Vísir - 23.06.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 23.06.1962, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. júní 1962. VISIR CECIi SAINT-LAURENT .. KAR (CAROLINE CHÉRIE) 65 ég hafi fórnað henni þín vegna — henni, sem einu sinni hætti til sín eigin lífi þér til bjargar. — Mitt eigið líf er mér dýr- mætara en hennar, en það virð- ist svo sem þér sé hennar líf dýrmætara. — Karólína, þú skilur ekki... — Gaston minn, hér þarf ekkl skilnings við á neinu. Málið ligg- ur Ijóst fyrir eins og ég tók fram. Þú getur valið milli mín og frú Coigny. Og það er deg- inum ljósara, að þú hefur tekið hana fram yfir mig. Þá er ekki meira um það að segja. Ég hræð ist ekki dauðann — og hver veit nema ég geti komizt héðan án þinnar hjálpar, en ég er þér einskis virði lengur. Ást þín til mín er steindauð í brjósti þínu. Hún kastaði sér á legubekk- inn og brast í grát. — Jú, ég elska þig, hrópaði Gaston, þú hefur aldrei horfið úr huga míníim, og viljirðu sönn un, þá hefurðu hana hér. Hann hneppti frá skyrtu sinni og tók fram tvíta silkiræmu og kastaði til hennar, en hún greip hana og horfði á hana undrandi. — Hvað er þetta? — Geturðu ekki áttað þig á því? Það er hluti af skyrtunfii, sem þú varpaðir frá þér nótt- ina dásamlegu í kvistbúðinni í Saint-Honoré-götunni. Karólína reis upp. — Hvernig ... ? — Þegar ég kom til Parísar i þriggja mánaða leyfi fór ég upp þangað til þess að virða fyrir mér staðinn, þar sem við vorum síðast saman. Reiði Karólínu hjaðnaði á svipstundu. Hún efaðist nú ekki u m,að Gaston elskaði hana. Og nú langaði hana ekki til neins nema að gefa sig honum á vald, en hún reyndi að sigrast á þess- ari ástríðu. Hún hugsaði sem svo, að hún yrði að hlýða á rödd kaldrar skynsemi og hugsa um það eitt hvernig hún gæti rutt keppinaut sínum af vegi og sjálf komizt til Maison Bel- homre, en þegar Gastcn beygði sig yfir hana og þrýsti kossi á varir henni vaknaði ástríðan af reginafli og allt annað gleymdist nema að hún hvíldi í örmum hans, og hún vaknaði sem af draumi við það, að barið var á dyrnar og sagt kaldranalega: — Nú eru komnar þrjár klukkustundir og heimsóknar- tíminn á enda. Nú verðið þér að fara — og minnist þess, að mér ber dálítið aukreitis fyrst og lofaði yður að vera þarna svona lengi. XX. Kapítuli. Maison Belhome. Þegar alllangt var liðið á dag kom einn fangavarðanna og gekk um sali kallandi nafn hennar: — Kvenborgarinn Berthier, kvenborgarinn Berthier ... Þegar Karólína heyrði nafn sitt kallað hljóp hún móti hon- um, eftirvæntingarfull og kvíð- in í senn. — Eruð þér Berthier kven- borgari? Ef svo er verðið þér að búast til ferðar þegar í stað. Þér eigið að fara héðan innan stundarfjórðungs. — Hvert? — Það veit ég ekki. í fangelsi er ekki hægt * að halda neinu leyndu. Karólína var vart búin að skila aftur fötunum, sem Egugenie og stalla hennar höfðu lánað henni, er spurningunum rigndi yfir hana. — Er það satt, að þér hafið komizt að í Maison Belhomme? Gleymið mér ekki, ef eitthvert pláss losnar þar. Gætuð þér ekki reynt að koma því svo fyrir, að ég líka . . . ? — og þar fram eftir götunum. Þegar Karolína gekk út hvíldu allra augu á henni. Allir töluðu um hana. Hún fölnaði, er henni varð litið á frú de Coigny og gat lesið úr svip hennar, að henni hafi skilist hvernig í öllu lá, og hún flýtti sér fram hjá henni. Vagn beifo hennar fyrir dyrum úti. Vakti það mikla furðu henn ar hve vagninn var þægilegur. Fyrir var í vagninum embættis- maður, sem var hinn ræðnasti. Eftir hálfrar klukkustundar akst ur var numið staðar. Þar sem hún hafði ekið í lokuðum vagni lá við, að hún fengi ofbirtu i augun, er hún steig út úr vagn- inum, því að sól skein í heiði. hún sá nú að ekið hafði verið inn í húsagarð. Húsið var all- stiórív #i)Mrajög úr sér gengið. borgaralega klædd ur, steig fram og kynnti sig, kvaðst vera Belhomme læknir, og fullvissaði hana um, að í' stofnun hans mundi verða ann- j ast vel um hana. Bað hann hana um að koma með sér upp í skrifstofu sína, svo að hann gæti ákveðið lækningaaðferðirn- ar, og fór Karólína glöð í huga með honum. Það vakti athygli hennar, að margt var vel binna, jafnvel skartbúinna karla og kvenna í stigum og göngum, og hún heyrði pískrað um hver hinn nýi „viðskiptavinur“ mundi vera. Var hún nú leidd inn i herbergi, þar sem húsgögn voru í „Lúðvíks XV. stíl“ og var þarna öllu smekklega fyrir kom ið. Belhomme læknir fór þegar að tala um hve gífurlega dýrt væri að reka lækningastofu sem þessa, en kallaði hana nú hvíld