur-Þýzkalandi NSU - PRINZ 4 • SPARNEYTNASTI • ÓDÝRASTI • FALLEGASTI OG • VANDAÐASTi 5 manna fjölskyldubíllinn, sem enn hefur verið fluttur til landsins. KOMIÐ, OG SKOÐIÐ PRINZINN SJÁLF Lögð verður áherzla á fullkomna varahluta- og viðgerðarþjónustu SÖLUUMBOÐ FÁLKINN H.F. Laugavegi 24 — Sími 1-86-70 — Reykjavík NSL 5 manna fjölskyldu bíllinn NSU-PRINZ er búinn 36 hest- afla, 2ja strokka 4-gengis vél, loftkældri, með 4 gírum áfram, sem allir eru „synkroniseraðir“. Vélin eyðir um 6 lítrum af benzíni á 100 km í langkeyrslu og gengur mjög hljóðlega. Skoðunarþyngd NSU-PRINZ er 500 kg. I NSU-PRINZ fjaðrar á 4 gormum, og í aftur-gormum eru „PRINZ- AIR“-loftpúðar, sem gera bílinn einkar þýðan. NSU-PRINZ hefur aðeins 2 smurkoppa, sem smyrja á með handþrýstisprautu. Ein og sama smurolían er á vél og gírkassa. NSU-PRINZ-eigendur geta sjálf- ir smurt sinn bíl. Farangursgeymsla er mjög rúm- góð. Allur frágangur NSU-PRINZ er einstaklega vandaður. títsýni er sé^lega gott, og lag bílsins er allt mjög nýtízkulegt. Verð: kr. 117 þúsund. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.