arheimili í öðru orðinu. Karólína var vitanlega ekki lengi að átta sig á hvað hann var að fara, og lá við að hana sundlaði, er honn nefndi upphæðina, sem hún átti að greiða. En það var tilgangs- laust að þrefa um verðlagið, — og þar að auki var hún viss um, að Gaston — og Karlotta, mágkona hennar, myndu bjarga þessari hlið málsins, og greip því fram í fyrir lækninum: — Eyðið nú ekki frekara dýr mætum tíma yðar í útskýringar. Ég felst á að greiða þetta. Mág kona mín og vinir koma hingað bráðum og ég skal segja þeim hver upphæðin er. Læknirinn neri saman hönd- unum og var nú hinn ánægðasti á svip. — Fyrirtak, yður skal verða gert viðvart, þegar gestir yðar koma. Annars ríkir fyllsta frjáls ræði hér í húsinu. Þér getið tekið á móti gestum hvenær sem er og þar sem ég lít á alla gesti sem persónulega vini er þeim einnig frjálst að koma að kvöldi til. Hann hringdi klukku og inn kom kona nokkur, hávaxin og grönn og ekki sem hreinlegust. — Þetta er Chabanne kven- borgari, samverkamaður minn. T A R A N "FORGIVE THEMi 5WAMA( ELIT THEY AKE FEAKFUL- THEY 7ZBK9 AN AKVO/ OFMASAUPING 7EVILS!,/ THEKE WAS A MOMENT'S TENSlON AS TAK2AN AP’f’KOACHE7 THE ST0CK.A7E. ANIZ THENi SLOWLY THE GATES OPENE7— HIS 5LUFF HA7 WOKK.EI7! ui VMÍWfrf JC* . CiMrO CHIEF KUFAMI SUP’P’ENLY AP’FEALEPj FUMING... *FOOLS! YOU AltE LUCKV' YOU VIV NOT HAIKM THIS MAN V Það var augnabliks óvissa með- an Tarzan nálgaðist þorpið en svo var hliðið opnað upp á gátt. Kudami konungur tók fagnandi á móti honum. „Fávitar", sagði hann við varðmennina, þið voruð heppnir að drepa ekki þennan mann“. „En þú verður að fyrirgefa þeim þeir hræðast stríðsmenn rænandi djöfuls. * V.V.WAWAW.V.* ' Barnasagan Kalli og elduriii^ Það var komið myrkur þegar KRAK komst til Skummeleyjar- innar. Hirðmaðurinn var nú far- inn og Kalli fór upp til þess að leysa stýrimanninn af. En þegar hann kom í brúna, hrópaði hann upp yfir sig af undrun. í stað þess að nöldra yfir skegg leysinu, stóð nú stýrimaðurinn skælbrosandi og með velvaxið skegg. „Gamli hlunkur, hvar hefur þú fengið þetta skegg, og hvernig hef- ur þú farið að því að láta það vaxa svona fijótt?" En svo dró niður í honum og hann þagnaði. Þetta hlaut að vera einn af njósnurum Ruffiano greifa. — Hvað á é gað gera Georg? Ég er búinn að setja steikina í þvotta- vélina? Hún mun vísa yður til herbergis yðar. Ég vona, að það valdi yður ekki allt of miklum von- brigðum, að húsgögnin eru far- in að láta nokkuð á sjá, — fyrir byltinguna voru hér fáir, og nú verð ég að hýsa eins marga fanga og unnt er. Þegar Karólína kom upp í herbergið á loftinu, sem var lítið meira en afþiljað skot, var hún slegin furðu. Þarna var allt óhreinna og meiri þrengsli en í fangelsinu. Undirsængur lágu á beru gólfinu og teppi og föt lágu á þeim í hrúgum. — Þér verðið víst að tala við hinar, sem eru hér, sagði kon- an, þær verða að sofa saman, — þá verður pláss fyrir yður. Máltíðir eru framreiddar á stofu hæðinni, en það er erfitt að út vega matvæli, syo að það er ekki hægt að hafa fastan mat- málstíma. Og svo fór konan án þess að hafa fleiri orð um. Á öllu loftinu voru tveir ofn- ar, en þarna var mjög kalt, og allt á ringulreið, en í öllum kytr unum munu hafa verið um 60 manns. Svo hljóðbært var, að glöggt heyrðist það sem sagt var hinum megin við þilið, og Karólína skildist, er hún lagði við hlustirnar, að gætu menn ekki borgað yrðu menn sendir aftur í fangelsið — og dauðann. Læknirinn væri samviskulaus fantur. • Seinna um daginn var hún kvödd út í garðinn, bar sem Gaston beið hennar. — Hjartað mitt, sagði hún, þú hefur bjargað lífi mínu. Og þú getur komið og heimsótt mig hvenær sem þú vilt. Það verður dásamlegt. Hann kyssti hana, en hann var ekki glaður og hún á það. Hann kvaðst hafa talað við Bel- homme lækni og greitt honum 8000 franka fyrir viku dvöl. — Það eru ægileg fjárútlát, sagði hann. — En þér verður endurgreitt þetta seinha, elskan mín, sagði Karólína og skipti litum, — Kar- lotta ræður sjálfsagt enn yfir einhverjum hlúta eigna manns- ins míns, og . . . — Þú heldur þó ekki, að ég sjái eftir peningunum, — en þeg ar ég glataði heiðri mínum var allt glatað. Raunar lánaði ég þetta fé hjá vinum mínum, sem nú eru eignalausir eins og ég. Karlotta er í erfiðleikum. Faðir hennar er dáinn. Eignir þeirra eru fasteignir undir opinberu eftirliti, þar sem Georges er leit- að. Og það litla sem mæðgurnar hafa hrekkur skammt, vegna verðfalls frankans. Nýlegt. varð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.